Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 23 Senda hnetti Washington, 2. nóvember. AP. BANDARÍSKA geimferdastofnunin, sú deild sem hefur með geimskutlur og gervihnetti að gera, tilkynnti í dag, að nýr viðskiptavinur hefði bsst við, ríkisstjérn Kína. Kínverjar hafa beðið Bandaríkjamenn að taka frá pláss fyrir tvo gervihnetti til beinna sjónvarpsútsendinga með upp gervi- fyrir Kína geimskutluferðum í janúar og sept- ember á nssta ári. Kínverjar hafa reitt fram 200.000 dollara fyrir vikið. Heildarkostnaður var ekki lát- inn uppi, en geimferðastofnunin græðir 10 milljónir dollara fyrir gervihnattadreifingu í hverri geimskutluferð. Kinverska sendi- nefndin, sem samdi um þetta fyrir hönd stjórnvalda í Peking, er nú að semja við bandariska gervi- hnattaframleiðendur um smiði gervihnattanna tveggja sem senda á í geiminn. ARCO gerir samning um olíuleit á Grænlandi ARCO (Atlantic Richfield Co.) hefur gert samning við dönsk og grsn- lensk stjórnvöld um að befja leit að olíu og gasi á Grsnlandi. Sam- kvsmt þessum samningi fsr ARCO beimild til olíuleitar á svsðinu Jam- eson-land á Austur-Grsnlandi og fsr hugsanlega hlutdeild í fram- leiðslunni þar síðar meir. Samning- urinn verður lagður fyrir grsnlenska landsþingið og danska þjóðþingið til staðfestingar áður en hann verður undirritaður síðar á þessu ári. Bandaríska fyrirtækið mun eiga 63,25% i fyrirtæki því, sem stofn- að verður, en jafnframt verður sett á fót nýtt fyrirtæki á vegum danskra og grænlenskra stjórn- valda og á hlutdeild þess i leitar- fyrirtækinu að vera 25%. Loks mun fyrirtækið Northern Mining Co. i Kaupmannahöfn eiga 11,75%. Þetta er i annað sinn, sem veitt er heimild til oliuleitar á Græn- landi. Við oliuboranir við strönd landsins 1976 fannst hins vegar ekki nægilegt magn af olíu og gasi til þess að vinnsla borgaði sig. Oliuleitin nú verður bundin við leit á landi. Gert er ráð fyrir, að danska þjóðþingið staðfesti hinn nýja samning með miklum meirihluta. Andstaða hefur hins vegar verið talsverð við samninginn á Græn- landi sjálfu. Ástæðan er sú, að Jameson-land er mikiklvægt veiði- svæði — bæði með tilliti til fisk- veiða og selveiða — fyrir það fólk, sem þar býr. Er því sá ótti al- Mánaðargamall prins HINRIK prins, hinn nýfæddi sonur Karls Bretaprins og Díönu prins- essu, i fangi móður sinnar daginn sem hann varð mánaðargamall. Myndina tók Snowdon lávarður, sem er víðfrægur ljósmyndari og fyrrum eiginmaður Margrétar prinsessu. Hinrik prins heitir fullu nafni á ensku Henry Charles Álbert David, en foreldrarnir kalla hann Harry. Noregur: Um 40 % þeirra sem taka frí eyða því erlendis mennur þar, að oliuleitin eigi eftir að hafa í för með sér mengun og spilla fyrir veiðum. Áformað er að ARCO komi upp aðstöðu til oliuleitarinnar á árinu 1985, áður en rannsókn hefst i jarðlögum á þessu svæði. Gert er ráð fyrir, að boranir eftir fyrstu oliulindunum hefjist svo 1986 eða Órió, 2.nóyember. AP. FJÖRUTÍU og eitt prósent þeirra Norómanna, sem tóku sumarleyfi á þessu ári, eyddu því erlendis, að sögn hagstofunnar hér í borg. Tuttugu prósent þeirra sem sumarleyfi tóku skiptu því í tvo hluta og eyddu báðum erlendis, eftir því sem fram kemur i sam- antekt, sem hagstofan gerði fyrir samgönguráðuneytið. Samantekt þessi er gerð ár- lega og er byggð á upplýsingum frá 2.000 einstaklingum á aldrin- um frá 15—74 ára. Sumarleyfis- hlutarnir náðu yfir fjóra daga eða meira. „Hundraðshluti þeirra Norð- manna sem fer að heiman i sumarleyfi sínu hefur ekki breyst mikið frá því um miðjan síðasta áratug, en stöðugt vax- andi fjöldi þeirra dvelst erlendis. Það voru um 20% árið 1974, 25% 1978, 34% 1982 og 41% 1984,“ sagði í samantektinni. Uppbygging Sovétmanna í Cam Ranh uggvænleg llaaolulu, 2. DÓTember. AP. William J. Crowe jr. aðmíráll, yfir- maður bandaríska sjóhersins á Kyrrahafssvæðinu, sagði uppbygg- ingu sjó- og herafla Sovétríkjanna í Cam Ranh-flóa í Víetnam „uggvæn- lega“, í viðtali við blaðamenn frá Thailandi, Suður-Kóreu, Singapore, Japan og Ástralíu. Crowe sagðist álíta að Sovét- menn hefðu komið sér fyrir í Cam Ranh „til frambúðar". Með her- stöðinni þar hafa þeir fengið tæki- færi til að loka siglingaleiðum á Suður-Kínahafi, auk þess sem hún auðveldaði umsvif þeirra á Ind- landshafi, og loks gætu flugvélar þaðan gert árásir á Filippseyjar. Frá Cam Ranh, herstöð Sovét- manna í Víetnam, eru daglega úti 610 bardagaskip, fimm eða sex kafbátar, 1012 birgða- og aðstoð- arskip, niu árásarflugvélar og átta langdrægar njósnaflugvélar. Hefðu umsvifin í stöðinni aukist undanfarna mánuði og ættu lík- lega enn eftir að aukast. Crowe sagði einnig að Sovétrík- in reyndu að raska hernaðarjafn- væginu á Kyrrahafssvæðinu með því að staðsetja 135 SS-20 kjarna- flaugar á austursvæðum Sovét- rikjanna. Reagan nýlur fylgis Frakka New York, 2. nóvember. AP. WALTER Mondale, forsetafram- bjóðandi demókrata, nýtur álfka Goðsagan um tunglið og ástina er dauð NÚ ER hún dauð og ómerk goð- sögnin um að fullt tungl hafi svo örvandi áhrif á ástalífið. Staða tunglsins hefur engin ábrif á löng- unina til ásta, eftir því sem fram kemur í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og birtist f lyfja- fræðiritinu Journalen. Þrír vísindamenn við Carol- ina-háskóla hafa rannsakað kynlífshætti 78 bandarískra hjóna í heilt ár í því skyni að athuga, hvort staða tunglsins hefði þar einhver áhrif. Á hverjum morgni svöruðu hjónin spurningalista, hvort í sínu lagi, þar sem þau gátu um, hvort þau hefðu lifað ástalffi sfð- ustu 24 klukkutfmana. Fram kom, að líflegustu stundir sól- arhringsins að þessu leyti voru um sjöleytið á morgnana og um tíuleytið á kvöldin. Löngun til ásta var sterkust um helgar, og skipti staða tunglsins engu f þvf sambandi. Aðeins eitt tunglskeið virtist frfska upp á ástalífið; það var þegar tungl var fullt. Þá var 15% meira um samlíf en f annan tíma. Sá munur er þó ekki stað- tölulega marktækur. Á hinn bóginn var á vfsan að róa með vikudagana, sem hér virtust skipta meginmáli. Uppá- haldsdagurinn, og undraði eng- an, reyndist vera sunnudagur- mikils stuðnings meðal fólks í Vestur-Þýskalandi og Bretlandi og Ronald Reagan forseti samkvæmt skoðanakönnun Gallups, en Reagan nýtur miklu meiri stuðnings í Frakklandi en Mondale. 1 Frakklandi styður 31 af hundraði Reagan og 19% styðja Mondale. í Vestur-Þýskalandi styðja 28% Mondale og 26% Reag- an og í Bretlandi styðja 34% Re- agan og 33% Mondale. Helmingur Vestur-Þjóðverja og þriðjungur Breta sögðu að þeim stæði á sama um hvor þeirra sigr- aði f kosningunum á þriðjudaginn. Helmingur þeirra sem svöruðu í Bretlandi töldu að utanrfkisstefna Reagans hefði valdið aukinni strfðshættu 1 Evrópu, 38% f Vestur-Þýskalandi, en aðeins 24% í Frakklandi. Verulega stór hópur fólks í þess- um löndum telur að stefna Reag- ans hafi skaðað efnahag landanna samkvæmt könnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.