Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Frá námskeiði Stjórnunarfélags íslands f Lotus 12 3
Morgunblaðift/Júliua
Hugbúnaður til
stuönings ákvörðunum
— eftir Árna
Gunnarsson
„Hvert er samhengiö milli
okkar vöruverðs og okkar mark-
aðshlutdeildar fyrir þessa vöru á
þessum markaði?"
Hvaða launakostnað ber þessi
vara, miðað viö gefið markaðsverð
og okkar arðsemiskröfur?“
Þessar og álíka spurningar eru
einkennandi fyrir þau verkefni
sem stjórnendur fyrirtækja glíma
við daglega. Þessi verkefni hafa
alltaf verið til staðar. Það sem nú
er áhugavert er tilkoma nýrra
verkfæra til aö aðstoða við þessi
verkefni. Þessi verkfæri eru
einkatölvan og ýmis hugbúnaður
sem fylgt hefur í kjölfar hennar.
Tilgangur þessarar greinar er að
gera grein fyrir því sem er að ger-
ast á því sviði.
Tækniþróunin
Það er óhætt að segja, að mikið
hefur gerst á tölvusviðinu á síð-
ustu árum. Tilkoma IBM PC á
markaðinn gjörbreytti stöðu not-
andans, þvi þá skapaðist markað-
ur fyrir staðlaðan hugbúnað, sem
gat tekið mið af gefnum stöðlum i
tölvubúnaði.
Með IBM PC var gefin línan, ef
svo má segja; og sjást áhrif þessi
hvert sem litið er.
önnur markverð þróun hefur
átt sér stað á sviði samskipta not-
andans við tölvuna. LISA/MAC-
INTOSCH tölvan sem fram kom á
sl. ári boðar byltingu i öllum sam-
skiptum notenda við tölvur. Ný
notkunarsvið hafa opnast fyrir
starfsstéttir sem áður gátu litið
not haft af tðlvum.
Einnig mun það fara vaxandi að
nota „mús“ til stjórnunar á tölv-
unni og flatir skjáir munu einnig
ryðja sér til rúms í auknu mæli og
| leysa sjónvarpstúbuna af hólmi.
Notkun einkatölvunnar mun einn-
ig færast neðar i fyrirtækin, þann-
ig að fleiri og fleiri munu komast i
kynni við hana. Þessi þróun tækn-
innar hefur leitt til þess að verð
vegur nú létt i ákvörðun um notk-
un einkatölva. Afstaða fólks til
tölva, viljinn til að nota ný verk-
færi, hentug verkefni til tölvuvæð-
ingar og opinn og sveigjanlegur
stjórnunarstill ráða nú meiru um
hvort einkatölva er tekin i notkun.
Tilkoma öflugra einkatölva hef-
ur gjörbreytt stöðu stjórnenda
varðandi tölvunotkun. Fyrr var
nauðsynlegt að hafa skjái tengda
aðaltölvu, en slík not takmörkuð-
ust við fyrirspurnir úr gagna-
skrám og notkun forrita frá aðal-
tölvunni. Sjálfstæð úrvinnsla
gagna var afar óalgeng og hönnun
notendakerfa i höndum starfs-
manna tölvudeildar.
Nú hafa hins vegar opnast
möguleikar fyrir stjórnendur að
nýta sér möguleika einkatölvunn-
ar. Þeir geta nú sjálfir sett upp
líkön af eigin verkefnum beint á
tölvuna og unnið úr eigin gögnum
á staðnum. Aðgangur að aðal-
tölvu, vanti gögn sem þar eru
geymd, er mögulegur og þar með
er hringnum lokað. Notandinn er
orðinn eiginn herra i tölvunotkun.
Hann getur nú á mun skemmri
tíma en áður fengið svör við
spurningum sinum og jafnframt
tölvuvætt ýmis stðrf, sem áður
voru handunnin og tímafrek.
Hraðar breytingar á mörkuðum
og í öðru umhverfi fyrirtækja gera
kröfur til að upplýsingar liggi
fyrir fljótt. Einkatölvan er ómet-
anlegt hjálpartæki við slikar að-
stæður og getur ráðið úrslitum um
samkeppnishæfni fyrirtækisins.
Almennt skiptist notkun einka-
tölva i þrennt:
1. Skrifstofutölvur.
Skráar- og skjalameðferð ýmiss
konar.
Ritvinnsla.
2. Ferðatölvur:
Til notkunar utan vinnustaðar.
Geta sent og sótt upplýsingar
til móðurtölvu.
Rúmast i skjalatösku.
Flatir skjáir.
3. Tölvur fyrir stjórnun og
ákvarðanatöku:
Töflureiknar.
Ritvinnsla.
Gagnagrunnar.
Grafík.
Boðskiptakerfi.
Formúlu- og likanakerfi.
CPM verkefni.
Samtengd kerfi.
Hugbúnaðurinn:
Tilkoma Visicalc á markaðinn
1979 varð til þess að sala einka-
tölva tók mikinn kipp. Síðan þá
hefur orðið talsverð þróun á hug-
búnaðarsviðinu, bæði hafa nýir
töflureiknar komið fram og fleiri
gerðir forrita fyrir einkatölvur
skotið upp kollinum. Jafnframt
sem tölvurnar hafa orðið öflugri
hefur hugbúnaðurinn boðið upp á
fjölbreyttari notkun.
Árni Gunnarsson
vI>ví er haldið fram að
Islendingar séu nýjung-
agjarnir og fljótir að
taka í notkun nýja hluti.
Það er t.d. eftirtektar-
vert hversu snurðulaust
tölvuvæðing hefur geng-
ið fyrir sig í íslensku at-
vinnulífí og hversu vel
þessari nýju tækni hefur
verið tekið. Tölvulæsi er
orðið mjög útbreitt og
almenningur er fljótur
að tileinka sér þessar
nýjungar.
I nágrannalöndum
okkar hefur þetta ekki
gengið greitt fyrir sig og
ýmis andstaða skotið
upp kollinum sem tafíð
hefur fyrir þróuninni.“
Töflureikniforrit:
Töflureiknar eru sennilega sú
tengund hugbúnaðar sem algeng-
ust er á einkatölvur i dag og aðal-
efni þessara skrifa. Tilkoma
þeirra hefur haft talsverð áhrif á
aðferðir við ákvarðanatöku í formi
meiri hraða og einfaldari vinnu-
bragða.
Töflureiknar eru þó ekki með
öllu gallalausir. Má nefna að gögn
sem notuð eru, eru háð töflu-
reiknilíkaninu, útskriftarform er
ósveigjanlegt og ekki er hægt að
rekja breytingar, sem gerðar hafa
verið á líkaninu. Ennfremur eru
þessi líkön frekar einföld.
Því hefur verið haldið fram, að
20—30% notenda töflureikna
verði óánægðir með þá eftir
ákveðinn tíma og leiti eftir öflugri
hugbúnaði. Þá er samt enn eftir
stór hópur sem heldur sig við
þessa gerð hugbúnaðar vegna þess
hve hann er einfaldur, auðveldur í
notkun og tiltölulega kröfulítill til
vélbúnaðar.
Hérlendis eru ýmsar gerðir
toflureikna, bæði á einkatölvum
og stærri vélum. Algengastir eru
sennilega Visicalc í byrjun og síð-
ar Multiplan, sem náð hefur tals-
verðri útbreiðslu. Þá er enn ótal-
inn sá fjöldi töflureikna sem fylgir
með í kaupum á einstökum tölv-
um. Séu einnig teknir með í mynd-
ina allir þeir „calc“ pakkar, sem
eru { notkun á stórum tölvum, má
ætla að notendur töflureikna hérl-
endis skipti þúsundum.
Sú þróun á sér nú stað að tengja
saman fleiri gerðir kerfa og það
sem vinsælast hefur orðið erlendis
til þessa af slíkum er Lotus 1.2.3.1
þvi sameinast töflureiknir, grafísk
framsetning og gagnagrunnur.
Annað kerfi sem einnig er sam-
tengt er Appleworks en þar sam-
einast ritvinnsla, gagnagrunnur
og töflureiknir.
Sú þróun sem nú er í gangi er í
átt til öflugri hugbúnaðar sem
krefst stærri og stærri tölvubún-
aðar. Sem dæmi um þetta er Lotus
1.2.3. Frá sama framleiðanda er
nú hægt að fá kerfi sem nefnist
Lotus Symphony. í því sameinast
töflureiknir, gagnagrunnur, graf-
ík, ritvinnsla og boðskiptakerfi.
Symphony er þvf afar öflugt kerfi
sem býður upp á umfangsmikla
tölvuvinnslu, en til þess að nýta
það til fulls þarf orðið talsvert öfl-
uga tölvu. önnur kerfi sem svipar
til Symphony eru t.d. Framework
og Open Access. Hér verður ekki
fjallað um þau vandamál, sem eru
til staðar varðandi notkun ís-
lenskra stafa, en ljóst er að kaup-
endur verða að sjá þær lausnir áð-
ur en kaup á hugbúnaði eru ákveð-
in.
Með árunum hefur úrval hug-
búnaðar aukist og þvi hefur val
hans orðið erfiðara fyrir notand-
ann. Nú bjóðast bæði minni ein-
faldari kerfi, sem leyst geta minni
verkefni á ódýran og skjótan hátt,
og svo flóknari og um leið full-
komnari kerfi, sem bjóða meiri
möguleika fyrir stærri verkefni.
Engin ein leið er þvi til á þessu
sviði, allt er þetta háð þeim verk-
efnum sem unnin eru.
Líkanakerfí:
Það er einkennandi fyrjr þann
hugbúnað sem flokkast undir lík-
anakerfi (model languages) að
hann hefur til skammst tima ein-
ungis verið fáanlegur á stór tölvu-
kerfi. Er það vegna þess í fyrsta
lagi að kerfin voru skrifuð fyrir
stórar tölvur í upphafi og í öðru
lagi var ekki mögulegt né hag-
kvæmt að gefa þau út á minni
tðlvur fyrr en á siðustu misserum
við komu IBM PC. Slíkt kerfi er
m.a. IFPS sem nú er fáanlegt á
einkatölvur. Kostir þess eru að
bæði er hægt að setja það upp á
stóra tölvu og einkatölvu i sama
fyrirtæki og þannig nýta þá mögu-
leika sem skapast með tengingum
þar á milli og með aðgangi fleiri
en eins notanda að sama kerfinu.
( samanburði við þau töflu-
reikniforrit sem áður voru nefnd,
eru líkanakerfin margfalt öflugri,
og um leið dýrari. En allur notast
þessi hugbúnaður til þess sama,
þ.e. til stuðnings ákvörðunum.
Notkun:
Þegar hugbúnaður sem þessi er
keyptur, er það oftast vegna þess
að notandinn hefur einhver ákveð-
in verkefni i huga sem hann vill
leysa með aðstoða tölvu. Það fer
síðan allt eftir undirstöðuþekk-
ingu og tíma hversu vel tekst til og
hversu vel tekst að nýta alla þá
möguleika sem bjóðast í viðkom-
andi hugbúnaði.
Það borgar sig fyrir þann sem
vill ná alvörutökum á viðfangsefn-
inu að sækja námskeið í viðkom-
andi hugbúnaði. Á slikum nám-
skeiðum fæst annars vegar yfir-
sýn yfir alla möguleika kerfisins
og einnig er notkun einstakra
skipana kennd. Það er einnig góð
hugmynd fyrir ráðvillta kaupend-
ur að bera hin ýmsu kerfi saman á
slíkum námskeiðum, áður en kaup
eru ákveðin.
Hjá Stjórnunarfélagi (slands
bjóðast nú t.d. námskeið í flestum
gerðum þess hugbúnaðar sem hér
hefur verð nefndur, auk fjölda
annarra sem snúa að öðrum tölvu-
verkefnum. Má nefna námskeið i
Multiplan, Lotus 1.2.3., Apple-
works og IFPS, en þessi kerfi eru
góðir fulltrúar þess hugbúnaðar
sem hér hefur verið fjallað um.
En hvernig breiðist notkunin
út?
Til er hugtak sem nefnist „18
mánaða áhrifin". Þau felast í þvi
að eftir u.þ.b. 18 mánaða notkun
nýrrar tækni, s.s. við að nota
töflureikni til áætlanagerðar, er
talið að notendur hafi öðlast
sjálfstraust til að reyna eitthvað
alveg nýtt með forritinu og þannig
breikka notkunarsvið sitt. Það
sem einnig eykur notkun slikra
kerfa er þegar áhrifapersónur í
vinnuhópum taka svona kerfi upp
á sína arma og styðja notkun
þeirra.
Því er haldið fram að íslend-
ingar séu nýjungagjarnir og fljót-
ir að taka i notkun nýja hluti. Það
er t.d. eftirtektarvert hversu
snurðulaust tölvuvæðing hefur
gengið fyrir sig í íslensku atvinnu-
lífi og hversu vel þessari nýju
tækni hefur verið tekið. Tölvulæsi
er orðið mjög útbreitt og almenn-
ingur er fljótur að tileinka sér
þessar nýjungar.
í nágrannalöndum okkar hefur
þetta ekki gengið svona greitt
fyrir sig og ýmis andstaða skotið
upp kollinum sem tafið hefur fyrir
þróuninni.
Það sama gildir um að taka í
notkun einkatölvuna og sýnir út-
breiðsla töflureiknihugbúnaðarins
hérlendis það glögglega. Þessi
opna afstaða (slendinga mun
greiða fyrir aukinni hagræðingu
og hagkvæmi i öllum rekstri.
Á næstu árum mun notkun hug-
búnaðar til stuðnings ákvörðunum
aukast verulega. Fleiri gerðir
hugbúnaðar koma stöðugt fram og
einkatölvurnar verða betur í stakk
búnar til að sinna þessum verk-
efnum. Nefna má auk þess búnað-
ar, sem hér hefur verið nefndur
áður, ýmsan hugbúnað fyrir fólk í
verkefnastjórnun, en ýmis áætl-
anaforrit eru nú til á einkatölvur i
slik verkefni.
Niðurlag:
Hvaða áhrif mun þetta hafa á
ákvarðanatökuna?
Ekki er reiknað með að grund-
vallarvinnubrögðin breytist mikið
í náinni framtíð og mannleg
dómgreind mun verða tölvunni yf-
irsterkari. Það verður langt þar til
tölvur geta notað rökhyggju
mannsins og velt fyrir sér vanda-
málum. Rökhyggja tölvunnar er
enn á já/nei stiginu, hlutirnir eru
annað hvort réttir eða rangir.
Hugtök eins og „fáir“, „margir",
„nokkrir", „flestir", „stór“, „lítill“
eru vangaveltur sem falla undir
heilbrigða skynsemi mannsins.
En hinu megin við hornið eru
Japanir að þróa fimmtu kynslóð
tölvunnar. Með henni munu skap-
ast ný viðhorf i tækninotkun og
áhrif hennar á ákvarðanatöku eru
óþekkt, en þvi er spáð að þau áhrif
verði meiri en menn gruni og láti
sér detta i hug f dag. Þessi veru-
leiki verður orðinn raunverulegur
þegar nær dregur 9. áratugnum.
Þangað til er ráðlegt að nota til
hlýtar þann búnað og þá tækni
sem til staðar er i dag. Þá verðum
við betur i stakk búin að mæta
byltingunni sem mun fylgja 5.
kynslóð tölvunnar.
Árni Ounnarsson er framkræmda-
stjóri Stjórnunarfélags íslands.