Morgunblaðið - 03.11.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984
33
Minning:
Tómas Jónsson frá
Sólheimahjáleigu
Látinn er Tómas Sigurður
Jónsson frá Sólheimahjáleigu í
Mýrdal. Tómas lést föstudaginn
26. október eftir skamma legu á
Borgarspítalanum. Hafði hann þá
viku um 84 ár, fæddur 19. október
árið 1900.
Tómas á hótelinu, eins og hann
var jafnan nefndur í Mýrdal, sá ég
fyrst 2. október 1%2, er ég gerðist
kostgangari Gróu, konu hans, á
hótelinu í Vík. Ég var þar í fæði
næstu fjóra mánuðina og fór ekki
hjá því að ég gerðist Tómasi mál-
kunnugur, en hann hafði sitt fasta
sæti við „heimamannaborðið" hið
næsta útvarpinu og sá jafnan um
að gestir gætu hiýtt á fréttir undir
máltíð. Ekki minnist ég þess að
hann hefði áhuga á tónlist neins
konar. Tómas stendur mér fyrir
hugskotssjónum sem fremur hár
vexti, grannur og léttur i hreyf-
ingum á þessum árum, en ekki
hraustlegur og dálítið lotinn.
Hann var alla tíð hárprúður og
hæröist lítt. Komst ég fljótt að
því, að hann hafði fengið berkla og
háð nokkurt sjúkdómsstríð, sem
hafði markað hann meira en sjá
mátti á yfirborðinu. Tómas féll
mér vel i geð. Hann var hæglátur,
umtalsfrómur og brá lítt eða ekki
skapi. Hann flíkaði ekki skoðun-
um sínum við hvern sem var, not-
aði þó gjarnan orðatiltækin „að
mínum dómi“, „ég lít svo til“ eða
„ekki svo að skilja". Umburðar-
lyndi hans gagnvart meðbræðrum
var með afbrigðum. Þó var hann
stífari og þverari og sérvitrari
flestum og var ekki að finna, að
hann léti sig með neitt, sem hann
hafði tekið í sig. Þó minnist ég
eins, sem nú skal greina.
Það var fagurt maíkvöld fyrir
14 eða 15 árum, að við Tómas áð-
um sem oftar í Flúðanefi, austan
við Vík. Beindi þá Tómas talinu að
dauða sínum. Vildi hann fá mig til
að lofa sér því að sjá svo um, að
hann fengi skjótt og hægt andlát,
þegar þar að kæmi. Ekki gaf ég
honum neinn ádrátt með það.
Hann minnti mig nokkrum sinn-
um á þessa bón sína síðan, án þess
að fá umbeðið loforð. Er ég sá
hann síðast heima á Laufvangi
þótti mér sýnt að hverju drægi
fyrir mínum gamla vini og hygg,
að hann hafi grunað það líka. Ékki
ámálgaði hann við mig bón sína
hina gömlu og er ég honum þakk-
látur fyrir það, að hann skyldi láta
af vilja sínum í því.
Eins og ég gat um fékk Tómas
berkla á miðjum aldri. Hann bar
þess menjar æ síðan, var brjóst-
þungur og ekki til átaka. Vissi ég
raunar ekki til, að hann stundaði
fasta vinnu þann tíma er við
þekktumst, ef frá er skilinn vetr-
arpartur fyrir um 20 árum. Það
var lán hans að vera vel kvæntur.
Tómasi var mikil raun að því, hve
líkamskraftar hans voru takmark-
aðir. Þó var hann ótrúlega seigur,
sem best kom í ljós er við vorum
saman í hestastússi. Þar naut
Tómas sin vel, enda hestamaður
fram í fingurgóma. Hann lét ein-
hverju sinni þau orð falla, að það
væri svo undarlegt, að þegar hann
væri kominn á hestbak þá kenndi
hann sér ekki meins. Og þannig
var það, því miður er mér nær að
segja, því einatt varð okkur félög-
Fæddur 10. ágúst 1908
Dáinn 26. september 1984
Hann er farinn yfir móðuna
miklu. Við, sem áttum eftir að tala
saman um þessa ferð hans. Ég
gleymi að hún kom svo snöggt.
Ég man eftir honum sem voða
stórum frænda heima hjá mömmu
og pabba, þá var hann að fara á
vertíð suður með sjó. Ég var þá
það lítil að ég spurði ekki hvað var
suður með sjó. En það að fara suð-
ur með sjó tengdi ég alltaf við þá
frændur mín: Kalla, Guðna, Axel
og Charles. Þeir komu heim er
þeir komu suður til að fara á ver-
tíð og komu við heima er þeir fóru
heim á vorin.
Ég gleymi því aldrei er Charles
um hans það á að gleyma lasleika
hans og fara alltof langa túra með
hann síðustu árin, sem Tómas var
hestfær, þannig að æ lengur tók
hann að jafna sig aftur. Éndaþótt
mörg ár séu liðin síðan Tómas var
síðast með í kringum hesta kemur
hann iðulega í hugann við þau
tækifæri, ekki síst við járningar,
en þá vill maður helst hafa hand-
bragðið þannig að Tómasi myndi
hafa líkað. Af honum tel ég mig
hafa lært flest það, er sæmilega
fer úr hendi hjá mér viðvíkjandi
hirðingu hesta og umgengni við
þá. Snyrtimennsku hans og natni
hef ég þó þvi miður ekki tileinkað
mér enn, en í því þekki ég engan
honum fremri og jafningja fáa.
Þess var getið, að Tómas hafi
verið vel kvæntur. Kona hans,
Gróa Þorsteinsdóttir frá Garða-
koti, var honum sú stoð og stytta
sem aldrei brást. Hún sá um hót-
elrekstur Kaupfélags Skaftfell-
inga í Vík um árabii með miklum
ágætum við erfiðar aðstæður og
frændi var heima hjá okkur á
Hverfisgötunni ásamt Guðna
bróður sínum. Ég man best eftir
því að er ég kom fram einn morg-
un stóð Charles á stofugólfinu og
var að hlusta á danstónlist. Ér
hann sá mig tók hann mig í fang
sér og dansaði og dansaði. Þá varð
þessi litla stofa að stórri höll, því
hann var að dansa við litlu frænku
sína sem þá var bara lítil hnáta.
Síðar er ég varð eldri og kynnt-
ist honum nánar var hann enn
stóri frændi, sem var mér alla tíð
svo góður er ég var yngri. En þá
var önnur komin til að dansa við
hann, hún Helga hans og ekki var
verra að fá að kynnast henni. Hún
bjó Tómasi þann griðastað, sem
hann þarfnaðist. Árið 1980 fluttu
þau Tómas til Hafnarfjarðar þar
sem heimili þeirra stóð síðan. Var
Tómas þá mjög þorrinn að kröft-
um, endaþótt seiglan væri söm við
sig. Hann gerði hnébeygjur við
eldhúsborðið og fikraði sig niður á
næsta stigapall til að halda sér
við. Með aldrinum hafði sjón Tóm-
asar dofnað svo hann missti les-
sjón, sem enn jók á raunir hans.
Stytti hann sér stundir við að
hlusta á upplestur, ýmist í útvarpi
eða af snældum.
Tómas og Gróa eignuðust tvær
dætur, tvíbura tvíeggja, önnur lík-
ist föðurnum en hin móðurinni að
útliti, myndarlegar konur, vel
giftar.
Við Fanney sendum Gróu, dætr-
unum, mökum þeirra og börnum,
vinum og vandamönnum Tómasar
kveðju okkar.
V’igfús Magnússon
var það dýrmætasta sem hann
eignaðist.
Ég mun sakna þess að fá ekki aö
heyra í honum né sjá hann, til að
hlægja með honum og eiga hress-
andi spjall. Við, ég og fjölskylda
mín, munum sakna hans mikið.
Charles var sonur hjónanna
Önnu Jörgensen og Magnúsar
Arngrímssonr, vegagerðarstjóra.
Tók Charles við af föður sínum og
vann við vegagerðina á Austfjörð-
um þar til hann komst á eftir-
launaaldurinn. Fór hann þá meðal
annars að vinna við frystihúsið,
því ekki gat hann verið iðjulaus og
vildi aldrei vera upp á aðra kom-
inn. Hann giftist Helgu Hjartar-
dóttur og eignuöust þau þrjú börn,
Erlu, Reimar og Önnu, sem öll eru
uppkomin og gift.
Helga min, hugur minn er hjá
þér í dag. Guð varðveiti og styrki
þig og fjölskyldu þína.
Blessuð sé minning hans.
G. Jörgenaen.
Charles W.J. Magn-
ússon - Minning