Morgunblaðið - 14.11.1984, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984
71
COSPER
— Þetta er undarlegt. Það er enginn snjór í skýjunum lengur.
HALLVEIG
THORLACIUS:
Kennir
má kalla
?að sem kannski
Drúðuleikhúsfræði
að er býsna forn listgrein að
fást við brúður af ýmsu tagi,
bæði hvað smíðina varðar og ekki
síður hreyfingar þeirra. Þegar
þetta er sagt þá er átt við það
sem við I daglegu tali köllum
brúðuleikhús. Þessi listgrein hef-
ur skotið rótum hér á fslandi að
undanförnu og má nefna ýmis
nöfn fólks sem hefur lagt hönd á
plóginn, s.s. Jón M. Guðmundsson
og Margréti Björnsson svo ein-
hverjir séu nefndir. Ein þeirra
sem einnig hefur fengist mikið
við þessa hluti er Hallveig Thor-
lacius, en hún hefur nú um ára-
skeið kennt það sem kalla má
kannski brúðuleikhúsfræði. Blm.
hafði samband við hana til að
forvitnast nánar um kennsluað-
ferðir og hvort hún fengist við
fleira í þessu sambandi.
„Þetta er nú ekki alveg ný bóla.
Ég hef kennt þetta í fjögur til
fimm ár og byrjaði reyndar í
Fósturskólanum. Síðan bættist
Þroskaþjálfaskólinn í hópinn og i
fyrravor byrjaði ég í Kennara-
háskólanum. Einnig kenni ég við
Ármúlaskólann en þar er þetta
komið inn i kjarna á uppeldis-
braut i stað myndlista- og leik-
listar*
Hvernig er kennslunni háttað?
nÉg byrja á því að reyna að
vekja áhuga nemenda og reyni að
taka þau á sýningu eða sýna þeim
sjálf svo þau viti hvað brúðu-
leikhús í rauninni er. Að þvi
loknu kynni ég þeim hinar mis-
munandi tegundir brúða, sumar
eru skaftbrúður, aðrar eru þann-
ig að maður stingur hendinni i
þær o.s.frv. Þegar búið er að
kynna þeim gerðirnar og þau bú-
in að gera upp við sig hvernig
brúður þau vilja gera fá nemend-
ur að búa til sína eigin, frekar
einföldu brúðu sem við reynum
þó að hafa þannig að hún sé ekk-
ert rusl.
Þegar því er lokið reyni ég að
gefa hverjum nemanda hugmynd
um hvernig nota megi brúðuna og
þá fer það auðvitað eftir þvi hvar
ég er að kenna, hvort það er í
Þroskaþjálfaraskólanum eða
annarsstaðar.
Ef ég væri að kenna í Kennara-
háskólanum myndi ég leiðbeina
hvernig hægt væri að nota brúð-
una við kennslu, ef kennslan ætti
sér stað í Fósturskólanum hvern-
ig hægt væri að nota hana á
barnaheimili o.s.frv.”
Worgunblaötö/Arni Seeberg.
Nemendum er gefinn kostur á
að búa til sina eigin brúöu.
Auk kennslunnar ertu einn af
stjórnendum Leikbrúðulands.
Já, en síðan er ég einnig með
sjálfstæðar sýningar á barna-
heimilum sem nefnast „Sögu-
svunta“. Að visu eru sýningarnar
ekki ennþá komnar til Reykjavík-
ur, ég er enn á landsbyggðinni.
Þær eru ætlaðar yngstu áhorf-
endunum, frá tveggja og upp i
svona sjö ára. Þetta er samansett
af stuttum leikþáttum því svona
lítil börn þurfa að sjá mikla
hreyfingu til að halda athyglinni.
Þessi sýning tekur um eina
klukkustund.
Langar ekki
til að verða
að aumingja
— segir söngvarinn
í Duran Duran
t imon le
Tw söngvarinn í
hljómsveitinni Duran
Duran, er nú skiiinn við
allt fikt með eiturlyf og er
fluttur heim til pabba
síns. Fyrir þremur mán-
uðum var eiturlyfjanotk-
un hans gerð opinber í
réttarhöldum I London
vegna mikils eiturlyfja-
máls i sambandi við The
Rum Runner-klúbbinn I
Birmingham.
„Ég hef lært mína lexiu
og ætla ekki framar að
koma nálægt kókaíni eða
hassi. Nú þegar ég bý með
föður mínum geri ég mér
betur grein fyrir hvað ég
væri að gera minu fólki ef
ég byrjaði aftur. Áður leit
pabbi rannsakandi i augu
mér þegar við hittumst en
nú þarf hann ekki lengur
að skoða í mér auga-
steinana til að sjá hvort
ég hef neytt eiturlyfja.
Við höfum talað um þessa
hluti saman og mig langar
ekki til að veröa að aum-
ingja eins og ég hef séð
allt of inarga verða,“ segir
Simon.
Duran Duran er alltaf
jafn vinsæl og nú eru þeir
í þriðja sæ'.i á breska
vinsældalistanum með
lagið „The Wild Boys“.
Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga.
Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá
flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. 9.835.00
6LASG0W
8.935.
Helgar- og vikurferðir. Brottför fimmtudaga og
laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta
flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 8.935.00
mmh
9.370.
Helgar- og vikuferðir. Brottför fimmtudaga og
laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði.
Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00
LUXEMBOURG 10.765.
Helgar- og vikuferðir. Helgarferð: Flug og gisting
m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00.
14.241.
Helgar- og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til
Parísar.
Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði/flug og bíll.
Verð í tvíbýli frá kr. 14.241.00.
15.568.
Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið
um Luxembourg.
Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði.
Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00.
KAUPM.H0FN 10.334.
Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga.
Helgarferð: Flug og gisting m/morgunverði.
Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00.
T
rm
Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær
vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg —
17 daga ferð.
Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00.
22.529.
Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr
skammdeginu á Islandi. — Fjölbreytt úrval gististaða,
margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá
okkur um ferðamátann, sem hentar þér.
Verð frá kr. 22.529.00.
SKIÐAFERDIR 22.098.
í boði er fjölbreytt úrval skíðaferða í vetur, frá
desembermánuði '84 til vors '85. — Viku-, 2ja vikna og
3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar
26. des. — Góðir gististaðir í Mayrhofen.
Verð í tvíbýli m/hálfu fæði í 2 vikur frá kr. 22.098.00.
Láttu okkur aðstoða þig við að velja Sklðaferðina sem
hentar þér.
FARSEÐLAR UM ALLAN HEIMI
FERDA
MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133