Morgunblaðið - 28.11.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
2,2 % hækkun
lánskjara-
vísitölunnar
SEÐLABANKINN hefur reiknað út
lánskjaravísitölu fyrir desember-
mánuö nk. og verður hún 959 stig,
sem er 2,2% hiekkun fr4, nóvember-
lánskjaravísitölunni, sem var 938
stig.
Lánskjaravísitalan er byggð á
meðaltali framfærsluvísitölu og
byggi ngarvísitölu, þar sem sú
fyrrnefnda vegur % og sú síðar-
nefnda 'A. Eins og Mbl. skýrði frá
í gær hefur byggingarvísitalan
hækkað um 4,41%, sem mælir
67,8% verðbólguhraða á tólf mán-
uðum. Hækkun framfærsluvísitöl-
unnar er hins vegar aðeins 1,3%,
þannig að sú tólf mánaða hækkun
sem lánskjaravísitalan mælir nú
er 30,4%.
Skákmót í
Skáleyjum
MMiam, Kejrkhóbuneit, 27. »ó»ember.
UM SÍÐUSTU belgi var skákmót í
Skáleyjum í Flateyjarhreppi, en það
mun vera sjaJdgcft að skákmót sé
haldið á bændabýli, sem ekki er f
alfaraleið.
Teflt var á níu borðum. Flesta
vinninga fengu: Guðjón D. Gunn-
arsson 7 vinninga, Hugo Rasmus
5,5 vinninga og Eysteinn Gíslason
með 5 vinninga. Samkvæmt upp-
lýsingum þeirra sem sóttu mótið
voru móttökur frábærar, enda
Skáleyjar rótgróið menningarbýli
og þá menningu hefur bændunum
þar, þeim Eysteini og Jóhanni
Gíslasonum, tekizt að varðveita,
þrátt fyrir umbrot síðari tíma.
Til þess að halda uppi þessari
reisn þarf fyrirhyggju. Kona Jó-
hannesar, Sigríður Asgrímsdóttir,
breytti húsi þeirra bræðra í
veizlusal og gistihús, en ekki getur
hún hlaupið í næstu búð, ef eitt-
hvað vantar.
Sveinn.
FJÁRLÖGIN TIL UMRÆÐU
Horgunblaðið/ól.K.M.
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, fylgdi fjárlagafrumvarpinu fyrir
árið 1985 úr hlaði með ræðu á Alþingi í gær. Þessi mynd er tekin af
ráðherranum f hliðarherbergi við þingsalinn eftir að hann hafði flutt
ræðuna. Hlýðir Albert hér á ræður annarra þingmanna um málið ásamt
þeira Geir H. Haarde, aðstoðarmanni sínum, Sigurði Þórðarsyni, deildar-
stjóra, Pálma Jónssyni, formanni fjárveitinganefndar Alþingis, og Magn-
úsi Péturssyni, fjármála- og hagsýslustjóra.
(Sjá frásögn á bls. 36—37.)
Loðnukvót-
inn aukinn
ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka
loðnukvótann upp í 595 þúsund lest-
ir og skiptist viðbótin með sama
hætti og áður, þ.e. 57%skiptast jafnt
milli skipa, en 33% í hlutfalli við
burðargetu.
Þessi ákvörðun er tekin í fram-
haldi af mælingum hafrannsókna-
skipanna Árna Friðrikssonar og
Bjarna Sæmundssonar fyrr í þess-
um mánuði. Alls mældust rúmlega
milljón tonn af loðnu, þar af um
720 þús. tonn af hrygningarloðnu.
1 frétt frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu segir, að leyfðar verði veiðar á
700 þúsund tonnum samtals á
vertíðinni 1984—1985.
TÓLF síðna auglýsingablað Út-
sýnar um vetrarfrf og viðskipta-
ferðir fylgir Morgunblaðinu í
dag.
Fjölgað í miðstjóm ASÍ:
Pólitísk hlutföll
í miðstjórn óbreytt
NÝTT EMBÆTTI 2. varaforseU Al-
þýðusambands íslands var stofnað í
gærkvöld með mjög naumum raeiri-
hhita þingfulltrúa á 35. þingi ASÍ.
Tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til
að lagabreyting þar að lútandi yrði
samþykkt og fóru atkvæði þannig,
að 67,73% voru fylgjandi (36.475 at-
kvæði) en 32,27 % voru á móti
(17.375 atkvæði). Svo litlu munaöi,
að hefðu Ld. tveir af 43 fulltrúum
Vershinarmannafélags Reykjavíkur
greitt atkvæði gegn tillögunni hefði
hún fallið en hver fulltrúi VR hefur
200 atkvæði á þinginu i samræmi við
fjölda félagsmanna.
Einnig var samþykkt tillaga
laganefndar þingsins um fjölgun
miöstjórnarmanna um sex, þannig
að með forseta og tveimur vara-
forsetum skipa miðstjórn alls 21
maður. Sú tillaga hlaut talsvert
meira fylgi eða 79,83% en 19,98%
voru á móti.
Salan á Bjama Benediktssyni:
Kauptilboð upp á tæp-
ar 77 milliónir króna
KAUPSAMNINGUR um sölu á
skuttogaranum Bjarna Benedikts-
syni var lagður fyrir á fundi útgerð-
arráðs Bæjarútgerðar Reykjavfkur í
gærdag. Samkvæmt samningnum er
söluverð skipsins tæpar 77 milljónir
Mál þýzku fálkaeggjaþjófanna fyrir Hæstarétti:
Ríkissaksóknari krefst
þyngingar á refsingu
— og að verjandi í héraði verði sektaður
RÍKISSAKSÓKNARI gerði þá dómkröfu fyrir Hæstarétti sl. mánudag,
að refsing þýsku hjónanna, sem uppvfs voru að stuldi á fálkaeggjum
bérlendis, verði þyngd frá því sem ákveðið er f béraðsdómi. Þá gerir
ríkissaksóknari og kröfu um, að verjandi ákærðu, Gabrielu Utb-Baly, f
héraði, Guðmundur Jónsson hdl., verði sektaður.
Þýsku hjónin, Miroslav Peter
Baly og Gabriela Uth-Baly, voru
dæmd f héraðsdómi f skilorðs-
bundna fangelsisvist og til
greiðslu sekta, hann um 300 þús.
kr., hún um 200 þús. kr. Ríkis-
saksóknari fer fram á að ákærðu
verði sakfelld samkvæmt ákæru
og að refsing þeirra verði þyngd.
Þá fer hann fram á að ákærðu
verði dæmd til að greiða allan
áfrýjunarkostnað sakarinnar,
þar með talinn hæfileg saksókn-
aralaun í rfkissjóð.
Auk þessa gerir rfkissaksókn-
ari þá dómkröfu, að verjandi
ákærðu, Guðmundur Jónsson
héraðsdómslögmaður, verði
sektaður, samkvæmt þvi sem
krafíst er í áfrýjunarstefnu, út-
gefínni 22. júlí 1984. Krafa þessi
er tilkomin vegna bréfa, sem
Guðmundur ritaði á sinum tfma
vegna máls þessa.
króna. Samningurinn er með fyrir-
vara um samþykkt útgerðarráðs og
borgarráðs og samþykkti útgerðar-
ráð samninginn með fjórum sam-
hljóða atkvæðum. Á fúndi borgar-
ráðs í gærdag var ákveðið að fresta
afgreiðslu málsins til næsta fundar
að beiðni fulltrúa Kvennalista.
Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar,
forstjóra BÚR, mun nafn skipsins
ekki fylgja með í kaupunum, en
Bjarni Benediktsson var smiðaður
á Spáni árið 1972 og er í hópi
stærri skuttogara landsins. Kaup-
samningurinn er undirritaður af
Kristni S. Kristinssyni, en félagi
hans f kaupunum er Kristinn
Gunnarsson og munu þeir stofna
nýtt hlutafélag um útgerð skips-
ins. Kristinn S. Kristinsson sagði f
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ákveðið hefði verið að setja
frystibúnað um borð í togarann og
gera hann út sem frystitogara,
bæði til flökunar og heilfrystingar
á fiski og rækju. Kristinn sagði að
ekki væri búið að ákveða nýtt nafn
á skipið, en þaö yrði gert um leið
og gengið yrði endanlega frá kaup-
unum.
Kosning forseta, varaforseta og
miðstjórnarmanna fer fram ár-
degis i dag. Lfklegast þykir á þing-
inu að Alþýðubandalagsmaðurinn
Ásmundur Stefánsson verði
endurkjörinn forseti, Sjálfstæðis-
maðurinn Björn Þórhallsson verði
1. varaforseti og að Alþýðu-
flokkskonan Guðríður Elíasdóttir,
formaður Framtiðarinnar i Hafn-
arfirði, verði tilnefnd í embætti 2.
varaforseta. Seint í gærkvöld
voru, skv. heimildum Mbl., taldir
líklegastir nýir miðstjórnarmenn
þau Magnús Geirsson, formaöur
Rafiðnaðarsambandsins (ekki
flokksmerktur), Guðrún Thorodd-
sen frá Eyrarbakka (Sjálfstæðis-
flokkur), Ragna Bergmann, form-
aður Framsóknar (Alþýðuflokk-
ur), Hansína Stefánsdóttir frá
Selfossi og Kristín Hjálmarsdóttir
frá Akureyri (Alþýðubandalag) og
jafnvel Þóra Hjaltadóttir frá Ak-
ureyri (Framsóknarflokkur). Nú-
verandi miðstjórnarmenn verða
væntanlega áfram að Þórunni
Valdimarsdóttur, fyrrv. formanni
Framsóknar, undanskilinni að eig-
in ósk.
17 umsóknir
um hundahald
afgreiddar
FYRSTU umsóknir um undan-
þágu fyrir hundahaldi í Reykja-
vík voru afgreiddar á fundi borg-
arráðs í gærdag.
Borist hafa 17 umsóknir á
þeim hálfa mánuði sem liðinn
er síðan skráning hunda i
Reykjavík hófst, en reykvískir
hundaeigendur hafa þrjá mán-
uði til að sækja um undanþágu
fyrir hunda sína. Þess má geta,
að Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, var ekki í
hópi umsækjenda að þessu
sinni, en sjálfsagt eru fáir
hundar í höfuðborginni betur
þekktir en einmitt tíkin hans,
Lucy.