Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 . llnlvfMl PrMl n \?ú Cft aUur örðifm Suc-ittur . Farbu át L hreirux lo(U& og )->\Jobu gluqqouno.. " Ast er .. ... að gefa hon- um gott að drekka. TM R*q. U.S Pat. Off.—ail rights reserved ° 1979 Los Angeles Times Syndicate (? . '"*■> > cT ■ , ÞaA var búið allt benzínið, en ég Það var hugmyndin að ég afhenti skellti mér þi í búðina og er með þér smáþjófabikarinn, en þá hefur bjór! honum verið stolið frá okkur hér! HÖGNI HREKKVÍSI GKSINII.e<5 FIHGRArÖR/ „Hjáguðu svarar gagnrýni Jens Kr. Guð. skrifar: DV birti lesendabréf hinn 26. október sl. frá ungum og glaðlynd- um dreng, Kára Waage. Þar gagn- rýnir hann poppblaðið Hjáguð með misfögrum orðum og kastar um leið fram eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hvaðan fékk Jens upplýsingar um kassettur í greininni „Bestu kassetturnar"? 2. 1 hvaða sæti á sölulista var poppbókin í fyrra? 3. Hvaðan eru upplýsingarnar um Presley komnar? Hér koma svörin: 1. Jens prófaði kassetturnar sjálf- ur. 2. Poppbókin var og er ennþá í fyrsta sæti. 3. Upplýsingarnar komu frá Bandaríkjunum (að visu með viðkomu í Noregi). Vegna rangsnúinnar og lang- sóttrar gagnrýni Kára á Hjáguð fer ég þess á leit við pilt að hann svari eftirfarandi spurningum: 1. Á hvern hátt er Hjáguð tengd- ur hljómsveita- og plötubrans- anum? 2. Af hverju hefur oft „ekki veitt af að skíta Björgvin H. út“? 3. Hvað bendir til að Gunnar Sal. fylgist með öðru en Billboard og fréttabréfum Karnabæjar? 4. Af hverju fullyrðir Kári, að allir þættir Rásar 2, nema Frístund, fái ljóta krítík í Hjáguði? Sann- leikurinn er sá, að þættirnir Bylgjur og Jazzþáttur fá ná- kvæmlega sömu einkunn og Frístund. Að auki fá þættirnir Nálaraugað og Lög frá 7. ára- tugnum fjórar stjörnur, sem er mjög góð einkunn. Jafnframt fá þættirnir Nálaraugað, Úr kvennabúrinu og Rokkrásin þrjár stjörnur, sem er góð ein- kunn. Svo talar Kári um ósanngirni! 5. Hvað er „sýruhausarugl"? Er það eitthvað í líkingu við sýru- kennda gagnrýni Kára á Hjá- guð? Áður en Kári svarar þessu, skal ég létta af honum þungum áhyggj- um yfir sölu á Hjáguði. Salan er það góð á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, að 7.000 eintök hreinsuðust svo hressileg upp að stærsti hluti landsbyggðarinnar varð af 1. tölu- blaði. Annað vil ég segja Kára: Hjá- guð var aldrei hugsaður sem enn eitt hallelúja-glansblaðið. Hjáguð er áróðursblað fyrir lifandi popp- tónlist og fetar slóð Flux of Pink Indians, rifur niður til að byggja upp. Hjáguð er reiðubúinn til að stuða fólk til að vekja það til um- hugsunar og framkalla umræður. Jafnvel Kári veit, að án umræðu verður ekki komist að jákvæðri niðurstöðu. Þess vegna svaraði Kári áskorun Hjáguðs. Fleiri mættu fara að dæmi hans. Til þess er leikurinn gerður. JÁ, RÁÐHERRA! Ljósm. Mbl./Friðþjófur Bifreiðastöð Steindórs starfar nú með fimm bílum og er bréfritari mjög óhress með þá stöðu mála. Þorfinnur Finnlaugsson, bilstjóri hjá Steindóri, skrifar: Nú hefur kerfið lamað elstu leigubilastöð landsins. Skyldi þvi loks takast eftir langa og harða baráttu að loka einu leigubílastöð- inni, sem rekin hefur verið án af- skipta stjórnkerfis og hafta? Skyldi þetta vera gert í þágu neyt- andans? Svarið er auðvitað nei, viðskiptavinir leigubíla vita betur, þeir vita að þetta hefur verið gert að undirlagi og öfund annarra leigubilstjóra. Að minum dómi á neytandinn heimtingu á betri þjónustu en verið hefur. Hvar er offramboðið á leigubílum, þegar virkilega er þörf á þeim? Til dæm- is í vondum veðrum og um helgar? Svarið er það, að stór hluti þess- ara bíla er hreinlega ekki i vinnu á þessum timum. Kemur þar margt til, m.a. að stór hluti bilstjóra er kominn á háan aldur og treystir sér ekki til að stunda akstur á þessum tímum. Sumir hafa stund- að gróðavænlegri starfsemi á bif- reiðum sínum og sjá ekki ástæðu til að vera að slíta sér út við erfið- ar akstursaðstæður. Enn aðrir kæra sig ekki um að dýri, fini bíll- inn þeirra, sem er keyptur fyrir „lágu“ launin, verði lagður i óþarfa áhættu. Eitt nærtækt dæmi var helgin 20. október sl. Hvar voru allir þessir bílar þá, þegar viðskiptavinir þurftu að bíða allt upp í tvo og hálfan tima frá lokun vínveitingahúsa eftir leigubíl? Voru bílarnir illa búnir til aksturs og þess vegna ekki til reiðu, eða voru menn jafnvel búnir að mata krókinn það vel á ólög- legri iðju í verkfallinu, að þeir hreinlega gleymdu skyldum sinum við viðskiptavini? Hver man ekki ástandið í fyrra, þegar bílar Bifreiðastöðvar Steindórs voru í meirihluta á göt- unum og aðrar stöðvar auglýstu lokað. Er eitthvert réttlæti í því, að þessir menn útiloki þá frá störfum, sem vilja sýna þjónustu og stunda starf sitt á heiðarlegan hátt? Nei, hér er breytinga þörf. Það fyrirkomulag sem nú er í gildi á engan rétt á sér í lýðfrjálsu landi. Það er í hæsta máta óeðli- legt að ríkið sé að vasast í leyfis- veitingum til leiguaksturs og skuli skipa þrjá leigubílstjóra sér til að- stoðar. Það mætti spyrja hvernig ráðherra meti þörf á fjölda leigu- bíla og hverjir skuli hljóta leyfi hverju sinni. Eða fer hann eftir geðþóttaákvörðun sinna undir- manna? 1 því sambandi mætti spyrja, hvort ráðherra hafi verið samþykkur úthlutun 11 leyfa frá Bifreiðastöð Steindórs árið 1982, rúmum tveimur árum áður ?.n Hæstiréttur kvað upp sinn dóm. Eða var ráðuneytinu ekki ku n nugt um þá úthlutun frekar en aörar? Er ráðuneytinu kunnugt um hvs margir leyfishafa stunda aö< t >t- vinnu? Eða er ráðuneytinu ir»n ugt um að dæmdum sprútcsaia hafi verið veitt atvinnuleyfi? Hér er brýn þörf á breytingum, sem meðal annars gætu verið þær, að þær stöðvar, sem hafa sam- þykki borgaryfirvalda til rekstrar, hefðu í sínu valdi hve margar bif- reiðar væru í þjónustu sinni og hverjir þar væru, þ.e.a.s. svipað fyrirkomulag og á sendibílastöðv- unum. Með þessu móti yrði kapp- kostað að veita sem besta þjón- ustu vegna eðlilegrar samkeppni, sn ekki klifað á því í tíma og ótíma að sameina allar stöðvar í eina til hagsbóta leigubílstjóra en óþurft- ar neytenda. Útrýming Steindórs 3r liður í þeirri áætlun til einok- unar. Allt þetta höfðum við í huga nú- verandi eigendur Steindórs þegar við keyptum stöðina. Aðrir leigu- bílstjórar hafa hamrað á því, að við ætlum okkur bakdyramegin inn í þeirra heilögu stétt. Stað- reyndin er hins vegar sú, að við töldum okkur vera að kaupa þá einu leigubifreiðastöð borgarinn- ar, sem hefði þá aðstöðu að geta sinnt viðskiptavinum sínum án af- skipta kerfiskarla og hafta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.