Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 80

Morgunblaðið - 14.11.1984, Síða 80
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 ffgtmfrlftfrlfe AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlUI 11633 TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Flugleiðir kaupa hljóðdeyfa á DC 8: Fá undanþágu í Bandaríkjaflugi BANDARÍSK flugmálayfirvöld hafa íkveðið að veita Flugleiðum undanþágu til að fljfiga DC 8 véhim félagsins til bandarískra fhigvalla eftir að hinar nýju reghir um hávaðatakmarkanir ganga þar í gildi um nsstu áramót Er undan- þágan háð því skilyröi að settir verði hljóðdeyfar í vélar félagsins, sem notaðar verða f Amerfkuflugið. Sigurður Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, sagði i gærkvöldi að formleg tilkynning um undan- þáguna hefði enn ekki borist frá bandarfskum yfirvöldum, en þeir Flugleiðamenn hefðu fengið vfs- bendingu og vissu um, að ákvörðun hefði verið tekin um að veita þessa undanþágu. „Með þessu erum við búnir að tryggja áframhaldandi rekstur þessara véla, og það er afar mikils virði fyrir okkur,“ sagði Sig- urður. Hann sagði, að enn væri ekki ljóst hvort undanþágan gilti einnig í New York, en flugumsjón þar f borg er undir sjálfstæðri stjórn og þar gilda sérstakar reglur hvað þetta varðar. Sigurður sagði að hugsanlegt væri, að Flugleiðir þyrftu að sækja sérstaklega um undanþágu til Hugmálayfirvalda f New York. Hinar nýju reglur um hávaða- takmarkanir f bandarískri loft- helgi taka gildi frá og með 1. janú- ar nk., og verður þá bannað að fljúga þeim flugvélategundum, sem ekki uppfylla ákveðin skilyrði varð- andi hávaðamörk, inn til Banda- ríkjanna. Þar á meðal eru DC 8 þotur, eins og þær sem Flugleiðir hafa notað í Norður-Atlantshafs- fluginu. „Við fáum þessa undan- þágu með þvf að hafa gert samning um kaup á hljóðdeyfum, sem þó verða ekki settir á fyrr en einhvern tfma á seinni hluta ársins 1985,“ sagði Sigurður ennfremur. Að- spurður kvaðst Sigurður ekki hafa tölur um kostnað við að setja þessa hljóðdeyfa á vélarnar, en hér væri um talsverðar fjárhæðir að ræða. Hljóðdeyfarnir eru sérsmiðuð einangrun á hreyflana og hafa að- eins þrjú fyrirtæki heimild til að smiða slíkan búnað á DC 8 flugvél- ar enn sem komið er. Taxti leigubfla og vinnuvéla hækkan Olíufélögin vilja 10-30 % hækkun TAXTI leigubfla hækkar í dag um 9,4% og verður startgjald framvegis 84,25 krónur, en var áður 77 krónur. Taxti vinnuvéla hækkar sömuleiðis f dag um 6,6% Þessar hækkanir voru samþykktar f Verðlagsráði á mánudaginn. Þar var jafnframt samþykkt hækkun á ferskum ýsuflökum. Sfi hækkun nemur 14,9% sem þýðir að skráð verð á hverju kg hækkar úr 74 krónum f 85 krónur. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, Erindi félaganna er til athugunar sagði f samtali við blaðamann Mbl. f gær, að fiskverðshækkunin væri f raun ekki annað en staðfesting á þeirri hækkun, sem orðið hefði f verslunum á undanförnum vikum. Á fundi Verðlagsráðs á mánudag var ennfremur lagt fram erindi oliufélaganna um hækkun á verði á bensfni og olfum. Fyrir lá eldri hækkunarbeiðni, sem nú hefur ver- ið endurskoðuð, þannig að félögin fara nú fram á 10—30% hækkun. Fyrri hækkunarbeiðni var 7—20%. og úrvinnslu hjá Verðlagsstofnun, en það gæti fengið afgreiðslu á næsta fundi ráðsins, sem væntan- lega verður haldinn innan einnar viku. Loks var lögð fram á fundi ráðs- ins greinargerð Verðlagsstofnunar um markað fyrir og álagningu á ýmsum rafmagns- og heimilistækj- um. Georg ólafsson taldi ekki ólík- legt, að verðmyndun á þessum vör- um yrði færð í frjálsræðisátt á næstunni. Dráttarbátur með olfutank f togi sást á siglingu á Faxaflóa er ijósmynd- arar Morgunblaðsins voru á flugi þar yflr nfi í vikunni. Reyndist báturínn vera á vegum Esso, og var hann á leið með tankinn upp f Hvalfjörð frá Keflavfk, en tankurinn var keyptur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og var ætlunin að geyma hann uppi í Hvalfirði, þar til ætlunin er að nota hann síðar. Guðlaugur Fríðþórsson Lífeðlisfræðirannsóknir á Guðlaugi Friðþórssyni: Fitulagið í ætt við seli fremur en menn LÍFEÐUSFRÆÐINGAR hófu sl. vor að rannsaka Guðlaug Friðþórsson frá Vestmannaeyjum með tilliti til þess að hann lifði það af að synda um 6 km leið í 5—6 stiga heitum sjó sl. vetur eftir að skip hans, Hellisey, fórst fyrír austan Eyjar, en eftir að hann náði landi gekk hann um 2 km í tveggja stiga frosti. Meðal annars hefur þrek Guðlaugs verið mælt og reyndist það mjög mikið þrátt fyrír svo til enga áreynslu um langa hrfð. En það forvitnilegasta, sem hefur komið í Ijós, er að fitulagið, sem er utan á ölhim mönnum og flokkast undir fljótandi fitu, er hins vegar í fastara formi á Guðlaugi, eða meira í ætt við það sem er á selum en mönnum. Prófessor Jóhann Axelsson, Guðlaugi væri 2—3 sinnum lífeðlisfræðingur, einn þeirra visindamanna sem rannsaka Guðlaug, kvað rannsóknir benda til að Guðlaugur væri betur einangraður en gengur og gerist. Meðalfitulag manna væri um 7—9 millimetrar, en fitulagið á þykkara og fitusamsetningin miklu fastari i sér. Á fólki væri svo þykkt fitulag kallað skvap, en þvi væri ekki að heilsa með Guðlaug. Prófessor Jóhann kvað margar spurningar vakna þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu, þvi það væri ekki aðeins að hann hefði náð varmajafn- vægi i sjónum þar sem hann hefði átt að geta lifað í 20—30 mín. mest, heldur hefði hann einnig haldið fullkomnu jafn- vægi i hugsun, minni og ákvörð- unum þótt líkamshitinn hafi verið kominn niður fyrir öll mörk i þeim efnum. Rannsókn- um á byggingu Guðlaugs Frið- þórssonar verður haldið áfram hér heima og erlendis, en meðal annars hefur verið fjallað um af- rek hans á ráðstefnum liffræð- inga erlendis. Iceland Seafood: Minnkandi birgðir af þorskblokk AÐ UNDANFÖRNU hefur heldur dregið fir birgðum á þorskblokk hjá fyrirtæki Sambandsins i Bandaríkj- unum, Iceland Seafood. Flakabirgð- ir eru hins vegar í heild svipaðar og á sama tíma í fyrra og hafa ekki vaxið síðustu mánuði. Að undan- förnu hefur verð á blokk hækkað lítillega. Guðjón ólafsson, forstjóri Ice- land Seafood, sagði i samtali við blm. Mbl., að hann ætti von á þvi að framleiðsla drægist saman á næstunni eins og gerðist alltaf á þessum árstíma. Þvi væri ekki ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af birgðastöðunni núna. Guðjón sagði að salan það sem af væri nóvembermánuði liti ekki illa út og i október hefði orðið lít- illeg aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Fyrstu 10 mánuði ársins hefði orðið um 10% aukn- ing á flakasölu fyrirtækisins og i framleiddri vöru hefði salan auk- ist um tæplega 4%. Sjúklingur á inter- feron-lyfjagjöf: Deilt um hver á að greiða kostnaðinn í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er til meðferðar eríndi Lyfjaverslunar ríkisins um hvort rfk- isspítalarnir eða sjúkrasamlag úti á landi eigi að greiða dýra lyfjameð- ferð sjúklings sem var til lækninga á göngudeild Landspítalans en fór til heimilis síns úti á landi og hefiir fengið lyf sín áfram fyrir milligöngu Landspítalans. Ráðherra mun skera fir um hver greiða eigi kostnaðinn, en hér er um að ræða lyfið interfer- on, og er kostnaður við lyfjameðferð sjúklings í um það bil tvö ár talinn vera hálf til ein milljón kr. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, lagði á það áherslu, þegar þetta mál var borið undir hann, að aldrei hefði komið til álita að láta sjúklinginn greiða lyfjakostnaðinn, aðeins væri rætt um hvort sjúkratryggingarnar eða ríkisspitalarnir ættu að greiða hann. Sagði Páll að venjan væri sú að göngudeildarsjúklingar á Landspítalanum, sem nota þyrftu sérstök dýr lyf til dæmis við ill- kynja sjúkdómum, fengju lyfin ókeypis og þau færð sem kostnað- ur á ríkisspitalana. í þessu tilviki hefði komið upp það sjónarmið að ef til vill væri ekki sanngjarnt að spítalinn greiddi lyf sjúklings sem ekki væri inni á spítalanum. Sagði Páll að sin afstaða til málsins hefði verið sú að eðlilegt væri að ríkisspitalarnir greiddu þennan kostnað, ekki sist af þvi að þar hefði lyfjameðferðin verið hafin. Sagðist hann þó telja að umræðan ætti miklu fremur að snúast um það hvenær gefa ætti eins dýr lyf og þetta og hvort að það þyrfti ekki sérstakrar athug- unar við þegar slik lyfjameðferð væri hafin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.