Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14 NÓVEMBER 1984
75
Bréfritari tehir að flestir eða allir íslendingar geti lesið bækur sem skrifaðar voru fyrir mörgum öldum.
ekki geta komið út úr sér orði am-
bögulaust", eins og hún segir orð-
rétt, heimtar hún vægast sagt ein-
kennilegan rétt með þessum orð-
um: „Þágufallssýki og aðrar mál-
kenjar þær, sem ýmsir lýsa sem
sjúkdómi, eiga kinnroðalaust að
öðlast sinn sess í málinu." Ég veit
ekki, hvort menn hafa nokkru
sinni fyrr barið augum annað eins
bull. Eg legg samt fram eftirfar-
andi spurningar til ihugunar: Eiga
þeir, sem ekki geta komið út úr sér
ambögulausri setningu, eða óvit-
lausu orði, sama rétt til áhrifa á
málfar eins og þeir, sem vilja
vanda til þess? Og eiga sjúkdómar
og kenjar að ráða gangi mála?
Næst heimtar G.Sv. að hver og
einn fái rétt til þess að misþyrma
málinu að vild, — kinnroðalaust.
Á íslandi eru blessunarlega
margir, sem tala og rita gott mál,
eins og sagt er. Það eru sennilega
þeir, sem G.Sv. á við með þessari
Einnst ráðamönnum það kannski
»ódýrara“ að einn og einn vegfar-
andi limlesti sig og liggi á sjúkra-
húsi svo vikum eða mánuðum
skipti? Er heitt vatn kannski af
skornum skammti núna? Er það
ekki annars rétt, að það sé af-
rennslisvatn, sem annars færi til
spillis, sem notað er í svona fram-
kvæmdir? Mikið þætti mér gott að
fá einhver svör við þessu og von-
andi verður það fljótlega, því ekki
ætla ég að hætta mér oftar i
gönguferð um Bankastrætið fyrr
en úr þessu verður bætt.
Járnkrossar
fást víða
Margir hafa haft samband við
Velvakanda vegna fyrirspurnar
um járnkrossa, þ.e. hvar hægt
væri að fá jámkrossa til að
skreyta með leiði. Bragi Einarsson
• Reykjavík hefur umboð fyrir
þýska krossa og er hægt að skrifa
til hans og fá sendan myndalista.
Bragi hefur pósthólf 1266 í
Reykjavík.
Vélsmiðjan Jónas í Reykjavík
tekur einnig að sér smíði slíkra
krossa og er hægt að ná sambnadi
við talsmann verksmiðjunnar,
Einar Ingólfssonti síma 81651. Á
Akureyri tekur Ivar Kristjánsson
að sér smíði járnkrossa. Þeir eru
»galvaniseraðir“ og með teini
niður úr, svo festa megi þá í jörð.
Sími ívars er 96-24109.
setningu: „Nokkrir geirfuglar, sem
enginn skilur sakir fyrnsku tal-
anda þeirra.“ — Ég veit eiginlega
ekki hvaða mál þessi manneskja
talar daglega og við hverja. Én
vilji hún losna við einhverja af
sínum mýmörgu og þungu fordóm-
um gegn sínu eigin tungumáli,
ætti hún að hlýða á fyrirlestra hjá
málfærum mönnum, t.d. Þorsteini
Gylfasyni og Þórhalli Vilmund-
arsyni, sem tala rétt, skýrt og ein-
staklega orðfagurt og lifandi nú-
tímamál — og alveg áreynslu-
laust.
Eins og ég sagði í upphafi þessa
máls býst ég við að G.Sv. hafi lítið
hugsað, og síst fram í tímann, þeg-
ar hún ritaði þessa grein. Annars
hefði hún sennilega ekki gert það.
Afleiðingarnar af hinu „fljótandi
gengi“ málsins, sem hún telur svo
æskilegt, geta orðið hrikalegar og
meira en það. Væntanlega mun
meiri hluti fólks vilja búa við agað
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Ekki Diddú,
Ein úr Vestmannaeyjum hrinedi:
I Lesbók Morgunblaðsins á
laugardag skrifar Gisli Sigurðsson
um Óvinsældalistann, sem Illugi
Jökulsson tók saman í morgunút-
varpi. Margt er þar vel sagt, eins
og Gísla var von og vísa, og ekki
vil ég setja neitt út á mat hans á
lögum þeim, sem hrepptu þann
vafasama heiður að lenda á listan-
um. En hafa skal það sem sannara
reynist. Gísli talar á einum stað
um að söngvarar eins og Björgvin
Halldórsson og Diddú ættu ekki
að leggjast svo lágt að syngja
ómerkilega slagara eins og „Vertu
ekki að plata mig“. Vissulega eru
mál og málfarsreglur. Þá er stutt i
þann áfanga, að íslendingar lesi
ekki allir sama mál og nokkur
hluti þjóðarinnar verður ólæs á
bókmenntir hennar, gamlar og
nýjar. Þá er enn styttra i næsta
áfanga: Þjóðin skiptist i tvær eða
fleiri menningarheildir, sem ekki
tala, rita eða hugsa sama mál. En
einmitt þetta, að hugsa, tala og
lesa „um allt, sem hugsað er á
jörðu“, frá fortíð til nútíðar á
sama tungumáli, er sú menningar-
og máttartaug, sem bundið hefur
Islendinga í eina þjóð. Vilji Gréta
Sveinsdóttir þennan arf feigan
hefði hún betur ekki fæðst íslend-
ingur.
Ath. Beðist er velvirðingar á því,
hversu seint grein Ásgerðar birt-
ist, en hún er rituð hinn 9. sept-
ember sl. Grein þessi varð útund-
an þegar verkfall prentara skall á
og kom hún í leitirnar fyrir
skemmstu.
Sigríður Beinteinsdóttir
heldur Sigga
þetta góðir söngvarar, en Diddú er
löngu hætt að syngja í „dægur-
lagadeildinni" og það er því ekki
hún, sem syngur þarna með Björg-
vini, heldur Sigríður Bein-
teinsdóttir, sem er ung og upp-
rennandi söngkona í hljómsveit-
inni KIKK. Vafalaust er Sigríður
hæstánægð með að vera ruglað
saman við Diddú, eða Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, en ætli þær séu
ekki báðar fullsæmdar af söng
sínum hvor um sig, Diddú í klass-
íkinni og Sigríður I rokkinu. Við
getum verið ánægð með að eiga
tvær jafn góðar söngkonur og
þessar tvær eru, en það er hreinn
óþarfi að rugla þeim saman.
Takiö eftir
Vorum aö fá nýja sendingu
af okkar vinsælu Kínavörum.
Verö viö allra hæfi.
Handmálaöir nálarpúöar kr 96
Gleraugnahús kr. 93
Applk. gestahandklaaöl kr. 98
Skrautdúkkur kr. 349
Sllkislæöur kr. 407
Dömuskinnhanskar kr. 598
Bamaskór kr. 147
Barnanáttföl kr.429
Dömunáttföt kr.859
Dömu- og herrasloppar.
stuttlr kr. 702
Dömu- og herrasloppar, siöir kr. 895
Kínavörur — Sjónval
Kirkjustræti 8.
ENSKOG ,
WSK I
HRftDBKflUT
Good morning/Guten Tag!
Nýjung í Málaskólanum Mími.
Hraðnám í ensku og þýsku.
Kennd er samtalstækni í 15 nemenda
bekkjum. Lögd er áhersla á eðlileg tjáskipti,
daglegt talmal og notkun þess í verzlunum,
þjonustufyrirtækjum, á ferðalögum og sam-
komum alls konar.
Hér er gott tækifæri fyrir þá, sem vilja læra
tungumál á nýjan máta og líka kjörið til upp-
rifjunar.
Námstími:
19. nóv.—30. nóv. = 10 dagar frá kl. 16—18
virka daga.
Kennarar: Rainer Santuar (þýska)
Julie Ann Ingham (enska)
Verð: 3.500 kr (öll kennslugögn innifalin)
20% afsl. fyrir félaga í
Stjórnunarfélagi íslands.
MÁLAStóUNN
BRAUTARHOIJI4
Þátttaka tilkynnist eftir kl. 13.00
í síma 10004-11109