Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
VR byggir íbúðir fyrir aldraða félagsmenn:
Greiðslum hagað eft-
ir getu hvers og eins
VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur ráðist í byggingu á 60 íbúð-
um fyrir aldraða félagsmenn VR og hafa íbúðirnar nú verið augiýstar til sölu.
Er hér um að ræða 22 þriggja herbergja íbúðir, 36 tveggja herbergja íbúðir og
2 einstaklingsíbúðir við Hvassaleiti 56—58 í Reykjavík. Stærð íbúðanna er frá
60 fermetrum og upp í 100 fermetra og verðið, miðað við verðlag í október
1984, frá 1300 þúsund krónum og upp í 2400 þúsund krónur.
greiddu krónur 150 þúsund. Þá
væri einnig miðað við að greiðslum
yrði hagað eftir getu hvers og eins.
Til dæmis væri gert ráð fyrir að
fólk, sem ætti íbúð fyrir, þyrfti
ekki að selja, fyrr en um það leyti
sem flutt er í nýju íbúðina, þannig
að menn þyrftu ekki að hafa
áhyggjur af fjármögnun á meðan á
byggingartímanum stendur.
„Þetta er í fyrsta skipti í sögu
verkalýðsfélaga hérlendis, sem ráð-
ist er í svona framkvæmdir með
hagsmuni aldraðra félagsmanna
fyrir augum og því má segja að
brotið sé blað í starfi verkalýðsfé-
laga hér á landi," sagði Magnús.
„Eg vona að þetta sé bara upphafið
að því að verkalýðshreyfingin komi
meira til móts við þarfir eldri fé-
lagsmanna, því að mínu mati eru
skyldur stéttarfélaganna hvergi
meiri en einmitt gagnvart þessu
fólki. Það er eitt af hlutverkum
stéttarfélaganna að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að hinir
elstu félagsmenn geti búið við sem
mest öryggi í ellinni," sagði Magn-
ús L. Sveinsson, formaður VR.
Alyktun tun stóriðju:
„Við byggjum þetta í samvinnu
við Reykjavíkurborg, en borgin
mun eiga og reka þjónustumiðstöð
á fyrstu hæð hússins, þar sem m.a.
er gert ráð fyrir matsal, sjúkraböð-
um, leikfimisal, hársnyrtingu og
fótsnyrtingu, svo eitthvað sé
nefnt," sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður VR, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins vegna þess-
ara framkvæmda. Magnús sagði að
íbúðunum yrði skilað fullfrágengn-
um og væri miðað við að þeir fé-
lagsmenn VR, sem orðnir eru 63
ára, eigi rétt á að kaupa íbúð, þó
þannig að félagar 67 ára og eldri
eigi forkaupsrétt. Miðað væri við
að þessum aldursmörkum sé náð
um áramótin 1985 til 1986, en gert
er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar
verði tilbúnar í lok næsta árs.
Aðspurður um kjörin varðandi
þessi íbúðakaup sagði Magnús m.a.
að gert væri ráð fyrir að við stað-
festingu á kaupunum greiddu þeir
sem kaupa tveggja herbergja íbúð-
ir krónur 100 þúsund, en þeir sem
keyptu þriggja herbergja íbúð
Hvatt til samstöðu
Akureyri, 12. nóvember.
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi
eystra, sem haldinn var á Akureyri um síðustu helgi, samþykkti samhljóða
eftirfarandi ályktun um stóriðju:
„Einn vænlegasti kostur varð-
andi atvinnuuppbyggingu í fram-
tíðinni er aukin nýting á orkuauð-
lindum landsmanna. Sú nýting
byggist fyrst og fremst á stóriðju-
fyrirtækjum, sem breyta orkunni í
útflutningsvöru. Kjördæmisráð
sjálfstæðisfélaganna í Norður-
landskjördæmi eystra fagnar þvi
stefnu iðnaðarráðherra og tilraun-
um stóriðjunefndar til að koma
slíkum atvinnurekstri á fót.
Á Eyjafjarðarsvæðinu hefur nú
um sinn gætt stöðnunar og jafnvel
hnignunar í atvinnulífi. Fólksfjölg-
un hefur engin orðið og jafnvel er
um brottflutning fólks af svæðinu
að ræða. Þessari þróun verður að
snúa við. Því hvetur Kjördæmis-
ráðið eindregið til þess að næsta
stóriðjufyrirtæki, sem reist verður,
verði staðsett í Eyjafirði, enda er
slíkt þjóðhagslega nauðsynlegt til
þess að eðilegt byggðajafnvægi
haldist i landinu. Kjördæmisráðið
hvetur til aukinnar samstöðu og
sóknar Eyfirðinga í þessu mikla
hagsmunamáli héraðsins, þannig
að ákvörðun geti legið fyrir sem
fyrst." GBerg
Horgunblaoio/GBerg.
Frá aðalfundi Kjördæmisráðsins á Akureyri um helgina, Sigurður J. Hannesson formaður f ræðustóli.
Norðurlandskjördæmi eystra:
Aðalfundur Kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna
Akureyri, 12. nóveœber.
AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna í Norður-
landskjördæmi eystra var haldinn
í húsnæði Sjálfstæðisflokksins f
Kaupangi á Akureyri dagana 10.
og 11. nóvember.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa má geta um yfirgripsmik-
ið erindi Birgis ísleifs Gunnars-
sonar, formanns stóriðjunefnd-
ar, um stöðuna í stóriðjumálum,
sérstaklega að því er varðar
byggingu álvers við Eyjafjörð,
og einnig kynnti Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson drög að breyttum
prófkjörsreglum Sjálfstæðis-
flokksins, sem væntanlega munu
verða samþykktar síðar á þessu
ári. Þá fluttu alþingismenn
Sjálfstæðisflokksins í kjördæm-
inu, Halldór Blöndal og Björn
Dagbjartsson, erindi um stjórn-
málaviðhorfið og stöðu atvinnu-
mála almennt. Einnig ræddi
Svanhildur Björgvinsdóttir um
störf Landssambands sjálfstæð-
iskvenna. Mikill einhugur rikti á
fundinum og sendi hann m.a. frá
sér ályktanir um stjórnmála-
viðhorfið og stóriðjumál, sem
birtar eru hér annars staðar á
síðunni.
Sigurður J. Hannesson, Akur-
eyri, var endurkjörinn formaður
ráðsins og auk hans voru kjörin i
stjórn: Sverrir Leósson, Akur-
eyri, Höskuldur Sigurgeirsson,
Húsavfk, Skírnir Jónsson,
Skarði, og Erna Jóhannsdóttir,
ólafsfirði. — I varastjórn voru
kjörin: Guðfinna Thorlacius, Ak-
ureyri, Þorsteinn Aðalsteinsson,
Dalvík, Helgi ólafsson, Raufar-
höfn, Margrét Yngvadóttir, Ak-
ureyri, og Benjamin Baldursson,
Tjörnum.
í Flokksráð Sjálfstæðisflokks-
ins voru kjörin: Jóhann Kr. Jóns-
son, Húsavfk, Ásgeir Ásgeirsson,
ólafsfirði, Gunnar Ragnars,
Akureyri, Björn Jósef Arnvið-
arson, Akureyri, Þórunn Sigur-
björnsdóttir, Akureyri, og Valdi-
mar Kjartansson, Hauganesi. í
kjörnefnd voru kosin: Guðmund-
ur Heiðar Frímannsson, Akur-
eyri, Jóhann Kr. Jónsson, Húsa-
vík, Ásgrimur Hartmannsson,
ólafsfirði, Bergljót Rafnar, Ak-
ureyri, Sverrir Leósson, Ákur-
eyri, Július Snorrason, Dalvík,
og Björgvin Þóroddsson, Garði.
GBerg
Stjómmálaályktun:
Ekki má fyrnast yfir þá reynslu sem
þjóðin varð að þola vegna verðbólgu
Akoreyri, 12. oÍTenber.
EFTIRFARANDI stjórnmilaályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi
Kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem
haldinn var á Akureyri um síðustu helgi:
„Kjördæmisráð sjálfstæðisfé-
laganna i Norðurlandskjördæmi
eystra leggur sem fyrr áherslu á
nauðsyn þess, að stöðugleiki sé i
efnahagslffinu. Sterkur gjaldmið-
ill, frjálsræði í viðskiptum og arð-
semi i fjárfestingum eru forsenda
þess, að unnt sé að skapa atvinnu-
vegunum lffvænleg rekstrarskil-
yrði til frambúðar. Einungis auk-
inn afrakstur þjóðarbúsins getur
tryggt landsmönnum öllum batn-
andi lífskjör og sómasamlega af-
komu heimilanna.
Á liðnum verðbólguárum gætti
vaxandi hneigðar til spákaup-
mennsku og óarðbærrar fjárfest-
ingar, sem að lokum olli hruni
lífskjara á miðju ári 1982. Það var
óhjákvæmileg afleiðing af vaxandi
skuldasöfnun erlendis og langvar-
andi halla undirstöðuatvinnuveg-
anna í góðæri. í kjölfarið sigldi
lengra samdráttarskeið en íslend-
ingar höfðu þolað í mannsaldur og
á þessu ári dró svo úr afla að
óhjákvæmilegt var að setja kvóta
á öll fiskiskip. Þetta hefur valdið
samdrætti í hinum strjálu byggð-
um, sem leitt hefur af sér óeðli-
lega þenslu og búferlaflutninga til
Stór-Reykjavíkursvæðisins. Til
tímabundins og alvarlegs atvinnu-
leysis hefur komið á einstökum
sjávarplássum vegna minnkandi
afla. Við þessi skilyrði er brýnasta
verkefnið að bregðast svo við
rekstrarvanda sjávarútvegsins, að
hann fái viðunandi starfsgrund-
völl og skipi þann sess, sem honum
ber sem höfuðatvinnuvegi þjóðar-
innar. Rétt er að vekja athygli á
því að í erfiðri skuldastöðu þjóðar-
innar við útlönd, þá er hlutur út-
gerðar 16%, en hún aflar um 70%
af öllum útflutningi þjóðarinnar.
Stjórnarskiptin á sl. ári mörk-
uðu þáttaskil. Þá var brugðist
hart við efnahagsvandanum með
alhliða ráðstöfunum, sem ollu þvi,
að verðbólgan hrökk úr 130% i
20% á nokkrum mánuðum. Jafn-
framt tókst að stöðva, að enn frek-
ar drægi úr kaupmætti, og hefur
hann farið batnandi á yfirstand-
andi ári skv. upplýsingum kjara-
rannsóknanefndar. Enginn vafi er
á þvi, að stöðugleikinn i efna-
hagsltfinu og aukið frjálsræði i
viðskiptum hafa vakið nýtt frum-
kvæði og framtak í atvinnurekstri,
sem mun skila sér i auknum þjóð-
artekjum.
Mikilsvert er að ekki fyrnist yfir
þá reynslu, sem þjóðin varð að
þola vegna verðbólgunnar og lýsti
sér í versnandi lífskjörum, minnk-
andi þjóðarframleiðslu og meiri
mismununar þegnanna en nokkru
sinni á þessari öld. Þessi sárs-
aukafulla lexía átti að geta komið
í veg fyrir þá verðbólgusamninga,
sem gerðir hafa verið eftir fjög-
urra vikna verkfall opinberra
starfsmanna. Illu heilli var þeirri
leið hafnað, að bati lífskjaranna á
næsta ári yrði tryggður með hóf-
legum peningahækkunum, sem
fylgt yrði eftir með ráðstöfunum á
sviði ríkisfjármála og skattalækk-
unum. Með þeim hætti hefði tek-
ist:
1. að tryggja batnandi lifskjör;
2. að viðhalda jafnvæginu í þjóð-
arbúskapnum og stöðugu gengi;
3. að skapa svigrúm fyrir fyrir-
tækin til að greiða hluta af lífs-
kjarabótunum;
4. að færa á erfiðleikatímum
hluta af kaupmætti ríkisins yfir á
heimilin.
Eftir á viðurkenna flestir að
skaðinn er skeður. Þjóðin hefur öll
tapað á verðbólgusamningunum,
og þeir mestu sem síst skyldi og
mestar færðu fórnirnar. Þar sann-
ast sem oft áður, að sjálfskapar-
vítin eru verst.
Ríkisstjórnin stendur nú á
krossgötum. Vilji hún halda
trausti þjóðarinnar er óhjákvæmi-
legt að hún geri viðeigandi ráð-
stafanir til að jafnvægi skapist á
ný í efnahagslífinu og tryggi með-
al annars stöðugt gengi krónunnar
í samræmi við afkomu útflutn-
ings- og samkeppnisatvinnuveg-
anna. Til þess að tryggja kaup-
máttinn á næsta ári er óhjá-
kvæmilegt að Iögfesta viðtækar
lækkanir á tollum og vörugjaldi og
lækka tekjuskatt verulega.
Kjördæmisráð lýsir yfir áhyggj-
um sínum vegna versnandi stöðu
strjálbýlisins og leggur áherslu á
eftirfarandi:
1. Kjarni heilbrigðrar byggða-
stefnu er annars vegar fólginn í
öflugu og arðsömu atvinnulífi, svo
að afrakstur vinnunnar varðveit-
ist, þar sem verðmætanna er afl-
að. Hins vegar ér nauðsynlegt að
efla byggðir Eyjafjarðar til mót-
vægis við Stór-Reykjavíkursvæð-
ið.
2. Greiðar samgöngur í kjördæm-
inu og við Austurland styrkja