Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
65
Minning:
Sveinn Einars-
son veiöistjóri
Faeddur 14. janúar 1917
Dáinn 2. nóvember 1984
Fyrir nær réttum 50 árum lagði
lítill leiðangur af stað á Vatnajök-
ul. Markmið hans var að kanna
gos og gosstöðvar í Grímsvötnum,
en þangað höfðu ekki komið ís-
lendingar síðan tveir sænskir
könnuðir staðsettu þá miklu eld-
stöð árið 1919 — og ef til vill ekki
fyrrum. Ferðin þótti nokkuð
áhættusöm að fyrri tíðar viðhorf-
um, útbúnaður var lélegri en nú
fæst og enginn vissi hvað eldgos-
inu leið. Leiðangurinn vakti at-
hygli og þá ekki hvað síst vegna
þess að einn af fjórum þátttakend-
um ferðarinnar var ung stúlka og
annar „varla af fermingaraldri"
eins og sagt var. Hann hét Sveinn
Einarsson ofan úr Miðdal í Mos-
fellssveit — einn úr hópi fjölhæfra
systkina sem kennd eru við þann
bæ. Rétt 17 ára þá.
Eftir Grímsvatnaförina fór
Sveinn víða um land með „Fjalla-
mönnum", m.a. var hann í þeim
hópi sem fyrstur fór á hábungu
Hofsjökuls 1939. Fjallamennskan
var einn þáttur þess innilega sam-
bands sem bóndasonurinn úr
nærsveit Reykjavíkur átti við
náttúruna, bæði dauða og lifandi.
Annar kom fram í hvers kyns
veiðimennsku. Virðing fyrir nátt-
úrunni og ánægja felst ekki aðeins
í að verja dýr merkurinnar, heldur
líka að nýta þau. Sveini var lagið
að skilja þetta og því gat hann
gengt stöðu veiðistjóra í landinu.
Skapgerð Sveins og skilningur á
viðkvæmum ferlum náttúrunnar
kom líka fram i listilegu hand-
bragði leirkerasmiðsins og vináttu
hans við svo marga. Þeir voru
sannkallaðir bræður, faðir minn
Fædd 20. ágúst 1892
Dáin 7. nóvember 1984
í dag er til moldar borin tengda-
móðir min, Ágústa Ingjaldsdóttir,
fyrrum húsfreyja í Auðsholti,
Biskupstungum. Hún fæddist í
Auðsholti 20. ágúst 1892. Foreldr-
ar hennar voru Jóhanna Magnús-
dóttir, dóttir Sigriðar og Magnús-
ar er bjuggu í Skarfanesi i Land-
sveit, og Ingjaldur Hróbjartsson,
ættaður úr Biskupstungum.
Systkini hennar voru tvö, Margrét
og Guðmundur, sem bæði eru nú
látin. Mjög ung var hún tekin i
fóstur af þeim mætu hjónum Guð-
rúnu og Jóni er þá bjuggu i Krók-
túni, Landsveit, og minntist hún
þeirra ávallt með gleði, virðingu
og þakklæti.
Um fermingaraldur dó fóstra
hennar og þá byrjaði baráttan að
vinna fyrir sér eins og titt var hjá
fólki á þeim timum. Vann hún
fyrir sér ýmist í kaupavinnu aust-
anfjalls á sumrum, eða í Reykja-
vík að vetri til. í kaupavinnu að
Stóra-Fljóti, Biskupstungum,
kynntist hún tilvonandi manni
sínum, Guðmundi Hallssyni,
greindum dugnaðarmanni. Á þess-
um árum unnu þau á vertíð hjá
þeim sæmdarhjónum Þorvaldi
Klementssyni útvegsbónda og
Stefaniu Tómasdóttur á Járngerð-
arstöðum, Grindavik. Voru þau
mikið vinafólk á meðan þau lifðu.
Árið 1921 giftu þau sig, Agústa og
Guðmundur, og hófu búskap í
Auðsholti af mikilli bjartsýni en
litlum efnum og mátti segja að
hagur þeirra batnaði með hverju
ári, sem byggðist á atorku þeirra,
dugnaði og hagsýni. Þau eignuðust
þrjú börn: Hall, kvæntan Súsönnu
og hann, og rúmlega 50 ára vin-
áttu Sveins og móður minnar má
kalla harla dæmigerða fyrir þenn-
an förunaut hennar i ótal
óbyggðaferðum og samstarfsmann
í Listvinahúsinu; ljúfmennið sem
nú er fallið frá fyrir aldur fram,
aðeins 67 ára.
Með Sveini er horfinn enn einn
af brautryðjendunum. Sem einn af
upphafsmönnum skipulagðrar
fjallamennsku, listiðnaðar og
veiðistjórnunar er hann maður
góðra minninga. Og sem maður
var hann svo nærfærinn i sam-
skiptum við mig og mín ættmenni
að skarðið verður ekki að fullu
fyllt, þótt maður komi í stað eins
og ávallt áður og héðan í frá.
Ari Trausti Guðmundsson.
Þegar Sveinn vinur minn er all-
ur sækja endalausar minningar á
hugann frá þeim stundum, sem við
nutum saman á ferðalögum um
landið og í veiðiskap. Það er sár
söknuður að horfa á eftir sínum
besta vini, hríslan stendur lauf-
laus eftir.
Við Sveinn kynntumst rétt eftir
að hann tók við embætti veiði-
stjóra árið 1958. Hann fékk mig
oft til hjálpar gegn erfiðum dýr-
bítum og gegnum árin þróaðist
með okkur djúp vinátta og virðing.
Sveinn var hæfileikamaður að
hverju sem hann gekk og glæsi-
menni. Hann var þéttur á velli og
þéttur í lund, karlmenni að burð-
um og hrókur alls fagnaðar á
gleðistund. Auk þess að vera hvers
manns hugljúfi var Sveinn vinur
minn þrautgóður á raunastund.
Starf sitt stundaði hann af
dugnaði og samviskusemi, ferðað-
ist mikið um landið og leiðbeinti
mönnum. Hann var alltaf tilbúinn
Guðmundsdóttur, Guðjón, kvænt-
an Jónu Einarsdóttur, og Sigríði
sem er gift undirrituðum. Barna-
börn urðu 6 og barnabarnabörn
eru 5. Mann sinn missti hún 1942,
en ekki brást kjarkurinn, því hún
hélt áfram búskap með börnum
sínum, lengst með Halli eða þar til
1954 að þau fluttu til Reykjavíkur
og hefur hún dvalið á heimili okk-
ar hjóna með litlum frávikum þar
til fyrir tæpum tveimur árum er
hún fer fyrst á sjúkrahús og síðan
á Hjúkrunarheimilið Grund þar
sem hún var mjög veik síðustu
vikurnar sem hún lifði.
Vil ég þakka læknum og hjúkr-
unarfólki á þessum stofnunum
fyrir frábæra hjúkrun og umönn-
un alla, sérstaklega starfsfólkinu
á Grund.
Nú, við þessi þáttaskil, er ég
hugsa um liðna daga, mun ég
minnast Ágústu sem mikillar
skapkonu, duglega og snögga til
átaka, fljóta I hugsun til orðs og
verks og hve fljót hún var að til-
einka sér breytta tíma og nýjung-
ar. T.d. vílaði hún ekki fyrir sér 87
ára gömul að skreppa tvisvar til
Mallorca með stuttu millibili og
sagðist sjá mest eftir að hafa ekki
byrjað á svona ferðalögum fyrr.
Þá minnist ég og margra frá-
sagna hennar af einstökum at-
burðum um og eftir aldamót, af
lífi og kjörum fólks, svo sem
jaröskjálftana 1896, þegar flest
börn I Landsveit voru flutt til
Reykjavíkur. Hún hafði sérlega
gott minni og var greinargóð til
hinstu stundar.
Að lokum vil ég þakka henni
sérstaklega alla þá einstöku um-
byggju og hjálpsemi sem hún
til hjálpar mönnum ef vargfugl,
tófa eða minkur urðu of miklir
skaðvaldar í löndum þeirra. En
hann var mótfallinn illri meðferð
og útrýmingu á þessum óvinum
bænda. Menn skyldu ganga hreint
til verks í veiðiskap, gæta ítrustu
varfærni í meðferð skotvopna svo
og særa ekki dýr að ástæðulausu. í
þessum ferðum kynntist Sveinn
mörgum góðum manninum og
menn kunnu að meta hjálpsemi
hans og tilsögn. En jafnvægi i riki
náttúrunnar skyldi i heiðri haft.
Fegurðar og tignar landsins naut
vinur minn í ferðum okkar. Hann
kunni að meta söng fuglanna og
sindrandi laxinn og ilm af lyngi og
mold. Það var eins og hann væri
eitthvað af þessu öllu saman og
tilheyrði því.
Sveinn fæddist að Miðdal i
Mosfellssveit 14. janúar 1917 og
var næstyngstur af ellefu systkin-
um. Nú eru aðeins þrjú á lífi.
Miðdalur var í þjóðbraut og var
þar tekið vel á móti lúnum ferða-
löngum, bæði mönnum og mál-
leysingjum. Á uppvaxtarárum sín-
um mun Sveinn hafa unnið við hin
ýmsu sveitastörf. Ungur að árum
fór hann að stunda veiðiskap með
stöng og byssu með góðum
árangri, enda maðurinn rólegur og
athugull.
Til Þýskalands fór hann til
náms og lærði þar leirkera- og
postulínsgerð. Eftir það kom hann
heim og vann við Listvinahúsið í
sýndi ömmubörnunum og síðar
langömmubörnunum sínum. Einn-
ig vil ég þakka vinafólki hennar
skyldu sem óskyldu fyrir tryggð
og vináttu til hinstu stundar. Hér
hefur aðeins verið stiklað á stóru i
lífshlaupi þessarar merku konu.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Ólafur Helgason
Lítil kveðja til langömmu
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfír mér.
Hallgr. Pétursson.
Nú er hún Ágústa langamma
min dáin.
Þá rifjast upp gamlar minn-
ingar og þá hugsa ég fyrst og
fremst um hvað hún var viljug að
passa mig, að segja mér sögur.
Ekki man ég fyrr eftir mér en að
ég sat hjá henni að púsla eða við
eitt og annað. Einnig var gaman
að hlusta á plöturnar hennar, en
hún átti heilmargar. Um allt þetta
hugsa ég með gleði og þakklæti.
Sigga Dfa
Minning:
Agústa Ingjalds-
dóttir Auðsholti
tuttugu og fimm ár, þar af í tíu ár
sem forstöðumaður og meðeigandi
með Guðmundi bróður sínum, sem
framleiddi ýmsa fallega muni úr
leir. Sveinn var listrænn eins og
svo margir í hans ætt. Margir eiga
fallega muni frá þcim árum. Að
loknu þessu starfi tók Sveinn við
starfi veiðistjóra, sem hann
gegndi til síðustu stundar.
Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Kamma N. Nielsen,
þau giftust 1942, skildu 1960. Þau
eignuðust fimm börn. Seinni kona
hans var Lára Einarsdóttir, þau
giftust 1966, hún andaöist 1975.
Sveinn átti í mörg ár við mikið
heilsuleysi að stríða, sem hann
bar með karlmennsku og trú á líf-
ið. Hann vissi að hverju stefndi og
hafði trú á því góða. Sveinn hélt
mikið upp á börnin sín fimm, sem
öll eru á lífi og eru þessi: örn,
Sigríður, Valgerður, Orlygur og
Einar, enda eðlilegt, hópurinn er
stórglæsilegur og mannkostafólk.
Afinn var brosmildur þegar
smáfólkið kom í heimsókn og var
reynt að gera öllum eitthvað gott.
Barnabörnin eru þrettán. Eftir að
Sveinn missti seinni konu sina bjo
hann einn. Hann átti fallegt heim-
ili og vildi hafa snyrtilegt í kring-
um sig.
Ég fagna þvi að hafa átt með
Sveini samstarf og fjallaferðir
sem eru mér ógleymanlegar. Ég
minnist hans með virðingu og
þökk.
Börnum hans og aðstandenum
votta ég dýpstu samúð.
Guðbjörn Guðmundsson.
Sveinn Reynir Einarsson veiði-
stjóri frá Miðdal i Mosfellssveit
lést á heimili sínu þann 4. nóv-
ember sl. 67 ára að aldri. Við lát
þessa gamla nágranna og skóla-
bróður skal send kveðja frá einum
úr gamla hópnum af fornum slóð-
um i Mosfellssveitinni fyrir 50 ár-
um. Leikvangur okkar var aðal-
lega „heiðin okkar“, Mosfellsheið-
in, við fjárrag, veiðiskap, ferðalög
og fleira sem til féll bæði gang-
andi og stundum ríðandi og þá
gjarnan á hestum feðra okkar eða
eldri bræðra. Tækin okkar voru,
auk hestsins þá gjarnan, skiðin,
stöngin, byssan eða netstubbur en
alltaf snærisspotti til þess að
binda uppi hest þvi stóð gekk i
Seljadalnum og þar var stundum
gott að finna eitthvað sem reitt
var. Þessi saga er sú sama, hvar
sem er á landinu frá þessum tíma,
og líf og yndi þeirrar kynslóðar
sem þá óx úr grasi.
Tryggvi bróðir Sveins var leið-
toginn og fyrirmyndin, bóndinn í
Miðdal eftir föður sinn. Hann
leiðbeindi um tæki, veiðistaði, að-
ferðir og búnað og umfram allt
átti hann Sprett og Fjalar og fleiri
gæðinga, sem voru til reiðu ef því
var að skipta. Hinir bændurnir í
sveitinni létu ekki standa á sér og
fleiri gæðingar voru þeim léðir er
kunnu með að fara, en þetta var
glaður og athafnasamur hópur,
þeir eldri á gæðingum en við hinir
yngri á vagnhestum heimilanna.
Sveinn Reynir fæddist í Miðdal
þann 14. janúar 1917 og var næst-
yngstur barna þeirra Mið-
dalshjóna, Valgerðar og Einars
Guðmundssonar, en þeim fæddust
11 börn og 9 af þeim komust á
legg. Þekktast þessara systkina er
án efa Guðmundur frá Miðdal,
jöklamaður, listiðnaðarmaður og
myndhöggvari og handhafi gull-
verðlauna fyrir höggmyndalist frá
Ólympíuleikunum í Helsinki 1952.
í æsku minni fór mikið og gott orð
af þessu heimili, sem var stórbýli
frá fornu fari, reisn og myndar-
skapur á öllum sviðum. Af þessum
systkinum kynntist ég aðeins
Guðmundi, Tryggva bónda í Mið-
dal, Hauki, sem er vafalaust
fræknasti keppnisgöngumaður
sem íslendingar hafa átt, og svo
yngstu systkinunum, Libu, Sveini,
sem hér er minnst, og Ingu Val-
fríði eða Snúllu, sem voru á mín-
um aldri.
Sveinn heitinn bar flest ein-
kenni ættar sinnar. Hann var
mikill vexti og sterkur, léttur á
fæti, ljúfur og kátur og svipurinn
bjartur og umfram allt hreinn og
hlýr. Á fermingaraldri hafði
Sveinn nær náð fullum vexti og
kunni margt fyrir sér í leik og
íþróttum, en í Brúarlandsskóla
var mikið stunduð glíma, og þýddi
fáum jafnöldrum að etja kappi við
Svein á því sviði. Brúarlandsskól-
inn átti þá á að skipa hópi drengja
sem bæði kepptu í glímu og fóru
um og sýndu þjóðaríþróttina, en
skólastjórinn, Lárus Halldórsson,
leiðbeindi og þjálfaði.
Skömmu eftir fullnaðarprófið
hóf Sveinn nám í leirmunagerð
hjá Guðmundi bróður sfnum, en
hann var brautryðjandi í þessari
listgrein hér á landi. Sveinn var
með þeim fyrstu sem stefndu að
því að nema þessa listgrein og
gera hana að atvinnu. Sveinn
starfaði í um 20 ár með Mannsa
bróður sínum á verkstæðinu, auk
náms í Þýskalandi, en listaverkin
þeirra bræðra eru sígild og nú orð-
ið fremur fáséð.
Enda þótt Sveinn stundaði
fjallaíþróttir með Guðmundi, þá
leið að því að hann vildi breyta til.
Heiðin togaði i hann en það fór
saman að þá minnkuðu umsvifin í
framleiðslunni svo að hann hvarf
frá starfinu og fékk sér önnur
störf sem ekki voru eins bindandi.
Jafnframt gafst tækifæri til þess
að taka upp fyrri lífshætti sem
hann raunar saknaði alla tíð, og
tók hann þá að sér grenjaleit og
eyðingu minnka á fornum slóðum,
aðallega fyrir sveitarfélögin við
Faxaflóann.
Embætti veiðistjóra var stofnað
1. janúar 1958 og var Sveinn nán-
ast sjálfkjörinn i þetta starf og
gegndi því til dauðadags.
Sveinn kvæntist Kömmu Niel-
sen 1952 og þau eignuðust 5 börn
sem öll lifa föður sinn, en þau
hjónin slitu samvistum. Nokkrum
árum seinna, árið 1966, kvæntist
hann Láru Einarsdóttur frá
Hringsdal, en þau nutu samvista
aðeins í tæp 10 ár, er hún lést um
aldur fram, og var sá viðskilnaður
Sveini mjög erfiður. Síðast hitti ég
Svein á landbúnaðarsýningunni I
haust og þá gáfum við okkur tima
til þess að rifja upp gamlar minn-
ingar. Hann gladdist yfir því að
mér hefði tekist að hafa uppá
gamalli mynd af glímuflokki Brú-
arlandsskólans og hafði hann hug
á að eignast eintak af henni en af
því verður þvi miður ekki.
Að leiðarlokum skulu Sveini
færðar þakkir fyrir samfylgdina
og samstarfið og skýr er minning-
in frá æskuheimili hans, er smal-
arnir á Mosfeilsheiði röðuðu sér
við hlaðborð Valgerðar i Miðdal
með Einar Guðmundsson bónda i
forsæti. Þá var margt skrafað og
gleðin ríkti.
Guðmundur bróðir hans kom
gjarnan við hjá mér siðustu árin
sem hann lifði, safnaði nokkrum
steinum í bakpokann sinn og sagði
meðal annars við mig: „„Heiðin
okkar“ hefir aðdráttarafl, og enda
þótt ég hafi ferðast um fjöll og
firnindi tslands og Evrópu, verð
ég alltaf að koma hér og þukla á
og anda að mér ilmi æsku minnar
og sannaðu til, svo verður um ykk-
ur fleiri."
Sveinn heitinn átti þess kost að
koma aftur i heiðina og anda að
sér andrúmslofti æskudaganna.
Blessuð sé minning hans.
Börnum, aðstandendum öðrum
og vinum votta ég samúð við frá-
fall hans.
Jón M. Guómundsson
t
Innilegar þakkir flyt ég öllum þelm sem sýndu mér og fjölskyldu
minni hlýju og vlnsemd vlö fráfall eiginmanns mlns.
JÓNS G. NIKULÁSSONAR
Isaknis.
Sérstakar þakkir eru hér færöar starfsfólki Borgarspitalans.
Helga Ólafson.