Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 261. Jón Björnsson í Reykjavík sendir mér bréf, og eftir vin- samleg inngangsorð hljóðar það svo: Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér nokkrar línur er sú að ég sá nýlega dreifibréf, sem fylgir hérmeð í ljósriti, þar sem mér finnst máli og hug- tökum svo herfilega misboðið að sennilega mætti nota yfir þetta allt saman orðið „stofn- anarnál". Þar sem um þjónustu er að ræða, finnst mér vægast sagt skrýtið að segja: „Okkur hefur tekist að framreiða góða vöru.“ Væri ekki réttara að segja til dæmis: „Okkur hefur tekist að veita góða þjónustu"? Svo er það þetta makalausa að segja: „OKKUR ER ÞEGAR FARIÐ AÐ HLAKKA TIL.“ Hvaða einkunn mundir þú gefa þínum nemendum fyrir slíka ritsmíð sem þessa? Ég minnist þess að hafa séð í Morgunblaðinu, að ég held á sl. vetri, grein um breta einn að nafni Prime eða Pume. Var þessi breti ákærður fyrir ósið- samlegt athæfi gagnvart ung- meyjum, og var svo til orða tekið að hann hafi leitt þær afsíðis og skipað þeim „að girða niður um sig“. Bréfritari segir að í vitund sinni, síðan hann reri í gamal- dags skinnbrók fyrir skaft- fellskum söndum, sé orðasam- bandið að girða (gyrða) sig í brók sama sem að íklæðast brókinni. Því þyki sér óeðlilegt tal að „girða (gyrða) niður um sig“ í merkingunni að afklæð- ast. ★ Áður en umsjónarmaður freistar að svara spurningum bréfritara, verður að taka upp texta þess dreifibréfs sem hann sendi í ljósriti. Það hljóð- ar svo: „Kæru meðbræður og systur í „ferðabransanum". Þetta er smá sumarloka- kveðja frá Innanlandsdeild Samvinnuferða/Landsýnar hf. Með fáum orðum en stórum huga viljum við þakka ykkur öllum fyrir mjög gott samstarf á þessu líðandi sumri. Við höfum aldrei tekið á móti eins mörgum farþegum til íslands eins og nú í sumar og aldrei séð jafnmörg ánægð andlit ferðast um okkar áhugaverða land. Við vitum að það er ekki bara okkur að þakka heldur með góðri samvinnu allra þeirra sem starfa að ferðamál- um og með sameiginlegum áhuga okkar hefur tekist að framreiða góða vöru sme [svo] mun vafalsut [svo] skila sér margföld til baka. Okkur er þegar farið að hlakka til næsta sumars og notum veturinn til undirbún- ings og vonandi til skrafs og ráðagerðar við ykkur gott fólk. Hafið bestu þakkir og kærar kveðjur frá: Hildi, Láru, Hjálmari, Steinunni." ★ Þar sem umsjónarmaður hefur sett svo í hornklofa inn í textann, þá merkir það, að svona er þetta í dreifibréfinu, og villan hefur ekki verið leið- rétt. Ég veit ekki hversu háa ein- kunn ég gæfi fyrir þessa rit- smíð. Ékki myndi hún verða góð. í fyrsta lagi einkennist dreifibréfið af hroðvirkni, eins og ritvillurnar sýna. í öðru lagi er það víða á böngulegu máli. Ég kalla þetta þó alls ekki stofnanamál. Þetta er annars konar kauðaháttur. Ég hélt fyrst, jafnvel, að þetta væri gert af ásettu ráði, en við nánari athugun sýnist mér að frekar sé um vankunnáttu og smekkleysi að ræða. Mér þykir t.d. ekki smekklegt aö segja þáttur frá því, að andlit ferðist um landið. Næsta málsgrein þar á eftir er klúsuð og mér illskilj- anleg. Ég veit ekki hvort dreifibréfshöfundar gera sér ljósan merkingarmun sagn- anna að framreiða (bera fram) og framleiða (búa til), og ég tek undir með Jóni Björnssyni, þegar hann spyr hvort ekki muni hugsunin í þessu sú, að inna af hendi góða þjónustu, þótt þetta sé svona álappalega orðað. Eftir er svo setningin, þar sem höfundar dreifibréfsins kunna ekki að fara með sögn- ina að hlakka til. Hún er ekki ópersónuleg, og því hefði átt að vera í bréfinu: Við erum þegar farin að hlakka til o.s.frv. Að síðustu, vegna dreifi- bréfsins, getur umsjónarmað- ur þess, að honum þætti síð- sumarkveðja betra orð en sumarlokakveðj a. En vegna orða Jóns Björns- sonar um sögnina að gyrða (girða), er það að segja, að um- sjónarmaður finnur aðeins í orðabókum dæmi þess að menn gyrði upp um sig, en ekki niður. Éigum við að nota tæki- færið til þess að rifja um vísu Bjarna frá Gröf? Hér er bölvuð ótíð oft og aldrei friður. Það ætti að rigna upp i loft, en ekki niður. * Orðið bjannak (bjának) er Sjaldséð og fáheyrt. Það merk- ir blessun. Þetta er tökuorð, heitir á latínu benedictio (eig- inlega það að segja eitthvað vel) og í gelísku beannachd. Snorri Sturluson segir í Yngl- ingasögu Heimskringlu, 2. kapítula, um Óðin: „Það var háttur hans, ef hann sendi menn sína til orrustu eða aörar sendifarar, að hann lagði áður hendur í höfuð þeim og gaf þeim bjannak." 26277 Allir þurfa híbýli Opid í dag frá 1—3 Ásvallagata 2ja herb. íb. í tvíb.húsi. Verö 1150 þús. Kambasel Mjög góö 3ja—4ra herb. íb. ( nýl. átta íb. húsi. Hraunbær Mikiö endurn. 4ra—5 herb. íb. ca. 115 fm. Grenimelur 5 herb. 130 fm hæö meö góöu plássi í risi. 100 eignir á skrá — einhver hlýtur að vera við þitt hæfi I HÍBÝLI & SKIP Garöastræti 38. Símí 26277. Brynjar Fransson, sími: 46802. Finnbogi Albertsson, simi: 667260. Gísli ólafsson, síml: 20178. Jón ólafsson, hrl. Wterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamióill! 29277 Opiö laugardaga og sunnudaga kl. 1—4 29277 Sýnishorn úr söluskrá: Kópavogsbraut 3ja herb. 90 fm sérjarðhæö í þríbýli. Stór og fallegur garöur. Verö 1.9 millj. Norðurmýri 4ra herb. 100 fm á 1. hæö í fjórbýli. Tvö svefnherb., 2 stofur. Ibúö í mjög góöu standi. Verö 1850 þús. Kjartansgata 4ra herb. 120 fm á 2. hæö. Stórar stofur, 2 svefnh. 26 fm bílskúr. Verö 2,6 millj. Kaplaskjólsvegur Stórglæsileg ca. 160 fm íbúö á 3. hæð í lyftuhúsi. Allar innr. í toppklassa. Flisalagt baö og gestasnyrting. Bílskýli. Verö 3,5 millj. Hjallasel Raöhús 240 fm þarf af 28 fm bílskúr. Húsiö er tvær hæöir og óinnr. ris. Ekki alveg fullbúiö. Gott útsýni og blómaskáli. Nánari uppl. aöeins á skrifst. Verð 3,8 millj. Þingholtin Erum meö til sölu 2 eldri einb.hús í Þlngholtunum. Skriöustekkur Til sölu 2 glæsileg einb.hús á tveimur hæöum meö innb. bílskúr. Vegna aukinnar eftirspurnar undanfarið vantar okkur allar stærðir eigna á söluskrá. Sími 2-92-77 — 4 línur. ignaval Laugavegí 18, 6. hæö. (Hús Máls og menningar.) Eggert Magnússon og Grétar Haraldsson hrl. 29277 Sjálfvirkur símsvari 29277 43307 Opið í dag 1—4. Birkihvammur Góö 3ja herb. á jarðhæð í þri- býli. Góöur staöur. Verö 1750 þús. Furugrund Góö 3ja herb. íbúö í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. á 1. hæö. Kársnesbraut Nýleg, 3ja herb. ibúö, rúmlega tilb. undir tréverk ásamt 25 fm bílskúr. Barónsstígur 4ra herb. ca. 106 fm íbúö í ný- legu húsi. Verö 1950 þús. Laufás Gb. Góö 140 fm neðri sórhæð ásamt 40 fm bílskúr. Goöheimar 155 fm hæö ásamt 30 fm bíl- skúr. Möguleiki aö taka minni eign upp í. Arnartangi — Mosf. Gott 160 fm einbýli á einni hæö ásamt 30 fm bílskúr. Möguleg útb. 60—65%. Verð 3,5 millj. Hlíöarvegur Góö efri sérhæö ásamt bílskúr í skiptum fyrir elnbýli, helst í Kóp. Sæbólsbraut Fallegt 270 fm raöhús ásamt bílskúr. Ýmsir möguleikar. Afh. fokhelt nú þegar. Hvammar — Kóp. Gott 250 fm einbýli ásamt bil- skúr. Atvinnuhúsnæói viö Dalbrekku í Kóp. Ýmsir möguleikar. KJÖRBÝLI FASTEIGNASALA Nýbýlavegi22 III hæð (Dalbrekkumegin) Sími 43307 Sölum.: Sveinbjöm Ouömunduon. Rafn H. Skúlason, lögfr. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: í suöurenda meö góöum bílskúr 4ra herb. íbúó akammt frá Kennaraháakólanum á 4. hæö um 100 fm. Innréttingar og allur búnaöur 1. flokks. Stórar vestursvalir, frábaart útaýni, íbúöin er laus á næstunni. Sérhæö skammt frá Háskólanum 5 herb. um 120 fm viö Dunhaga. A 1. hæö: aárinng., aárhiti. f kjallara er góö geymsla meö glugga og ennfremur rúmgott vinnu- eða íbúöarherb. meö snyrtingu. Skuldlaus. Leue atrax. Ennfremur 5 herb. sérhæöir viö Hagamel, Skólageröi, Grenigrund og Löngubrekku. Verö frá kr. 2,1 millj. Á úrvalsstaö í nýja miöbænum f byggingu skammt frá Húsi verslunarinnar. 4ra herb. íbúö rúmir 100 fm í suöurenda á 4. hæö. Nú fokheld, afhendist frágengin undir tréverk um mitt næsla sumar. Sameign veröur fullgerö, bilakúr tylgir. Telkning á skrtfstofunni. Ennfremur eru til sölu tvær íbúöir á sama staö önnur 2ja herb. á 1. hæö i suöurenda og hin 3ja lierb. á 3. hæö. Sérþvottahús. Byggjandi: Húni ef. 3ja herb. íbúöir á góöu verói vió: Hraunbæ, á 3. hæö um 80 fm, tvennar svalir, ágæt samein, útsýni. Kjerrhólma, á 4. hæö um 80 fm, nýleg og góö, sérþvottahús, útsýni. Melabraut, 1. hæö um 90 fm í vesturenda, sérhitl, sérinng., skuldlaus. Hverfiagötu, á aöalhæö um 55 fm, steinh., þrfb., laus strax, légt verö. 2ja herb. íbúöir vió: Veaturberg, á 5. hæö um 60 fm, lyftuhús, góö sameign, mikiö útsýni. Efataaund, á 2. hæö um 55 fm, mikiö endurbætt, laus strax, gott verð. Hæö og rishæö í gamla vesturbænum meö 6 herb. íbúö alls um 130 fm i járnklæddu timburhúsi. Sérinngangur, sérhiti, vel meó farín eign. Stór og góö viö Hvassaleiti 6 herb. endaíbúö á 1. hæö um 140 fm. I kjallara tytgir rúmgóö geymsla og sérþvottahús, bflskúr tylgir. Verö aöeins kr. 2JB millj. Raöhús — íbúó — bílskúr — vinnupláss á vinaælum ataö f Garðabæ. Nýlegt og gott meö 5 herb. íbúö á hæö, innbyggöum bílskúr og góö vinnuaöstaöa í kjallara. Teikning á skrifstof- unni. Stór og góö ný raóhús til sölu í Seljahverfi, margskonar eignaskiptl möguleg. Teikningar á skrifstofunni. Einbýlishús í Árbæjarhverfi Húsiö er ein hæö um 150 fm i ágætu standi, bílskúr um 31 fm, ræktuö lóö. Teikning á skrifstofunni. Kópavogur — Garöabær — Hafnarfjöróur Gegn góórí útborgun óskast til kaups 4ra—5 herb. hasö heist meö bílskúr. Þarf aö losna í april nk. Miklar greióalur fljótlega. 3ja herb. góö íbúö í borginni. óskast til kaups. skipti möguleg, á 4ra herb. hæó ( Hlióunum meó bflskúrsrétti. Lögmaöur utan af landi óskar eftir aö kaupa 3ja herb. góöa íbúð í stóru fjölbýlishúsl helst meö bílskúr. Ljósheimar — Sólheimar Góö 3ja—4ra herb. íbúö óskast í lyftuhúsl. Mikil útborgun. Skipti mögu- leg á sérhæö eöa einbýtishús af meöalstærö. í Noröurmýri eöa nágrenni óskast góó 4ra—5 herb. íbúö. Mikil útborgun. Opiö í dag laugardag kl. til kl. 5 síödegis. Lokaö á morgun sunnudag. AIMENNA FASIEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.