Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 „Betra er að standa reikull á ör- uggum grunni er öruggur á ótraustum" Prédikun sr. Þorbergs Kristjánssonar við setningu Kirkjuþings Matt. 5,1-12. „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnariki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu hugg- aðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ Þannig hefst Fjallræðan en segja má, að sæluboðanirnar allar séu aðeins mismunandi útsetn- ingar á upphafsstefinu, er áréttar þetta, að „án Guðs náðar er allt vort traust/óstöðugt, veikt og hjálparlaust". Hér varar Jesús við oflæti og yfirborðsmennsku, eins og hann auðvitað oftlega gerir. Að þessu er víða vikið í helgri bók og þess skyldum við minnast við upphaf Kirkjuþings, að ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis, — aó betra er að standa reikull á öniggum grunni en öruggur á ótraustum. Lærisveinar Jesú spurðu hann eitt sinn um það, hver væri mestur ) himnaríki. Þá kallaði hann til sín lítið barn, benti þeim á það og sagði: Hver sem litillækkar sig eins og barn þetta, — sá er mestur í himnaríki. Síðan lét hann læri- sveinana sjálfa um að íhuga málið og finna út, hvað fyrir sér vekti. Þegar hann eitt sinn í veislu vakti athygli á því, hvemig menn völdu sér hefðarsæti, þá gaf hann mönnum jafnframt nokkuð um að hugsa, er hann sagði: Hver sem upphefur sjálfan sig, mun auð- mýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða. Jesús leggur okkur á hjarta, — og leitast með ýmsu móti við að gera þetta ljóst, að frammi fyrir hinum hæsta hafi jafnvel ekki hinn ágætasti af neinu að státa, — málum sé ekki svo háttað, að sum- ir séu syndlausir og komist sjálfkrafa í himnaríki, þar sem aðrir séu syndarar og eigi allt undir Guðs miskunn. Ipostullegu orði segir þá líka, að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð. Hér er ekki verið að mæla með slöppu umburðarlyndi við lasta- fullt líferni eða gera lítið úr vönd- uðum lífsmáta og borgaralegum dyggðum. Við höfum svo sannar- lega ástæðu til að þakka Guði fyrir hvern samviskusaman og dugandi mann á meðal okkar. En eftir þeim stiga, sem smíðaður er úr okkar góðu verkum, komumst við sem sagt ekki upp til Guðs. Hið stóra, — já hið stærsta á himni og jörðu er hitt, að í Jesú Kristi hefir Guð sjálfur stigið niður til þess að bjóða okkur ofar, hlutdeild í hreinleika sínum og því lífi, sem algilt er og eilíft. Nú veit ég vel, að þetta er fram- andlegt tal í eyrum margra með samtíð okkar. Svo margt er nú sagt um myndugleika mannsins, — og syndarvitund er veik yfír- leitt, vægast sagt. Ekki vegna þess, að nú sé minna syndgað en áður, heldur af því, að þeir eru svo margir, sem hafa það ekki á til- finningunni lengur, nema þá óljóst, að þeir séu frammi fyrir hinum heilaga, — lifi lfinu fyrir augliti Guðs. Vitundin um hann hefir þokað út að ystu sjónarrönd og enda út fyrir sjóndeildarhring, vegna þess m.a. að trúariðkanir eru nú svo takmarkaðar einatt eða yfirborðslegar, nema hvort tveggja sé. En auðmýkt hjartans og vitundin um heilaga návist Guðs, — þetta tvennt stendur í órofatengslum. Lítillætið þarf ekki að byggjast á því, aö viðkomandi hafi gert sig sekan um grófar eða augljósar yf- irtroðslur á einu eða öðru sviði, — heldur byggist þetta fyrst og fremst á hinu, að hann sé I ein- hverjum mæli tekinn að horfa á sjálfan sig með augum hins hæsta, ef svo má að orði kveða. Og í þeirri aðstöðu verða allir smáir og sá smæstur, sem vægðarlaust skoðar sjálfan sig og líf sitt í ljósi Guðs orðs. Já, í þeim orðum úr guðspjall- inu, er hér var áður vitnað til, var- ar Jesús við mannlegu yfirlæti. Hann vill, að við vörumst það allt, er hindra má, að við eignumst þá afstöðu lítillætis og trausts, er ein fær staðist, þegar á reynir, — seg- ir, að án þessa sé voðinn vís. Allir vita, að margvíslegur vandi hrjáir veröld, vonska og böl. Óþarft er að nefna einstök dæmi, — þetta blasir við svo víða. Og það vantar vissulega ekki, að menn bendi á ýmsa syndahafra, er eigi alla sök á því, sem aflaga fer f mannlegum samskiptum, — segja að þetta stafi af fáfræði, félags- legum aðstæðum, vondum vald- höfum o.s.frv. Auðvitað á allt þetta hér hlut að máli, en skýrir voðann þó eigi til hlítar. Að kristnum skilningi er rót hins illa í mannlegu oflæti, er leiðir af sér óhlýðni og uppreisn gegn Guði. Sé þessa eigi gætt, — gleymist þetta, hljóta að koma upp óæski- leg fyrirbæri, hvaða ráðum, sem menn annars beita. Að snúast gegn einstökum vandamálum, án þess að grafa fyrir ræturnar sjálfar, er álíka vænlegt til árangurs og að fást við sprunginn maga með asp- irini og heitum bökstrum, en það er að breyttu breytanda einmitt þannig, sem svo margir góðviljað- ir umbótamenn hyggjast nú fara að. Menn þurfa að gera sér ljóst, að stjórnmál, hagspeki, félags- fræði og vísindi fást aðeins við ytra borð vandans, sem dýpst skoðað er fólginn í oflæti manns- ins sjálfs og villu, — og þau brest- ur enda forsendur til annars. Því getur eigi öðruvfsi en illa farið, sé hið eina nauðsynlega sniðgengið, en iðkun trúarinnar miðar að þessu, að guðlegur hreinleiki og máttur megi ná inn f mannlegt lff og hefja það á hærra plan. Menn geta neitað þessu, þaö gera margir og afleiðingarnar af oflætinu blasa við f þjóðlffi okkar í dag, þótt eigi sé lengra horft. Það er brýnt, að menn átti sig á þessu, að enginn getur hjálpað svo að viðhlítandi verði, nema góður Guð, — og að hann getur það þvf að- eins, að við leyfum honum það, — sýnum það lítillæti að nota þær leiðir, sem hann bendir okkur á til að opna hugina fyrir elsku sinni, hreinleika og mætti, að þetta megi renna mönnum svo f merg og hein, að það í vaxandi mæli móti við- horfin og verkin öll. En í þessu sambandi koma eðli- lega fram í hugann ýmis fyrirbæri í kirkju samtíðarinnar. Hér verður víða vart viðsjálla viðhorfa, sem Sr. Þorbergur Kristjánsson einatt er á lofti haldið undir þvf yfirskini, að þau séu svar við kalli tímans, að um nytsamar nýjungar sé að ræða, — þótt einatt séu hér bara gamlar lummur á ferðinni, — uppbakaðar að vfsu en engu betri fyrir það. Eitt af því, sem einkennandi var fyrir upplýsingatfmann, sem svo hefir verið nefndur, var tak- markalítið traust á góðleik mann- eðlisins og getu mannlegrar skynsemi til þess að leysa gátur tilverunnar, — gera þetta fært að ganga til góðs götuna fram eftir veg. Ef nefna ætti islenskan fulltrúa upplýsingastefnunnar, mætti t.d. taka Magnús Stephensen, sem m.a. er kunnur fyrir það, að hann gaf út umdeilda sálmabók, þar sem sá vondi var afskrifaður. Magnús tók út þroska sinn á 18. öld, þótt hann lifði fram á þá 19. og sú öld yfirtók þá enda það grunnfærnislega viðhorf mann- legs oflætis, sem auðvitað var ekki séríslenskt fyrirbæri. í anda grískrar heimspeki var þvf haldið fram, að vanþekkingin væri móöir vonskunnar, — maðurinn væri í eðli sínu góður. Rousseau og Karl Marx tilheyrðu hvor sinni öld, en áttu þetta þó sameiginlegt, að þeir trúðu báðir á endanlegan sigur hins góða fyrir mannlegan atbeina einan og möguleika á því að skapa paradís á jörðu. Rousseau lagði áherslu á, að mennirnir og menningin yrðu að hverfa aftur til náttúrunnar, — tryggja skyldi rétt hjartans, frum- stæð öfl og hvatir óhindraðar, — orðin fyrirmæli og hlýðni útlæg gerr úr uppeldisfræðinni. Eftir þessari forskrift átti að verða til mannlegt samfélag, er mótaðist af góðvild og kærleika. Maðurinn ætti í samvisku sinni óskeikulan vegvísi, er gerði honum auðvelt að velja milli góðs og ills. Orsakir vonskunnar væri að finna í samfélagsaðstæðunum. Því miður reyndist boðskapur hans óraunhæfur. Þarf væntan- lega ekki að rekja þá sögu fyrir börnum 20 aldarinnar. Karl Marx leit einnig svo á, að orsök hins illa væri f þjóðfélags- formunum. Væri kerfinu breytt á réttan hátt, mundi renna upp paradísarástand. Ef arðráni yrði hætt, mundi rót hins illa þar með upprætt. Með því, að mennirnir væru í eðli sfnu góðir, mundu þeir, þá er svo væri komið, standa saman f bróðerni. Ríkið þyrfti ekki framar að beita valdi, — lögregla og her yrði óþarfur, — já smám saman mundi maðurinn ná þeirri sið- ferðilegu fullkomnun, að friður og félagslegt réttlæti næðu að móta mannlifið allt. Segja má, að þungamiðjan f þeim mannskilningi, er mótaðist á 18. og 19. öld og f upphafi þeirrar 20., — þótt ræturnar væru auðvit- að eldri (um þetta má lesa á fyrstu blöðum Biblíunnar), — segja má, að þungamiðjan í þessum viðhorf- um væri sú, að sjálf mannsins væri tilbeðið, — hann skyldi mæli- kvarði allra hluta, — var settur í öndvegi, — gerður að forsendu og miðpunkti tilverunnar. Hann var æðsti dómari um satt og logið, gott og illt. Það eitt, sem hver ein- staklingur skynjaði sem sann- leika, hafði gildi. Öllu ytra áhrifa valdi, — að ekki sé talað um yfir- skilvitlegu, — átti að hafna. Þessi er t.d. niðurstaða David Hume’s, sem heimspekingar vfða að úr ver- öldinni voru að þinga um hér f Reykjavík á nýliðnu sumri. Þessar skoðanir höfðu örlaga- ríkar afleiðingar, einnig fyrir kirkjuna, sem löngum hefir hætt til þess að verða barn síns tíma, — endurspegla þjóðlffiö, þegar ljósið hefir daprast, saltið dofnað. Talsmenn hennar tóku í vaxandi mæli að ganga út frá þvf, að trú einstaklingsins hlyti að grundvall- ast á eigin reynslu og upplifun einni saman. Svo var litið á, að leiðin milli Guðs og manns lægi gegnum innri reynslu hans, en ekki frá Guði til mannsins um hið boðaða orð í söfnuðinum. Á þriðja og fjórða áratug þess- arar aldar og fram yfir hana miðja raunar, fór svo fram ræki- legt uppgjör við þessa vingltrú- arkenndu mannhyggju. Þar voru að verki ýmsir mikilhæfir guð- fræðingar, er lögðu m.a. áherslu á þetta, að prédikunin ætti ekki að vera sjálfhverfur persónulegur vitnisburður um eigin upplifanir og reynslu, heldur boðun fagnað- arerindisins um fyrirgefningu syndanna, lff og sáluhjálp. En ískyggilega mikið af háskólaguð- fræði síðustu áratuga virðist svo aftur hafa lent í gömlum hjólför- um og þegar farið er að spóla í slíkum, dýpka þau auðvitað enn. Og það er óneitanlega ömurlegt að verða vitni að því, að ófáir þeir, sem segjast vilja framfarir og frá- vik frá hefðbundnum leiðum, leita einmitt lausna í gömlum hrundum virkjum, — viðhorfum, sem sagan sýnir, að ómögulegt er að sam- rýma virkileikanum. Ef unga fólkið hefði ekki látið leiðast til að afneita sögu og sið- venjum, hefði það getað lært eitt og annað, er hefði mátt hlifa því við að verða gagnrýnislaus fórn- arlömd haglega gerðra slagorða og hugmynda, sem fyrir löngu hafa sýnt sig að vera óraunhæfar og innantómar. Við höfum á undanfarandi árum orðið vitni að því, hvernig róman- tísk tilfinningasemi hefir flætt yf- ir löndin, þrátt fyrir talið upp allt raunsæi. Ótrúlega margir æsku- menn virðast hafa gengið upp i hugmyndum Rousseaus og Marx í ýmsum tilbrigðum. Þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir á þessari öld og allt annað í þeim dúr á yfir- standandi tíma, dirfast menn að tala um ágæti mannsins sem björgunarvon heimsins. Það sé bara kerfið, sem þurfi að breytast, þá verði allt gott og blessað. Á plakötum og peysum blasa við kynngimögnuð vígorð. Æskumenn hlusta andagtugir á væmna söngva, er gera tilfinningavellu 19. aldarinnar að hreinni hátíð, — láta sig dreyma um jörð, þar sem stjórnmálamenn hugsi ekki um auð og völd, — gangast upp í barnalegu bulli um byltingar og hollustu við undirokaða menn i öðrum löndum, en afneita háðs- lega hefðbundnum náunga sinum, — venjulegu fólki i næsta húsi, — telja sig síst af öllu þurfa að taka tillit til eigin foreldra, — tala yfir- lætislega um gjaldþrot kirkjunn- ar, sem ekki hafi tekist að leysa vandamál samfélagsins, — afneita Guði, sem ekki geti verið almátt- ugur og algóður, úr þvi að hann hafi ekki lagt línurnar að þeirra geðþótta. Ög það eru raunar ekki aðeins óþroskaðir æskumenn, er þannig tala, — þeir hafa þetta auðvitað annars staðar frá. Heimspekingar og rithöfundar, — uppeldis- og fé- lagsfræðingar, — já, jafnvel guð- fræðingar af ýmsum gráðum gefa hér tóninn. En þótt tekist hafi að fá slík viðhorf nefnd nýja guðfræði, kvennaguðfræði, praktiska guð- fræði eða annað slíkt, þá er hér raunar aðeins um að ræða gamla mannhyggju, er gengið hefir aftur eða vakist upp. Sú kirkja, er á slíku byggir, verður í besta falli bara eitt af þeim mörgu umbótaöflum, er vinna að bættum siðum, almenn- um félagslegum framförum og friðarmálum, — og þetta telja sumir talsmenn hennar, eins og vera ber. Já, menn tala einhliða um, að kristindómurinn eigi að birtast I lifandi persónulegum vitnisburði og verkum. Siðferðilegar og fé- lagslegar umbætur af ýmsu tagi eiga að vera trygging fyrir frelsun einstaklings og heims. Fjallræðan er aftur orðin falleg, framkvæm- anleg siðaboð aðeins og ekki skuggsjá, er sýni okkur, hvernig Frá kirkjuþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.