Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NOVEMBER 1984 9 Herrakvöld hestamanna verður haldið í Glæsibæ föstudaginn 9. nóvember nk. Allir hestamenn velkomnir. Hestamannafélagið Fákur OOOD0YCAR GEFUR ^RETTA GRIPIÐ Hjólbarðaþjónusta Fljót og góö afgreiðsla Opíö á laugardag til kl. 4. HÚSBYGGJENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í haust eða vetur, er vin- samlegast bent á aö leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé aö leggja heim- taugina áöur en frost er komið í jöröu. Gætiö þess aö jarövegur sé kominn í sem næst rétta hæö, þar sem heimtaug veröur lögö, og aö uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eöa annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar veröa ekki lagöar ef frost er komiö í jöröu, nema gegn greiöslu þess aukakostnaöar sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiöslu Rafmagnsveitunnar, Suöurlandsbraut 34, í síma 686222. V RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR N 7 Hvaö er EAN? Verzlunarráö íslands gengst fyrir kynningarfundi á EAN, alþjóðlegu kerfi vörumerkinga, í Hallargarð- inum, Húsi verslunarinnar, þriöjudagsmorguninn 6. nóvember nk. kl. 8:15—9.30. DAGSKRÁ: Kl. 8:15—8:30 Mæting — Morgun- veröur. 8:30—8:50 Hvaö er EAN? ★ Kostir ★ Framkvæmd — Erindi. Hermann Aöalsteinsson, viö- skiptafræóingur lön- tæknistofnunar fs- lands. 8.50—9:30 Umræður — fyrir- spurnir. Morgunverður kr. 150. Tilkynn- iö þátttöku í síma 83088. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 108 Reykjavík, sími 83088 Frysting kjam- orkuvopna Þrír þingroenn kvenna- listans hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir þvi á alþjóðavettvangi að Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfír tafarlausri fryst- ingu kjarnorkuvopna, ann- aðhvort með samtíma, ein- hliða yfírlýsingum eða með sameiginlegrí yfírlýsingu. Telja þingmennirnir að þetta eigi að vera fyrsta skref í átt að yfírgrípsmik- illi afvopnunaráætlun. Þessi hugmynd um fryst- ingu kjarnorkuvopna á sér nokkurra ára sögu og hef- ur víða verið rakin. Við at- hugun kemur í Ijós að sá áhrífamaður sem fyrstur hreyfði við henni af þunga var enginn annar en Leonid Brezhnev, leiðtogi Sovétríkjanna, enda sam- rýmdist það best sovéskum hagsmunum að frysta kjarnorkuvopn á meðan hann var en við lýði og Sovétmenn höfðu einir komið sér upp marghöfða meðaldrægum kjarnorku- etdfíaugum sem ógnuðu allri Vestur-Kvrópu. Ahrifa- menn á Bandríkjaþingi, þeirra á meðal Edward Kennedy, tóku frystinguna upp á sína arma en ekki hefur vegur þeirra vaxið ( handarískum stjórnmáhim vegna þess og í kosninga- baráttunni, sem lýkur á þriðjudag, er þetta mál eða kjarnorkuvopn almennt ekki ofarlega á dagskrá. í þeim Evrópulöndum þar sem harkalegast hefur ver- ið tekist á um þessi mál hefur þeim átökum tyktað á þann veg, að þeir hafa boríð sigur úr býtum og notið mest fylgis í almenn- um kosningum sem ekki vilja veikja varnir landa sinna hvorki með því að fallast á hugmyndir af sov- éskum uppruna um kjarn- orkumál né einhliða af- vopnun af öðrum toga. Þingmenn kvennalistans sýnast hafa gleymt ýmsu úr sögu eldflaugamálanna f Evrópu þegar greinargerð- in með frystingar-tillögunni var samin. Þar segir meðal annars: „Stórveldin tvö, Banda- ríkin og Sovétríkin, eru komin í sjálfheldu og halda jafnframt stórum hhitum heimsbyggðarínnar í gísl- Ekki afvopnun heldur frystingu Meö hliösjón af þeirri áherslu sem allir leggja á þaö, ekki síst stjórnvöld á Vesturlöndum, aö stórveldin setjist aö samn- ingaboröinu og semji um gagnkvæma afvopnun er furöulegt aö sjá þaö í tillögu þingmanna kvennalistans, aö þar er ekki minnst á niðurskurð vopna heldur óskaö eftir aö núverandi staöa veröi fryst. Hvaö veldur þessu? Hafa þingmenn kvennalistans ekki áttaö sig á því aö ríkisstjórnir NATO- landanna hafa lagt fram róttækari tillögu en þá aö frysta kjarnorkuvopn? Eöa eru þær fastar í úreltum sjónarmiðum í umræðunum um kjarnorkuvopn sem byggjast á saman- buröarfræöunum og því aö Bandaríkin séu íviö verra stór- veldi en Sovétríkin? ingu með viðkvæmu og ótryggu ógnarjafnvægi. Óstöðugleiki þessa jafn- vægis vex eftir þvi' sem tækni hinna nýju vopna verður þróaðrí og má sem dæmi nefna að nú er svo komið að einungis sex mín- útur gefast til umhugsunar og ráðrúms til að bregðast við kjarnorkueldfíaugum af Pershing ll-gerð, sem settar voru upp í Evrópu á þessu árí. Sem svar við þessarí ráðstöfun Atlants- hafsbandalagsins og Bandaríkjanna hafa Sov- étmenn síðan staðsett SS- 20 kjarnorkueldflaugar ( löndum Varsjárbanda- lagsins og er þeim beint að löndum Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu." SS-20 á undan Hver svo sem skoðun manna er á kjarnorku- vopnum ættu þeir að geta veríð sammála um að hafa þó söguna rétta þegar málstaðurinn er rökstudd- ur. Eins og sjá má á tilvitn- uninni í greinargerð þing- manna kvennalistans er þar gefið til kynna svo að eltki sé meira sagt, að Bandaríkjaroenn hafí orðið fyrrí til þegar meðaldræg- um kjarnorkueldflaugum var komið fyrir ( Evrópu. Þetta er alrangt Sovét- menn riðu á vaðiö með SS- 20 eMflauginni tveimur til þremur árum áður en ákvörðunin var tekin á utanríkisráðherrafundi NATO fyrir fímm árum, ( desember 1979, um að svara ógninni af SS-20 með bandarískum eldflaugum, en hafist var handa við að koma þeim fyrir í desemb- er 19S3, sex til sjö árum eftir að fyrstu SS-20 eld- flaugarnar komu til sög- unnar. Um mitt sumar 1984 áttu Sovétmenn um 900 kjarnorkusprengjur í meðaldrægum eldflaugum sem miðað er á skotmörk ( Vestur-Evrópu, en þá hafði aðeins fáeinum stýriflaug- um og Pershing Il-flaugum veríð komið fyrir á vegum NATO. Úr því að kvenna- listinn leggur jafn mikið og raun ber vitni upp úr því hve margar mínútur það tekur Pershing II-eldflaug að ná til skotmarks, ættu þingmenn hans að hafa timamælinguna rétta, hún er ekki 6 mínútur beldur 11 eða 12. Með því að frysta kjarn- orkuvopn ( Evrópu núna yrði þetta greinilega ójafnvægi samþykkt þann tíma sem frystingin varír. Athyglisvert er hvers vegna kvennalistinn leggur ekki til að kjarnorkuvopn verði skorin niður. 1 svonefndrí „afvopnunaráætlun**, sem er í tÚlögu þingmanna list- ans, er eklti minnst á niðurskurð kjarnorku- vopna, sem er kjarninn ( stefnu Bandaríkjastjórnar og Atlantshafsbandalags- ins á meðan kommúnista- ríkin vilja frysta núverandi ástand og ójafnvægi sér ( viL Vesturlönd hafa hvað eftir annað lýst því yfír, að þauséu reiðubúin að halda áfram afvopnunarviðræö- unum sem Sovétmenn slitu með útgöngu sinni í árslok 1983. Það er mikill mis- skilningur að halda að frysting kjarnorkuvopna stytti leiðina að raunhæfri afvopnun og gagnkvæmri fækkun vopna. I frystingu felst í raun minna en það sem Sovétmenn hafa þó fengist til að játast undir i afvopnunarviðræðum og miklu minna en það sem Bandaríkjamenn og NATO-rikin hafa lagt til að gert verði í afvopnunarmál- um. Það er einkennilegt að kvennalistinn skuli ekki átta sig á þessum stað- reyndum og ganga til dæmis til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um framkvæmd þeirrar tillögu um afvopnunarmál sem hann hefur nú endurfhitt á þingi. PlaslmoLJ idkrennur og fylgihlutir 10 ára ábyrgð. BwB. BYGGINGAVÖHXJR HF MMhvl 2. ÁWO.MliUn. a. W1«1 og MuMtol 4. Sta. 33331 Jingles veröa með sýnikennslu og vörukynningu að Hótel Loftleiðum (kvikmyndasal) miðvikudaginn 7. nóv- ember kl. 20 fyrir meölimi félagsins og starfsfólk. Aö sýningunni standa Hárgreiöslumeistarafélag islands, Eldborg, Hár og fegurö. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! I xt. Bazar Kvenfélagiö Hringurinn heldur handavinnu- og kökubazar sunnudaginn 4. nóvember kl. 14.00 í Fóstbræöraheimilinu, Lang- holtsvegi 109. Kvenfólagið Hringurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.