Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 47 — er United sigraði Arsenal í gærkvöldi Frá Skúla Svmnssyni, fréttamanni MorgunbUúaina f Englandi. MANCHESTER United sigraöi Arsenai í 1. deildinni í knatt- spyrnu á Old Trafford í Manch- ester í gærköldi, 4:2, eftir að hafa haft mikla yfirburði f leiknum. Staöan í hálfleik var 2:1 Arsenal f hag — sem var mjög f ósamræmi viö gang leiksins. Bryan Robson átti frábæran leik meö United í gærkvöldi, var potturinn og pannan í öllum leik liösins. Þaö rigndi mikiö á meöan leik- urinn fór fram, og geröi þaö leik- mönnum nokkuö erfitt fyrir. Fyrri hálfleikurinn var þó stórskemmti- legur — og sýndi liö United þá frábæra knattspyrnu. Þrátt fyrir þaö var Arsenal yfir í leikhléi, eins og áöur sagöi. Bryan Robson skoraöi fyrsta markiö strax á fimmtu mínútu. Gordon Strachan tók hornspyrnu — Kevin Moran skallaöi knöttinn tíl Robson sem skoraöi auöveld- lega af stuttu færi. lan Allison jafnaöi fyrir Arsenal á 22. mín. Hann hefur leiklö undan- farið í staö Paul Mariner, sem er meiddur, og staöiö sig mjög vel. Jöfnunarmarkiö kom svo aö segja upp úr engu. United haföi hrundiö skyndisókn Arsenal — er boltinn barst skyndilega til baka upp völl- inn til Allison. Leikmenn United hugöu hann rangstæöan, en svo • Frank Stapfeton var aö nýju f byrjunarliöi United f gaarkvöldi. Verður ekkert af stórmótinu? Svo gætí faríð aö ekkert yröi úr stórmótinu í frjálsum íþrótt- um sem halda átti hér á landi þann 23. júní næstkomandi. Ástæöan er áhugaleysi sjón- varpsstööva eriendis fyrir mót- inu. Breska sjónvarpiö haföi upp- haflega áhuga á aö kaupa sjón- varpsréttinn — og sjónvarpa stjörnur úr frjálsíþróttaheiminum komi hingaö til lands til keppni daginn eftir — og sama dag, 22. júni, fer fram mót á Írlandí, sem breska sjónvarpiö viröist nú hafa meiri áhuga á aö sjónvarpa frá en hugsanlegu móti héðan. Þess má geta aö skipuleggjendur mótsins á irlandi eru þeir sömu og ætluöu aö sjá um mótið hér á landi, Norðmaður og Breti. beint af mótinu til Englands. For- ráðamenn mótsins ræddu einníg viö bandarísku sjónvarpsstööina NBC en hún haföi ekki áhuga. Eins og Mbl. greindi frá f gær hefur alþjóöa frjálsiþróttasam- bandiö ákveöið aö koma upp Grand-Prix-keppni fyrir frjáls- fþróttamenn — og veröur mót ( Prag 22. júni liöur f þeirri keppni. Viö þaö mínnka lýkur á að stór- Robson átti frábæran leik var ekki, og skoraöi Allison örugg- lega framhjá Bailey f markinu. Á 36. mín. komst Arsenal svo yfir. Charlie Nicholas átti langa sendingu inn á vítateig þar sem Tony Woodcock — staddur á móts viö vftapunkt — skallaöi aö marki, og öllum á óvart lenti knött- urinn i hliöarnetinu fjær eftir aö hafa skoppaö tvisvar á vellinum á leiöinni. Hroöalegur klaufaskapur hjá Bailey aö verja ekki. Gordon Strachan jafnaöi, 2:2, á 48. mín. eftir hroöaleg mistök Gra- ham Rix. Hann ætlaöi aö hreinsa frá marki en hitti ekki knöttinn — þannig aö Strachan komst einn inn fyrir. Á 56. mín. átti Jesper Olsen þrumuskot sem Lukic f marki Ars- enal varöi mjög vel en hélt ekki knettinum — aftur skaut United- leikmaður en Luklc varöi enn á ný án þess aö ná aö halda knettinum, og f þriöju tilraun var þaö Mark Hughes sem skaut á markiö en enn varöi Lukic. Sýndi þarna frá- bæra markvörslu. A 58. mín. skoraöi Strachan aft- ur. Hann og Olsen tóku þríhyrning fyrir utan teig Arsenal — en Strachan missti knöttinn frá sér er hann fékk hann frá Olsen aftur. Þaö kom þó ekki aö sök — Gra- ham Rix vinur hans (I) var mættur á staöinn og tókst ekki aö hreinsa frá frekar en áöur — Strachan nýtti sér þaö, komst inn fyrir og skoraöi. Tveimur mín. sföar var Rix tek- inn út af og kom þaö engum á óvart. Tony Adams kom í hans staö. Á 79. mín. kom sföasta markiö. Stapleton átti langa sendingu fram völlinn á Robson sem keppti um aö ná knettinum á undan Tommy Caton. Robson náöi knettinum — lék i átt aö endamörkum og virtist ætla aö skjóta. Þaö geröi hann þó ekki, renndi þess í staö út í teiginn til Mark Hughes sem kom á fullri ferö og þrumaöi f markiö af vita- punkti. Þess má geta aö þó leiknum hafl veriö sjónvarpaö f beinni útsend- ingu um England var uppselt á völlinn. United átti fyrsta hálftíma leiks- ins eins og hann lagöi sig og siöan aftur fyrsta hálftímann í síöari hálf- leik — lék frábæra knattspyrnu. Mikill hraöi var í leik liösins eins og svo algengt er. Robson var áber- andi bestur, eins og áöur sagöi, og má segja aö alltaf hafi skapast hætta er hann fékk knöttinn. Bryan Talbot var einna bestur hjá Arsen- al — vann mjög vel. Liöin. United: Bailey, Gidman, Albiston, Hogg, Moran, Moses, Robson, Strachan, Stapleton, Hughes og Olsen. Arsenal: Lukic, Anderson, Sans- om, Talbot, O’Leary, Caton, Rix, Davies, Allison, Woodcock og Nicholas. • Bryan Robson átti frábæran laik maö United í gærkvöldi potturinn og pannan í leik liösins gogn Arsenal. — var Sendum um' allan heim! Nú eru jólasveinar komnir ál ** í glugganum okkar... til aö minna ykkur á, að óðum styttist til jóla og að betra er að hafa tímann fyrir sér ef jólagjafirnartil vina og kunningja erlendis eiga að ná fram í tíma ... Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.