Morgunblaðið - 28.11.1984, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Kanaríeyjabré f
Lokið við 300. söguna í Sagnabanka LS og byrjað í nýju Rabbi.
verðlag á öllum hlutum þar mjög
lágt, einkanlega útvarps- og
ljósmyndavörum, svo og tölvu-
búnaði, því kaupmenn á eyjun-
um gera innkaup sín frá Japan í
gífurlegu magni og fá þar af
leiðandi hagstæðasta verð. Ha-
llgrímur Oddsson ráðlagði alltaf
landanum að versla þar sem þeir
innfæddu versluðu, því þeir létu
ekki plata sig.
Verðlagi á veitingum er best
lýst með því, að piparsteik kost-
ar það sama í pesetum og heima
i íslenskum krónum, eða 20% af
íslandsverði. Gæðin eru svipuð á
bestu stöðum hér og þar.
Sænska kirkjan á
Playa del Ingles
Sú bygging sem setur einna
mestan svip á miðbæ Ensku
strandarinnar er Sænska kirkj-
an, sem svo er nefnd. Þar eru
allir kristnir trúflokkar vel-
komnir, hvort sem þeir játa kat-
ólska trú eða eru mótmælendur.
Við hjónin vorum við messu þar
í hitteðfytra og var það eftir-
minnileg nelgistund, bandarísk-
ur prestur messaði. Katólskir
hafa bæði kapellu i útbyggingu
og smábarnaskóla. Á báðum
stöðum eru hin jákvæðustu
áhrif. Þýskar og sænskar messur
eru sungnar þarna oft i viku,
stundum troðfullt út úr dyrum.
Þetta fyrirkomulag er til fyrir-
myndar og ættu Norður-írar að
kynna sér það hið fyrsta, þá lyk-
ist ef til vill upp fyrir þeim, að
Kristur byggði kenningu sina
ekki upp á hatri, heldur umburð-
arlyndi og fyrirgefningu. Ég ráð-
legg öllum ferðamönnum að
koma við í Sænsku kirkjunni i
hvert sinn, sem þeir eiga þar leið
um. Áhrifin munu engan svíkja.
— eftir Leif
Sveinsson
Inngangur
B-747-flugvél Iberia-flugfé-
lagsins spænska lenti á Gando-
flugvellinum á Gran Canaria um
21.30 þann 7. nóvember sl. eftir
hálfs fimmta tíma flug frá
Amsterdam. Þorsteinn Jónsson
sá margfrægi flugstjóri nefnir
tegund þessa „Bumbuna" og
minnir þetta meira á gripaflutn-
ingavél en manna. Maria Perelló
fararstjóri tók á móti okkur
tímenningunum og ók okkur til
íbúðahótels á Ensku ströndinni
(Playa des Ingles).
Fyrir 20 árum var engin byggð
hér á Ensku ströndinni, aðeins
nokkrir tómatabændur með ekr-
ur 8Ínar og smákofa sem afdrep,
allt annað var sandur og eyðim-
örk. Þá áttu tveir Englendingar
hér leið um og sáu þegar, aö ekk-
ert vit var i því að hola öllum
sóldýrkendum á eyjunni niður í
Las Palmas, sem er á norður-
strönd eyjarinnar, þar sem oft er
skýjað og mun kaldara en á suð-
urodda eyjarinnar, þar sem
meiri veðurblíða er. Er ekki að
orðlengja það, að uppbyggingin
hófst hér um 1964 og enn er
byggt, þótt 100.000 gistirúm séu
nú hér á Ensku ströndinni.
Ströndin er kennd við Englend-
ingana, sem hana uppgötvuðu.
íslendingar fóru fljótlega eftir
miðjan sjöunda áratuginn að
skipuleggja hópferðir til Gran
Canaria, en nafn eyjarinnar þýð-
ir eyja hinna stóru hunda. Nú
eru vetrarferðir bæði frá Arnar-
flugi um Amsterdam og Flug-
leiðir með beint flug frá desem-
ber fram í maí.
Við hjónin höfum verið hér
sex sinnum áður, f janúar, aprfl
og desember, en erum nú hér í
fyrsta sinni í nóvember. Hitinn
þessa dagana er um 23—24 stig,
mun heitara en ég hafði gert ráð
fyrir. Meðalhiti jafnt lofts sem
sjávar á að vera 20 stig í nóv-
ember. Meðalúrkoma ársins er
um 158 mm, svo Kvískerjamenn,
sem eiga veðurmet í rigningu á
íslandi, gætu afgreitt Kanarí-
eyja-ársúrkomuna á 8 tfmum og
gengið á Öræfajökul á sama sól-
arhringnum.
Við sem haldin erum húðkvill-
anum psoriasis höfum mjög sótt
hér suður á eyjar, ýmist til
Lanzarote, þar sem félag okkar
Spoex hefur skipulagt ferðir, eða
hingað á Ensku ströndina. Flest-
ir fá verulegan bata og að sjálf-
sögðu þeim mun meiri sem leng-
ur er dvalist. Góður göngutúr er
að ganga frá vitanum við Faro-
hótelið út á „Odda“ og sem leið
liggur að byggðinni á Ensku
ströndinni, eða öfuga þessa leið.
Með meiri gönguþjálfun ganga
menn svo þessa leið fram og til
baka. Gott er að taka sér smá-
sundsprett i öldunum annað
slagið, því þær eru oftast hættu-
lausar, þótt varasamt hring-
streymi sé við „Oddann". Á leið
þessari er nektarnýlenda (Zona
nudismo) og átti hún upphaflega
að vera 500 metra löng, en teygst
hefur úr henni svo mjög, að nú
skiptir hún kílómetrum. Gerast
sundföt æ sjaldséðari á þessu
svæði, enda sagði einhver snill-
ingurinn, að ef skaparinn hefði
ætlað okkur að skrýðast skýlu,
þá hefði hann látið okkur fæðast
i einni slíkri.
Fyrir ofan strönd þessa er
svæði, sem við landarnir köllum
Hólahóla og þar hafa hinir eig-
inlegu strípalingar (nudistar)
gert sér byrgi úr steinum og
ýmsum reka. Er þetta mjög svip-
að og æðarfuglinn gerir sér
heima á íslandi. Ekki er kunnugt
um, að landar hafi sest að í
Nektó, nema hvað hópur úr
Vestmannaeyjum kvað hafa
flutt í nokkur byrgi.
sem nú er safn og heitir Torre
del Conde.
Heildaribúafjöldi Kanaríeyja
er 1.444.626, þar af 688.273 f Ten-
erife-fylki, en 756.353 í Gran
Canaria-fylki. 1 Las Palmas búa
366.454, en í Santa Cruz 190.784.
Meðalhiti i nóvember er 20
stig, jafnt lofthiti sem sjávar-
hiti. Golfstraumurinn leikur
stöðugt um eyjarnar og mildir
staðvindar orsaka þetta þægi-
lega loftslag árið um kring, enda
voru eyjarnar til forna nefndar
„Eyjar hinna heppnu“.
Kanaríeyjar eru á svipaðri
breiddargráðu og Florida,
Havanna og Kairo.
Allt tollfrjálst
á eyjunum
Eyjarnar hafa verið tollfrjálst
svæði allt frá siðustu öld. Því er
Lokaorð
Frumbyggjarnir lifðu hér
steinaldarlífi í hellum til ársins
1401, þegar Spánverjar hösluðu
sér völl á Kanaríeyjum. Kon-
ungdæmið Kastilía tók þá völdin
á eyjunum og hafa Spánverjar
ríkt hér síðan. Tekjur Spánar af
ferðamönnum hér á eyjunum er
stór liður í gjaldeyrisöflun
þeirra og íbúarnir hafa beint og
óbeint mikla atvinnu af ferða-
mönnunum. Bananar og tómátar
eru mikilvægustu útflutnings-
greinarnar, en Las Palmas gíf-
urlega mikilvæg höfn, þar sem
stóru olfuförmunum er deilt upp
i minni skip.
Dvöl á Kanarieyjum getur
verið mikil heilsubót, ef rétt er á
spöðunum haldið. Þó verður að
gæta hófs, jafnt í mat, drykk og
sól. Psoriasis, astma, háþrýst-
ingur, allir þessir kvillar geta
lagast hér, að vísu aðeins í bili.
En það er sjúklingunum ómet-
anlegt að vita af þessari vin, þar
sem hægt er að fá smáhvíld frá
þessum leiðu kvillum. Þess
vegna mun mér ávallt þykja
vænt um Kanaríeyjar.
Ensku ströndinni, 14.11.1984,
Hallgríms þáttur
Oddssonar
Þegar við hjónin komum hér
fyrst árið 1973 með dóttur okkar
Bergljótu, þá var hér fyrir mað-
ur einn, sem setti mikinn svip á
íslendinganýlenduna hér, en það
var Hallgrímur heitinn Oddsson.
Hann var ættaður frá Stykkis-
hólmi, sonur Odds Valentínus-
sonar hafnsögumanns þar. Hall-
grímur stundaði eilítið akstur
hér með íslenska ferðamenn á
bifreið sinni, aðallega í inn-
kaupaferðir til Las Palmas. Fór-
um við margar ferðir með Halla
Odds, eins og hann var jafnan
kallaður, og þróaðist kunn-
ingsskapur okkar fljótlega upp í
vináttu, sem hélst á meðan báðir
lifðu. Halli bjó fyrst í hjólhýsi
fyrir neðan Hótel Dunamar, en
síðan bjó hann i bát sínum úti i
er sjónarsviptir að þessum vor-
manni hér suður frá. Blessuð sé
minning hans.
Fjöldi eyjanna og
uppruni eyjaskeggja
Enginn veit með vissu, hvaðan
frumbyggjar Kanaríeyja komu,
en þeir eru nefndir Guanchiskar,
frekar ljósir af þeldökku fólki að
vera. Eyjarnar eru þrettán, þar
af 7 byggðar og eru þessar: Ten-
erife, þar er Santa Cruz höfuð-
borg í fylki þeirra 4 fyrstnefndu
af eyjunum. La Gomera, La
Palma, Hierro, Gran Canaria,
þar er Las Palmas höfuðborg í
fylki hinna 3 síðasttöldu. Fuert-
eventura, Lanzarote.
Tenerife er stærst eyjanna, þá
Fuerteventura, en Gran Canaria
sú briðja í röðinni, 1532 ferkm.
Á Tenerife er hæsta fjall
Sænska kirkjan og miðbær Enslni strandarinnar.
Fallbyssan EI Tigre og höfnin f Santa Cruz.
Puerto Rico, skammt frá Ensku
ströndinni. Hallgrímur var
reglumaður og innti ég hann
einu sinni eftir því, hvort svo
hefði verið alla hans ævi. Nei, ég
smakkaði áfengi tii 21 árs ald-
urs, en líkaði ekki hvernig það
fór í mig og hætti og hefi ekki
smakkað það síðan. Vonandi að
fleiri landar gætu leikið þetta
eftir.
Þegar vora tók hér suður á
eyjum og síðustu landarnir voru
horfnir heim, þá tók Halli sér
far með bílaferjunni frá Las
Palmas til Cadiz á suðurodda
Spánar, 39 tfma siglingu, og ók á
móti vorinu, hann var alltaf á
ferðinni norðar og norðar, þar
var alltaf vor, þar sem hann ók
um. Loks kom hann bifreið sinni
i geymslu í Kaupmannahöfn og
sigldi eða flaug til Islands. Hall-
grimur Oddsson lést árið 1982 og
Spánar, Pico de Teide, 3718
metrar að hæð, snævi þakið á
vetrum og gefur eyjunni sér-
stæðan svip. Santa Cruz er sögu-
fræg borg fyrir margra hluta
sakir, en einna mest fyrir það, að
það var þar, sem eyjaskeggjar
skutu höndina af Nelson flota-
foringja Breta með fallbyssunni
E1 Tigre. Var breska flotadeildin
neydd til uppgjafar, en slíkur
var höfðingsskapur eyjaskeggja,
að bresku sjóliðunum var ekki
sleppt fyrr en að lokinni veislu,
er þeim var haldin. Hugprýði og
höfðingsskapur fer oft saman.
La Gomera er einnig fræg eyja
í sögunni, því þar var síðasti við-
komustaður Kolumbusar, áður
en hann lagði upp í ferðina til
hins óþekkta heims, sem leiddi
svo til endurfundar Ameríku. f
La Gomera fyllti hann skip sin
af vistum, gisti í kastala einum,