Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 41 t Séra Eiríkur J. Eiríksson og kona hans frú Kristín Jónsdóttir. lenskar bækur sem máli skipta og fjölmargt að auki. Þar er margt gagnlegra bóka og þar eru líka gersemar. Nefna má Guðbrands- biblíu og allar síðari útgáfur Bibl- íunnar á íslensku. Þar er nærri því hver einasta útgáfa af ritum ís- lenskra höfunda, skáldsögur, ljóð, leikrit. Þar er mikið safn lögfræði- rita, frábært safn rita um íslensk fræði, bókmenntir, málfræði og sögu, fornritin í flestum útgáfum, og þar eru flest íslensk tímarit frá upphafi. Þau hjón hafa eignast stór söfn nokkurra einstaklinga. Þannig keyptu þau bókasafn Aðalsteins Sigmundssonar að honum látnum, og var þar margt góðra bóka. Skulu aðeins nefndar færeysku bækurnar, sem eru einstakar í sinni röð. Mikinn hluta bókasafns Sveins Björnssonar forseta eignuðust þau, og er þar margt kjörgripa. Má þar nefna hið mikla safn ljósprentana íslenskra handrita, Corpus codicum Islandicorum me- dii aevi, sem Ejnar Munksgaard gaf út í Kaupmannahöfn á árun- um upp úr 1930, og eru þetta ein- tök sem Munksgaard gaf Sveini, sem þá var eini sendiherra íslands á erlendri grund. Þá eignuðust þau hjón ýmsar bækur úr safni dr. Alexanders Jó- hannessonar prófessors, og sömu- leiðis úr safni Ólafs Lárussonar prófessors, og má þar sérstaklega nefna rímnasafn Olafs, sem talið var hið besta I einkaeign. Síðan hafa þau hjón aukið rímnasafnið, m.a. með rímnasafni sem fékkst um hendur Helga Tryggvasonar bókbindara. I safninu eru einnig stássgripir, sem hvergi eiga sér hliðstæðu, og má þar nefna Sögu ólafs Tryggva- sonar sem út kom 1892. Bókin er úr safni Sveins forseta, með bók- merki hans og eigináritun á saur- blaði, og auk þess er þar skrifað: „Þessa bók batt ég sjálfur inn sumarið 1893. S.B.“ Slík bók er einstök, eða hvar í heiminum eru til bækur sem fyrsti forseti lýð- veldis hefur bundið inn? Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi á 75 ára afmæli um þessar mundir. Það á rætur að rekja til tombólu sem haldin var í Tryggva- skála árið 1909 að tilhlutan Ung- mennafélags Sandvíkurhrepps í því skyni að safna fé til að koma á fót lestrarfélagi. Lestrarfélag Sandvíkurhrepps starfaði til 1939 er það rann inn í nýstofnað Hér- aðsbókasafn Suðurlands, sem Héraðssambandið Skarphéðinn hafði komið á fót. Með setningu laga um almenningsbókasöfn árið 1955 varð safnið Héraðsbókasafn Árnessýslu, og þegar Selfoss fékk kaupstaðarréttindi árið 1978 breyttist nafn safnsins enn og nefndist Bæjar- og héraðsbóka- safnið á Selfossi. Um síðastliðin áramót var skráð bókaeign Bæjar- og hér- aðsbókasafnsins tæp 19 þúsund bindi, og hefur bókaeignin því meira en tvöfaldast með stórgjöf þeirra sr. Eiríks og frú Kristínar. Vegna takmarkaðs húsnæðis eru ekki tök á að veita nú þegar við- töku hinni miklu gjöf. Hin mikla aukning bókakosts og jafnframt sú eðlisbreyting á Bæjar- og hér- aðsbókasafninu, sem nú er orðin staðreynd, kallar aftur á móti á ákvörðun um framtíðarhúsnæði, sem vonandi verður tekið i notkun á næstu 5—10 árum. Haukur. Ammoníakslekmn í Sundahöfn: Tjónið metið á 35-40 milljónir LJÓST ER orðið að tjónið sem hlaust af ammoníakslekanum í vðru- geymslum Eimskipafélagsins í Sundahðfn 29. október sl., nemur tugum milljóna króna. Nær 500 lest- ir af frystum sjávarafurðum voru í frystiklefa í vðrugeymslunni og er talið að þær séu að langmestu leyti ónýtar, að sögn Þórðar Sverrissonar, fulltrúa framkvæmdastjóra Eim- skipafélagsins. Hilmar Victorsson hjá Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna, sem átti um 300 tonn af frystum karfaflðkum í geymslunni, telur að heildartjónið nemi 35—40 milljón- um króna. Gísli Olafsson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf., sem tryggði allar birgðirnar, sagði ekki verða endanlega ljóst fyrr en eftir nokkra daga hversu mikið tjónið væri né heldur hver myndi endanlega bera þann kostnað. Ljóst væri þó, að um „verulegt" tjón væri að rasða. Hjalti Einars- son, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði ljóst að SH myndi ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum ammoniakslekans, tryggingar myndu borga skaðann. Þórður Sverrisson sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær, að menn gerðu sér enn vonir um að eitthvað af fiskinum í frysti- geymslunni væri óskemmdur, það kæmi betur i ljós á næstu dögum. Hilmar Victorsson sagði regluna vera þá, að ef ammoníak kæmist i hluta birgða þá mætti umsvifa- laust telja þær allar ónýtar. „Þetta er gríðarlegt tjón, ekki undir 35—40 milljónum króna ef miðað er við að þarna hafi verið um 300 tonn af karfa, 100 tonn af skelfiski og önnur 100 tonn af rækju,“ sagði Hilmar. „Sú upphæð gæti orðið hærri þegar upp er staðið ef menn taka hugsanlega gengisfellingu inn i myndina, enda tekur a.m.k. einn mánuð að fá vör- una greidda.“ AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir KENNETH MACKENZIE Kúrdar rísa upp gegn Tyrkjum TYRKNESKIR víkingahermenn búnir herþyrhim hafa hafið mikla sókn á írösku yflrráðasvæði gegn uppreisnarmönnum Kúrda, sem hafa fært sig upp á skaftið og gert mikinn usla í suðausturhéruðum Tyrklands á undanförnum vikum. Uppreisn Kúrda, sem flestir búa nálægt svæðinu þar sem Tyrkland, írak og íran mætast, er fyrsta dæmið um pólitiskt ofbeldi í Tyrklandi síðan herforingjastjórnin fór frá í des- ember i fyrra. Uppreisnin hefur vakið mik- inn ugg meðal almennings og yf- irstjórn hersins hefur áhyggjur af ástandinu, þar sem hún hafði vonað að tekizt hefði að friða allt landið í tíð herforingjastjórnar- innar 1980—1983. í fyrra hermdu fréttir að Tyrkir hefðu staðið fyrir „tak- mörkuðum" hernaðaraðgerðum gegn kúrdískum uppreisnar- mönnum handan landamæra ír- aks, en þessar fréttir voru born- ar til baka. 1 janúar gerðu Tyrkir og írak- ar með sér samkomulag, sem greinilega snerti Kúrdamálið, um „að hafa nánara samstarf á sviði öryggismála og að grípa til öruggra ráðstafana til þess að koma í veg fyrir smygl (yfir landamærin)*. Skömmu síðar bárust fréttir um tyrkneskar loftárásir á stöðvar Kúrda, þá á irönskum og iröskum landamærasvæðum. En Kúrdar hertu baráttu sína og í sumar neyddust Tyrkir til að senda liðsauka á vettvang eftir dirfskufullt bankarán í Eruh og árásir á hernaðarmannvirki í Suðaustur-Tyrklandi. Hörðustu átökin að undan- förnu hafa geisað i Hakkari- héraði og gripið hefur verið til þess ráðs að flytja íbúa margra bæja og þorpa þar til Adana og Mersin á strönd Miðjarðarhafs. Þeir sem vilja ekki fara fá byss- ur og önnur vopn til að verjast árásarflokkum Kúrda. Margir striðsmenn Kúrda gera árásir sinar frá stöðvum í hálendi Norður-íraks, sem er kjörið til skæruhernaðar, sækja yfir landamærin, ráðast á stöðv- ar stjórnarhermanna, veita her- flokkum fyrirsát að vild og hörfa aftur yfir landamærin til griða- staða sinna. Yfirvöld í írak viðurkenna að þau ráði ekkert við ástandið á þessu „einskismannslandi“, aðal- lega vegna þess að hermenn þeirra eru uppteknir við stríðið við írani. Þótt írakar hafi leyft tyrkneskum hermönnum að at- hafna sig á írösku yfirráðasvæði hafa þeir neitað að taka þátt I aðgerðum Tyrkja. Bæði Tyrkir og írakar hafa strangan vörð við 750 mílna langa hráoliuleiðslu frá írak til Tyrklands, sem skæruliðar hafa oft ráðizt á. Olía sú, sem Irakar selja til útlanda, fer aðeins um þessa leiðslu og olía úr henni fullnægir að miklu leyti innan- landsþörf Tyrkja. Á sama tíma hafa Tyrkir reynt að eiga góð samskipti við írani og verða því að stunda erf- iða jafnvægislist. En Tyrkir eru Turgut Ozal sakar kommúnista og Armena um stuðning við Kúrda. Heimkynni Kúrda nú aðalviðskiptaþjóð írana, sem hafa látið í ljós ánægju með sambúð þjóðanna. Siðan Turgut Ozal forsætis- ráðherra kom til valda hafa Tyrkir gert sér far um að auka samskipti sin við önnur ríki mú- hameðstrúarmanna. Tyrkir vilja fylgja sjálfstæðari stefnu í mál- um, sem varða Miðausturlönd, og í deilumálum vestrænna þjóða og múhameðskra þjóða. Áður fylgdu Tyrkir yfirleitt vestrænni stefnu gagnvart ríkj- um múhameðstrúarmanna. Ozal hefur heimsótt nokkur ríki múhameðstrúarmanna, þar á meðal tvö sem eru óvinveitt vestrænum rikjum — Iran og Líbýu. Hann virðist ala með sér sér þá von að Tyrkir geti gegnt stærra hlutverki i heimi mú- hameðstrúarmanna, jafnvel for- ystuhlutverki. Gagnstætt írökum hafa íranir staðið fyrir aðgerðum gegn kúrdiskum „gagnbyltingarhóp- um“ i Kúrdahéruðum Vestur- írans á síðustu mánuðum. Sam- komulag tókst um „landamæra- mál“, þegar utanríkisráðherra írans, Áli Akbar Velayeti, ræddi við Ozal forsætisráðherra og Va- hit Halefoglu utanríkisráðherra i Istanbúl í ágúst. Fremstir í andspyrnu Kúrda eru herskáir stuðningsmenn Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), byltingarsinnaðra vinstrisamtaka, sem eru í tengslum við Jelal Talabani, leiðtoga Kúrda i írak. Tyrkneski herinn handtók marga virkustu stuðningsmenn- ina 1980—1983, en þeir sem kom- ust undan, þar á meðal nokkrir helztu leiðtogarnir, hafa fylkt liði að nýju i grannlöndunum. Yfirlýstur tilgangur flokksins er stofnun kúrdisks sósíalistalýð- veldis og höfuðborg þess á að vera tyrkneska borgin Diyarbak- ir. Þótt þessi áform kunni að virðast tálsýn er ógnunin tekin alvarlega. Tyrkneskir valda- menn hafa ekki enn gleymt upp- reisn Kúrda 1925, þegar minnstu munaði að nýstofnað lýðveldi Kemals Atatúrk leystist upp. Það sem Tyrkir óttast hins vegar mest eru auknar vísbend- ingar um að kúrdiskir skæru- liðaleiðtogar hafi samstarf við skuggaleg samtök armenskra hryðjuverkamanna, ASALA (Armenska leyniherinn til frels- unar Armeníu), sem hefur borið ábyrgð á morðum margra tyrkn- eskra stjórnarerindreka á und- anförnum 11 árum. Tyrkneskir embættismenn halda þvi enn fremur fram að ólöglegur flokkur tyrkneskra kommúnista, sem starfar neð- anjarðar i Tyrklandi og fyrir opnum tjöldum í Austur-Þýzka- landi, skipuleggi störf beggja þessara hópa. Ozal forsætisráð- herra hefur raunar sjálfur hald- ið þessu blákalt fram á þingi. Ozal hyggst nú hleypa af stokkunum viðtækri þróunar- áætlun i frumstæðum héruðum Kúrda. Vonað er að skólar, vegir, vatnsveitur, raforkuver o.8.frv. muni leysa vandann. Að dómi margra, sem vel þekkja til, hefði átt að vera búið að gera þetta fyrir löngu. Ozal viðurkenndi með yfirlýsingu sinni að Kúrdar hefðu lögmætar ástæður til að kvarta yfir félagslegu og efna- hagslegu misrétti og nú færa skæruliðar marxista sér þetta kunnáttusamlega i nyt. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa einnig látið i ljós ugg um að harðar gagnráðstafanir öryggissveita verði til þess eins að breikka bilið milli þorpsbú- anna i austurhéruðunum og stjórnarinnar i Ankara. Aðgerð- ir herlögreglunnar og lögreglu hafa einkum sætt gagnrýni. Meiri agi er i hernum, gagnstætt því sem talið er erlendis. Próf. Erdal Inonú, leiðtogi sósialdemókrata, sem nýlega var á ferð í austurhéruðunum, hefur varað yfirvöld við því að harka i yfirheyrslum fanga og aðrar hörkulegar aðferðir geti haft hörmuleg áhrif og orðið vatn á myllu kúrdiskra öfgamanna. Kenneth MncKenzie er sérfræð- ingur Tbe Obserrers í grískum og tyrkneskum málefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.