Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Arni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Afturhald
Afturhaldið í íslenzkum
stjórnmálum skýtur
víða upp kollinum. Síðustu
misseri hefur einn þingmað-
ur Kvennalistans, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir,
gerzt einn helzti talsmaður
þess. Með málflutningi sín-
um er hún orðin harður
keppinautur verstu aftur-
haidsaflanna í Alþýðu-
bandalaginu og er þá langt
til jafnað.
I útvarpsumræðum um
vantraustið á dögunum
sagði þessi þingmaður m.a.:
„Það er einnig hægt að
spara ríkisfé og fjárfesta
það á margvíslegan annan
máta en nú er gert og afla
þannig landsmönnum öllum
aukinna tekna. Svo eitthvað
sé nefnt má t.d. verja því fé,
sem nú fer í að byggja
Blönduvirkjun fyrir svissn-
eska auðhringinn Alusuisse
— og þar er ekki um smáar
upphæðir að ræða — þessu
fé má verja til að byggja
upp nýjar atvinnugreinar,
byggðar á innlendu hráefni
og innlendri þekkingu á
þeim stöðum, þar sem at-
vinna er nú að leggjast
niður sökum margvíslegra
erfiðleika í sjávarútvegi."
Það er með ólíkindum að sú
rödd skuli heyrast á Alþingi
íslendinga, að Blönduvirkj-
un sé byggð fyrir Svissneska
álfélagið. í málflutningi af
þessu tagi flest afturhald og
ofstæki sem ætla mætti, að
væri nánast óþekkt fyrir-
brigði í okkar landi á síðari
hluta 20. aldar.
Sú orka, sem í fallvötnum
okkar býr er ein af þremur
mestu auðlindum okkar ís-
lendinga. Menntun og þekk-
ing þjóðarinnar, fiskurinn í
sjónum og orka fallvatn-
anna eru þær auðlindir, sem
afkoma okkar byggist á.
Þegar ákvörðun var tekin
um byggingu fyrstu stór-
virkjunar okkar, Búrfells-
virkjunar, fyrir u.þ.b. tveim-
ur áratugum snerist Al-
þýðubandalagið harkalega
gegn þeirri ákvörðun og
lagði til í þess stað, að smá-
virkjun yrði byggð. Fengin
reynsla hefur sýnt og sann-
að að sú stefna Alþýðu-
bandalagsins var aftur-
haldsstefna. Frá því að þeim
hörðu átökum lauk um
byggingu Búrfellsvirkjunar
hefur það ekki verið dregið í
efa, að við ættum að halda
áfram að byggja ^tórvirkj-
anir og byggja upp orku-
frekan stóriðnað ífeinhvers
konar samstarfi vif erlenda
aðila. Ágreiningurinn hefur
ekki verið um það heldur
hitt, hvert form þess sam-
starfs skuli vera.
Nú heyrist skyndilega
rödd á Alþingi um að við
byggjum þessar stórvirkjan-
ir fyrir erlend fyrirtæki!
Heyr á endemi. Ef sjónar-
mið Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur fengju að ráða
mundi landsflótti hefjast
fyrir alvöru vegna þess ein-
faldlega, að við gætum ekki
tryggt þjóðinni þá afkomu
sem tíðkast hjá nærliggj-
andi þjóðum. Slíku aftur-
haldi á að vísa á bug.
Veruleiki
í kjaramálum
Iútvarpsumræðum um
vantraust á ríkisstjórn-
ina gerði talsmaður
Kvennalistans, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir,
stefnuna í kjaramálum að
umtalsefni og sagði: „En
þótt engin úrræði séu sýni-
leg hjá ríkisstjórninni þá er
margt, sem er og hefði verið
hægt að gera. Það hefði t.d.
verið hægt að leggja áherzlu
á krónutöluhækkun launa í
stefnumarkandi samningum
við opinbera starfsmenn 1
stað prósentuhækkunar eins
og við Kvennalistakonur
höfum þráfaldlega bent á.“
Sá þingmaður sem þannig
talar er í litlu sambandi við
veruleika íslenzks þjóðfé-
lags. Árum saman hefur
verkalýðshreyfingin sjálf
ekki verið til viðtals um
kjarasamninga af því tagi,
sem þingmaðurinn telur að
hefði átt að gera. Þvert á
móti er líklegt, að þeir
kjarasamningar, sem gerðir
hafa verið, tryggi þeim, sem
hærri hafa launin heldur
betri samninga en hinum
lægra launuðu. í áratugi
hefur reynst ómögulegt að
gera kjarasamninga á ís-
landi, sem tryggðu lág-
launafólki kjarabætur um-
fram aðra, sem máli skipti.
Ástæðan hefur alltaf verið
sú, að fólk á millilaunum og
hærri launum hefur neitað
að fallast á, að bilið minnk-
aði á milli þeirra og hinna
lægstlaunuðu. Ríkisstjórn
eftir ríkisstjórn hefur reynt
að koma fram láglauna-
samningum, en það hefur
alltaf strandað á verka-
lýðshreyfingunni sjálfri.
Þessi talsmaður Kvenna-
listans ætti að fara í la^ri til
verkalýðsforingjanna. *
Stærsta bókagjöf á íslandi:
Gáfu 30 þúsund
bindi bóka
SelfotHÍ, 13. oÓTember.
SÉRA Eiríkur J. Eirfksson á Selfossi
og kona hans, frú Kristín Jónsdóttir,
hafa með bréfi dagsettu 5. október
síðastliðinn gefið Bæjar- og héraðs-
bókasafninu i Selfossi allt bókasafn
sitt, um 30 þúsund eintök. Verður
safnið fyrst í stað varðveitt í húsi
þeirra hjóna og i þeirra forsjá.
Þann 5. október sl. átti frú
Kristín Jónsdóttir, kona sr. Eiríks
J. Eiríkssonar fv. prófasts á Þing-
völlum, 67 ára afmæli. í tilefni
dagsins sendu þau hjónin Bæjar-
og héraðsbókasafninu á Selfossi
eftirfarandi bréf:
„Hér með gefum við undirrituð
bókasafn okkar Bæjar- og hér-
aðsbókasafninu á Selfossi.
Gjöf þessi er til minningar um
kennara okkar á Eyrarbakka og i
Dýrafirði og fermingarfeður
okkar, þá sr. Gísla Skúlason á
Stóra-Hrauni og sr. Sigtrygg Guð-
laugsson á Núpi.
Með bestu óskum og þökkum i
trausti þess að safnið megi verða
almenningi til nota og þroska."
I þakklætisskyni bauð bæjar-
stjórn Selfoss og sýslunefnd Ár-
Séra Eiríkur flutti snjalla ræðu í bóf-
inu.
nessýslu þeim hjónum, börnum
þeirra 10 og tengdabörnum til
kaffisamsætis i Tryggvaskála
sunnudaginn 11. nóvember. Þar
voru auk heiðursgestanna allir
bæjarfulltrúar og sýslunefndar-
menn úr héraðinu, heiðursborgari
Selfosskaupstaðar, sr. Sigurður
Pálsson vígslubiskup, og frú,
starfslið Bæjar- og héraðsbóka-
safnsins og safnsstjórnarmenn,
núverandi og fyrrverandi.
Stefán Ómar Jónsson bæjar-
stjóri stýrði samkvæminu, og
stutt þakkarávörp fluttu óli Þ.
Guðbjartsson forseti bæjarstjórn-
ar og formaður bókasafnsstjórnar,
Andrés Valdimarsson sýslumaður,
Hafsteinn Þorvaldsson bæjarfull-
trúi og bókasafnsstjórnarmaður,
Steingrimur Jónsson yfirbóka-
vörður og sr. Sigurður Pálsson
vígslubiskup. Sr. Eiríkur J. Ei-
ríksson flutti snjalla ræðu. Kven-
félag Selfosskirkju sá um kaffi og
meðlæti af myndarskap.
Nærri lætur að stórgjöf þeirra
hjóna sé 30 þúsund bindi bóka.
Hér er þvi um að ræða einstakan
viðburð i islenskri menningar-
sögu, því aldrei fyrr hafa einstakl-
ingar hér á landi gefið samfélagi
sínu svo stórt bókasafn.
í bókasafni þeirra sr. Eiríks og
frú Kristínar er að finna allar is-
Séra Eiríkur og Qölskylda hans i kaffisamsætinu sem bæjarstjórn Selfoss og sýshinefnd Árnessýshi banð tiL
Verksmiðja Iceland Seafood Inc., áður Iceland Products í Bandaríkjunum.
Iceland Seafood í Bandarikjunum:
Fær viðurkenningu fyr
að sölumálum
ir starf
DÓTTURFYRIRTÆKI Sambandsins
í Bandarikjunum, Iceland Seafood,
var á mánudag veitt viðurkenning
fyrir gott starf að sölumálum. Viður-
kenning þessi nefnist „The Golden
Penguin Award“ og eru veitt af sam-
tökum, sem nefnast „The National
Frozen Food Association" sem eru
hin stærstu á þessu sviði í Bandaríkj-
unum. Innan þeirra vébanda er fjall-
að um alla frysta matvöru.
Guðjón B. ólafsson, forstjóri Ice-
land Seafood, sagði í samtali 'Pð
Morgunblaðið, að þessi viðurkenn-
ing væri fyrirtæki hans mikil
hvatning og því væri ekki að leyna
að menn væru svolítið drjúgir með
sig eftir að hafa fengið þessa viður-
kenningu, eins og Guðjón orðaði
það.
Hann sagði að fyrrnefnd samtök
hefðu undanfarin ár gert marz-
mánuð að mánuði frystra matvæla
í Bandaríkjunum. I ár hefðu þau
efnt til samkeppni milli fyrirtækja
í þessari grein og hefði fyrirtæki-
um verið skipt upp í flokka eftir því
á hvaða sviði þau störfuðu. Síðan
hefu samtökin fengið hlutlausan
aðila, í þessu tilviki Cornell-há-
skóla, til að meta árangur ein-
stakra fyrirtækja í sölustarfi,
kynningu og slíku. I flokki fyrir-
tækja, sem einkum selja stofnun-
um hefði dótturfyrirtæki Sam-
bandsins hlotið verðlaunin. Guðjón
sagði að eftir viðurkenningum sem
sþessum væri tekið og því væri hún
fyrirtæki hans mikils virði.