Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 5 Rakel Guðfinnsdóttir og Helga Valgeirsdóttir. Morgunbladið/ Júlíus hann. „Það er svo leiðinlegt að vera alltaf auralaus og geta aldrei keypt sér neitt. Auðvitað var samt gaman að hitta skólafélagana á ný,“ sagði Hafliði. Ingólfur sagðist hafa sofið mikið í verkfallinu enda lítið annað við að vera. „Mér var eiginlega farið að hundleiðast undir lokin að hanga og gera ekki neitt," sagði hann. „Því var ég feg- inn þegar skólinn byrjaði þó að ég sé nú ekki mikill námshestur. Það er alltaf gaman að hitta vini og kunningja," sagði Ingólfur. „Hundleiddist í verkfallinu" Loks rákumst við á tvær hnátur sem voru á leiðinni heim úr skól- anum og virtust vonsviknar á svip. Þær heita Rakel Guðfinnsdóttir og Helga Valgeirsdóttir, báðar átta ára. „Við erum svo spældar þvi að teiknikennarinn er í fríi og því engin kennsla í dag,“ sagði Helga. „Hún var að eignast barn og getur því ekki kennt á næst- unni. Við vitum ekki hvaða kenn- ari á að kenna í staðinn en von- andi kemur hann fljótlega. Mér hundleiddist í verkfallinu og sakn- aði mikið barnatímanna í útvarp- inu. Ég lærði, til að drepa tímann og kláraði meira að segja lestrar- bókina mína,“ sagði Helga . „Mér leiddist líka mikið í verkfallinu og saknaði sjónvarpsins," sagði Rak- el. „Enda var ég kát þegar verk- fallið leystist og við gátum farið aftur í skólann. Ég var eiginlega orðin hálf leið á að leika mér allan daginn,“ sagði Rakel að lokum. Guðmundur Malmquist, stjórnarformaður Sjóefnavinnslunnar. Verdur að skoða málin alvarlega ÉG ER rétt að byrja að kynna mála áður en skýrslan hefði ver- mér málefni Sjóefnavinnslunnar, enda er ekki nema hálfur mánuð- ur síðan ég var kosinn í stjórn hennar. Stjórnin mun koma sam- an bráðlega og sjálfsagt verður að skoða málin alvarlega, bæði út frá skýrslu Iðntæknistofnunar og öðr- um þáttum þess, sem kunnugt er um,“ sagði Guðmundur Malm- quist, nýkjörinn formaður stjórnar Sjóefnavinnslunnar, er Morgun- blaðið innti hann álits á framtíð fyrirtækisins. Guðmundur sagði, að þetta hefði kannski ekki gengið eins og ráð var gert fyrir í upphafi og því væri nauðsynlegt að endur- skoða fyrri áætlanir. Menn hefðu haft áhyggjur af gangi ið gerð, en hún hefði síðan leitt vissar staðreyndir í ljós, enda upplýsingum um fyrirtækið þar safnað saman á einn stað. Það væru þó einhverjir ljósir punkt- ar í þessu. Svo virtist sem salt verksmiðjunnar væri eftirsótt til síldarsöltunar og einnig væri þarna einhver gjöfulasta bor- hola heims. Útlitið væri þó ekki björgulegt því svo virtist sem enn þyrfti að leggja út í frekari fjárfestingar til þess að 8.000 lesta áfanginn yrði að veruleika. Hins vegar væru þarna talsverð mannvirki, sem ekki væri hægt að láta eiga sig. Því yrði að huga að nýtingu þeirra, ef fram- kvæmdir við verksmiðjuna yrðu stöðvaðar. Olíubflstjórinn vissi ekki um áreksturinn: Ok áfram með bíl fastan við afturstuðara HARÐUR árekstur varð á Breiö- holtsbraut til móts við Stöng, af- leggjarann að Arnarbakka í morg- unsárið einn góðviðrisdag í vik- unni. Ökumaður fólksbifreiðar gerði sér ekki grein fyrir hálku á götum og ók aftan á olíubíl. Okumaður olíubílsins vissi ekki hvað gerst hafði, enda bifreið hans stór og þung. Hann ók áfram eins og ekkert hefði í skorist. Bifreiðirnar höfðu þá krækst saman þannig að olíu- bíllinn dró fólksbifreiðina áfram. Það var ekki fyrr en öku- maður olíubílsins leit í spegil nokkru síðar að hann sá, að hann var með stórskemmda fólksbifreið í afturdragi. Fólksbifreiðin er mikið skemmd, enda gekk húdd henn- ar alveg undir olíubílinn. Engin slys urðu á mönnum. Bdntur, . raeWunarhusinu tff interflora Stór-helgartílboÖ ápottaplöntum Sjáið okkarverð: Kærleikstré (50 cm) • • ■ Lea Coccinea (30 cm) • Drekatré(45cm) •••••• Skotglaða Hanna (Pilea) Hengihnoðn .......... Aspas-Springeri . • • • 95.- 105.- 195.- 115.- 69.- 135.- Tilboðið gildir bara þessa helgi. ámQUOl Gróðurhúsinu við 5/5^8^36770-686340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.