Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN CARLIN E1 Salvador: LeiÖin til friðar er löng og ströng KORINGJAK skæruliða í El Salvador hafa látið í Ijós þá von, að viðræður þeirra í síðustu viku við Jose Napoleon Duarte, forseta landsins, geti orðið grundvöllur reglubundinna viðræðna í framtíöinni í þeim tilgangi að binda enda á borgarastríðið í landinu. I*að hefur nú kostað 50.000 manns Iffið og eru flestir hinna follnu óbreyttir borgarar. Jafnframt er þaö þó viður- kennt, að eigi þær viðræður, sem fram fóru í síöustu viku í La Palma, litlum fjallabæ, að verða til þess að skapa gagnkvæmt traust milli uppreisnarmanna vinstri manna og stjórnarinnar, þá verði yfirmenn stjórnarhersins að taka þátt í þeim. Duarte og einn af foringjum uppreisnar- manna, Guillermo Manuel Ungo, eru gamlir vinir og buðu sig sam- an fram til forseta og varaforseta 1972. Þeir náðu þá kosningu, en herinn kom í veg fyrir, að þeir tækju við völdum. Gagnkvæm tortryggni Gagnkvæm tortryggni var þó enn greinilega til staðar við upp- haf viðræðnanna i síðustu viku. Yfirmaður hersins, Vides Casa- nova hershöfðingi, sem jafnframt gegnir embætti innanríkisráð- herra, og Fermin Cienfuegos, einn úr fimm manna stjórnarnefnd uppreisnarmanna, stóðu skyndi- lega andspænis hvor öðrum í lít- illi kaþólskri kirkju í La Palma. Þeir voru báðir klæddir grænum hereinkennisbúningum, sem voru svo líkir, að vel mátti villast á þeim. Sama máli gegndi um þá aðra foringja uppreisnarmanna, þrjá að tölu, sem tóku þátt í þess- um viðræðum. Vides og þessir fjórir foringjar uppreisnarmanna heilsuðust með handahandi, er þeir komu til fundarins í kirkjunni. Þeir reyndu meira að segja að gera að gamni sínu. „Ekki veit ég, hvernig þér líður," sagði Vides við næstæðsta foringja skæruliða, Facundo Guardado, „en mér líður ekki vel við þá hugsun að hafa ekki skammbyssuna mína með mér á þennan fund.“ Þessu svaraði Guardado þannig: „Það skil ég. Mér líður líka bölvanlega af sömu ástæöu.“ Siöan bætti hann við um leið og hann tók hníf upp úr vasa sínum: „En ég tók samt þennan með til þess að vera viðbúinn öllu.“ Allir hlógu, þar á meðal sá, sem komið hafði fundinum á, en það var erkibiskupinn í San Salvador, Arturo Rivera Damas. Til marks um, að þessi nýja ein- drægni milli skæruliða og stjórn- arhersins sé ekki aðeins bundin við viðræðurnar í La Palma, hefur yfirmaður stjórnarhersins í Mor- azan — en það hérað hefur orðið verst úti í borgarastríðinu — skýrt frá því, að stjórnin hyggist Iáta reisa brú yfir fljót það, sem skilur þau svæði að, sem stjórnin og skæruliðar ráða yfir í þessu héraði. Hervörður verður ekki settur við þessa brú, þar sem áreiðanleg trygging er talin feng- in fyrir því frá leiðtogum upp- reisnarmanna, að þeir muni ekki láta eyðileggja hana. Breytt viðhorf Ekki má gera of lítið úr mikil- vægi þess, sem hér hefur gerzt. Fram að þvi er Duarte kom öllum á óvart — og þá ekki sízt banda- rísku stjórninni — með tillögu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um friðarviðræður við uppreisnarmenn, hafði viðhorf uppreisnarhreyfingar FLMN og hersins hvors til annars verið af- dráttarlaust. FLMN var „hreyfing kommúnista og hryðjuverka- manna“ og stjórnarherinn „her fasískra þjóðmorðingja“. Sambúð var óhugsandi og því var það nauðsynlegt að útrýma hinum að- ilanum. Það var þvf í algeru trássi við venjulegt orðbragð skæruliða, er Cienfuegos, sem er 37 ára gamall og fyrrverandi læknanemi, sagði að stjórnarherinn í landinu væri nú agaðri en áður og að ástandið hefði batnað undir stjórn Duart- es, þrátt fyrir það að mannrétt- indabrot ættu sér stað eftir sem áður. Eftir fundinn í La Palma gáfu foringjar uppreisnarmanna og stjórn landsins út sameiginlega yfirlýsingu. Þar var ekki bara lögð áherzla á nauðsyn þess að koma á friði í landinu, heldur var þar einnig sagt, að náðst hefði samkomulag um það sem endan- legt takmark að koma á „lýðræði með fjölflokkakerfi og þjóðfé- lagslegu réttlæti“, sem Duarte viðurkenndi síðan — og vissulega stakk í stúf við það, sem hann hef- ur áður sagt — að ekki væri enn fulkomlega fyrir hendi í E1 Salva- dor. Þjóðin þreytt á stríðinu Samstaðan um átak I þvf skyni að gera stríðið „mannlegra" hefur verið túlkað af stjórnmálafrétta- riturum f E1 Salvador sem til- hliðrun við FLMN og stjórnmála- arm hennar, svonefnda Lýðræð- islega byltingarfylkingu (FDR). Með því að gera stríðið mannlegra er átt við það samkvæmt frásögn Damas erkibiskups, að hætt veröi loftárásum flughersins á sveita- þorp, komið verði f veg fyrir fjöldaaftökur hersins og starf- semi svonefndra dauðasveita. Bæði uppreisnarmenn og Du- arte sjá sér nú stjórnmálalegan ávinning í því að berjast fyrir friði, þvl að almenningur er orð- inn dauðþreyttur á stríðinu. Þessi stríðsþreyta hefur búið um sig í vaxandi mæli jafnt á meðal skæruliöa sem stjórnarhermanna. FLMN-FDR er farin að gera sér þetta ljóst og það er sennilega skýringin á því, að uppreisnar- menn gera það ekki lengur að ófrávikjanlegu skilyrði fyrir friði af sinni hálfu, að þeir fái trygg- ingu fyrir hlutdeild í völdunum. Slíkt hefði verið óaögengilegt fyrir stjórnarherinn og útilokað frekari viðræður. Höfundur greinarinnar, John Carf in, er fréttaritari fyrir blaðið Sunday Timcs. Látinn sonur fékk mikinn arf Lundúnir, 2. nóvember. AP. KONA EIN, sem lést níræð irið 1976, arfleiddi einkason sinn að öll- um eigum sínum, þar á meðal land- setri að verðmæti 850.000 punda, en hún vildi ekki trúa því að hann hefði látið lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Konan, frú Evelyn Green, bætti við erfðarskrána, að ef sonurinn, Peter Green, hefði ekki hreyft við arfinum árið 2020 skyldi andvirði eigna hennar renna til hinna ýmsu dýraverndar- og góðgerð- arsjóða. Nú flytja lögfræðingar frú Green mál þetta fyrir rétti. Þeir vilja ógilda erfðaskrána og færa umræddum stofnunum tekj- urnar strax, enda engar líkur á því að Peter nýtist þær. Peter Green var 21 árs gamall er hann fór í sína síðustu ferð með Halifax-sprengjuflugvél til árása á Þýskaland. Flugvélin var skotin niður og enginn úr 7 manna áhöfn hennar hefur sést síðan. Væri hann á lífi væri hann 62 ára gam- all. Það sem stendur helst í vegin- um fyrir því að erfðaskráin sé ógilt er að sjö skyldmenni frú Green eru alfarið á móti því að það verði gert. AP-mynd. Hreindýr drukkna Hreindýr þessi drukknuðu á dögunum þegar þau reyndu að komast yfir Caniapiscau-ána, sem er i norðurhluta Quebec-fylkis í Kanada. Hræin, sem sjást á myndinni, skipta tugum og eru heldur ógeðfelld sjón. Flestar fæðing- ar í Póllandi Varajá. A'*. NÝLEGA fór pólska þjóðin yfir 37 milljóna markið, samkvæmt upplýs- ingum hagstofu landsins. Mitt í öllum efnahagserfiðleik- unum hefur komið I ljós, að fæð- ingar á síðustu árum eru fleiri i Póllandi en nokkru sinni. Á síð- asta ári voru fæðingar umfram dauðsföll um 10,2 á hverja 1.000 íbúa, eða með því allrahæsta í Evrópu. Gert er ráð fyrir að pólsku þjóðinni fjölgi um 300.000 einstaklinga á næsta ári. Sviss: Fjöllin hækka en landið dregst saman Badca, Sywn, 2. aóvember. AP. SVISS er hægt og rólega að drag- ast saman, en fjöllin þar hækka, að því er fram kemur í landmæl- ingum sem kunngerðar voru í dag. Fjarlægðin milli norður- og suðurlandamæra landsins, sem er um 210 kílómetrar, styttist árlega um þrjá millimetra, en Alparnir bæta ofan á sig um einum og hálfum millimetra ár hvert, segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem byggð er á samanburðartölum er ná aftur til ársins 1906.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.