Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 70

Morgunblaðið - 14.11.1984, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 Andrés önd og Mikki mús á eftirlaun Vlð erum 7 Mm vinnum •tanzlaust f þasau allan daginn. Morgunbtaðw/úi.K.M. Vetur er genginn i garð og eflaust margir sem eru farnir að huga að vetrardekkjunum, áður en snjóa tekur og isingin fer að verða hættu- leg. Blm. leit inn hjá Jóni ólafssyni á hjólbarðaverkstæðinu við Ægissiðu og spurði hvort mikið væri að gera í dekkjaskiptingum, hvort einhverra breytinga væri vart í þeim efnum og hvort naglarnir væru enn vinsælastir. „Það er mjög mikið að gera hérna eins og þú getur séð. Við erum sjö sem vinnum í þessu stanzlaust allan daginn. Það er mest að gera hjá okkur í þessu frá 15. október og fram undir miðjan desember, þá fer að hægjast um. Það er alveg áberandi hvað keypt er miklu meira en áður af sóluðum dekkjum og eflaust er skýringuna að finna í breyttum fjárhag fólks. Það munar einnig töluverðu á verði, sóluð dekk á meðalstóran bíl kosta frá sjö til átta þúsund, en ný kosta þau á bilinu tólf til þrettán þúsund. Nagla- dekkin eru ennþá vinsælust hjá fólki og það má eiginlega segja að flestir séu með nagla í dekkjunum." Disney-fyrirtækið bandaríska hefur tilkynnt, að brátt muni vinsælustu stjörnur þess, Andrés önd og Mikki mús, verða að vikja fyrir öðr- um yngri. Nýju stjörnurn- ar, sem á að treysta til að taka við þeim félögum, eru að visu enn á teikni- borðinu en verða kynntar með pomp og prakt innan skamms. LITIÐ INN Á HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI: Meira keypt af sóluðum \ J MAÐURINN, SEM FANN --- AIDS-VEIRUNA, ÆTLAR LÍKA AÐ FINNA VOPN GEGN HENNI „Eins og kotra með tugþúsundum eininga Dagur er að kvöldi kominn f Heilsufræðistofnuninni í Bethesda f Maryland f Bandarfkj- unum, en rannsóknamennirnir 12 eru ekkert á heimleið. í stuttbuxum og skyrtubol undir skjannahvitum sloppi grúfa þeir sig yfir flöskur með banvænum veirum og til- raunaglös, sem eru barmafull af sýktu blóði. Skyndilega kemur dr. Robert C. Callo inn f rannsókna- stofuna, króar af þrjá menn og spyr þá í þaula um sfðutu tilraun- irnar með HTLV-3, veiruna, sem dr. Gallo fann og veldur hinum skelfilega AIDS-sjúkdómi. „Hve- nær, hvenær," spyr hann og áhyggjufullt fólk um allan heim þyrstir f að heyra svarið við þvf hvenær mótefni finnist við sjúk- dómnum. sjúkdómnum, sem berst fyrst og fremst á milli með kynmökum og sýktu blóði, og hefur þau áhrif, að varnir lfkamans gegn öðrum sjúk- dómum og krabbameini bresta. Upphaflega gætti hans einkum meðal kynvillinga, eiturlyfjasjúkl- inga, sem sprauta sig f æð, Haiti- búa og dreyrasjúklinga, en nú er hann að breiðast út meðal kvenna, barna og karlmanna, sem ekki eru kynvilltir. Hans hefur orðið vart í meira en 30 löndum „og mun halda áfram að aukast þar til við finnum ráð, sem dugar,“ segir dr. Gallo. Dr. Robert Gallo er maður sem hefur keppnisskapið f góðu lagi. Hann tekur ekki þátt i neinu nema með það fyrir augum að bera sigur úr býtum. „Gallo vill ekki bara vinna, hann krefst þess,“ segir einn samstarfsmanna hans og sem dæmi um það má nefna, að þegar Mary Jane, konan hans, var farin að vinna hann reglulega f tennis þá lagði hann þá fþrótt einfaldlega á hilluna. Dr. Gallo var aðeins barn að aldri þegar hann fékk óslökkvandi áhuga á lfffræði og mestan hluta starfsævi sinnar hefur hann glfmt við leyndardóma krabbameinsins. í æsku, þegar hann var 13 ára gam- all, varð hann fyrir erfiðri reynslu, sem skýrir að nokkru hvers vegna honum finnst hann alltaf vera f kapphlaupi við tfmann — og dauð- ann. Þá veiktist átta ára gömul systir hans af hvítblæði og minn- Dr. Gallo moð myndir af veirunni, sem veldur AIDS, og öðrum skyldum henni. ingin um helstrfð hennar hefur aldrei yfirgefið hann. „Það var skelfilegt. Ég man, að ég gekk inn til hennar og virti fyrir mér nábleikt andlitið og ég veit ekki hvernig ég komst aftur fram.“ Jafnvel enn f dag segist Gallo eiga erfitt með að standa augliti til auglitis við fólk, sem er að deyja úr kvalafullum sjúkdómi. „Það skelfir mig og á eftir á ég erfitt með að einbeita mér að störfum mínum.“ Rannsóknir dr. Gallos og sam- starfsmanna hans miðast nú að þvf að búa til mótefni gegn AIDS með þvf að endurgera eggjahvítuhulstur veirunnar en sleppa banvænum kjarna hennar. „Þetta er eins og koma saman kotru með tugþúsund- um eininga," segir einn manna Gallos en enginn efast um, að Gallo takist það. í ágúst sl. voru í fyrsta sinn gerð- ar tilraunir á fólki, sjálfboðaliðum, með mótefni gegn AIDS en ennþá er ekki ljóst hvern árangur það ber. „Við höfum unnið meira starf á sex vikum en oft er unnið á sex árum,“ segir dr. Gallo. „En þegar við hugs- um um fólkið, sem hefur tekið sjúkdóminn, miðar okkur sorglega hægt.“ Leitin að mótefni gegn AIDS gerist æ ákafari með degi hverjum. „Ég vil ekki valda neinni skelf- ingu,“ segir dr. Gallo, „en AIDS breiðist út miklu hraðar en okkur óraði fyrir.“ Um 6.000 manns hafa sýkst og um 3.000 eru látnir úr Dr. Gallo (fyrlr miðju) ásamt samstarfstólkl sfnu. fclk i fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.