Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 67

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 67
Minning. MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 67 Birgir Kristján Sigurbjörnsson Kveðjuorð frá móður Fæddur 24. aprfl 1946 Dáinn 12. október 1984 „Hugur minn bindur brotin saman, best er að missa og njóta í þeim.“ (Ó.A.) Það er margs að minnast, allt frá því að vænta lítils barns og svo að gleðjast yfir því undri, sem Guð veitir hverri móður, sem fær í hendur heilbrigt barn og má ann- ast það, sjá það öðlast þroska til líkama og sálar. Hugur minn verður hljóður og þakklátur Guði, sem gaf mér drenginn minn, sem nýlega er horfinn okkur. Söknuðurinn er mikill eftir góðan son, sem kvaddi svo skyndilega þetta jarðlíf. En minningin geymist um allar góðu stundirnar, sem við áttum saman, bæði fyrr á árum og líka með konu hans og börnum, sem eiga nú um sárt að binda. Hann var góður heimilisfaðir, hjálpsamur konu sinni, sem ekki er heilsusterk, alúðlegur og góður faðir börnum sínum. Birgir Kristján fæddist í Stykk- ishólmi og þar ólst hann upp á heimili okkar foreldra sinna, í stórum systkinahópi. Hann lék sér með leikfélögum sínum við víkina þar sem hann var fæddur, þar var fyrstu fleytunum ýtt úr vör, kannski bara litill kubbur með nagla í miðju fyrir mastur, sem leikgleðin breytti í stórt hafskip, og svo var komið heim að kveldi með vota fætur og kalda fingur, sem gott var að láta mömmu taka í varmar hendur og veita hlýju. Já, það er margs að minnast frá bernskuárunum. En tími áhyggju- lausra daga leið og starfið tók við, hann gerðist sjómaður og það varð hans ævistarf. Rúmlega tvítugur að aldri kynnist hann ungri og glæsilegri stúlku, það var Ellen Jónasdóttir frá Sauðárkróki. Hún fluttust hingað til Stykkishólms og bjó hjá frænku sinni, Soffíu Lárusdóttur, sem þá var búsett hér. Ellen og Birgir felldu hugi sam- an, þau giftust og stofnuðu heimili og bjuggu hér i Stykkishólmi um árabit, en fluttust svo til Vest- mannaeyja. Dvölin þar varð ekki löng, aðeins rúm ár en þá braust eldur út í Eyjum sem kunnugt er, þá fluttust þau til Sauðárkróks og eftir stutta dvöl þar lá leiðin aftur til Stykkishólms, þar sem þau voru nokkur ár. Aftur leituðu þau til Suðurlands og áttu síðast heim- ili á Selfossi. Frænka Birgis, Þorleif Sigurð- ardóttir, sem býr i Hveragerði ásamt manni sínum, Ámunda El- issyni, minnist Birgis með þökk fyrir áralanga vináttu og hefur beðiö mig að flytja Ellen og börn- um hennar innilegar samúðar- kveðjur. Alltaf stundaði Birgir sjóinn hvar sem heimili þeirra var. Oft minntist hann ýmissa skipsfélaga sinna með hlýju og þakklæti fyrri vináttu á liðnum árum, sérstaklega sona Ágústs Péturssonar, sem hann var lengi með á sjónum og einnig leikfélag- anna kæru, bræðranna frá Ás- garði, sona Björgvins Þorsteins- sonar. Sú vinátta reyndist vel til enda og sýndi sig best að leiðar- lokum, þvi einn þeirra bræðra, J6- hannes, rétti hönd til hjálpar, svo Birgir fékk hinsta hvílurúm hér á æskustöðvum sínum. Hann var jarðsettur 20. otkóber hér í Stykk- ishólmi. Ég vil flytja öllum þeim sem voru honum vel og hafa sýnt okkur samúð og kærleika á erfið- um stundum undanfarið, innilegar þakkir og bið Guð að blessa allt þetta góða fólk og launa því fyrir okkur. Eins og áður segir var Birgir minn alltaf á sjónum. Nóttina áð- ur en hann fór síðustu sjóferðina dreymdi hann einkennilegan draum, sem hann sagði konu sinni áður en hann fór á sjóinn. Hann þóttist sjá fyrir sér nokkrar ljóð- línur. Efni þeirra var á þá leið, að hvar sem leiðin hans lægi yfir víð- áttu hafsins, mundi hann taka höfn á framandi strönd. Óljós minning var í huga hans að hann hefði séð yfir víðáttumikið haf og hið fegursta land í fjarska, þetta leið fyrir um leið og hann vaknaði. Og ég hugga mig við að hann sé nú á lífsins landi, heima hjá frels- ara okkar. Þetta vers úr Passíu- sálmunum kemur aftur og aftur í hugann, það er sem ég heyri það sungið inn í sál mína. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þó sofni líf sé hún ætíð í þinni hlíf. H.P. Kona Birgis míns, Ellen Jónas- dóttir, og börnin öll, Unnar Þór, Eyrún Soffía og Elvar Jónas, þakka honum allt hans ástríki og umhyggju. Systkinin þakka kærum bróður samfylgdina og ég þakka honum sonarástina og alla gleöi sem hann veitti mér og ég bið Guð að blessa minningu hans. Við kveðjum hann öll með hjartans þökk og von og vissu um endurfund og ég tek undir með sálmaskáldinu. Blessuð von í brjðsti mínu bú þú meðan hér ég dvel. Lát mig sjá í Ijósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. H.H. Soffía Pilsdóttir t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGÞRÚOUR GUDJÓNSDÓTTIR, Flókagötu 33, sem lést 10. nóvember sl. veröur jarðsungin frá Frlkirkjunni I Reykjavík föstudaginn 16. nóvember nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu mlnnast hinnar látnu er bent á Barnaspftalasjóö Hringsins. Jón Ólafsson, Guöjón Ólafsson, Gunnar örn Ólafsson, Ólafur H. Ólafsson, Ólöf Björnsdóttir, Áslaug Sigurgrfmsdóttir, Sofffa Péturadóttir, Margrét Thorlacius. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Þingvallastrasti 18, Akurayri, sem lést 8. nóvember sl. veröur jarösungin laugardaglnn 17. nóvember kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fjóröungsjúkrahúsiö á Akureyri. Geir 8. Björnsson, Bjami Sigurösson, Sólvelg Siguröardóttir, Ingibjörg Siguröardóttir, Ragnar Sigurösson, Oddur Sigurösson, Þór Sigurösson, Sólveig Hallmundsdóttir Anita Björnsson, Kristjana Tryggvadóttir, Finnbogi Gfslason, Krfstján Karl Guöjónsson, Valgoröur Tómasdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir, Herdfs Stefénsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og jarðarför, HJÁLMARS HELGA GUDMUNDSSONAR húsasamiös, Hrfsateig 39, er lést þann 20. október 1984. Jóna Eirfkadóttir, Sssvar Hjélmarsson, Sólrún Hjálmaradóttir, Helgi Hjélmarsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför elskulegrar eiginkonu, dóttur, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Héeyrarvöllum 46, Eyrarbakka. Pétur Sigurösson, Sigrún Guómundsdóttir, Ólafur Jakobsson, Erling Pétursson, Sigrún Pétursdóttir, Erla Péturdóttir, Svana Pétursdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Guórún Pétursdóttlr, Jóhanna G. Jónadóttir, Astþór Óskarsson, Siguröur B. Björnsson, Jón Haltdórsson, Matthfas Óskarsson, Guólaugur Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengda- móður, HERMÍNU HALLDÓRSDÓTTUR. Valur Pálsson, Erna Marfusdóttir, Marta Pélsdóttír, Leifur Þorleifsson. t Viö undirrituö fœrum öllum þeim fjölmörgu einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem stutt hafa okkur til utanfarar meö lltlu dóttur okkar, ÁSTU KRISTÍNU, okkar innilegustu þakkir. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki barnadeildar Landakotsspitalans fyrir einstaka um- hyggju og ástúö i veikindum hennar. Vilborg Benediktsdóttir, Guömundur Arni Hjaltason. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, FRANZISKA KARÓLÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Vatnsstfg 9, Raykjavlk, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 13.30 e.h. Kristfn Jónasdóttir, Snorri Guömundsson, Árni Jónasson, Aöalbjörg Ágústsdóttir, Sigurjón Jónasson. börn og barnaböm. + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför VALDIMARS KRISTJÁNSSONAR vélvirkja. Steinunn Valdimarsdóttir, Emil Valdimarsson, Brynja Valdimarsdóttir, Bolli Valdimarsson, Kjartan Valdimarsson, Kristjén Valdimarsson, Ingibjöi g Árnadóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og útför fööur okkar, tengda- fööur og afa, GE8TS ODDLEIFS80NAR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hrafnistu i Hafnarfiröi. Helga Gestsdóttir, Gunnar Björnsson, Anna Gestsdóttir, Magnús Thorvaldsson, Guöný G. Phipps, LeRoy Phipps, Auður Gestsdóttir, Gunnlaugur Ingvarsson, Hildigunnur Gestsdóttir, Bergur Adoiphsson, Skúli Mér Gestsson, Barbara Gestsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, STEINÞÓRS SÆMUNDSSONAR gullsmföameistara. Sólborg 8. Siguróardóttir, Álfheiöur Steinþórsdóttir, Siguröur G. Steinþórsson, Magnús Steinþórsson, Steinþór Steinþórsson, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og tangafa, BJÖRGVINS SIGURJÓNSSONAR, Bergstaöastrssti 54. Guörún Fjóla Björgvinsdóttir, Vilhjélmur Hjélmarsson, Sigurgeir Björgvinsson, Jóna Pétursdóttir, Ingunn Hlfn Björgvinsdóttir, Friörik Sófusson, Jódfs Sjöfn Björgvinsdóttir og afabörnin. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mlns, fööur okkar og afa. FLOSA ÞÓRORMSSONAR frá Fáskrúösfirói, Kleppsvegi 82, Reykjavfk. Sigurborg Jónasdóttir, Ásgeróur Flosadóttir, Jóhannes Gunnarsson, Stefanfa Flosadóttir, Halldór Þórhallsson, Guövin Flosason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.