Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 35 Ingólfur Páls- son — Minningarorð ið mikii og góð gjöf að eiga hann að bróður. í gegnum árin hefi ég betur og betur skilið þann ágæta málshátt: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ Lífið er blanda af gleði og sorg, sigrum og ósigrum. Fyrir nokkuð mörgum árum átti Ingólfur við erfið veikindi að stríða, um það leyti var hann að byggja hús yfir sig og fjölskyldu sína, þá var dökkt framundan. Hann gekk milli lækna og svo undir uppskurði erlendis, sem voru erfiðir að öllu leyti og lengi óvissa um bata. En af mikilli þrautseigju yfirvann hann veik- indin og gat komist yfir fjárhags- legan vanda sem af veikindunum leiddi. Þegar heilsan svo leyfði má segja að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Fjölskyldan var stór, börnin urðu 6 og má svo segja að hann væri vakinn og sof- inn að hugsa um hag heimilisins. Ekki stóð þó bróðir minn einn. Hann átti afbragðs lífsförunaut, Jónínu Salnýju Stefánsdóttur, sem með hagsýni og dugnaði studdi bróður minn í blíðu og stríðu. Það var einstaklega nota- legt að koma í Kópavoginn Ingi og Didda höfðu „opið hús“ og ég held að fólk hafi komið þar við þó að ekkert væri erindið, en auðvitað áttu margir erindi, ýmislegt kvabb, eitthvað bjátaði á, það þurfti ekki að leita lengra, undir eins var farið að redda hlutunum Guðfræðinemar í kynn- isferð um Húnaþing Staðarbakka, Miðfirói, 31. október. GUÐFRÆÐINEMAR úr Háskóla íslands ásamt mökum fóru í kynnis- ferð hér um Húnaþing í þessum mánuði. Þetta var 24 manna hópur. Leiðsögumaður og fararstjóri var Jónas Gíslason dósent. Heimsóttu þeir prófast og presta, skoðuðu kirkjur og merkisstaði og héldu helgistundir. Ferðalaginu lauk með messu í Melstaðarkirkju sunnudaginn 21. október. Kirkjan var þéttsetin. Sóknarpresturinn messaði með aðstoð guðfræðinema, en einn nemandinn, Kristján Einar Þor- varðarson, sem er Miðfirðingur, flutti prédikun og þótti hún takast vel. Að lokinni messu bauð kirkju- kórinn öllum kirkjugestum kaffi- veitingar í félagsheimilinu Ás- byrgi. Þar talaði séra Jónas, skýrði frá ferðalaginu. Sagði að það hefði tekist í alla staði mjög vel, myndi verða öllum þátttak- endum minnisstætt og efla þekk- ingu þeirra og þroska. Hann þakk- aði að lokum góðar móttökur og óskaði sveit og söfnuði allrar blessunar. Einn nemandinn lét einnig í ljós þakklæti fyrir góðar móttökur. Að lokum þakkaði sókn- arpesturinn, séra Guðni Ólafsson, aðkomufólkinu fyrir heimsóknina og óskaði öllum góðrar heimferð- ar. — Benedikt. Bróðir minn, Ingólfur Pálsson Lyngbrekku 1, Kópavogi, lést 29. október síðastliðinn. Hann fædd- ist 1. september 1925 í Hjallanesi í Landsveit. Þegar presturinn í sveitinni kom til að húsvitja á bænum, eins og siður var áður fyrr, syndi Páll faðir Ingólfs drenginn og sagði stoltur að hann hefði fengið góða afmælisgjöf, en þeir áttu sama afmælisdag. Mér og minni fjölskyldu hefur það ver- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. I landrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Miðfjörður: t Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, HREFNU PÉTURSDÓTTUR, ajúkrahúaráöskonu. Tryggvi Karlsson, Edda Jónsdóttir, Guömundur Tryggvason. t HJartans þakkir fyrlr auösýnda samúö viö fráfall eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, Anitu Friöriksdóttur. Sórstakar þakkir til séra Gunnars Björnssonar og frúar fyrir þeirra miklu hjálp. Guö blessi ykkur öll. Finnbogi Jósefsson, börn, tangdabörn og barnabörn. Lokað Allar deildir fyrirtækisins veröa lokaöar mánudaginn 5. nóvember vegna útfarar, RAGNARS JÓHANNESSONAR, fyrrum forstjóra. Jöfur hf., Nýbýlavegi 2, Kópavogi. og gera gott úr öllu. Ég veit að það eru fleiri en ég og mín fjölskylda, sem á svo margt óþakkað sem ég get aldrei þakkað. Undnfarið virt- ist lífið brosa við fjölskyldunni. Mikil verkefni framundan og Ing- ólfur gat litið með ánægju til framtíðarinnar jafnframt því sem hann gladdist yfir því sem liðið var. En allt í einu var klippt á lífsþráðinn mitt í önn dagsins. Það stendur enginn lengur en hann er studdur. Dagurinn í gær er liðinn. Dagurinn á morgun ókominn. Við sem sjáum sólina koma upp i dag eigum ekki víst að horfa á sólar- lagið í kvöld. Svona er lífið hverf- ult. Góður bróðir er genginn. Eftir stendur stór hópur af mannvæn- legu og góðu fólki sem syrgir föður sem átti þá ósk heitasta að styðja við bakið á börnunum sínum og sjá hag þeirra borgið alla tíð. Ég votta Diddu og hinni stóru fjölskyldu hennar innilega samúð. Oddrún Pálsdóttir + Innilegt þakklæti til frændfólks, vina og ættingja, fyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö útför bróöur míns, JÓNS G. EINIS. Sömuleiöis þakklæti til stjórnar Dagsbrúnar fyrir auösýnda virö- ingu og þátttöku. Steinunn Þ. Guömundsdóttir. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug í okkar garö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, ömmu og langömmu, STEINUNNAR ÞÓRDARDÓTTUR, Vík í Mýrdal. Siguröur Hallgrímsson, Ingibjörg Siguröardóttir, Siguröur Nikulásson, Sólborg Siguröardóttir, Sigfús Svavarsson, Margrét Siguröardóttir, Þórhallur Sæmundsaon, Jóhanna Siguröardóttir, Einar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir veitta samúö og hluttekningu viö andlát og útför föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, EINARS GUDMUNDSSONAR frá Eyói, Sandvík, Vesturvallagötu 7. Sérstakar þakkir eru færöar starfsfólki í Hafnarbuöum. Haraldur Einarsson, Guðmundur Einarsson, Hanna Ragnarsdóttir, Jón Þ. Einarsson, Gyöa Áskelsdóttir, Sigríöur Einarsdóttir, Stefán T. Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. NÝTT GROHE LADYLUX - LADYLINE létta eldhússtörfin Ladylux og Ladyline eru heiti á nýrri kynslóð eldhusblöndunartækja frá Grohe. Fáanleg í fjölbreyttu litaurvali sem einnar handar eða tveggja handa tæki. Margvíslegir notkunarmöguleikar: Breytilegur úði, skafa eða bursti sem tengja má við tækin með einu handtaki. Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki i eldhúsið. GROHE = öryggi, ending og fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.