Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 52

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER1984 hönnun hófst 1970. Lovísa I var tekin í notkun 1977 og Lovísa II 1980. Eigandinn er Imatran voimaoy, ríkiseign að 95,6% en 4,4% á tryggingarfyrirtæki. Im- atran voimaoy er hluthafi í mörg- um öðrum orkuverum og framleið- ir og dreifir u.þ.b. 45% raforku í Finnlandi. Hvers vegna hér í Lovísa? Sjór- inn sér fyrir gnægð kælivatns og það lækkar dreifingarkostnaðinn að vera svo nærri meginnotend- um. Hvers lensk hönnun? Kjarna- ofninn og raflarnir eru frá Sov- étríkjunum en annar búnaður, s.s. stjórntæki, er frá Finnlandi og öðrum V-Evrópulðndum. Hvers vegna frá Sovétríkjun- um? Við köllum það „Easting- house“ Verðið er afar hagstætt, segir Turpeinen. Þeir sjá okkur líka fyrir fullunnu eldsneyti og taka við úrganginum á u.þ.b. tveggja ára fresti. Kjarnaofnar eru tveir og hverflasamstæður eru fjórar. Hvor eining getur framleitt mest um 450 megawött. Heildarafköst netto eru 890 megawött. Hvernig var hugmyndin kynnt staðarbúum? Bæjarstjórnin hafði það að mestu á hendi. Með fundum og blaðaútgáfu. Umræður urðu ekki stórvægilegar þetta var nýtt fyrir mönnum á 6. áratugnum. Gallup-skoðanakönnun nýlega sýndi að staðarbúar skiptust til helminga í afstöðu sinni. Sé tekið til alls Finnlands teljast um 75% mótfallin kjarnorkuknúnum raf- orkuverum. Sem stendur fram- leiða Finnar rúmlega 40% heild- arraforku sinnar með þessum hætti. Þetta er hæsta hlutfall í heiminum. Hve margir unnu við byggingu og frágang? 4000 manns og full- búið kostaði verið 1000 milljónir finnskra marka. (5000 millj. i.kr.) Við spyrjum um reksturinn. Hverjir nota orkuna? % fara til iðnaðar en 'A til almennra nota. Fjórðungur tekna Lovísabæjarfé- lagsins kemur frá opinberum gjöldum versins. Fastir starfs- menn eru 420 en 600 bætast við þegar framleiðslan er stöðvuð til að endurnýja eldsneyti og yfirfara búnað um leið. Hvernig er starfs- mönnum kynnt hættan? Talið þið um hættumörk? Nei. öll geislun getur skaðað. Þjálfun og starfsað- ferðir miða að þvf að sem fæstir verði fyrir geislun og eins lítilli og hægt er. Hvernig fylgist þið með? Hætt- an er mest þegar skipt er um eldsneyti og tækin yfirfarin. Hver starfsmaður hefur sinn eigin geislamæli. Við lesum af hjá föst- um starfsmönnum mánaðarlega en oftar hjá viðbótarmannskap við hættulegri störf. Meðalgeislun hjá þeim sem fyrir henni hafa orð- ið er innan við 100 REM. Heild- argeislunin yfir alla starfsmenn yfir árið hefur mælst 70—80 REM. Þetta er kallað mann-REM og al- þjóðlega samþykkt öryggismörk eru 500 mann-REM. Hvernig er brunavörnum háttað? Hafið þið sérstakt slökkvilið? Nei. Starfs- menn eru þjálfaðir f verkþáttum slökkvistarfs. Og framtíðin? Loka verður hverri starfseiningu eftir u.þ.b. 30 ára rekstur. Þreyta í búnaði gerir viðhald of dýrt og áhættusa'"* Á röltinu Yfirmaður öryggiseftirlitsins hleypir okkur inn með myndavél- ina gegn þvf að við notum ekki leifturljós. Það gæti ruglað viðvör- unarbúnað, segir hann. Leiðin Iiggur um skrifstofuhlutann fram hjá kaffistofu. I fordyri sjálfs stöðvarhússins er geislaeftirlitið. Þar klæðumst við hvítum slopp og þykksóla tátiljum utan yfir skóna. Varafilmurnar verða eftir með öll- um öðrum „lauslegum óþarfa". Leiðsögumaður okkar stakk seg- ulspjaldi sínu f rifu og sló inn númer. Verið skiptist í græn, gul og rauð svæði sagði hann. Á græn- um er hægt að vinna fullan vinnu- dag allt árið hættulaust. Gul svæði eru varhugaverð og rauð eru hættusvæði einungis fyrir nauð- synlega lágmarksumferð. Við lít- um hvort á annað. Leið okkar ligg- ur um græn, áréttar hann. Loftmynd af fyrsta kjarnorkuknúna raforkuveri Finna. Veriö stendur á litlum hólma í skerjagarðinum fyrir utan smábæinn Lovísa. f hvorum turni er kjarnaofn og frumhringrás. Neðst í vinstra horní sést afrennsli kælivatns úr þriðju hringrásinni. Handan turnanna er hverflasalurinn og loks dreifibirkið. (Birt með leyfi Imatran Voima oy). í kjarnorkuyeri — eftir Nfels Hermannsson Finnar framleiða rúmlega 40% heildarraforku sinnar f kjarn- orkuknúnum verum. Þetta er hæsta hlutfall f heiminum. Við að sjá kvikmyndina um Karen Silk- wood gripu mig nokkur ónot en jafnframt forvitni um kjarnorku- iðnaðinn. Ég fór þvf á stúfana. Kjarnorka Forsagan Þegar um aldamótin 1900 rofaði fyrir nýjum skilningi á eðli efnis- heimsins. Röntgen-hjónin upp- götvuðu X-geislana, í daglegu tali nefnda röntgengeisla og þekk- ingarbrot um hegðun geislavirkra efna röðuðust saman. 1905 birti Einstein kenningu sfna um tengsl orku og efnis. Á grundvelli hennar veltu vísinda- menn fyrir sér kjarnasamruna sem mögulegri orkulind. En ekki tókst að smiða nauðsynlegan tækjabúnað fyrr en 1939 og þá tókst hópum vfsindamanna beggja vegna Atlantsála að sýna fram á kjarnaklofningu. Samtímis varð Ijóst að mögulegt var með einni nifteind að koma af stað keðju- verkun sem óx og viðhélt sér með ógnarhraða uns allt „eldsneytið" var uppétið. Þetta tókst fyrst í kjarnaofni byggðum í kjallara íþróttahúss Chicago-háskóla f Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn lögðu í fyrstu áherslu á hernaðar- þýðingu hinnar nýju orkulindar vegna yfirvofandi þátttöku í heimsstyrjöldinni síðari. 1 ágúst 1945 bættist svo kjarnorkan í orðaforða heimsbyggðarinnar sem enn einn hryllingsdrátturinn í öm- urlegri mynd styrjalda. Kjarnorkusprengjum var varp- að á japönsku borgirnar Nagasaki og Hírósíma. Þetta var fyrir 39 árum og enn eru kjarnorkusprengjur á dagskrá í umræðum um hvar í Evrópu vesturveldin komi fyrir meðal- drægum kjarnaflaugum. Um frið- samleg not af kjarnorku er minna rætt. Sú þróun komst á skrið upp úr 1950. Nú eru starfræktir yfir 200 kjarnaofnar til raforkufram- leiðslu í Bandaríkjunum og einir fjórir hérna í Finnlandi. Frakkar og Japanir eru einnig stórir f snið- um á þessu sviði. Þegar logar á eldspýtu eða nær- ingarefnin brotna niður f manns- líkamanum eru það sameindir sem breytast og orka losnar. Kjarnork- an er aftur á móti bundin í kjarna frumeindar. Kjarna frumeindar er haldið saman af kröftum sem ver- ka milli róteinda og nifteinda hans. Þarna er bundin gífurleg orka f formi stöðuorku. Riðlist skipan róteinda og nifteinda losn- ar þessi orka í formi hreyfiorku og hita. Einmitt þetta gerist við kjarna- klofnun. Nifteind er „skotið" á kjarna og afstaða róteinda og nift- einda hans riðlast og feikna orka losnar úr læðingi í formi hreyfi- orku og þó einkum hita. En efni eru ákaflega miskleif, sum rýma utanaðkomandi nift- eind án þess að klofna og því er nokkuð hægt að stjórna hraða klofningskeðjunnar með þvi að blanda eldsneytið. Besta og mest notaða eldsneytið er frumefnið úr- aníum eða öllu heldur afbrigði þess sem kallast úraníum 235 eftir samanlögðum fjölda nift- og rót- einda þess. Hver úranfumkjarni sem klofnar sendir frá sér 2—3 nifteindir sem hver um sig getur klofið kjarna sem fyrir verður og því verður keðjuverkunin svo hröð og svo mikil orka losnar á auga- bragði. En úraníum 235 er aðeins örlítið brot náttúrlegs úraníums sem unnið er með námugreftri. Með sérstökum aðferðum er þó hægt að auka hlutfall þess. Kvikmyndin um Karen Silkwood fjallar um öryggismál starfs- manna verksmiðju sem fullvinnur eldsneyti fyrir kjarnaofna. Við bruna lk kílós af úranfum 235 myndast sami hiti og við bruna 1400 tonna af kolum. Van- dinn sem tækjakostur kjarnorku- veranna þarf að ráða við er að standast hinn gífurlega ■ hita, halda keðjuverkuninni stöðugri og undir stjórn og að hindra að stórhættuleg geislavirk efni kom- ist út í lffríkið. Geislunarhættan er fyrir hendi í öllum greinum kjarnorkuiðnaðar. Námugreftri, fínvinnslu eldsneytis, notkun í kjarnaofnum og síðast en ekki síst í frágangi og geymslu geislavirkra úrgangsefna. Og nú skulum við líta á fyrsta kjarnorkuknúna raforkuver Finna. Það hefur nú verið starf- „Heill iönaður hefur ris- ið upp kringum notkun kjarnorku. Henni fylgir stööug áhætta vegna geislunar, og verði meiriháttar slys getur þaö haft ófyrirsjáanleg- ar afleiöingar. Kostir eru hinsvegar augljósir: Mikil orka fæst úr litlu eldsneyti og úrgangs- efnin mega alls ekki fara út í lífríkið..." rækt í 7 ár í smábænum Lovísa, miðja vegu milli Helsinki og Kotka. Fyrirtækið vill bæta við 3. kjarnaofninum og rúmlega tvö- falda afköstin. Almenningur og stjórnmálamenn verða nú að gera upp hug sinn. í haust verða bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Við skoðuðum verið við ágæta leið- sögn, tókum fólk tali á götu og ræddum loks við ötulasta and- stæðing versins sem að eigin sögn reiðir fram þann helming sann- leikans sem fyrirtækið lætur kyrr- an liggja i upplýsingamiðlun sinni. í verinu Leiðsögumaður okkar er Jouko Turpeinen verkfræðingur sem annast þjálfun. í stöðinni er rekin eftirlíking kjarnaofns til þjálfun- ar. Meðan við bíðum eftir leyfi til að ljósmynda spyrjum við um sögu og tækniatriði. Lovísa I er fyrsta kjarnorkuver í Finnlandi. Orku skorti til iðnað- ar. 1961 var ákveðið að byggja og Turpeien opnar hurðina að þrýstijöfnunarklefa, sem fara verður um inn í turninn sem hýsir kjarnaofninn og frumhringrásina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.