Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 31
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
31
Arnór Benónýsson leikur skáldiö Ezra Pound. Hér i tali við sk&ldþróAur sinn, Williams, sem Vióar Eggertsson
leikur.
Það er í þögn-
inni sem það er
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Eggleikhúsið:
Skjaldbakan kemst þangað líka.
Höfundur og leikstjóri: Arni Ibsen.
Leikmynd og búningar: Guðrún
Erla Geirsdóttir.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Leikhljóð og tónlist' Lárus H.
Grímsson.
Ég verð að játa að það kom
mér á óvart að íslenskur höfund-
ur skrifaði leikrit um bandarisku
skáldin William Carlos Williams
(1883—1963) og Ezra Pound
(1885—1972). Samskipti þeirra
hafa löngum vakið áhuga bók-
menntamanna, enda hafa fáir
eða engir höfundar átt ríkari
þátt í þróun ljóðlistar enskumæl-
andi þjóða á þessari öid.
Ezra Pound hélt til Evrópu,
bjó lengi i London, París og á
Ítalíu. Alls staðar þar sem hann
bjó setti hann svip á bókmennta-
starfsemi og var forystumaður
nýrra andlegra hræringa. Willi-
am Carlos Williams sat eftir i
bandarískum smábæ, gegndi
læknisstörfum og orti i tóm-
stundum.
Ákaflyndi Ezra Pounds leiddi
hann til fundar við ítölsku fasist-
ana, hann ímyndaði sér að með
þeim gæti hann átt samleið, ekki
sist í hagfræðilegum efnum.
Pound var gróðahyggja eitur í
beinum og taldi að fasisminn
myndi kveða hana niður og færa
manninum frelsi tilfinninganna.
Hann gekk svo langt að tala í
áróðursútvarp fasista í Róm í þvi
skyni að koma vitinu fyrir landa
sína.
Á meðan ræktaði William
Carlos Williams garðinn sinn i
fæðingarbæ sínum, Rutherford i
New Jersey. Hann orti um það
sem var i kringum hann, náttúr-
una og fólkið. Hann gaf hinu
smáa og hversdagslega gaum og
breytti því i ljóð. Þegar upp var
staðið voru áhrif hans ekki minni
en Ezra Pounds sem var með
heimsmenninguna i farangrin-
um.
1 upphafi leikritsins Skjald-
bakan kemst þangað lika lætur
Árni Ibsen William Carlos Willi-
ams hlusta á þögnina og segja:
„Það er i þögninni sem það er. Og
maður verður að vera einn ...
aleinn. Og ekki gripa frammi
fyrir þögninni." Rödd Pounds
berst til eyrna: „Það er allt of
dauðlegt í kringum þig. Þú sérð
ekkert. Heyrir ekkert. Þú visnar
upp.“ En þögn Williams er full af
hljóðum og hann gefur henni
Viðar Eggertsson f hhitverki
skáldsins Williams Carlos Willi-
ams.
mál, hið nýja tungutak sem Pound
talaði um.
Williams: „En yrkisefnin eru
hérna allt i kring; skordýrin,
blómin, trén, akrarnir, fólkið i
bænum .. og hér er ég staddur, á
þessum stað og i þessari nýju öld
og ég skynja hana af því hún um-
vefur mig. Og i Ijósi þessarar
nýju aldar fá skordýrin, blómin,
trén, akrarnir og fólkið i bænum
... nýtt tungutak. Það er auðvit-
að bara bábilja að það sé nauð-
synlegt að sanka að sér allri
mannlegri þekkingu til þess að
geta ort.“
í leikritinu Skjaldbakan kemst
þangað líka eru margar hugleið-
ingar og orðræður um skáldskap,
þess er meira að segja freistað að
lýsa innblæstri skálds og tekst að
minu viti vel. En verkið snýst
ekki einungis um ólíkan þanka-
gang skálda og það sem sameinar
þau að lokum. Það er lika um
vináttuna. Og það gerir að yrkis-
efni mannlegan harmleik. Eitt
mesta skáld Bandarikjanna,
Ezra Pound, er að loknu stríði
lokaður inni í búri eins og villi-
dýr. Og William Carlos Williams
er tortryggður vegna þess að
hann er vinur hans.
Skjaldbakan kemst þangað
lika er virðingarvert leikrit. Það
sem helst má finna að því er viss
einföldun persónu Pounds. Ezra
Pound var víðfeðmur persónu-
leiki, en átti sinar veiku hliðar
eins og slikir menn. Allir vita að
mesti veikleiki hans var hug-
myndafræðilegs eðlis. Það er
Pound veikleikans sem við kynn-
umst í Skjaldbakan kemst þang-
að líka. En William Carlos Willi-
ams er i leikritinu dæmigerður
fyrir óbugandi styrkleika. Jafn-
vel i fálmkenndri afstöðu sinni
til lifsins er hann með afbrigðum
heilsteyptur.
Túlkun Viðars Eggertssonar i
William Carols Williams er sterk
og sannfærandi, ekki sist i þögn-
inni sem skáldskapurinn sprett-
ur úr. Viðar hefur með þessari
túlkun unnið enn einn sigur og
verður það orð og nægja að sinni
um leikara sem miklar vonir eru
bundnar við.
Arnór Benónýsson er furðu-
lega likur Ezra Pound á yngri ár-
um eins og við þekkjum hann af
myndum. Hann færir okkur heim
sanninn um öfga Pounds og ung-
æðishátt þótt hann eigi að teljast
þroskaður maður þégar fasism-
inn heillar hann. Arnór var i
senn skáld og útvarpstæki og
naut sin í báðum hlutverkum.
Tæknileg atriði sýningarinnar
eins og leikmynd og búningar,
lýsing, leikhljóð og tónlist voru
kunnáttusamleg og guldu ekki
þröngra húsakynna og lélegrar
aðstöðu. Eiginlega átti þetta
leikrit skilið stærra og viðameira
svið, en húsakynni Nýlistasafns-
ins hafa líka sina kosti. Það er
viss innileiki yfir leiksýningum
þar, heimilislegt andrúmsloft.
Mikið hafði ég gaman af að sjá
rauðu hjólbörurunar úr ljóði
Williams.
Nú þurfa menn að flykkjast i
Eggleikhúsið því að það býður
upp á leikrit sem hefur mikið að
segja og einnig fáséðan leik.
Viðræður
við fóstur
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Oriana Fallaci:
Bréf til barns, sem aldrei faeddist.
Útg. Almenna bókafélagið 1984.
Halldór Þorsteinsson þýddi.
Oriana Fallaci er fræg fyrir viðtöl
við ýmsa mektarmenn vítt um ver-
öld og nægir að nefna Indiru
Gandhi, Gaddafi í Líbýu og Khom-
eini í Iran. Oriana er ágengur spyrj-
andi, skapmikill og ekki laust við, að
ýmsum finnist hún oft og einatt
harðsoðin, frökk og ófyrirleitin.
Hún hefur gefið út viðtöl sín í
nokkrum bókum og er ekki sízt
fengur blaðamönnum að lesa þau.
Fyrir nokkrum árum skrifaði hún
bókina A MAN um ástarævintýri
sitt og Alexanders þess Panagoulis
sem reyndi að ráða Papadopoulos
forsætisráðherra herforingja-
stjórnarinnar á sinum tima af dög-
um. Þar kom fram splunkuný
Oriana, mild og bljúg, sem vildi
leggja allt f sölurnar fyrir sinn
mann.
Bréf til barns sem aldrei fæddist
mun hafa komið út á undan og ég
hef lesið hana á ensku, en Halldór
Þorsteinsson hefur þýtt hana úr
frummálinu, itölsku. Eins og bók-
artitill gefur til kynna er hér á ferð
viðræða Oriönu við ófætt barn sitt,
sem hún missti eftir þriggja mán-
aða meðgöngu eða svo.
I upphafi er sleginn fallegur tónn,
Oriana er í senn undrandi og him-
inlifandi yfir þvi kraftaverki sem er
að gerast innan i henni. Hún litur
frá fyrstu dögum strax á þetta sem
einstakling og fræðir hann óspart,
segir ævintýri, skrafar um hitt og
þetta. En sem vikurnar líða fer hún
svo að kenna ýmissa þeirra óþæg-
inda, sem fylgja meðgöngu og smám
saman breytist hljómurinn gagn-
vart fóstrinu. Það örlar á beiskju og
smám saman breytist beiskjan i
gremju og síðan bræði: þetta
ófædda barn er að taka af henni öll
völd og ræður yfir henni i einu og
öllu. Hún veit, að hún á að hlifa sér
á meðgöngutimanum, en gerir nú
visvitandi i þvi að taka sér flest það
fyrir hendur, sem gæti framkallað
fósturlát. Tekst — en lætur þá lfða
óratíma unz látið fóstrið er numið
úr henni. Æ, dálitið sjúklegt það.
Það væri til anzi drjúgur bóka-
bunki ef margar konur fyndu hjá
sér hvöt til að skrifa til fóstra sinna.
Auðvitað ræður meðferðin á efninu
öllu og Oriana skrifar því vel og vit-
urlega. Hvað sem menn eru nú dús
við siðfræði hennar.
Þýðing Halldórs Þorsteinssonar
finnst mér afar vel unnin, blátt
áfram en þau áhrif nást fram, sem
að er stefnt.
listakonur
Teikning eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur
Tvær
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Þorbjörg Höskuldsdóttir er vel
þekkt nafn innan islenzkrar
myndlistar enda hefur hún hald-
ið nokkrar einkasýningar er at-
hygli hafa vakið og tekið þátt í
fjölda samsýninga heima sem
erlendis. Þá hefur hún mynd-
skreytt bækur og eitthvað komið
við sögu leikhúsa á myndræna
sviðinu.
Þorbjörg sýnir þessa dagana
níu oliumálverk og jafnmargar
teikningar í Gallerf Borg. Ut-
færsla myndefnisins er mjög
keimlík því sem einkennt hefur
listsköpun Þorbjargar hin síðari
ár, landslag, súluform ásamt
dekóratívum forgrunni. Það er
nokkur vandi að samræma þetta
tvennt svo að vel fari en þetta
tekst gerandanum þó með mik-
illi prýði í teikningunum eins og
t.d. í myndunum „Löður“ (13) og
„Valhöll* (14). Þær eru báðar
kröftuglega útfærðar og vísa til
hins besta og þróaðasta i list-
sköpun Þorbjargar.
í málverkunum tekst listakon-
unni að minu mati ekki full-
komlega að samræma hina tvo
ólíku stilþætti á jafn sláandi og
sannfærandi hátt og nálgast hér
viðfangsefnin af meiri varkárni.
Það ætti þó að vera mögulegt að
vinna á jafn umbúðalausan og
Skál og vasi I steinleir eftir Önnu K.
Jóhannsdóttur.
frjálslegan hátt á sviði olíumál-
verksins og teikninganna. Með
því að skipta jafn algjörlega for-
og bakgrunni tengjast þessi
ólíku stílbrögð ekki fullkomlega
en þetta virðist þó vera að breyt-
ast svo sem myndirnar „Brim“
(I) og „Hengill" bera með sér.
Anna K. Jóhannsdóttir er nýtt
nafn í hinni, að svo komnu, fjöl-
skrúðugu flóru islenzkra val-
kyrja á listiðnaðarsviði. Hún
kynnir á sama stað 13 vasa og
skálar, og eru allir gripirnir
gerðir á þessu ári, útfærðir i
steinleir og brenndir í gasofni.
Þá eru á sýningunni nokkrar
litlar skálar unnar i japanskri
aðferð er nefnist „Raku“ ásamt
töluverðum fjölda af eyrnaskarti
hvers konar. Þetta er mjög yfir-
lætislaus sýning, sem ekki lætur
mikið yfir sér. Formin kannast
maður við úr keramikheiminum
og frumleikanum er ekki fyrir að
fara. Skálarnar og vasarnir eru
mjög dekorativir í útfærslu en
sem betur fer sleppir gerandinn
þvi að mála eitthvað annarlegt
skraut á munina svo sem fullal-
gengt er orðið.
Þeir munir þóttu mér sýnu
hrifmestir er voru einfaldast út-
færðir svo sem nr. 8—12. Það er
mikil list, að móta leirmuni á
dekoratívan hátt og gera það
annað tveggja af sláandi látleysi
og einfaldleika eða umbúðalaus-
um krafti er hrífur. Þetta hefur
önnu K. Jóhannsdóttur ekki tek-
ist ennþá en það leggst þannig á
mig að þessi sýning gefi ekki all-
ar upplýsingar um hvað í lista-
konunni búi.