Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 7

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 7 Hannes H. Gissurarson í Mont Pélerin-samtökin Yngsti félagi, sem kjörinn hefur verið HANNES H. Gissurarson, sagnfræA- ingur, hefur verið kjörinn félagi í hinum víðfrægu Mont Pélerin- samtökum, sem stofnuð voru af nokkrum frjálslyndum fræði- mönnum árið 1947. Er hann yngsti maður, sem hlotið hefur þennan heiður. Hannes, sem er rösklega þrí- tugur, stundar nú doktorsnám við Oxford-háskóla á Englandi. Hann er ritstjóri tímaritsins Frelsið og fram- kvæmdastjóri Stofnunar Jóns Þor- lákssonar. Mont Pélerin-samtökin draga nafn sitt af samnefndu fjalli i Sviss þar sem stofnfundurinn var haldinn. Af stofnfélögum má nefna Friedrich von Hayek, George Stigler og Milton Fried- man (sem allir hafa hlotið Nóbels- verðlaun í hagfræði), Karl Popper, Ludwig von Mises og Frank' Knight. Á meðal félaga hafa verið Luigi Einaudi, fyrrum forseti ít- alíu, Ludwig Erhard, fyrrum kanslari Þýskalands, William E. Simon, fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og hinn kunni rithöfundur William Buckl- ey. Núverandi forseti Mont Pél- erin-samtakanna er Harris lá- varður af High Cross, sem fyrir nokkru sótti Island heim og flutti hér fyrirlestur. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Efnahags- stofnunar Lundúna, sem er óháð rannsóknar- og fræðslustofnun frjálslyndra manna. Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni I haust kom út hjá forlagi Efna- hagsstofnunarinnar bókin Hay- ek’s „Serfdom" Revisited. Þar er að finna sex ritgerðir hagfræð- inga, heimspekinga og stjórnfræð- inga um hugmyndir þær sem aust- urríski hagfræðingurinn Fried- rich von Hayek setti fram í bók- inni Leiðin til ánauðar fyrir fjörtíu árum (en íslensk þýðing hennar kom út fyrir fjórum ár- um). Meðal höfunda er Hannes H. Gissurarson. Grein hans, sem nefnist „The Only Truly Progres- sive Policy" fékk í vor fyrstu verð- laun í ritgerðasamkeppni á vegum Mont Pélerin-samtakanna, sem tengd var nafni Olive Garvey. Verðlaunin, sem Hannes hlaut, nema 3.500 bandaríkjadölum (sem er jafnvirði um 115 þúsund ís- lenskra króna) og voru þau afhent á fundi samtakanna í Cambridge í september. Þar flutti Hannes ávarp og var jafnframt kjörinn fé- lagi, sem fyrr segir. Aðrir höfundar ritgerða í bók- inni eru Norman Barry, John Burton, John Gray, Jeremy She- armur og Karen I. Vaughn. For- spjall ritar Arthur Seldon, sem er ritstjóri tímaritsins Economic Af- fairs. Áréttar sjónar- mið Haykes í ritgerð sinni fjallar Hannes um viðtökur bókar Hayeks í Bret- Fer inn á lang flest heimili landsins! landi og Bandaríkjunum, einkum gagnrýni Johns Maynard Keynes, Georges Orwell og A.C. Pigou. Hann heldur því fram, að margir hafi misskilið (og misskilji raunar enn) boðskap Hayeks og rökfærslu og áréttar mikilvæg atriði í hvoru- tveggja. Hann segir, að hin miklu ríkisumsvif í velferðarríkjum nú- tímans hafi leitt til frelsisskerð- ingar, eins og Hayek hafi séð fyrir og varað við, og mestu hættuna, sem nú blasi við telur hann vera þá, að fólk glati smám saman frelsisvitund sinni og frelsisást. Hannes segir, að höfuðhlutverk frjálslyndra manna sé að vekja at- hygli á öfugþróun vestrænna sam- félaga og berjast fyrir breytingum á stjórnarfari þeirra og fyrir bylt- ingu í ríki hugmyndanna. Hannes H. Gissurarson HAYEK’S si-HrniiM REVISITED Essays by economists, philosophers and political scientists on ‘The Road to Serfdom’ after40years Norman Barry ■ Jokn Bnrton Hannes H.Gissurarson ■ John Gray Jereray Shcarmnr Karen I.Vaughn With Recollections by Arthur Seldon Titilsíða bókarinnar Hayek’s „Serfdom" Revisited. ÞÚ HEFUR ÞRJÁR GULLVÆGAR ÁSIÆÐUR THAÐ VELJA INNLÁNSREIKNING MEÐ ÁBÓT TILÁVÖXTUNAR SPARÆJÁR ÞÍNS- Pér bjóðast fýllstu vextir, 26,2%, 5trax í fyrsta mánuði eftir 5tofnun reikningsins. f£' Þér býðst fast að Z8% ávöxtun á 12 mánuðum. 'W*’ 3r Þú mátt taHa út hvenær sem er án þess að áunnir vextir sHerðbt. fiotaleg tilhugsun, ekki satt? EKKISTIGHÆKKANDI Innlánsreikningur með Ábót þýðir ekki 5tighækkandi ávöxtun og þar með margra mánaða bið eftir hámarkinu, heldur fyllstu vexti 5trax í fyrsta mánuði eftir innlegg. SKÍNANDIÁVÖXTUN, STRAX. ABOT A VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU. MÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.