Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Glæpur
og
refsing
— í útgáfu Máls
og menningar
Glæpur og refsing, frægasta bók
rússneska meistarans Dostojevsk-
ís, er komin út hjá Máli og menn-
ingu í röð heimsbókmennta. Það
er Ingibjörg Haraldsdóttir sem
þýðir verkið úr frummálinu.
Svið þessarar miklu skáldsögu
er Pétursborg um 1860, ört vax-
andi stórborg, iöandi af litriku
mannlífi. Lesendur kynnast
embættismönnum og flæking-
um, rikismönnum og skækjum,
morðingjum og heilögum mönn-
um, en í miðju sögunnar er ein-
farinn Raskolnikof, tötrum bú-
inn stúdent með stórmennsku-
drauma, sem hann vill fyrir
hvern mun gera að veruleika.
GLÆPUR
OG-
REFSING
n
Spennan, mannlýsingarnar og
heimssýnin sameinast um að
gera Glæp og refsingu að ein-
hverri eftirminnilegustu skáld-
sögu síðari tíma.
Bókin er gefin út með styrk úr
Þýðingarsjóði. Hún er 469 bls.
Setningu og prentun annaðist
Prentstofa G. Benediktssonar,
Bókfell sá um bókband. Kápu-
mynd gerði Robert Guillemette.
(Frétutilkjuiag.)
Sinfóníutónleikar annað kvöld
FJÓRÐU áskrifUrtónleikar Sinfón-
íuhljómsveiUr íslands á þessu
sUrfsári verða I Háskólabfói nk.
fimmtudag, 29. nóv., og hefjast þeir
kl. 20.30.
Efnisskrá tónleikanna verður
sem hér segir:
Leifur Þórarinsson: Sinfónía nr. 1.
Franz Liszt: „Malediction" fyrir
píanó og strengjasveit. Franz
Liszt: „Totentanz". Alexander
Skrjabin: Sinfónía nr. 2 i c-moll.
Einleikarinn, Halldór Haralds-
son, lauk burtfararprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík 1960
og stundaði síðan framhaldsnám
við Royal Academy of Music I
London árin 1962—'65, en þaðan
lauk hann einleikaraprófi í píanó-
leik. Halldór hélt sína fyrstu opin-
beru tónleika í Reykjavík á vegum
Tónlistarfélagsins 1965. Síðan hef-
ur hann haldið fjölda tónleika
bæði hérlendis og erlendis. Hann
hefur oft komið fram sem einleik-
ari með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og leikið m.a. píanókonserta
eftir Liszt, Ravel, Bartók, Poulenc,
Beethoven, Tsjaikovskf o.fl. Hann
hefur verið mjög virkur í kamm-
ertónlist og farið í nokkrar utan-
landsferðir í því skyni. Árið 1973
Vetrar
veður...
Nú þegarallra veðra er von, vill Hafskip hf. benda viðskiptavinum
sínum á eftirfarandi:
1.
2.
3.
Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja
vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð-
stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á
komandi árstíma.
Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur,
að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi
og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl
takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða.
Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum
véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum
eða á útisvæðum sem kynni að vera hætt vegna frosts, foks
eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Með kveðjum.
HAFSKIP HF.
WFSHP
var hann valinn til að fara í tón-
leikaferð um öll Norðurlönd, hina
fyrstu svokölluðu kynningarferð
einleikara um Norðurlönd á veg-
um Nordisk Solistrád. Þá hefur
hann frumflutt mörg verk ís-
lenskra samtíðartónskálda og síð-
ustu árin hefur hann oft haldið
tónleika með Gísla Magnússyni pí-
anóleikara, þar sem þeir hafa leik-
ið verk fyrir tvö píanó. Fyrir
nokkrum árum var gefin út hljóm-
plata með leik þeirra, þar sem þeir
leika Vorblót Stravinskis í útsetn-
ingu höfundar. Síðan 1966 hefur
Halldór verið kennari við Tónlist-
arskólann í Reykjavik.
(Frétutllkjnning.)
Bernskumyndir
M Langanesströnduin
— eftir Kristján
frá Djúpalæk
SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur
gefið út bókina „Á varinhellunni —
bernskumyndir frá Langanesströnd-
um“ eftir Kristján frá Djúpalæk.
Á bókarkápu er efnið nánar
skilgreint sem „daglegt aml og
mannleg lífbrigði í útkjálkasveit
milli stríða". Þar segir og: „Á var-
inhellunni er ekki eiginleg ævi-
saga heldur sjálfstæð minninga-
brot, margvíslega samsett;
bernskumyndir er höfundur
bregður upp úr heimasveit sinni,
„frá nyrstu ströndum" þriðja ára-
tugarins. Það var á tímum hins
kjarnmikla mannlifs þegar sér-
lyndi og sérvitund voru ennþá
regla en ekki undantekning í sam-
félaginu. Og hér er enginn hörgull
á kynlegum kvistum ...
Yfir allri frásögninni hvílir sú
heiðríkja hugarfarsins, sú góðlát-
Kristján frá Djúpalæk
lega kímni og sá tærleiki máls og
stíls sem skáldinu frá Djúpalæk er
laginn. Og við kynnumst lífheimi
þar sem gjöful fjara, kliðmjúkur
lækur og herðabreið fjöll mynda
umgjörð um veröld sem var.“
Skáldsaga
eftir Arna
Bergmann
MÁL og menning hefur gefið út
skáldsöguna Með kveðju frá Dublin
eftir Áma Bergmann, en eftir Árna
hafa áður komið út endurminn-
ingarnar Miðvikudagar í Moskvu og
skáldsagan Geirfuglarnir.
í frétt frá MM segir m.a.:
„Óvænt ástarævintýri í Suður-
Frakklandi verður til að rífa aðal-
persónuna Björn úr friðsælum
hvunndagsheimi hins miðaldra
kennara. Hann eltir stúlkuna til
írlands, þar sem hann kemst i
samband við skæruliða írska lýð-
veldishersins. Þegar Björn snýr
aftur til íslands er hann flæktur í
átök, þar sem engum er hlíft. Með
kveðju frá Dublin er spennusaga,
Arni Bergmann.
sem jafnframt vekur upp ýmsar
spurningar."
Þessi nýja skáldsaga Árna verð-
ur gefin út bæði innbundin og sem
kilja í Ugluflokki Máls og menn-
ingar. Hún er 189 bls. að stærð,
unnin að öllu leyti í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Kápu gerði Hilmar
Þ. Helgason.
HAUSTHAPPDRÆTTI SJALFSTÆDISFLOKKSINS
Dregið eftir 5 daga
VINSAMLEGA GERID SKIL SEM ALLRA FYRST
SÆKJUM
SENDUM
Vinningar:
1. Greiösla upp i íbúö kr. 350.000
2. Greiðsla upp i íbúö kr. 300.000
3. Bifreiðavinningur kr. 200.000
Verömæti vinninga alls kr. 850.000.
Aðeins dregiö úr seldum miöum.
Skrifstofa happdrættisins aö Háaleitisbraut 1,
er opin frá kl. 9—22. Sími 82900.