Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Bjartsýni ríkir um björgun Westar 6 Aformað er að reyna björgun í dag Kanaveral-höfða, 13. nóvember. AP. GEIMFARARNIR um borð í geimferjunni Discovery unnu í dag að undirbúningi undir björgun fjarskiptahnattarins Westar 6, sem áformað er að fram fari á morgun, miðviku- dag. Westar 6 er mjög svipaður fjarskiptahnettinum Palaba B-2, sem áhöfn Dis- covery tókst að ná um borð í geimferjuna í gær. Nokkur vafi leikur á, hvort geimförunum Joe Allen og Dale Gardner tekst að ná aft- ur sama árangri og í gær, en þá beittu þeir handafli. Nú er áformað, að Gardner fari út úr geimferjunni yfir að Westar 6 og reyni síðan að koma taug á milli, er dugi til þess að draga Westar 6 að lyftikrana geim- ferjunnar. Þar hyggst Allen bíða viðbúinn til þess að grípa hnöttinn og síðan hyggjast þeir félagar í sameiningu koma hnettinum fyrir í far- angursrými geimferjunnar. Mikill fögnuður ríkir nú hjá Lloyds-tryggingarfélaginu í London eftir björgun fjar- skiptahnattarins Palaba B-2 og sömuleiðis eftirvænting Genf; 13. nóvember. AP. SKRAÐ hafa verið 16 tilfelli af srvo- kallaðri „hermannaveiki" í Hollandi og þar á meðal létust þrír sem dval- ist höfðu sem ferðamenn á hóteli í nágrenni Barcelona í september og október, að því er talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sagði á fostudag. eftir því, hvort einnig verði unnt að bjarga Westar 6. Lloyds varð að greiða yfir 50 millj. punda vátryggingarfé, er fjarskiptahnettirnir tveir fóru á ranga braut á sínum tíma. Myndi Lloyds væntan- lega fá mikið af þessu fé endurgreitt, ef unnt verður að ná báðum hnöttunum til baka. Murphy í Dmaskus Richard Murphy, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur átt viðræður við leiðtoga ísraels, Líbanons og Sýrlands. Hér ræðir hann við Hafez Assad Sýrlandsforseta. Ferð Murphys er liður í tilraunum Bandaríkjastjórnar og SÞ að koma af stað nýjum viðræð- um Líbanons og ísraels um brottflutning ísraelska herliðsins frá Suður-Líbanon. Grænland: Hermannaveikitil- felli í Hollandi 300.000 ísl. krónur með hverju fjárbúi Hollensk stjórnvöld tilkynntu fyrrgreind tilfelli til skrifstofu Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar í Kaupmannahöfn. Tals- maður stofnunarinnar kvað engar fregnir hafa borist frá heilbrigðis- yfirvöldum í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi eða Belgíu. Grcnlandi, 13. nóyember. Frá Nila Jörgen Bruun, frétUriUra Mbl. GRÆNLENSKA landsþingið hefur samþykkt að styrkja fjárbændur í land- inu með því að greiða niður hvert áburðarkfló um eina danska krónu og gefa þeim eftir gamlar kjarnfóður- og olíuskuldir. Framlag landstjórnarinnar sig ekki um fleiri fjárbú í Græn- landi eins og málum væri háttað. Konunglega Grænlandsverslun- in, sem í raun er danska ríkið, ber sig mjög illa undan því að þurfa að selja grænlenskt lambakjöt á erl- endum mörkuðum. Verður hún að gefa bændunum 29 dkr. fyrir hvert kíló en bera síðan tapið af sölunni sjálf. Vegna þessa vanda vegna þessara aðgerða er ekki mikið, aðeins rúmar 4,6 millj. ísl. kr., en á þingi upplýsti Lars Emil Johansen, sem fer með landbúnað- armál, að hið opinbera leggi til með hverju einasta fjárbúi i land- inu 100.000 danskar krónur, um 316.000 ísl., á ári. Sagði hann ennfremur, að landstjórnin kærði og til að tryggja, að grænlenskt kjöt verði etið í Grænlandi, hefur landsþingið ákveðið 20 dkr. toll á hvert kíló af innfluttu kjöti. Af öðrum málum er það að frétta, að landsþingið ætlar að fara að byggja yfir sig nýtt hús fyrir um 180 millj. ísl. kr. Verður þar um að ræða fundarsal fyrir um 55 millj. og skrifstofubyggingu fyrir 125 milljónir kr. Sendiráðstöku minnst í Teheran í íran var þess minnst fyrir nokkrum dögum, að fimm ár eru liðin frá því námsmenn lögðu undir sig bandaríska sendiráðið þar í borg. Var haldið upp á það með venjulegum ókvæðisorðum um Bandarikjamenn og aðra fjandmenn erkiklerksins Khomeinis. Talsmaður stofnunarinnar sagði, að hótelinu, sem er í Pineda, hefði verið lokað 23. október, eftir að sjúkdómur þessi, sem er bakt- eríusýking i lungum, hafði komið þar upp. Hann sagði að 1.240 Hol- lendingar hefðu verið skráðir á hótelinu frá 15. september og þar til lokað var, auk 487 Vestur- Þjóðverja, 102 Frakka og 88 Belga. Vestur-Þýskaland: Rúmensku sendi- ráðsmennirn- ir farnir heim Bodd, 13. aórcmber. AP. FIMM rúmenskir sendiráósmenn, sem vísað var frá Vestur-Þýskalandi eftir að hafa verið sakaðir um að hafa m.a. ætlað að sprengja í loft upp út- varpsstöðina „Frjáls Evrópa“, eru farnir heim til Rúmeníu, að því er Peter Bönisch talsmaður stjórnarinn- ar sagði í dag. Bönisch sagði þetta á frétta- mannafundi í Bonn og kvað Rúm- enana hafa farið úr landi „fyrir skömmu", en neitaði að tilgreina nánar, hvaða dag þeir hefðu farið á brott. Leynileg kosning í Kína Pekúg, 13. aóv. AP. LEYNILEGAR kosningar hafa nú verið viðhafðar í fyrsta sinn við kjör héraðsformanns í kínverska komm- únistaflokknum. Skýrði Dagblað al- þýðunnar, sem er málgagn kommún- istaflokksins I Kína, frá þessu í dag. í frásögn blaðsins kemur fram, að 300 fulltrúar flokksins í Sha- anxi-héraði i norðurhluta Kina hafi komið saman nýlega til þess að kjósa framkvæmdastjóra flokksins fyrir héraðið „á lýðræð- islegan hátt“. Efnt var til þessa kjörfundar samkvæmt fyrirmæl- um miðstjórnar flokksins i Peking og þess vegna með vitund og sam- þykki Deng Xiaopings, leiðtoga kommúnistaflokksins. Áform flokksleiðtogans eru sögð vera að draga taum tæknimennt- aðra manna á kostnað flokks- brodda og greiða þannig fyrir um- bótum í landinu. Stjórnmálasamband milli Bandaríkjanna og íraks? Waahington, 13. nóvember. AP. ÍRAKAR hafa í hyggju að taka á ný upp stjórnmálasamband við Bandaríkin innan tíðar, að því er íraskar heimildir herma. Tariq Aziz aðstoðarforsætisráðherra fer í heimsókn til Bandaríkj- anna í næstu viku og mun þá að líkindum verða tilkynnt opin- berlega um að stjórnmálasam- band verði tekið upp á ný. Bandarískir diplómatar hafa unnið að því lengi að bæta samskiptin við írak og staðhæfa að Saddam Hussein forseti sé nú farinn að fylgja mun hófsamari stefnu en áð- ur. Bandaríkin hafa ekki lýst yfir afstöðu sinni með eða á móti írak- Íran-stríðinu, en hafa þó reynt að koma í veg fyrir vopnasendingar og -sölur til írans. Bandaríkjamenn slitu stjórnmálasambandi við írak árið 1967 til að láta í ljós stuðning við ísraela i sex daga stríði ísraela við Egypta, Sýr- lendinga og Jórdani. Saddam Hussein. Hófsamari stefna. Japönsku eiturbyrlaramir. „Engu líkara en þetta séu algjörir hálfvitar" FJÁRKlJGARAR, sem sett hafa eitrað sclgæti i hillur verslana, sendu i dag bréf til þriggja dagblaða, þar sem þeir hæddust að tilraunum lögreglunnar til að hafa hendur í hári þeirra, að sögn talsmanns lögreglunnar. Talsmaðurinn, sem ekki vildi láta nafngreina sig, neitaði að gefa upp nöfn blaðanna, sem I hlut áttu, en kvað bréfin hafa verið vélrituð á jap- önsku. Hefði m.a. sagt f þeim, að til- burðir lðgreglunnar væru „ömurlega klaufskir". Síðan sagði: „Um daginn kom lögreglan heim til eins úr okkar hópi og spurði um nöfn allra heimil- ismanna og litinn á fjölskyldubíln- um. Það er engu líkara en þetta séu algerir hálfvitar." Þegar fyrrnefnd bréf bárust dagblöðunum þremur, hafði ekkert heyrst i fjárkúgurunum í 12 daga, en 1. nóvember sendu þeir dagblöðum bréf, þar sem hæðst var að lögregl- unni. Fjárkúgararnir hafa krafist fjár- hæða sem nema hundruðum þús- unda dollara af sælgætisfyrirtækinu Morinaga i Tókýó. Hingað til hafa þeir merkt pakkana, sem þeir hafa sett i hillur verslananna, með áletr- unum þess efnis aö innihald þeirra sé eitrað, en nú hafa þeir hótað að hætta merkingunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.