Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 19 við erum, að ljóst megi verða, að miskunn Guðs þarf að koma til, ef við eigum að fá staðist eða orðið það, sem okkur er ætlað. Ekki er undarlegt, þegar svo er komið, þótt menn séu ekki á hreinu um það, hver þörf sé á, — eða til hvers eigi að nota kirkju sem boðar fyrirgefningu syndanna og eilíft líf fyrir Jesúm Krist. Menn ímynda sér og reyna að koma því inn hjá öðrum, að kristin kenning öll sé fólgin í orðunum: Elska skaltu náunga þinn, — gleyma því, að krossinn er ekki bara láréttur, — að burðarásinn er lóð- réttur, — eins og Ingimar Erlendur, skáld, vekur athygli á í Biblíuárs- Ijóði, og eigi ófyrirsynju. Hinu yfirskilvitlega er í vaxandi mæli afneitað, öll áherslan lögð á dag og veg, hér og nú, en týnist tengslin við Guð, tapast fljótlega tilfinningin fyrir skyldum við náungann og mannlegt samfélag fer úr skorðum. Eigi að sýna kristindóm i hnotskurn, — gera grein fyrir því í fáum orðum í hverju hann sé fólginn, þá eru þau þessi. Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafí eilíft líf. Jesús frá Nasaret boðar ekki kærleikann af þeirri væmnu til- finningasemi, er ýmsir virðast ætla, — ræða hans er einatt hörð. Og ef við skoðum okkur sjálf und- andráttarlaust í ljósi orða hans, eins og þau er að finna í Fjallræð- unni, t.d., þá verður þetta alveg bert, hvílík við erum, — að kær- leikurinn okkar dugir ekki, — nái hann ekki að nærast og vermast af öðrum meiri, — já, eigi hann ekki rætur í elsku Guðs. Og hvernig ættum við þá af eigin ágæti að geta breytt heiminum til bóta, — við, sem jafnvel getum ekki bætt okkur sjálf að umtalsverðu marki? Trú í kristnum skilningi er það lítillæti, sem treystir á miskunn Guðs eina. Vantrú og synd er fólg- in í því oflæti að setja traust sitt á eigið ágæti og afrek eða eitthvað annað. I samanburði við þá hættu, sem stafar af tilhneigingu manns- ins til sjálfsréttlætingar og sjálfshafningar, eru einstakar yf- irsjónir og axarsköft algjörir smá- munir. Höfuðgalli og ógæfa mannsins eru ekki einstök sið- ferðileg víxlspor, dæmd eftir breytilegum viðhorfum áranna, heldur tilhneigingin að upphefja sjálfan sig, — já, gera sig að Guði eða ætla að koma í hans stað. Vísir menn hafa lengi vitað, að hybris, ofdramb, er háskinn mesti, en þessa held ég, að gæti mjög í ýmsum trúarhreyfingum samtíð- arinnar, — innan kirkjunnar og utan. Hér er ekki um neitt nýtt eða markvert að ræða, heldur gömul viðhorf vingltrúarmanna, er komið hafa upp á öllum öldum í ýmsum myndum. En kristindómurinn gengur út frá því og það er rækilega áréttað í upphafsorðum Fjallræðunnar, að Guð einn fái opnað manninum himininn, — miskunn hans ein megi duga manninum og heimi hans og hún veitist í gegnum náð- armeðul kirkjunnar. Þegar manninum verður ljóst, að allt sem hann á og er, — er hann af Guðs náð, „þá skapast frelsið fyrst/og fyrir Jesúm Krist/ skal dauðans fjötur falla". Og þeg- ar himinninn á sínum tíma opnast, þá verður samfélagið við hinn hæsta það hefðarsæti, þar sem engum er ýtt til hliðar og eng- inn upphafinn á annarra kostnað, því að þar hefir enginn af neinu að miklast. Allir eru þangað komnir af sömu ástæðu, — fyrir Guðs náð eina. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda um aldir alda. Amen. Fagnaðarfundir á Orlando-flugvelli MYNDIN var tekin eftir að þota Flugleiða, Vesturfari, lenti á fíug- vellinum í Orlando í Florida í fyrstu áætlunarferð Flugleiða þangað. Á myndinni eru frá vinstri Svava Schiöth og Katrín Al- freðsdóttir flugfreyjur, Sigurður Helgason yngri, forstöðumaður Flugleiða í Bandaríkjunum, Ásmundur Eyjólfsson flugmað- ur, Óskar Sigurðsson flugstjóri, Al.E. Gator, sérlegur fulltrúi yf- irvalda á staðnum, Sigurður Helgason, stjórnarmaður Flug- leiða, Halldóra Finnbjörnsdóttir og Dagbjört Inga Olsen flug- freyjur. Á myndina vantar hluta áhafnar Vesturfara, Jófríði Björnsdóttur og Ingibjörgu Nordal flugfreyjur og Stefán Vilhelmsson flugvélstjóra. Við komu fyrstu Flugleiðavél- arinnar var mættur stór hópur af þekktum „persónum" frá Disney World og Sea World og fögnuðu áhöfn og farþegum. Hljómsveit lék fyrir farþega meðan þeir biðu eftir farangri sínum og jafnframt var þeim boðið að bergja á ferskum app- elsínusafa. f ræðu sem Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða flutti við upphaf þessa áætlun- arflugs kom fram að í vetur verður flogið einu sinni i viku milli Luxemborgar og Orlando en ferðum fjölgað í tvær næsta vor. ■ I ik' Höfum opnað eftir gagngerðar endurbætur Pottaplöntur í úrvali afskorin blóm og heimaskreytingar óörastööin Valsgaröur við Suðurlandsbraut. Sími 82895.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.