Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 37 fclk í fréttum Niels Macholm, saxófónleikari, með Eyþóri Gunnarssyni. „Eldfjallaeyjan ísland gýs einnig góðri tónlist" - segir danska blaðið B.T. um hljómsveitina Mezzoforte + „Það má segja margt og mikið um ísland en eitt er víst, að þaðan hefur komið mikil músík að und- anfornu fyrir milligöngu hljóm- sveitarinnar Mezzoforte, sem verð- ur með hljómleika i Saga á mið- vikudagskvöld. Hljómsveitin hefur oft verið á listanum yfír 30 vinsæl- ustu lögin og selt hér um 20 þús- und eintök af síðustu breiðskíf- unni sinni.“ Þannig byrjar frásögn af Mezzoforte í danska blaðinu BT sl. þriðjudag en þar er m.a. rætt við Eyþór Gunnarsson, einn hljómsveitarfélaganna. „Við flytjum þessa tónlistar- tegund, leikna tónlist án söngs, vegna þess, að hún er óháð öllum tungumálum. Síðasta árið höf- um við haldið um 130 hljómleika víða um heim, m.a. i Japan og um alla Evrópu, og haldið til á hótelum eða langferðabílum. Til skamms tíma höfðum við fast aðsetur í Englandi en nú erum við aftur komnir heim til ts- lands,“ segir Eyþór Gunnarsson. Eyþóri líkar það að sjálfsögðu vel hve tónlist hljómsveitarinn- ar fellur mörgum vel í geð enda hefur plötusalan gert þeim kleift að lifa eingöngu af leiknum í hálft annað ár. Meðalaldurinn i hljómsveitinni er 22—24 ár. „Ég byrjaði að spila á pianó átta ára gamall og foreldrar mínir hafa alltaf stutt við bakið á mér. Þeir kunnu lika að meta jazz þannig að þeim kemur fátt á óvart i þessari tónlistartegund," segir Eyþór, sem býr með unn- ustu sinni, sem er söngkona, og þriggja ára gamalli dóttur þeirra. „Ég vona, að ég hafi fundið rétta veginn milli hljóm- sveitarlífsins og fjölskyldu- lífsins," segir hann. Á fslandi er Eyþór þekktur sem frægur hljómlistarmaður en þar er hann aldrei beðinn um eiginhandaráritun. Fólk stingur hins vegar saman nefjum þegar það sér hann á götu og Éyþór lætur sér það vel líka. Astæðan fyrir því, að Mezzoforte fluttist aftur heim til fslands er m.a. skattarnir en plöturnar verða eftir sem áður teknar upp í Englandi. Fyrir hálfum mánuði fékk Mezzoforte til liðs við sig dansk- an saxófónleikara, Niels Mac- holm, og kveðst hann vera mjög ánægður með vistina. „Tónlistin, sem Mezzoforte flytur, er ein- mitt tónlistin mín,“ segir Niels. COSPER — Hvort ég kunni á ritvél? Þetta er nú í fyrsta skipti, sem ég er spurð að því. + Paul Eddington, sem margir muna eftir úr þáttunum „Já, hr. ráðherra**, er ekki verr við nokkurn hlut en tóbaksreyk- ingar. Nú nýlega var honum boðið gott hlutverk hjá leikhúsi nokkru en þegar hann komst að því að tóbaksfyrirtæki fjár- magnaði leikhúsið að hluta sagði hann þvert nei. Hef flutt tannlæknastofu mína á Grensásveg 48. Kristján H. Ingólfsson tannlæknir. Hin heimsþekktu Steinway og Son píanó og flyglar. Pálmar ísólfsson og Pálsson sf., símar 30392 — 15601 — 30457. RESTAURANT arðurinn Öm Arason leikur klassískan gitarleik fyrir matargesti í Húsi verslunarinnar viö Kringlumýrarbraut. Borðapantanir í síma 3< rj 11 V » Husi i't rslunannnar riö KnnglumumrOravt \ Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ______ Reykjavík Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstaaölsflokkslns veröa tll viötals í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á mótl hvers kyns fyrirspurnum og ábendlngum og er öllum borgarbúum boöiö aö Blaóburóaifólk óskast! , eftirtaiin hverti: Qrafarvogshverfi Skeifunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.