Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 43 Kristinn segir Langholtskirkju, sem hér sést, ekki vera einu kirkjuna á landinu, þar sem kór snýr á móti söfnuði, því svo sé einnig í Neskirkju. Kórinn í Lang- holtskirkju Kristinn hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar til að leiðrétta missögn, sem m.a. hefur komið fram í Morgunblaðinu varðandi kórinn í Lang- holtskirkju. Þar segir, að kirkjan sé frábrugðin öðrum kirkjum hér á landi að því leyti, að kórinn snúi á móti söfnuðinum. Þetta er ekki alls kostar rétt, því kórinn í Neskirkju snýr einnig á móti söfnuðinum, þótt ekki sé hann eins áberandi í augum og eyrum. Ljósm. Mbl./Ól.K.M. Eddu Jónasdóttur finnst að sú bón biskups, að fólk gefi fé til kirkjubygginga mjög ótímabær á meðan fólkið á ekki fyrir salti í grautinn. Á myndinni má sjá kirkjuna á Seltjarnarnesi, sem nú er í smíðum. Kirkjubyggingar og verkfall Edda Jónasdóttir skrifar: „Þegar þessar línur eru skrifað- ar þá stendur enn yfir verkfall BSRB en prentarar og bókagerð- armenn eru nýbyrjaðir í vinnu eft- ir 6 vikna verkfall. Sá þjóðfélagsþegn sem þiggur laun af ríkinu (ef til vill að undan- skildum ráðherra) má ekki við því að vera í verkfalli vikum saman. Þetta fólk er þrátt fyrir allt til- búið að fórna sér og hefja verkfall til að fá kjör sín bætt. Hver og einn hlýtur að skilja að eftir margra vikna verkfall og engin laun um síðustu mánaðamót þá er erfitt að fæða sig og sína. Verkfallssjóðir koma til móts við þá sem hafa lægstu árslaunin. í þeim hópi eru m.a. kennarar og ná sumir ekki kr. 190.000 í árs- laun. Hver vinnandi einstaklingur ætti að greiða í verkfallssjóð. í síðustu viku bað biskup íslands um peninga frá þegnum þessa lands — ekki í verkfallssjóð — nei, Tvær trítilóðar skrifa: „Ágæti Velvakandi! Við erum hér tvær ungar og hressar og miklir aðdáendur hljómsveitarinnar Duran Duran. Við viljum mælast til þess, að sjónvarpið endursýni tónleikana með hljómsveitinni, sem voru sýndir nú í lok sumarsins. Svo langar okkur einnig að kvarta yfir vinnubrögðum á rás 2. í þættinum hann bað okkur, mig og þig, að gefa peninga til kirkjubygginga í landinu. Mikið reiddist ég og varð sár er ég heyrði bón biskupsins í útvarpinu. Mér er spurn, er virki- lega meiri þörf á að ljúka kirkju- byggingum landsins í október- mánuði 1984 en að fæða þær fjöl- skyldur sem hafa fyrirvinnu sína í verkfalli. Ég get ekki séð að þetta sé í anda þess manns sem biskup- inn tekur sér til fyrirmyndar. Eg ætla að það hafi verið gegn vilja Jesú Krists að fá dýrindis kirkju- hallir byggðar á sama tíma og fjöldi fólks á ekki fyrir salti í grautinn. Það fólk sem er í verk- falli og neyðist til að versla fyrir plastkort á í raun ekki fyrir salt- inu. Það er engin tilviljun að ég undirrituð þekki til hjóna sem bæði eru starfandi við prentsmið- ju, hjóna sem bæði eru kennarar, hjóna sem bæði starfa við útvarp- ið og einstæðrar móður sem er kennari með tvö börn. Veit S-2 er sagt, að hlustendur geti hringt og tilkynnt um tvö mestu uppáhaldslögin sín þá stundina. Við vitum til þess, að mjög margir hafa nefnt lagið The Chauffeur með Duran Duran, en samt kemst lagið aldrei inn á vinsældalista. Eiga ekki öll lög möguleika á að komast á listann, eða eru það kannski bara ný lög?“ biskupinn að það eru plastkortin í okkar nútímaþjóðfélagi sem bjarga þessu fólki á þessari stundu. Eg kemst ekki hjá því að biðja fólk um að gefa í verkfallssj- óð og vonast til að það sé ekki bara ég sem telji þetta ekki vera rétta mánuðinn til að safna f kirkju- byggingar. Að lokum þetta, það eru margir raunverulegir einstaklingar í þjóðfélaginu. Þetta fólk er svipt útvarpi, sjónvarpi, blöðum og strætisvögnum svo nokkuð sé nefnt. Fyrir þetta fólk eru þessir hlutir mikilvægir. Hvemig skyldi vera ástatt fyrir þessum einstakl- ingum í dag. Mig undrar ekki þó læknar hafi þurft að gefa út marga lyfseðlana í þessum mán- uði. Biskupinn, Albert, Steingrím- ur og fleiri álfka ættu að íhuga vel hvernig þessu fólki líður og biðja sérstaklega fyrir þeim.“ Metabo Endlng-KFQftur-örvyql RR BYGGINGAVÖKLTR HK NMhyt i. AnMMU nm og M,n*nrtæ—m «. m* Wll Duran Duran enn á ný SÓLBAÐSSTOFA ÁSTU B. VILHJÁLMSDÓTTUR Grettisgötu 18, sími 28705. Opið: Virka daga frá Laugardaga 9—19 Sunnudaga 9—19 Slakiö á á sólbekknum látló streit- una líöa úr ykkur meö Ijúfri tónlist úr headphone. Eftir sturtubaöiö getiö þið valiö úr fjölbreyttu úrvali af snyrtivörum (Baölína) og haft afnot af blásara og kruílújárni. Ér- um með extra breioa soidckki meö sérstökum andlitsljósum. Og enginn þarf aó liggja á hlióinni. Athugið Ávallt heitt á könnunni nýjar perur. Verið velkomin Ungir og aldnir njóta þess að borða köldu Royal búðingana. Bragðtegundir: — Súkkulaði, karamellu, vanillu og jarðarberja. Royai instant pudwnc ... Pll KDÆ6INGAÐ Á HVERJUM DEGI Um helgina bjóöum við meöal annars:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.