Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 27

Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 27 Norskir útgerðarmenn ....... vilja 9 milljarða í styrk Nokkrir gíslanna ganga frá borði I Addis Ababa. Slmamynd/AP Sómölsku flugræn- ingjarnir ánægðir með árangurinn iddi. ákaKa 97 návamkar áP Addn Ababa. 27. nórember. AP. ÞRÍR sómalskir flugræningjar gáfust upp fyrir hermönnum á flugvellinum I Addis Ababa i Eþíópíu f morgun, slepptu 103 gíslum, en þá voru fjórir dagar liðnir frá því að Sómalíumenn- irnir rsndu flugvélinni sem var á leið frá Mogadishu í Sómalíu til Jeddha í Saudi Arabíu. Ræningjarnir lýstu að- gerðum sínum sem „sigri," þar sem yfirvöld í Sómalíu drógu til baka dauðadóma yfir sjö ungmennum. Ræningjarnir höfðu þrásinnis hótað að sprengja flugvélina í loft upp með manni og mús ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. ftalska stjórnin var virkur milli- liður i samningaumleitunum ræn- ingjanna og stjórnvalda i Eþíópíu, en stjórnvöld f Sómaliu tóku lítinn þátt og lýstu snemma yfir þvi að yfirvöld i Addis Ababa bæru alla ábyrgð á því hvernig til tækist. Kröfur ræningjanna voru á þá leið, að 14 pólitískum föngum yrði sleppt úr haldi i Sómalfu og dauða- dómar yfir fyrrgreindum sjö tán- ingum mildaðir. Yfirvöld i Sómalfu neituðu að ganga að nokkru sem ræningjarnir kröfðust og undir lokin, er gislunum hafði verið sleppt, tilkynnti Sómaliustjórn að það hefði aldrei staðið til að taka unglingana sjö af lifi. Ræningjarn- ir voru þrír, færri en talið var i fyrstu og foringi þeirra sat fyrir svörum fréttamanna eftir uppgjöf- ina. Hann sagði, að þeir félagar væru engir hryðjuverkamenn og þrátt fyrir hótanir þá hefði aldrei komið til greina að drepa einn eða neinn og þeir hefðu sagt farþegun- um það strax. „Tilgangurinn var að frelsa menn sem ranglega eru Gíbraltar: Landa- mæra- hömlum aflétt Brtbwl. 27. oÓTembcr. AP. SPÁNVERJAR samþykktu í dag að afnema allar hömlur af sinni hálfu varðandi umferð fólks um landamæri Spánar og Gíbraltar. Hefur þvf verið vel tekið á Spáni og dagblöð þar tala um „byrjunina á endinum á nýlendu- stefnu Breta í Gíbraltar". Búist er við því að alvarlegar viðræður hefjist von bráðar milli spænskra og breskra yf- irvalda um framtíð Gfbraltar. Landamærahömlurnar voru sett- ar árið 1969 en árið 1980 tilkynntu Spánverjar og Bretar að þeir ætl- uðu að hefja viðræður um framtíð Gíbraltar. Ekkert varð þó úr þvi vegna ýmis konar skoðanaágrein- ings. 1982 fengu handhafar vega- bréfa frá Gíbraltar að fara yfir landamærin til Spánar fótgang- andi, en vöruflutningar hafa samt sem áður verið bannaðir. fangelsaðir og bíða dauðarefsinga i Sómalíu og ég tel að við getum ver- ið ánægðir með árangurinn," sagði flugræninginn. Yfirvöld lofuðu ræningjunum pólitísku hæli og ferðafrelsi til hvaða lands sem vildi taka á móti þeim gegn því að gefast upp og er óvist hvað verður. Þeir verða ekki sóttir til saka i Eþfópfu. Háttsettir embættismenn i Eþfópíu sögðu sambúð landanna varla geta versn- að hvort sem væri. Ósló, 27. só.enber. Fri Ju Grik Laure, rrétUríUn MbL Útvegsmannasamtökin norsku hafa farið fram á að ríkið styrki útgerðina með tæpum tveimur milljörðum nkr. á næsta ári (um niu milljarðar ísl. kr.). Ríkisstjórn- in mun leggja sitt tilboð fram í næstu viku og þá munu viðræður heflast um þetta mál. Útvegsmenn og stjórnvöld telja góðar líkur á samkomulagi að þessu sinni um fjárstuðning við sjávarútveginn en 1 fyrra fóru samningar út um þúfur og ríkið ákvað einhliða, að útgerðin fengi 1,1 milljarð nkr. (tæpa fimm milljarða ísl.) í styrk. Sjó- menn voru þá mjög óánægðir með styrkinn, sem þeir tðldu allt of lítinn, og gripu til ýmissa mót- mælaaðgerða, stöðvuðu t.d. flot- ann í einn dag og lokuðu mörgum höfnum. Ástæðan fyrir betri samkomu- lagshorfum er m.a. sú, að nú eru samningsaðilar sammála um hvernig reikna skuli út tekjur sjómanna og tilkostnað en í fyrra var engin eining um það. Auk þess greindi menn á um hvernig skipta skyldi styrknum. Útvegsmenn og sjómenn halda því fram, að til að tekjurnar f sjávarútvegi verði sambærilegar við það, sem gerist meðal flestra stétta i landi, verði styrkurinn að nema fyrrnefndum tveimur milljörðum nkr. en búist er við, að um eitthvað lægri tölu semjist að lokum. Jafnt gegn Rúm- enum í gærdag SaloDÍki, 27. nÓTember. Fri AskiUi Erai Kóraajni, fréturiur* Mbl. ÍSLENDINGAR tefldu í dag gegn Rúmenum á Ólympíumótinu f skák. Úrslit urðu þessi: Margeir — Suba 0—1, Jóhann — Gheorghiu V4—V4, Jón L — Ghinda V4—V4, Guðmundur — Barbulescu 1—0. Guðmundur var hetja iiðsins i dag þegar hann gerði útaf við and- stæðing sinn i 25 leikjum. f skákum Jóns og Jóhanns var samið jafn- tefli rétt fyrir bið. Margeir virtist hafa góða stöðu lengst af, en lét Suba leika á sig f tfmahrakinu og gafst upp þegar skákin átti að fara í bið. Þessi úrslit þýða að fslenska sveitin er enn i toppbaráttunni og gæti mætt rússnesku sveitinni á morgun. í kvennaflokki tefldu íslensku stúlkurnar gegn grisku sveitinni og urðu að lúta í lægra haldi, 1—2. Guðlaug og ólöf töpuðu sinum skákum, en Sigurlaug vann sann- færandi sigur á þriðja borði. Sov- éska sveitin hefur nauma forystu i kvennaflokki, en fsland er í miðj- um hópi með 12V4 vinning af 24 mögulegum. Hvitfc Guðmundur Sigurjónsson Svarfc Barbulescu (Rúm.) Frönsk vörn I. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rd2 - «6, 4. Rgl3 — c5, 5. dxc5 — bxcð, 6. Bd3 — Re7, 7. 0-0 — Rbc6, 8. exd5 — exd5, 9. Rb3 — Bb6, 10. Hel — Bg4, II. h3 — Bh5, 12. Be3 — d4, 13. Bf4 — 16, 14.Bc4 — Bf7, 15. Bxf7+ — Kxl7, 16. De2 - Dd5, 17. c4 — Df5, 18. Bd6 — Hhe8, 19. g4 — Dd7, 20. c5 — Rc8, 21. Dc4+ — Kg6, 22. Bf4 — Hxel, 23. Hxel — h5, 24. cxb6 — hxg4, 25. Rc5 — geflð. LTIR VOLVOEIGENDUR OG GENGISFELUNGIN Þrátt fyrir gengisfellinguna höfum við ákveðið að hækka ekki verðið á Volvo varahlutum fyrr en 15. desember. Þetta er framlag okkar gegn hækkandi verðlagi. Notið tækifærið og gerið kjarakaup ársins 1 \5SE3EE5 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.