Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 7 Hljóðræraleikararnir sem koma fram i tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í dag. T.f.v. Martial Nardeau, Hrefna Eggertsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh, Rut Ingólfsdóttir og Kjartan Óskarsson. Kammermúsíkklúbburinn: Fyrstu tónleikar á þessu starfsári á Kjarvalsstöðum í dag Kammermúsíkklúbburinn heldur sína fyrstu tónleika á starfsárinu { dag, laugardag, á Kjarvalsstöóum og hefjast þeir kl. 21.00. Fyrirhugað var að halda þessa tónleika 21. október, en af því gat ekki orðið, en efnis- skráin verður sú sama og ráðgert var að flytja þá. Þau verk sem leikin verða eru eingöngu kammertónverk eftir Mozart, Flautukvartett nr. 1 f D-dúr, K. 285, Tríó fyrir klarinett, Sýning á myndum úr samkeppni Reykinga- varnanefndar NÚ STENDUR yfir f menningarmið- stöðinni Gerðubergi á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavfkur, sýning á veggmyndum og myndasögum úr samkeppni þeirri sem reykingavarna- nefnd efndi til meðal grunnskóla- nema snemma á árinu 1983. Myndirnar voru fyrst sýndar á Kjarvalsstöðum í desember f fyrra en síðan á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. Sýningin er nú endurtekin í Reykjavík samkvæmt sérstakri 6sk frá Félagi íslenskra myndmenntakennara. Allar myndirnar, sem eru á ann- að hundrað talsins, snerta með ein- hverjum hætti reykingavandamálið en þær eru mjög fjölbreyttar bæði um efni og vinnubrögð. Sýningin í Gerðubergi stendur yfir til 18. nóvember. Húsið er opið almenningi mánudaga til fimmtu- daga kl. 16—22 daglega og á laug- ardögum og sunnudögum kl. 14—18. víólu og píanó í Es-dúr, K. 498 (Keg- elstatt) og Píanókvartett nr. 2 í Es- dúr, K. 493. Flytjendur á tónleikun- um verða Hrefna Eggertsdóttir (pf- anó), Kjartan Óskarsson (klarinett), Martial Nareau (flauta), Rut Ing- ólfsdóttir (fiðla), Helga Þórarins- dóttir (víóla) og Nora Kornblueh (selló). Kammermúsfkklúbburinn hóf starfsemi sína áriðl957 og að sögn Guðmundar W. Vilhjálmssonar er þetta óformlegur félagsskapur með um 200 meðlimi, sem sækja tónleika reglulega. Einnig eru seldir lausir miðar á tónleikana. Guðmundur sagði að á hverju starfsári væru haldnir 4—5 tón- leikar og væri fyrst og fremst sóst eftir því að fá íslenska hljóðfæra- leikara. En hingað hefur þó verið fenginn erlendur strengjakvartett á eina tónleika á ári, þar sem eng- inn slíkur er starfandi hér á landi. Næstu tónleikar verða haldnir nú í nóvember. Þeir verða helgaðir blásturshljóðfærum og þar koma fram hljóðfæraleikararnir Einar Jóhannesson, Bernharður Wilk- insson, Joseph Ognebene, Haf- steinn Guðmundsson og Daði Kolbeinsson. Anna Málfríður Sig- urðardóttir leikur á píanó. Á efn- isskrá tónleikanna eru Blaáara- kvintett eftir Carl Nilsen, Sónata fyrir flautu og píanó eftir Poulenc og Kvintett fyrir píanó og blásara eftir Beethoven. í vor verða síðan tvennir tón- leikar. Á þeim fyrri verður strengjatríó. Þar koma fram þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Snorri Birgisson. En síðar f vor kemur hingað þýski strengjakvartettinn Sinnhoffer og leikur á lokatónleikum Kammer- músíkklúbbsins. Sverrir Ólafsson, myndhöggvari, á sýningu sinni. Sýningu Sverris Ólafs- sonar lýkur um helgina SVERRIR Ólafsson myndhöggvari Sverrir ólafsson hefur tekið þátt hefur undanfarið sýnt 33 verk unnin á í fjölda samsýninga hérlendis og árinu 1984 á Kjarvalsstöðum. Verkin erlendis, en siðast sýndi hann hér eru bæði skúlptúrar og veggmyndir í heima i FlM-salnum. Sýningunni stál, kopar og tré. lýkur nú 4. nóvember. KAIIPIÐ NÝJAN LADA LUX FULLBÚINN TIL VETRARAKSTURS Á NEGLDUM SNJÓDEKKJUM Verö Afsláttur kr. 236.642,00 m/negldum snjódekkjum kr. 16.764,00 Bifreiðar & Sifelld þjonusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.