Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 • íslenska landslidið í badminton sem keppir í Fœreyjum um helgina. Landsliöiö í badminton aldrei veriö sterkara Landsliðið 1 badminton heldur til Færeyja nú um helgina, 3.—6. nóv. 4. nóv. veröur haldin í Þórshöfn 3ja landa keppni í badminton, Is- land — Færeyjar — Grænland. Þetta er í annaö skiptl sem þessi keppni er haldin og er stefnt aö því aö hún fari fram annaö hvert ár. Landsliöiö okkar í badminton hefur aldrei veriö sterkara en nú og er þaö eingöngu skipaö TBR-ingum, en nú í október varö TBR í 3.-4. sæti í Evrópukeppni félagsliöa t badminton og er þaö með betri árangri sem íslensk fó- lagsliö hafa náö í Evrópukeppnum í ýmsum íþróttagreinum. Því má ætla aö góö ferö veröi gerö til Færeyja. Þess má geta til gamans, aö gott samband hefur myndast á milli íslensks og færeysks bad- mintonfólks og er þaö oröiö venj- an þegar farið er til Færeyja, eöa þegar Færeyingar koma til okkar, aö hópnum er boðin gisting og uppihald á einkaheimilum og veröa tengslin því meiri en ella. Mikið afrek Ragnars og Sigurðar EINS og fram kemur hér að neð- an urðu Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson, báðir úr GR, í þriðja sæti undankeppni World Cup keppninnar, er fram fór é fr- landi í lok september. Landsliö íslands var vitanlega skipað áhugamönnum og það sama er einungis hægt að segja um tvö önnur lið. Hin voru öll skipuö atvinnumönnum. Þaö var því mikið afrek GR-inganna tveggja aö lenda svo framarlega er raun ber vitni. Það voru Danir sem sigruðu í keppninni é frlandi — léku sam- tals é 305 höggum. Per Greve lék é 73 og 80 höggum, og Hans Erik Larsson é 74 og 78 höggum. I ööru sæti varö landsliö Austur- ríkismanna, Ossi Gantenmaier lék á 74 og 79 og Johannes Lamberg á 73 og 85. Samtals léku Austur- ríkismenn þvi á 311 höggum. íslendingarnir uröu i þriöja sæti eins og fyrr greinir. Ragnar Ólafs- son lék báöa hringina á 77 högg- um — Sigurður á 78 og 83. Þeir léku þvi samtals á 315 höggum — en næstir i rööinni komu Grikkir á 317 höggum, en fjórar þjóöir úr keppninni á Irlandi komust í úrslitakeppnina á ftalíu. Flestir bestu golfarar í heimi veröa meöal keppenda i úrslita- keppni World Cup á Ítalíu. Milljón í sigurlaun Sigurvegarar keppninnar á italíu fá 30 þúsund Bandaríkjadali i verölaun — þaö er um ein milljón króna. 25 þúsund dali fær svo sá einstaklingur sem leikur á fæstum höggum ailra keppenda. Keppnin á Spáni Eins og fram kemur hér aö neð- an fara þeir félagar til Spánar eftir keppnina á Ítalíu — þar sem Ivar Hauksson bætist í hópinn, og breytist landsliö fslands þar meö í sveit GR. GR-sveitin tryggði sér þátttökurétt á mótinu á Spáni með sigri í sveitakeppni Golfsambands- ins sem fram fór á Suöurnesjum í september — meðan á verkfalli prentara stóö. Þar sigraöi A-sveit GR meö miklum yfirburöum, B-sveit GR varö í ööru sæti og sveit Suöurnesjamanna varö í þriöja sæti. Sigurður og Ragnar halda til Rómaborgar á morgun — keppa þar í úrslitakeppni World Cup atvinnumanna í golfi SIGURDUR Pétursson og Ragnar Ólafsson úr Golfklúbbi Reykjavík- ur halda é morgun til Róm é Ítalíu þar sem þeir taka þétt í úrslita- keppni World Cup atvinnumanna. Siguröur og Ragnar tryggöu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni mótsins er þeir lentu i 3. sæti í undankeppni Evrópu- og Afríku- þjóöa sem fram fór á írlandi í lok september. Tólf sveitir kepptu á mótinu — og þar af voru aðeins þrjár skipaöar áhugamönnum, landsliö fslands (Siguröur og Ragnar), Noregs og ísraeis. íslendingarnir skutu því mörgum atvinnumönnum ref fyrir rass á Ir- landi — og vakti þaö feikna athygli aö þelr skyldu komast í úrslita- keppnina. Árangur þeirra á frlandi er sögn kunnugra besti árangur íslenskra kylfinga frá upphafi. Elns og áöur sagöi fara þeir fé- lagar utan á morgun — en keppn- in hefst 15. þessa mánaöar og Þrjú þjálfaranám- # skeið á vegum KSÍ UNDANFARNA ménuði hefur tækninefnd KSÍ unnið nýtt néms- efni fyrir væntanleg þjélfaraném- skeið sem haldín veröa é vegum Tækninefndar KSÍ. Tækninefndin hefur tekiö miö af' námsefni og uppbyggingu frá Danmörku og Svíþjóö þar sem þau standa mjög framarlega á þessu sviöi. Ætti þaö aö auövelda ís- lenskum þjálfurum aö komast inn á framhaldsnámskeiö hjá þessum þjóöum. Ákveöiö hefur veriö aö halda eftirtalin þjálfaranámskeiö: A-stigs námskeið 16.—17.—18. nóvember 1984. B-stigs námskeiö 15.—16 —17. febrúar 1985. C-stigs námskeiö 19.—20.—21. apríl 1985. Námskeiöin veröa haldin í húsa- kynnum Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíö. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku og greiöi staöfest- ingargjald á skrifstofu KSÍ 10 dög- um fyrir námskeiöiö. Þátttökufjöldi á hverju námskeiöi veröur tak- markaöur viö 18 þátttakendur. (Fréttatilkynnina fré Tækninwfnd K8l.) Bikarkeppni 2. deildar í sundi Bikarkeppni 2. deildar í sundi fer fram í Sundhöll Hafnarfjarðar um helgína. Mótið hófst reyndar í gærkvöldi — en því veröur fram haldið kl. 16 í dag og kl. 15 é morgun. I Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson — stórkostlegur érangur jé þeim að komast í úrslitakeppnina í Róm. stendur til 18. Æfingadagar fyrir mótiö eru 12. og 13. nóv. en vegna kulda hér heima þar sem lítt æski- legt er aö æfa fyrlr slíkt mót fara þeir utan svo snemma til aö æfa á vellinum þar sem keppt veröur. Eftir World Cup-keppnina á Ital- íu halda Siguröur og Ragnar, ásamt fararstjóra sínum, Björgúlfi Lúövíkssyni, framkvæmdastjóra GR, til Spánar — þar sem þeir taka þátt í Evrópukeppni félags- liöa, og þangaö fer félagi þeirra úr GR, Ivar Hauksson, til liös viö þá og skipar þriöja sætiö í sveit GR. Uppskeruhátíð Frammara ÁRLEG uppskeruhétíð Knatt- spyrnudeildar Fram verður hald- in í Átthagasal Hótel Sögu sunnu- daginn 4. nóvember og hefst hún kl. 14. Flutt veröa stutt ávörp og marg- vísleg verölaun veitt knattspyrnu- mönnum Fram á ýmsum aldri fyrir góöan árangur. Útnefndir veröa bestu leikmenn yngri flokka og kvennaflokks. Af- hentur framfarabikar, markakóng- ur Fram 1984 fær verölaun. Dóm- ari ársins í Fram heiöraður. Aö lok- um verður tilkynnt um val á besta leikmanni Fram í meistaraflokki 1984 og hlýtur hann margvísleg verölaun. Allir knattspyrnumenn Fram eru hvattir til aö koma, svo og fjöl- skyldur þeirra. Sérstaklega eru foreldrar þeirra í yngstu aldurs- flokkunum boönir velkomnir og hvattir til aö koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.