Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
17
Sýning Bjargar
Atladóttur
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það verður vart annað sagt en að
kvenþjóðin sæki stíft fram í sýn-
ingarhaldi á höfuðborgarsvæðinu,
enda hafa þær naumast í annan
tíma mætt jafn fjölmennar til leiks
sem nú í haust Er einungis gott um
það að segja og einkum vegna þess,
að sýningarnar hafa yfirleitt verið
af vandaðra taginu og á stundum
skákað karlpeningnum um gæði og
uppsetningu.
Björg Atladóttir, sem um þessar
mundir sýnir í Gallerí Borg, er
tiltölulega óþekkt nafn þótt hún
hafi haldið eina sýningu f boði
listkynningar Héraðsbókasafns-
ins í Mosfellssveit f mars sl. og
tekið þátt i sýningunni Kirkjulist
á Kjarvalsstöðum 1984. Það eru
37 myndir á sýningu Bjargar í
Gallerf Borg og eru þær allar
annað hvort unnar f olíu eða með
acryl-litum, ásamt því að hún
notast að nokkru við upphleypt
efni sem innlegg í myndheildina.
Það er ffnlegur og mildur blær
jrfir þessari sýningu og áferð
myndanna nokkuð óvenjuleg.
Auðsæ er einlægni gerandans við
myndgerð sína en hún virðist
vinna mjög lengi við hinar stærri
myndir svo sem „Sjötta gátt“ (5),
„Önnur gátt“ (8) og „Mynd“ (22).
Allar eru þetta vel útfærðar
myndir þar sem leikið er á
strengi einfaldleikans og hér er
ekki allra að ná úrskerandi
árangri. Björg kemst þokkalega
frá þessum átökum sfnum við
einfaldleikann en máski eru
myndirnar frekar of- en vanunn-
ar og hér hefði listakonan mátt
sýna ögn umbúðalausari tilþrif.
Hiö síðastnefnda kemur ein-
mitt fram f hinum litlu myndum
er hanga þétt saman á vegg uppi
á palli „Ferhyrningaflökt"
(23—31). Hér virðist mér gerand-
inn sýna á sér sterkustu hlið sfna
enn sem komið er og væri æski-
legt að hún reyndi að yfirfæra
jafn frjálsleg vinnubrögð á stærri
myndflöt. Annars eru litlar
myndir um margt engu ómerkari
framleiðsla hinum stærri þótt
það sé í tízku um þessar mundir
að mála i stórum flötum. Mfnfa-
túrur hafa yfir sér sinn ákveðna
þokka, sem hinar stóru hafa ekki.
Sem frumraun er þetta hin
álitlegasta sýning og um eitt sker
hún sig úr mörgum öðrum hér í
borg og það er yfirlætisleysið f
vinnubrögðum ásamt ihygli og
hógværð.
VÖKUNÓTT
hjá gjaldkena húsfélagsins
JÁ, ÞAÐ ER tímafrekt starf
að vera gjaldkeri húsfélags, og
ómældar stundirnar sem fara í
innheimtu, bókhald, útreikninga
o.s.frv.
En nú bjóðumst við til að
létta störfm. Með aðstoð tölvu
getum við t.d. reiknað gjöld,
fylgst með stöðunni og innheimt
með gíróseðlum, allt á fljótvirkan,
ódýran og öruggan hátt.
Líttu inn til okkar og kynntu
þér alla þá möguleika sem hús-
félagaþjónusta okkar býður upp á.
Eftir það getur þú notað
næturnar til svefns...
SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS
SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
SPARISJOÐURINN f KEFLAVÍK
Ágúst Þorvaldsson
því leyti að hætt er við að höfundur
hlifi sögumanni ef hann er sam-
herji fremur en væri hann and-
stæðingur. Kostirnir eru hins veg-
ar þeir að höfundi mátti vera kunn-
ugt um flest ef ekki öll þau málefni
sem sögumaður vann að um ævina
auk þess sem hann gat lagt á þau
svipað mat og sögumaður. Halldór
er gamall blaðamaður og kunnugur
tungutaki stjórnmálamanna. Mér
finnst eins og þeir hafi bætt hvor
annan upp í þessari greinagóðu og
ágætu ævisögu, hann og Ágúst.
Ágúst á Brúnastöðum kynnir sig
sem gætinn mann. Og bjartsýn-
ismann — með raunsæjum tak-
mörkum. Ef til vill er hann að eft-
irláta okkur pólitiska erfðaskrá
þar sem hann minnist landhelgis-
málsins sem var langmesta málið
sem kom fyrir Alþingi um hans
daga. Þar segir hann að í þeirri
deilu hafi sýnt sig »að við erum
menn til að stjórna okkur sjálfir og
vera sjálfstæð þjóð meðan ekki
brestur innan frá, sem ég ætla þó
alls ekki að spá að hætta sé á.«
Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er, og erfitt getur verið að
greina þingmannsefnið í barnahóp
að leik. Ef til vill hefur einhver af
getspeki sinni rennt grun i að Ág-
úst yrði þingmaður þegar hann var
að alast upp meðal annarra fá-
tækra barna á Eyrarbakka upp úr
aldamótunum síðustu. En svo mik-
ið er víst að lifsbaráttan hlífði hon-
um ekki fremur en öðrum. Hann
gekk í skóla lífsins og tók þar þau
manndómspróf sem ekki verða
annars staðar tekin. Árangur
þeirra prófa liggur fyrir i þessari
bók.
Bóndi og þingmaður
Erlendur Jónsson
Halldór Kristjánsson: ÁGÚST Á
BRÚNASTÖÐUM. 151 bls. örn og
Örlygur hf. 1984.
Ágúst á Brúnastöðum var ekki
mikið þekktur, utan héraðs, þegar
hann var kosinn á þing 1956. Á
þingi sat hann tæpa tvo áratugi,
framsóknarmaöur. Fólk hefur
þingmenn á milli tannanna. En
ekki minnist ég þess að af Ágúst á
Brúnastöðum færu aðrar sögur en
þær að hann væri stakur heiðurs-
maður. Það má heita vel sloppið!
Þar með er ekki sagt að hann hafi
ekki látið að sér kveða. öðru nær.
Nú segir hann sögu sína en Halldór
Kristjánsson skrásetur. Ekki hefur
Halldór hingað til verið talinn
neinn skemmtikraftur á ritvellin-
um. En saga Ágústs á Brúna-
stöðum er bæði efnismikil og þægi-
leg aflestrar. Hér fer maður sem er
vanur að orða hugsun sina og segja
meiningu sina umbúðalaust. Ágúst
segir frá fjölda karla og kvenna —
samferðafólki á langri lífsleið og
gerir öllum einhver skil með gagn-
orðri frásögn eða mannlýsingu. Og
þar sem hann hefur lengi setið i
innsta hring f félagsmálastarfsemi
síns héraðs varpar saga hans skýru
ljósi á þróunina i stjórnmálum og
atvinnumálum á Suðurlandi um
hans daga.
Ágúst ólst upp á Eyrarbakka.
Ekki var Bakkinn neinn stórstaður
að mannfjölda. Þaðan kom þó
margur sem síðar varð þekktur á
landsvísu. Meðal leikbræðra Ág-
ústs voru t.d.: Ragnar i Smára,
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Sigur-
jón Olafsson og séra Eiríkur J. Eir-
íksson. Og raunar fleiri landskunn-
ir menn. Flestir Eyrbekkingar voru
þá fátækir, eiginlega blásnauðir ef
trúa má frásögnum. Skorturinn
var alltaf á næsta leiti. Fyrir kom
að þeir, drengirnir, drukku lýsi af
tunnum. »Oft átum við söl sem við
fundum úti á skerjum. Vorum við
þar nánast á beit eins og kindur.*
En einhvern veginn bjargaðist
þetta allt saman, piltur óx úr grasi
og varð ekki eftirbátur annarra.
Þrátt fyrir glaðvært lif á Eyrar-
bakka langaði Ágúst að komast
burt þaðan. Hann langaði i sveit.
Og því varð það að hann fór ungur
upp að Brúnastöðum i Hraungerð-
ishreppi þar sem hann varð síðar
bóndi og sveitarstólpi.
Þegar Ágúst kom í sveitina voru
bændur að vakna til vitundar um
samtakamátt og framfarir. Saga
hans er því jafnframt saga helstu
umbóta f héraði hans. Og aðdrag-
andinn að þvi að hann var valinn
til framboðs og þingsetu var vitan-
lega langur.
Þingmannsminningar Ágústs á
Brúnastöðum eru aðeins lítill hluti
þessarar bókar. Hins vegar minnist
hann á flesta samþingsmenn sfna
sem eitthvað kvað að. Og ber þeim
öllum vel söguna. Sitthvað gerist á
bak við tjöldin í stjórnmálunum.
Ágúst ljóstrar ekki upp leyndar-
málum. Hann drepur þó á hin
hörðu átök sem urðu f framsóknar-
flokknum á flokksþinginu 1944 þeg-
ar Hermann Jónasson var kosinn
formaður flokksins f stað Jónasar
Jónssonar frá Hriflu. Það þótti
enginn smáatburður þar sem Jónas
hafði verið einhver tilþrifamesti
þingskörungur um sína daga og
ekki við þvi að búast að hann léti
stjaka sér til hliðar orða- og átaka-
laust. Ágúst segir frá fundi sem
hann sat i flokksherbergi fram-
sóknarmanna i Alþingishúsinu
skömmu eftir flokksþingið: »Átök-
in urðu svo hörð á milli þeirra i
framhaldi af þvi sem gerst hafði á
sjálfu flokksþinginu að Jónas reis
úr sæti í bræði sinni, barði í borðið
og steytti hnefana yfir borðið til
Hermanns, en hann hló við og
sagði, en alvarlega þó: „Já, komdu
bara“.«
Svo segja fróðir menn að stjórn-
málamaður þurfi öðrum fremur að
hafa hestaheilsu. Ágúst sat lengi i
fjárveitinganefnd og segir að sér
hafi fallið það vel að mörgu leyti.
»Það sagði að vfsu til sin á heilsu
minni. Eg hefi lengi gengið með
snert af magasári og öll þau ár sem
ég var í fjárveitinganefnd lauk hún
aldrei störfum svo að það tæki sig
ekki illa upp.«
Samherji Ágústs, flokksbróðir og
vinur, skrásetur sögu þessa. Það
hefur sina kosti og galla. Galla að
Bókmenntir