Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 19 Vinnustaður tæplega 200 manna Yfirlitsmynd frá Grundartanga í Hvalfirdi, vinnusvaeði íslenzka járnblendifélagsins hf. Þar vinna tæplega 200 manns á sumrin og litlu færri í annan tíma. niðurgreiðslu lána. Samtals nam aukning hlutafjár 935,5 m. ísl. kr., en fyrir aukninguna nam skráð hlutafé 61.6 m. isl. kr. • Aðalsamningi, markaðssamn- ingi og rafmagnssamningi var breytt. Gerður var sérstakur markaðs- eða umboðssamningur við Sumitomo Corporation. Breyt- ing á aðalsamningi varðaði eink- um aðild Sumitomo. • Líku máli gegnir um markaðs- samning við Elkem. Sú breyting varð þó á, að Elkem skuldbindur sig til að selja ekki minna en 30.000 MT af framleiðslu járn- blendifélagsins á ári hverju. Sölu- skuldbindingar vóru með öðrum hætti í eldri samningi. í umboðs- samningum við Sumitomo fær fyrirtækið einkaumboð fyrir efni frá járnblendiverksmiðjunni, allt að 25.000 tonn að ári, og ábyrgist sölu á 20.000 tonnum á sama verði og Elkem fær fyrir sína vöru. Með tveím síðastnefndu samningunum hefur járnblendið tryggt 50.000 tonna árlega sölu á heimsmark- aðsverði. Arið 1981, þegar illa gekk, nam salan 32.100 tonnum og 1983 42.300 tonnum. • Framangreind atriði nýrra samninga eru mjög mikils virði og gætu bætt afkomu fyrirtækisins um 60—80 m.kr. á ári þegar kreppa gengur yfir hinn sveiflu- kennda járnblendiiðnað. • Breytingar á rafmagnssamn- ingi við Landsvirkjun fela fyrst og fremst í sér að þegar ákveðnu eig- infjárhlutfalli (60:40) er náð fær Landsvirkjun hlut í hagnaði fyrir- tækisins umfram ákveðið lág- mark. Núgildandi áætlanir gera ráð fyrir að þessi ágóðaskipting geti hafizt í árslok 1986 og ári fyrr, ef rekstrarskilyrði halda áfram að batna. • Að þessu gerðu var hlutafé fyrirtækisins lækkað um nálægt 340 m. ísl. kr. til að eyða uppsöfn- uðum töpum úr reikningum. Þessi breyting er talin forsenda þess að félagið geti greitt eigendum sínum arð af því fé, sem þeir hafa í það lagt. Hlutafé eftir breytinguna er 660 m.kr. • í fyrirtækinu, svo breyttu, keypti Sumitomo Corporation 15% frá Elkem, sem á eftir 30% hlutafjár Islenzka járnblendifé- lagsins. Sumitomo fær einn mann í stjórn fyrirtækisins. Elkem hef- ur tvo en hafði þrjá áður. íslenzku fulltrúarnir eru fjórir sem áður. Stjórnarformaður er Barði Frið- riksson hrl. Fjárhagslegar for- sendur styrktar Horfur í rekstri járnblendifé- lagsins eru nú bjartari, bæði vegna framangreindrar endur- skipulagningar og breyttra mark- aðsaðstæðna. Verð á framleiðslu fyrirtækisins hefur farið hækk- andi á þessu ári og eftirspurn ver- ið mikil. Framleiðslan hefur geng- ið mjög vel og stefnir í um 60.000 tonn á árinu, sem er verulega um- fram það framleiðslumagn, sem gert var ráð fyrir þegar verk- smiðjan var hönnuð. Fyrstu sex mánuði líðandi árs var reksturinn í járnum, en kunn- ugir telja, að hagnaður á síðari hluta ársins geti numið 60—80 milljónum króna. Það hefur því margt breytzt til hins betra um rekstrarhorfur þessa fyrirtækis, enda hefur markvisst verið að því unnið að tryggja framtfð þess. Þegar framangreindir samning- ar um fjárhagslega endurskipu- lagningu íslenzka járnblendifé- lagsins vóru undirritaðir, 13. sept- ember sl., vantaði einn dag upp á ársafmæli forsíðufréttar Tímans um líklega lokun járnblendiverk- smiðjunnar um lengri eða skemmri tíma, vegna þess „að járnblendið er allt eintóm von- brigði" og „taprekstur upp á hundruð milljóna" framundan „næstu árin“. Þessi Tímans rosa- frétt geigaði, sem betur fer, nema menn séu þeirrar skoðunar að rangt hafi verið að greiða niður tapið, eins og gert hefur verið, auka hlutafé og fá Japani til sam- starfs. En svo ber einnig að hafa í huga að járnblendiverksmiðjan greiðir ekki nema 8,6 norska aura fyrir forgangsorku og 2,2 norska aura fyrir afgangsorku, sem þýðir um 6,4 mill meðalverð á kfló- wattstund. Fyrirtæki eins og járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga, þar sem hátt í 200 manns starfa, hefur þungavigt í okkar „litla“ þjóðar- búskap. Gjaldeyristekjur, sem framleiðslan gefur, skipta miklu máli, ekki sizt eins og nú árar í viðskiptajöfnuði við umheiminn. Landsvirkjun, sem selur fyrirtæk- inu orku, missti spón úr aski ef slíku fyrirtæki yrði lokað þótt það greiði lægra verð á líðandi stund en ÍSAL f eigu útlendinga. öll framleiðslufyrirtæki hafa og margfeldisáhrif f tilurð starfa, í þjónustu og flutningum. Járnblendiverksmiðjan er vel búið fyrirtæki, tæknilega. Því er vel stjórnað og það er vel mannað. Það er að vísu háð verð- og mark- aðssveiflum eins og öll fram- leiðsla, sem sætir sölusamkeppni á heimsmarkaði, og þar verða ekki allir sjóar fyrirséðir. ótímabær eignaráhætta fslenzka rfkisins, sem er komin til vegna óþarfs til- lits til stefnu Alþýðubandalagsins, hefur og kostað landsmenn mikla fjármuni og sennilega haft áhrif til lægra orkuverðs til fyrirtækis- ins en ella. Mergurinn málsins er þó sá, að járnblendið er eitt af tiltækum vopnum í lffsbaráttu lítillar þjóð- ar, sem nýta verður af hyggindum hverju sinni. Slfkum vopnum á að beita — en ekki slíðra. ans, sem við búum við og kemur fram í mörgum myndum, eru greinilega af innlendum uppruna og einhverjar þeirra má beinlínis rekja til óskynsamlegra opinberra ákvarðana og aðgerða. Jafnvel þótt rekja mætti allan vanda okkar til ytri áfalla sýndi það máttleysi til að verja hendur og eignir. Hinar innlendu orsakirnar sýna annars vegar ómyndugleika en hins vegar fákunnáttu. Mátt- leysið, ómyndugleikinn og fákunn- áttan eru allt þættir í varnarleysi en af þeim er fákunnáttan þó af- drifarfkust og verst. Okkur skýst ekki aðeins f einstökum tækni- legum atriðum þannig að einstak- ar opinberar ákvarðanir missi marks eða séu til skaða heldur er fákunnáttan undirstaöa máttleys- isins og ómyndugleikans, við kunnum ekki og höfum ekki lært að stilla okkur hóf, að ráða ráðum okkar, að setja okkur markmið og vinna að þeim. Við vitum sem sé ekki hvernig við eigum að fara að því að búa sæmilega saman í þessu landi. Hér hefur viðvarandi efna- hagsvanda verið haldið á loft sem sýnidæmi um varnarleysi okkar. Þó er greinilegt að efnahagsmál eru ekki eina umfjöllunarefni stjórnvalda og reyndar ekki held- ur mikilvægasta umfjöllunarefni þeirra, eins og sjá má í þeirri al- mennu upplausn sem verkfall BSRB hefur valdið. öryggi borg- aranna og gæsla almennra laga cru djúpstæðari og mikilsverðari verkefni stjórnvalda en efna- hagsmál. Án öryggis og sæmilegr- ar löghlýðni með borgurunum er ekki um að ræða neitt efnahagslíf sem unnt væri að stjórna og held- ur engin tæki til að stjórna því. Það eitt að stjórnmál okkar síð- ustu árin hafa snúist nær einvörð- ungu ’.»m efnahagsmál sýnir þegar kunnáttu okkar og það jafnframt að við blöndum saman rétti hins opinlje-ii og einkaaðila. Obbinn af efnah.t.,slifi hlýtur að tilheyra at- hafnasviði og þvi rétti einkaaðila. Helsta hlutverk opinberra aðila gagr.Mirt þessu sviði á því að vera að skapa almenn skilyrði til að efnahagslif geti blómgast og þá einkuin með því að setja efnhags- lífi lagaiegan ramma og, með svo fámennri þjóð sem við erum, að koma upp og viðhalda þeim kerf- um sem efnahagslíf verður að styðjast við en getur varla sjálft komið upp eða viðhaldið. Hér á landi hafa opinberir aðil- ar gengið miklu lengra í afskipt- um af efnahagslífi, með beinni þátttöku i atvinnurekstri og í kjarasamningum, með því að mis- muna atvinnuvegunum, héruðum eða jafnvel einstökum fyrirtækj- um, með þvi að halda sjálfir uppi einokun eða vernda einokunarað- ila i einkarekstri. í öllu þessu gengur hið opinbera inn á svið réttar einkaaðila og gengur þar með á trúverðugleika þess opin- bera réttar sem vera á yfir öllum rétti einkaaðila og gæta hans. Þó er verra að meðferð allra mála og skipulag stjórnmálalífs er einnig gegnsýrt af viðhorfum og aðstæðum sem best hæfa rétti og stöðu einkaaðila. Stjórnmálaaf- skipti eru hér á landi atvinna hlutfallslega mjög stórs hóps manna og enn stærri hópur er efnahagslega háður veitingavaldi atvinnustjórnmálamanna. Þessir hópar hljóta að leita atvinnu- og einkahagsöryggis fyrir sig, þeir mynda stétt i likingu við aðrar stéttir, þeir hafa sérstaka einka- hagsmuni og stéttarhagsmuni sem greinilega koma fram í opinberum gerðum þeirra. Gleggsta dæmið um þetta er i starfi og niðurstöð- um stjórnarskrárnefndar sem aö mestu var skipuð atvinnustjórn- málamönnum. Niðurstöður nefnd- arinnar mótuðust einkum af þvi að ekki var tekið í mál að raska hlutföllum milli flokka eða stefna mikilvægum og öruggum þingsæt- um í hættu. Samstaða þessarar stéttar er augljós, nær þvert um ágreining í stjórnmálaskoðunum og byggist einungis á því valdi sem fengið er í kosningum og styðst við það. Önnur vísbending í sömu átt er það að stjórnmálaflokkar landsins starfa fyrst og fremst sem stuðn- ingsfélög við þá atvinnustjórn- málamenn sem í þeim eru. Flokksstarf er mest skömmu fyrir kosningar þegar atvinnumennirn- ir leita aðstoðar flokksbræðra sinna við undirbúning málefna sem þeir gætu haldið á loft í kosn- ingabaráttunni og við ýmiss konar umstang sem af kosningunum hlýst. Við þessi tækifæri skipta samþykktir flokkanna eða fjölda- samtaka innan þeirra nokkru máli, þá koma viðhorf hinna al- mennu flokksfélaga fram við at- vinnumennina, en þess á milli eru flokksvélarnar fremur tæki til að eyða umræðu innan flokkanna og beygja allan þorra flokksmanna undir það sem atvinnumenn flokksins hafa komið sér saman um. Þessi einstefna boðskipta styrkir stöðu atvinnumannanna og veitir þeim nokkurt atvinnu- og efnahagsöryggi en stuðlar jafn- framt að því að farið sé með stjórnmálaefni af fákunnáttu. Þótt hópur atvinnumannanna sé tiltölulega stór er hópurinn engu að síður svo lítill að engin von er til þess að þar finnist fulltrúar allra skynsamlegra sjónarmiða sem uppi eru með þjóðinni. Þessi hópur hefur eins og áður sagði það eitt sameiginlegt að hafa þegið viss völd úr hendi almennings, sem þýðir það meðal annars að kunnátta er þeim ekki sameiginleg né heldur einkennandi fyrir hóp- inn. En stéttvísi atvinnumann- anna og einstefnan í boðmiðlun flokkanna verður til að takmarka umræðu um úrlausnarefni stjórn- málanna við þennan hóp. Það er þjóðinni greinilega með öllu ósæmilegt að búa við stjórn- kreppu og þau einkenni sjúkleika í stjórnarháttum sem hér hafa ver- ið rakin og að eiga af og til yfir höfði sér ástand eins og skapast hefur við verkfall BSRB. Verkfall- ið sjálft og aðrir einstakir atburð- ir, sem að höndum getur borið, eru ekki annað en einkenni djúpstæð- ari meina. Það væri áreiðanlega tilgangslaust og liklega skaðlegt að reyna að ná tökum á slíkum einkennum en horfa fram hjá hin- um djúpstæðari meinum. 14. október 1984 Halldór Guðjóasson er kennslu- stjóri Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.