Morgunblaðið - 14.11.1984, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Símmnynd AP.
Ösku Indiru dreift
Rajiv Gandhi, sonur Indiru Gandhi fyrrum forsetisráðherra Indiands, hellir hér úr öskukrukkum út um
lestarop flutningaflugvélar yfir Himalaya-fjöllum á sunnudag. Indira óskaöi sjálf eftir því að jarðneskum leyfum
hennar yrði dreift yfir Himalaya-fjöll.
Rækjustríð
í Noregi
Osló, 13. nóvember. Frá Jan Erík Lauré, frétUriUra Mbl.
NORSKIR rækjusjómenn ná ekki
upp í nef sér fyrir bræði þessa dag-
ana. A sama tíma og þeim er bannað
að veiða vegna sölutregðu erlendis
er dönsk og rússnesk rækja flutt inn
til Noregs. Segir frá þessu í „Fisk-
eribladet“ í Harstad.
Rækjuvinnsla Helge Richard-
sens í Tromsö tók í fyrri viku á
móti 220 tonnum af danskri rækju
og úti fyrir ströndinni bíður
rússneskt flutningaskip með 800
tonn til viðbótar. Verður öll þessi
rækja fryst fyrir viðskiptavini
Helge Richardsens i Noregi.
Einn af talsmönnum sjómanna
segir, að rússneska rækjan (sú
danska er líka veidd á rússneskum
miðum), muni keppa um markað-
inn við þá norsku og þess vegna
hafa rækjusjómenn í Troms-fylki
skorað á alla starfsbræður sína að
skipta ekki framar við fyrirtæki
Helge Richardsen.
Bretland:
„Kringlótta pundið“
verður allsráðandi
Svetlana í rifrildi við son
og dóttur í Sovétríkjunum
Fjölskyldurifrildi leiddi til þess,
að fresta varð fréttamannafundi
Svetlðnu, dóttur Staiíns, er hún
sneri aftur til Sovétríkjanna í síðasta
mánuði eftir að hafa dvalizt 17 ár á
Vesturlöndum. Er það haft eftir
áreiðanlegum heimildum, að Svetl-
ana hafi lent í rifrildi við Jósef son
sinn, sem er fertugur og læknir að
starfi og Ekaterinu dóttur sína, sem
er 38 ára gömul og starfar sem
leikhús- og bókmenntagagnrýnandi.
Er talið, að þau hafi gert móður
sinni það Ijóst, að þau séu ekki búin
að fyrirgefa henni það að hafa yfir-
gefið þau árið 1967.
Þá mun þeim einnig hafa mis-
líkað mjög sú ákvörðun Svetlönu
að taka með sér 13 ára gamla dótt-
ur sína, Olgu Peters, til Moskvu.
Olga er alin upp á Vesturlöndum
og hefur bandarískt vegabréf.
Bæði Jósef og Ekaterina eiga að
hafa fundið að þvi við móður sína
að rífa stúlkuna upp úr umhverfi
hennar og fara með hana i fram-
andi umhverfi, þar sem hún talar
ekki einu sinni málið.
Talið er, að þetta hafi knúið sov-
ézk yfirvöld til þess að hætta við
þau áform — að minnsta kosti að
ERLENT
í síðustu viku var haft eftir
William Peters, föður Olgu, en
hjónaband hans og Svetlönu stóð í
þrjú ár, að hann hygðist komast
að raun um, að hve miklu leyti
dóttir hans hefði orðið að fara til
Sovétríkjanna andstætt vilja
hennar. „Ég veit ekki, hvort þetta
er satt, en ég er að kanna málið
með aðstoð utanríkisráðuneytis-
ins,“ sagði Peters. Hann bætti því
við, að það væri von sín, að Olga
ætti eftir að snúa aftur til Banda-
ríkjanna.
London, 13. nÓTember. AP.
FRÁ OG með næstu áramótum verð-
ur hætt að prenta pundsseðla í Bret-
landi að því er Nigel Lawson, fjár-
málaráðherra, skýrði frá í gær. Þar
með verður nýja pundmyntin,
„kringlótta pundið", sem svo er kall-
að, flaggskip breska gjaldeyriskerf-
isins, en hún er ákaflega óvinsæl og
hreinasta andstyggð í augum
íhaldssamra Breta.
í ræðu sinni um efnahagsmál,
sem fjármálaráðherra flytur í
neðri málstofunni á misseris-
fresti, greindi hann einnig frá þvi,
að um áramótin hætti hálfs
penny-peningurinn að vera lögleg
mynt og vcrður þar með bundinn
endir á 704 ára sögu hennar. Hef-
ur þessi peningur verið sleginn
allt frá árinu 1280. Lawson sagði,
að með því að taka upp pundmynt-
ina myndu stjórnvöld spara sér
þrjár milljónir punda á ári.
„Pundmyntin endist 50 sinnum
lengur en seðillinn en kostar þó
aðeins hálfu meira i sláttu," sagði
Lawson, og gerðu þingmenn ýmist
hróp að honum fyrir eða fögnuðu
nýbreytninni.
Lundúnabúar, sem voru spurðir
um nýju myntina, höfðu flestir á
henni hina mestu skömm. „Þessar
hryllilegu spírur," sagði blaðasal-
inn Harry Ward. „Það vill þær
enginn. Ef ég gef þær til baka
horfir fólk á mig eins og ég sé að
reyna að plata það.“ „Þessir
hlunkar," sagði leigubílstjóri
nokkur. „Það er allt í lagi þegar ég
sit í bílnum, en þegar ég stend upp
með hundrað eða tvö hundruð í
vasanum verð ég að styðja mig við
bílinn til að detta ekki.“
Bretland:
Svetlana Stalín
sinni — að halda fréttamanna-
fund, þar sem Svetlönu var ætlað
að fordæma vestræna menningu
og gera grein fyrir þeim vonbrigð-
um, sem leitt hefðu til þess, að
hún sneri aftur til Sovétríkjanna.
Þann tíma, sem Svetlana dvald-
ist á Vesturlöndum, bjó hún lengst
af í Bandaríkjunum, en síðustu tvö
árin dvaldist hún þó ásamt Olgu
dóttur sinni í Cambridge í Bret-
landi.
Orðljótum þing-
manni vísað burt
London 13. aÓTember. AP.
DENNIS Skinner, einn þingmanna
Verkamannaflokksins, var í gær
rekinn út úr neðri málstofu breska
þingsins fyrir að hafa kallað David
Owen, formann jafnaðarmanna-
flokksins nýja, „montið soramenni**.
Þingforseti skipaði Skinner að
draga ummæli sín umsvifalaust til
baka og kvaðst þá Skinner fallast
á að sleppa orðinu „montinn" en
hitt léti hann standa. Var honum
þá sagt að hypja sig út úr húsi og
láta ekki sjá sig það sem eftir væri
dagsins. „Þú veist ofur vel, að til
að geta haldið uppi málefnalegri
umræðu verða menn að kunna sér
hóf,“ sagði þingforseti þegar
Skinner var skipað burt.
Dennis Skinner tilheyrir vinstri
armi Verkamannaflokksins og er
frægur fyrir að láta sig litlu
skipta þingsköp og aðra manna-
siði. Árið 1981 var honum einnig
vísað út en þá hafði hann sakað
þingforseta, sem á að vera hlut-
laust í flokkadráttum á þingi, um
pólitíska hlutdrægni með bví að
sækja garðveislu á vegum Ihalds-
flokksins.
Danmörk:
Sjö nýjar flótta-
mannamiðstöðvar
Kaupmannaböfn, 13. nóvember. Frá Ib Björnbak, frétUríUra Mbl.
GRÍÐARLEGUR straumur flótta-
manna leitar nú til Danmerkur og
hefur reynst nauósynlegt aó koma
upp sjö nýjum flóttamannamióstöóv-
um vítt og breitt um landið í því
skyni að auóvelda aókomufólkinu að
aólagast dönsku samfélagi. f hverri
stöð er rúm fyrir 150—200 einstakl-
inga.
Flóttafólkið kemur aðallega frá
íran, Sri Lanka og írak. Ekki síst
hefur straumur pólitískra flótta-
manna aukist mikið frá því í júní-
mánuði og veldur nú miklum erf-
iðleikum í stjórnkerfinu, sem taka
verður afstöðu til þess í hverju
einstöku tilfelli, hvort veita skuli
viðkomandi pólitískt hæli.
Sem stendur bíða um 2.000
flóttamenn svars við beiðni um að
fá að setjast að í Danmörku. Sé
svarið jákvætt, tekur Danska
flóttamannahjálpin við og aðstoð-
ar viðkomandi í eitt og hálft ár,
bæði félagslega og fjárhagslega,
auk þess sem séð er fyrir dönsku-
kennslu og fólki hjálpað til að
verða sér úti um menntun, starf
og húsnæði.
Auk hinna tvö þúsund flótta-
manna sem bíða eftir svari hafa
önnur tvö þúsund fengið landvist-
arleyfi síðan í júnímánuði. ng
flóttamenn halda áfra... að
streyma til Danmerkur. En
stjórnvöld halda fast við þá reglu
að veita beri öllum pólitískum
flóttamönnum hæli í landinu.
Lamaður maður
flaug einn um-
hverfis jörðina
OftkUnd, Kftliforníu, 13. nÓTember. AP.
DONALD Rodewald var ekki á
þeim buxunum aó láta smámuni
koma í veg fyrir að hann flygi í
kringum hnöttinn svo aó hann
flaug umhverfis jöróina í eins
hreyfils vél sinni og lenti eftir vel
lukkaða feró í morgun. Hann hafði
lagt upp í ferðina þann 25. júlí síó-
astliöinn og flaug samtals 26 þús-
und mílur.
Rodewald sagði að flugið hefði
verið það auðveldasta við ferð-
ina. Þar sem hann er lamaður á
báðum fótum og er að öðru jöfnu
i hjólastól, sagðist hann hafa
orðið að þiggja hjálp fjölda á
jörðu niðri, en öll hefði sú aðstoð
verið veitt með gleði og góðum
hug.
Ekki er vitað til að lamaður
maður hafi áður unnið slíkt af-
rek. Rodewald er 66 ára. Hann
lamaðist 1954, þegar hann lenti í
flugslysi í æfingaflugi.