Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 15 og getur ekki fórnað öllu átaka- laust. Persóna Don José hefur oft verið túlkuð á þann veg að hann sé hinn saklausi maður sem verður bráð Carmenar, Don José bregst hins vegar þegar mest reynir á hann og þar kem- ur best í ljós hversu ólík þau Carmen eru. „Don José er ósköp venjulegur maður, en hann er ístöðulaus og óheppinn," sagði Garðar Cortes sem fer með hlut- verkið. „Skapið hleypur mjög með hann í gönur en hann hefur flúið heimabyggð sína, vegna þess að þar hafði hann orðið manni að bana. Hann elskar Carmen mjög mikið, mér finnst hann vera mjög sterkur pers- ónuleiki á margan hátt en hefur verið fyrst og fremst óheppinn." Mikaela undirstrikar Carmen Ólöf Kolbrún Harðardóttir fer með hiutverk Mikaelu, sem móðir Don José hefur tekið í fóstur. „Mikaela er sakleysið uppmálað," sagði ólöf um hana. „Hún er hin fullkomna and- stæða Carmenar, hún býr ásamt móður Don José í heimabyggð hans og þekkir ekki iíf borgar- innar, og þegar hún kemur að hitta hann passar hún ekki inn í það andrúmsloft, hún er líka höfð allt öðruvísi tilhöfð til að undirstrika andstæðuna. Hún held ég sett inn í óperuna til þess að undirstrika persónuleika Carmenar, hver hún sé. Við Þórhildur komum okkur saman um að reyna að túlka hana sem eðlilega og einlæga, en ekki mjög feimna. Þetta er mjög ljóð- rænt hlutverk, og oft mjög erf- itt, en það liggur mjög vel fyrir minni rödd og hentar mér mjög vel.“ Nautabaninn, Escamillo, er úr svipuðum heimi og Carmen, hann iifir við stöðuga hættu sem heillar Carmen, þeirra lífsaf- staða mótast af áhættunni. „Þetta hlutverk krefst þess að syngja með miklum styrk og ákveðni," sagði Simon Vaughan, en hann fer með hlutverk nauta- banans. „Escamillo er ekki eins flókin persóna og t.d. Don José, og fyrir honum er allt annað en nautaat einskis virði." Islenska óperan rekin af hugsjón Carmen er mjög fjölmenn sýning en alls taka um 120 manns þátt í henni, þar af eru 12 einsöngvarar og 37 manna kór og 38 manna hljómsveit undir stjórn Marc Tardue. Leikmynd gerir Jón Þórisson, en búninga gerði Una Collins með aðstoð Huldu Kristínar Magn- úsdóttur. Með önnur einsöngs- hlutverk fara Sieglinde Kah- mann, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn Hallsson, Sigurður Björnsson, Ólafur ólafsson, Halldór Vilhelmsson, ólafur Fredriksson og Svavar Berg Pálsson. Anna Júlíana Sveinsdóttir mun taka við hlutverki Carmen, þegar Sigríður Ella fer utan, fleiri breytingar verða á hlut- verkum þegar líða tekur á vetur- inn. Viðmælendur blm. þegar hann var á ferð í íslensku óper- unni í vikunni voru sammála um að starfsandinn þar væri með eindæmum góður. Þar legðust allir á eitt um að gera hverja sýningu eins vel úr garði og kostur væri. Húsið er auðvitað iítið miðað við óperuhús víða annars staðar en það býður upp á ótal skemmtilega möguleika. Lítið hús eins og óperan gerir líka að verkum að áhorfendur eru í miklu meira návígi við sýn- inguna en tíðkast. Ekki hefur verið ákveðið af forráðamönnum óperunnar hvaða sýningar aðrar verða settar upp í vetur, en óperan býr nú við mjög þröngan fjárhag. Það er ekki ofsagt að starfsemi íslensku óperunnar sé fyrst og fremst rekin af eldmóði og hug- sjón. „Stór hluti þessa fólks hef- ur barist sameiginlega fyrir til- veru óperunnar," sagði Garðar Cortes, „og ég held að það verði mjög erfitt að brjóta það niður, við höfum teflt djarft, en ég held að við séum ekki óraunsæ." Flestir stunda aðra vinnu með óperunni en eru tilbúnir til að fórna miklu fyrir hana. Eða eins og Þórhildur Þorleifsdóttir komst að orði þegar rætt var um starfsandann í húsinu. „Hér rik- ir sú afstaða til listarinnar og listsköpunarinnar sem sprettur af innri þörf og verður hvorki bæld né hamin." „Carmen er mjög sterkur persónuleiki“ — Rætt við Sigríði Ellu Magnúsdóttur sem fer með hlutverk Carmenar EINS og mörgum er eflaust í fersku minni söng Sigrídur Ella Magnús- dóttir hlutverk Carmen í Þjóóleik- húsinu fyrir níu árum. Hún hefur nú komið heim til aö syngja Carmen aftur. Blm. hitti hana og spurði hana um muninn á að syngja hana nú og í Þjóðleikhúsinu áður. „Ég var eiginlega of ung til að syngja Carmen þá og réð ekki raddlega alveg við hlutverkið, ólíkt því sem nú er. Hlutverkið er líkamlega mjög erfitt, þar sem mikið er um dans og hlaup og auð- vitað mikill söngur. Fyrir annan þátt t.d. þarf maður að vera mjög vel á sig kominn. Eg byrjaði líka í sumar á því að undirbúa mig, æfði þolið með því að hlaupa. Þessi sýning er eðlilega mjög ólík sýningunni fyrir níu árum, enda hefur tískan breyst mikið í leikhúsinu eins og annars staðar, núna eru t.d. gerðar miklu meiri kröfur til útlits óperusöngvara. Það er mjög gaman að taka þátt í þessari sýningu og er ótrúlegt hvað vel hefur tekist. Kórinn er mjög góður, það má eiginlega segja að hann sé i sérflokki, og við erum mjög heppin með leikstjóra. En auðvitað þyrfti að búa mun betur að fjárhag óperunnar." Hvernig persóna er Carmen? „Það er mjög mikill misskiln- ingur að gera Carmen að kyn- tákni, það sem gerir hana aðlað- andi og ómótstæðilega er að hún er sjálfri sér trú og samkvæm og þvf er hún mjög sterkur persónu- leiki. Hún veit hvar hún stendur í tilverunni, og hefur þennan mikla styrk, hún velur og hafnar. Enda segir hún: „Frjáls er ég fædd og frjáls lifi ég og dey.“ Þetta er sú Carmen sem ég leitast við að túlka og ég veit nákvæmlega hvernig mín Carmen er. Mér finnst mjög vænt um þetta hlut- verk, heiðarleiki Carmenar fellur mér mjög vel. Tónlistin í þessari óperu er óskaplega falleg og efni hennar verður aldrei gamaldags, þessi saga gæti gerst í dag.“ Hvað er svo framundan hjá þér þegar þú hættir í óperunni eftir áramót? „Næstu tvö árin eru mjög þétt- setin og verður mikið að gera hjá mér. 1 mars á næsta ári fer ég með stórt hlutverk í frumflutn- ingi á óperu eftir Boito, á lista- hátíð í London. Svo verð ég með óperutónleika á írlandi næsta vor, fleira held ég að ég segi ekki frá að svo stöddu." „Draumurinn að koma upp óperuhljómsveit“ Segir Marc Tardue, hljómsveitarstjóri MARC Tardue er hljómsveitarstjóri í uppfærslunni á Carmen, hann vann nýlega þriðju verðlaun í alþjóðiegri keppni í hljómsveitarstjórn í Genf í Sviss, auk þess sem hann vann „Prix Suisse“-verðlaunin fyrir að stjórna svissnesku hljómsveit- arverki. Hann hefur verið hljómsveitar-. stjóri í fjölda uppfærslna í ís-i lensku óperunni. Blm. hitti hann að máli og ræddi við hann um tónlistina í óperunni Carmen. „Tónlistin er auðvitað fyrst og fremst frönsk en með spönskum stíl. Bizet er samtíða Wagner og Verdi, og er undir áhrifum frá þeim báðum. Það sem hann sækir til Verdi er ákveðin samþjöppun í uppbyggingu, það er að segja að þeir hafa ekki t.d. hverja aríu mjög langa, teygja ekki óhóflega úr þeim. Það sem er hins vegar líkt með Bizet og Wagner er að þeir endurtaka sifellt ákveðin stef, sem eru tákn hverrar per- sónu. í Carmen hafa líka aðalhlut- verkin Carmen og Don José hvort sína tóntegundina. 1 lok óperunn- ar verður tóntegund Carmenar ofan á og Don José syngur í henn- ar tóntegund. Tónlistin í þessari óperu er ekki einungis erfið heldur gerir óperan líka miklar kröfur leikrænt séð, fólk stendur ekki bara á sviðinu og syngur heldur verður að leika mikið. Tónskáldið blandar saman mörgum óllkum stílum, það er töluvert um samræður, þetta er létt og gáskafullt og einnig átak anleg.“ Hvernig finnst þér þessi sýn ing? „Ég hef séð margar uppfærslur á þessu verki, og ég held að þetta sé sú besta. Húsið er mjög lítið og það gefur meiri möguleika, fólk er nátturulega í miklu meira návígi en í stóru húsunum. Ég er mjög ánægður að vera hér og andrúms loftið er mjög gott. HÍjómsveitin er góð en draumurinn er aö koma upp sérstakri óperuhljómsveit sem gæti einbeitt sér að verkefn um fyrir óperuna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.