Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Hjörgun ungmennanna þriggja
Valdimar Bjarnason fri Hvolsvelli,
sem fann ferðalangana.
Sigurður Sigurðsson, Laugarvatni.
Tbeódór Vilmundarson, Efstadal.
að beita þeim fjölmörgu vélsleð-
um sem björgunarsveitir höfðu
komið með til leitarinnar. Taldi
Hilmar að samtals hefðu tæp-
lega 500 manns tekið þátt í leit-
inni, þar af um 380 beint við leit-
ina í gær.
Hilmar sagði að sáralitlu hefði
munað að fólkið kæmi i leitirnar
í fyrradag þegar þyrlu Land-
helgisgæslunnar var flogið yfir
hluta leitarsvæðisins. Hilmar
var í þyrlunni og sagði hann að
þoka hefði legið lágt yfir
Prestsvatni og því ekki hægt að
Hilmar Einarsson í stjórnstöð leit-
armanna, sem var á mánudag i
eldhúsinu í íbúðarhúsinu í Miðdal.
fljúga yfír það þó vel hefði sést
út á ísilagt vatnið. Hilmar sagði,
þegar hann var beðinn að gefa
fólki ráð i ferðalögum á fáförn-
um vegum: „í fyrsta lagi að gera
ferðaáætlun með tímasetningum
og halda henni. Og í öðru lagi að
yfírgefa bílinn ekki þó eitthvað
komi fyrir því vegakerfið er ekki
svo flókið að yfirleitt finnst slíkt
farartæki fljótt."
Þegar rætt var við Hilmar að
leit lokinni var hann að fara á
fund þremenninganna sem hann
átti þátt í að bjarga. Þegar hann
var að lokum spurður að þvi
hvað honum væri efst i huga á
þessari stundu sagði hann:
„Innilegur fögnúður, það er litið
annað hægt að segja. Þetta kem-
ur svo sannarlega við hjartaræt-
urnar i manni. Þá hugsa ég jafn-
framt til foreldra þeirra og ann-
arra aðstandenda og samgleðst
þeim.“
Rafmagnað andrúmsloft
í stjórnstöðinni
Sigurður Sigurðsson og Theó-
dór Vilmundarson, félagar í
björgunarsveitinni Ingunni á
Laugarvatni, fundu Bronco-
bifreið ungmennanna skammt
frá Gullkistu á Miðdalsfjalli á
ellefta tímanum á mánudags-
morgun. Höfðu þeir farið með
fleiri félögum sínum á bíl upp
frá Miðdal eftir miðnætti
aðfaranótt mánudagsins þegar
leit hófst að jeppanum, en urðu
frá að hverfa vegna ófærðar.
Fóru þeir félagar því upp á
tveimur snjósleðum um klukkan
átta um morguninn. Fundu þeir
Bronco-inn mannlausan um
klukkan 10.40 og urðu að snúa til
byggða aftur vegna þess að tal-
stöð þeirra var óvirk. Að því
loknu héldu þeir aftur á Mið-
dalsfjall og hugðust freista þess
að komast í gangnamannaskál-
ann á Hlöðuvöllum því þeir töldu
að fólkið hefði ef til vill haldið til
baka til skálans eftir eigin bíl-
förum þegar bíll þeirra bilaði.
Engar fregnir bárust af Sig-
urði og Theódór allan mánudag-
inn. Ófært var í skálann og vissi
því enginn hvort ferðalangarnir
hefðu komist f Hlöðuvallaskál-
ann. Upp úr klukkan eitt aðfara-
nótt þriðjudags, þegar farartæki
sem send höfðu verið í átt til
skálans nálguðust hann, var
rafmagað andrúmsloft f stjórn-
stöð leitarinnar. Töldu þá marg-
ir að nánast eini möguleikinn til
að ungmennin þrjú úr jeppanum
væru á lífi væri sá að þau hefðu
komist f skálann. Ekki var farið
að óttast um vélsleðamennina en
mönnum létti óneitanlega þegar
fregnir bárust af því að þeir
væru í skálanum en að sama
skapi var af mönnum f stjórn-
stöðinni dregið þegar leitarmenn
tilkynntu að ekkert annað fólk
væri þar, og engin merki um að
það hefði komið þangað.
„Gengum frá báö-
um snjósleðunum“
Theódór lýsti ferðinni inn í
skálann þannig f samtali við
blaðamann Mbl. í gærmorgun, áð-
ur en fregnar bárust af því að
ferðalangarnir hefðu fundist heil-
ir á húfí: „Þegar við héldum upp
eftir hádegið var farið að rigna
mikið að allt var komið í krapa-
flóð. Okkur sóttist ferðin seint.
Við þurftum að ganga af báðum
sleðunum á Rótarsandi. Annar
sleðinn bilaði og hinn sökk f krap-
ann. Við gengum þá það sem eftir
var leiðarinnar til skálans, sem er
um 5 til 6 km. Slagveðursrigning
var og urðum við rennblautir í
lappirnar en leið að öðru leyti vel.
Við vorum um þrjá klukkutfma að
ganga þetta enda þurftum við að
fara miklar krókaleiðir vegna
vatnsflaumsins, og komum f skál-
ann um klukkan 23. Við vorum að
vona að við sæum fólkið f skálan-
um en einhvern veginn fannst
okkur að með tilliti til þess hvað
okkur sóttist ferðin seint, þrátt
fyrir okkar kunnugleika og útbún-
að, að fólkið gæti varla hafa kom-
ist þangað því það hlýtur að hafa
orðið gegnblautt strax.“
Theódór og Sigurður lögðu sig í
blautum fötunum f skálanum sem
er óupphitaður en félagar úr
Hjálparsveit skáta f Reykjavík
komu þangað um klukkan 1.30 eft-
ir miðnættið og gistu þar líka um
nóttina. „Ég hef aldrei lent í öðr-
um eins göngum. Við vorum aldrei
hætt komnir en geysilega var
þetta erfitt,“ sagði Theódór.
„Kemur svo sannarlega
við hjartaræturnar“
— segir Hilmar Einarsson leitarstjóri á Laugarvatni
Ungmennin þrjú sem leiUð hefur verið að síðan á sunnudag á hálend-
inu norðaustan við Laugarvatn fundust beil á húfi við Prestsvatn fyrir
ofan Efsta-Dal við Laugarvatn um klukkan 11.25 í gærmorgun. l'm-
fangsmikil leit hafði staðið frá þvf seint á sunnudagskvöld er ungmennin
komu ekki fram úr skemmtiferð á tilsettum tíma. Náði leitin hámarki I
gær þegar tæplega 500 manns, félagar úr fjölmörgum björgunarsveitum
Slysavarnafélags fslands, flugbjörgunarsveitum, hjálparsveitum skáta
auk heimamanna og nemenda Iþróttakennaraskólans á Laugarvatni tóku
þátt í leitinni. Ungmennin voru köld og nokkuð þrekuð en voru ótrúlega
vel á sig komin eftir úfivistina.
Fann ferðalang-
ana fyrstur
„Það er frekar hægt að segja
að þau hafi fundið okkur en við
þau. Þau urðu vör við okkur og
stóðu upp þegar við nálguð-
umst,“ sagði Valdimar Bjarna-
son félagi f Björgunarsveitinni
Dagrenningu á Hvolsvelli, þegar
blaðamaður Mbl. hitti hann að
máli uppi f hlíöum Efstadals-
fjalls á meðan beðið var eftir að
þremenningunum yrði komi fyr-
ir í bíl sem sótti þau þangað.
Valdimar var að leita á leitar-
svæði númer 4, sem liggur frá
Gullkistu og yfir Vatnsheiði,
þegar hann varð þremenning-
anna var, fyrstur manna, þar
sem þau komu út úr snjóhúsi
sínu við Prestsvatn skömmu
fyrir hádegið í gær.
Björgunarsveitarmennirnir
urðu fyrst varir við spor og þeg-
ar þeir sáu ungmennin sem leit-
að hafði verið að héldu þeir fyrst
að þau væru leitarmenn á öðru
svæði. Valdimar sagði að fagn-
aðarfundir hefðu orðið. Ung-
mennin hefðu grafið sig í fönn;
gert sér litið snjóhús. Sagði
hann að þau hefðu látið illa af
dvölinni enda verið blaut og ís-
köld en mesta furða væri hvað
þau hefðu þó verið hress. Voru
þau gangfær þegar björgunar-
sveitarmenn höfðu lánað þeim
þurr föt af sér.
Engum datt í hug að
fólkið væri á lífi
Hilmar Einarsson á Laugar-
vatni stjórnaði fyrstu aðgerðum
í leitinni að ungmennunum
þremur og var í leitarstjórn all-
an leitartimann. Að leitinni af-
staðinni sagði hann, aðspurður
um hvernig honum hefði orðið
við, þegar fréttir bárust í stjórn-
stöð leitarmanna í barnaskólan-
um á Laugarvatni um að fólkið,
sem saknað hafði verið í hátt í
tvo sólarhringa, væri fundið
heilt á húfí: „Ég var ekki við-
staddur þegar fyrsta tilkynning-
in kom, klukkan 11.25, en í sann-
leika sagt þá var ekki spurt að
Morgunbladid/Júlíus.
Bflum leitarmanna, sem ungmennin þrjú voru flutt f til byggða eftir
giftusamlega björgun, hjálpað yfir forarpytt undir Efstadalsfjalli.
þvi þá hvort fólkið væri á lifí.
Aðstæður voru þannig að flestir
voru ósjálfrátt farnir að reikna
með að illa hefði farið. Það var
því ekki fyrr en við vorum búnir
að ræða þrisvar eða fjórum sinn-
um við björgunarsveitarmenn-
ina sem það kom í ljós að þau
voru heil á húfi og voru göngu-
fær. Þá var auðvitað kátt I höll-
inni og menn auk þess fegnir að
þessu skyldi vera lokið.
Ég held þó að innst inni hafi
menn stöðugt haldið I vonina um
að vel færi, enda hefur reynslan
kennt mönnum hvað fólk getur
lifað ótrúlega lengi við misjafn-
ar aðstæöur. Þessu svipaði nokk-
uð til þess þegar rjúpnaskytta
týndist við Skjaldbreiö fyrir
nokkrum árum en fannst heil á
húfí á þriðja degi. Þetta var
vissulega afrek hjá ungmennun-
um að komast af nú þegar litið
er til allra aðstæðna, því undir
venjulegum kringumstæðum
króknar fólk við að vera úti I
veðri eins og gekk yfir þessa
daga. Þau hafa sjálfsagt farið
rétt að miðað við þá aðstöðu sem
þau voru búin að koma sér I en (
upphafi voru það auðvitað geysi-
leg mistök hjá þeim að yfirgefa
bílinn."
500 manns tóku
þátt í leitinni
„Leitað var á tiltölulega
þröngu svæði og var því hægt að
raða miklum mannskap á allt
svæðið. í birtingu i morgun lá
fyrir nákvæmt skipulag leitar-
innar, þar sem svæðið var hólfað
niður i leitarsvæði. í heild hljót-
um við að vera ánægðir með leit-
ina en eins og venja er til verður
kallað saman til fundar nú á
næstunni og farið yfír allt skipu-
lagið til þess að hægt sé að lag-
færa fyrir næstu leit það sem
aflaga kann að hafa farið,“ sagði
Hilmar þegar hann var spurður
um skipulag leitarinnar. Veður
til leitar var ágætt í dag en þó
ekki hægt að koma við leit með
þyrlum. Færð var erfíð vegna
krapa og lítið sem ekkert hægt