Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 33 Derek Davies, aðalritstjóri. Elaine Goodwin er sölustjóri og hefur unnið meó auglýs- ingastjóra blaósins vid auglýsingar þess, sem eru óvenju- lega vandaðar. Hún sagði mér að heilsíðulitaugiýsing kostaði sem svarar um 145 þús. fsl. krónum. lýsingaöflun þar er erfiðari en i nokkru öðru Asíulandi, og tel ég þá Víetnam síðari ára með, þótt þar sé okkur einnig oft gert erfitt fyrir. En það er nú svo að öll blöð sem vilja segja rétt frá og gera meira en aðeins gára yfirborðið lenda í vandræðum, það gildir svo sem um hvaða heimshluta sem er. Samt finnst mér sem tiltrú á blað- ið hafi vaxið svona hægt og rólega, lesendur okkar, stjórnvöld á hverjum stað skilja þetta betur og gera sér sum hver grein fyrir, að það er langtum hagstæðara að veita okkur nauðsynlega fyrir- greiðslu og upplýsingar til þess að frásögnin verði sem sönnust og gefi rétta mynd. En svo eru auð- vitað þessi lönd, sem kæra sig ekk- ert um að við drögum af þeim neina mynd, hvað þá rétta. Þar er Burma enn og aftur okkur þyngst i skauti. Davies er fæddur í Wales eins og fyrr segir. Uppkominn starfaði hann hjá Reuter og fór viða og kom þá meðal annars til Reykja- víkur. Seinna gekk hann í bresku utanríkisþjónustuna, kynntist þar og kvæntist japanskri konu og hætti í utanríkisþjónustunni og þau fluttu til Hong Kong. — Ég hafði lært kantonísku og mandar- ísku og mér bauðst starf við ritið og tók því tveim höndum. Við sett- um okkur mikið fyrir í upphafi, en það hefur líka borið árangur og á þessari ritstjórnarskrifstofu lítur enginn á klukkuna. Raunar má segja að það gildi um fólk í Hong Kong, það er mjög iðjusamt. Með- al eigenda blaðsins eru 'nú Shanghai-banki i Hong Kong og South China Morning Star sem eiga meirihluta en ýmsir aðilar í Hong Kong og erlendis eiga síðan 49 prósent. — Við teljum, að lesendur okkar séu yfirleitt fólk sem hefur óskipt- an áhuga á alþjóðamálum og þekkingu á þeim, við leyfum okkur að segja svona í hljóði, að lesendur okkar séu almennt fróðari um al- þjóðamál en gengur og gerist og því verður þeim ekki boðið neitt yfirborðskennt efni. Við höfum með árunum bætt inn i þáttum um bókmenntir og listir og alls konar gagnlegum upplýsingum um efna- hagsmál og fleira því tengt. Við erum Asíublað og við höfum alveg nóg með þann heimshluta eins og þú getur imyndað þér. Við skrifum ekki um aðra heimshluta — við teljum Ástraliu reyndar með — nema að þvi leyti sem það tengist málefnum Asiulanda. — Þá stundum við nokkra út- gáfustarfsemi aðra en að gefa út ritið. Á ári hverju gefum við út Asia Yearbook og Asia Guide, sú seinni einkum ætluð ferðamönn- um til leiðbeiningar. Meðal tveggja annarra bóka sem við höf- um gefið út á þessu ári eru Hong Kong eftir 1997 og Invasion of Afghanistan. Áskrifendur okkar fá þessar bækur síðan með betri kjörum en á almennum markaði. — Sem betur fer hef ég ekki hætt að skrifa, þótt ég tæki að mér ritstjórn eins og oft verður, þegar mestur hluti tímans fer i stjórnunarstörf. Ég skrifa yfir- lcitt vikulega þátt sem heitir Travellors Tales og stöku sinnum erum við með sérútgáfur um ann- aðhvort brýn málefni eða sérstök lönd og ég sá til dæmis algerlega um slíka Japansútgáfu í fyrra. — Sem ritstjóri verð ég náttúr- lega oft að taka að mér verkefni sem mér leiðast. Til dæmis viðtöl við þjóðhöfðingja sem er með því fyrirlitlegra sem maður lendir í, skila aldrei neinu öðru en blaðri. I besta falli að viðkomandi — ef það eru þjóðhöfðingjar með vald sam- kvæmt stjórnarskrá síns lands, þá nota þeir mann til að koma ákveðnum yfirlýsingum og sjón- armiðum á framfæri. Sumt af því getur átt rétt á sér, en er oftast heldur magurt. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að margir, stjórnmálamenn og ýmsir emb- ættismenn, nota þetta blað sem og önnur sem þeir hafa aðgang að. Það tiðkast sjálfsagt alls staðar í heiminum. Og maður verður nátt- úrlega að koma skilaboðunum áleiðis, en maður má ekki láta villa sér sýn. Sömu hækkun fiskverðs og laun verkafólks — segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands „ÉG átti von á því, að þingfulltrú- ar yrðu þungir á brúnina og það brást ekki. I þinglok var gífurleg- ur einhugur í mönnum og það sem vó þyngst í umræðum þingsins og ályktunum voru kjaraál og örygg- is- og tryggingamál. f kjaramálum voru menn á einu máli að leggja áherzlu á niðurfellingu á kostnað- arhlutdeild, sem sett var með bráðbirgðalögum í maí 1983. Það er mjög mikilvægt skref í áttina til þess, að sjómönnum verði bættar þær skerðingar, sem þeir hafa orðið fyrir auk þess að tekju- trygging og fastakaup hækki. Þá hljóta sjómenn að fara fram á sömu hækkun fiskverðs um ára- mót og komið hefur til aðilja al- menna vinnumarkaðarins,** sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. Óskar sagði, að þegar verið væri að ræða um hækkun tekju- tryggingar og fastra launa, væri ekki verið að tala um beinar launahækkanir, heldur hækkun tryggingar lágmarkslauna. Til að ítreka nauðsyn á leiðréttingu kjara sjómanna hefði þingið ekki aðeins samþykkt að segja upp gildandi kjarasamningum við fyrsta tækifæri, 1. desember næstkomandi, heldur einnig að leitað yrði eftir verkfallsheim- ild frá sama tíma. Auk þessara aðgerða myndu sjómenn ekki gefa neitt eftir í þeirri kröfu sinni, að með hækkun fiskverðs yrðu þeim tryggðar sömu hækk- anir og komið hefðu til land- verkafólks. Hins vegar gerðu þeir sér ljóst að þar væri við ramman reip að draga og samn- ingsgrundvöllur væri afskap- lega bágborinn. Þá sagði óskar, að um örygg- is- og tryggingamál hefðu verið samþykktar ýmsar ályktanir. Þingið fagnaði því, að skipuð hefði verið þingmannanefnd til að gera tillögur um öryggi sjó- manna og þingið fagnaði þyrlu- kaupum til Landhelgisgæsl- unnar. Þá væru í ályktunum þingsins kröfur um úrbætur í tryggingamálum, endurskoðun reglugerðar um greiðslu bóta fyrir eignir skipverja er þær eyðilegðust við slys eða elds- voða. Þá hefði þingið tekið und- ir hugmyndir Slysavarnafélags íslands um að varðskipið Þór yrði gert að þjálfunarmiðstöð fyrir sjómenn. Að lokum gat Óskar sam- þykktar þingsins þess efnis, að stjórn Sjómannasambandsins væri falið að vinna að bættri stöðu sjómannskvenna. Engin samtök hefðu til þessa talið nauðsynlegt að benda á sér- stöðu þeirra í þjóðfélaginu né taka upp baráttu fyrir úrbótum á vandamálum þeirra. Þingið hefði því undirstrikað sérstakt hlutverk þeirra við uppeldi barna sinna, þegar þær yrðu bæði að gegna móður- og föð- urhlutverki, en auk þess yrðu þær alltof oft að sækja vinnu utan heimilis vegna lágra launa fyrirvinnunnar. Til úrbóta benti þingið á að sjómannskonur fengju til dæmis sömu sérstöðu og ýmsir fríðindahópar hefðu í þjóðfélaginu varðandi barna- gæslu. Þá hefði þingið skorað á stjórnvöld að breyta núverandi skattalögum í þá veru að leyfi- legt verði að færa tekjur sjó- manna þannig til, að heildar- tekjur hjóna yrðu íagðar saman og skipt jafnt á milli fyrir álagningu opinberra gjalda. SKtoáftiw til frönsku eða austurrísku Alpanna Ef skíðafiðringurinn er farinn að kitla þig getur Úrval veittþér tímabundna tausn, en því miður er engin von um endanlega lækningu - allra síst eftir dvöl í frönsku eða austurrísku ölpunum. COURCHEVEL Sérhannaðurskíðastaður í Frakklandi, og einn stærsti og besti skíðastaður I heimi. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). En við ábyrgjumst að tvær vikur á þessum draumastað verða hápunktur skíðaiðkana ársins enda er Courchevel í 1850 m hæð. Verð 15. mars kr. 36.100.- Verð 29. mars kr. 37.900.- Innifalið: Flug til Oenfar, rútuferðir, gisting í tvíbýliá Flotel Crystal2000, fslensk fararstjórn, snjór, stórkostfegt útsýni og hálft fæði. BADGASTEIN Óskastaður skíðaunnenda á besta vetraríþróttasvæði austurrísku Alpanna. Óþrjótandi skíðabrekkur, stórkostleg þjónusta, fjölbreytt skemmtiaðstaða og margbrotið umhverfi, sem á eftir að heilla þig upp úr skfðaskónum. Badgastein er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna - það er bara verst að þú hefur ekki nema tvær vikur til umráða. Brottfarir: 26/1, 9/2, 23/2 og 9/3. Verð og gististaðir: Leimböck m/morgunverði frá kr. 21.360.- Gletschermiihle I m/morgunverði frá kr. 21.360.- Krone m/hálfu fæði frá 3 kr. 23.975.- Griiner Baum m/hálfu fæði frá kr. 31.475.- Wildbad m/hálfu fæði (sérpantað) frá kr. 32.190.- Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting í tvíbýli með baði, snjór, stórbrotið umhverfi og íslensk fararstjórn. FíRÐASKRIFSTOFAN ÚRVM Smelltu þér í skíðaskóna og hafðu samband.i Sfminn er 26900.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.