Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Ríkisbúskapurinn Iupphafi árs 1983 blasti við fjórþættur vandi í íslenzk- um þjóðar- og ríkisbúskap. Þjóðin glímdi samtímis við óðaverðbólgu, skertar þjóðar- tekjur, erlenda skuldasöfnun og vaxandi viðskiptahalla. Verulegur halli varð á ríkisbú- skapnum þetta ár. Þessar kringumstæður köll- uðu á aðhaldsaðgerðir. Ríkis- búskapurinn hlaut að axla að sínum hluta afleiðingar skertra þjóðartekna. Vandi al- mennings og atvinnuvega var ærinn, þó ekki væri á hann bætt með þyngri skattheimtu. Skattar til ríkisins vóru iækkaðir verulega 1983 og 1984, samhliða samdrætti og sparnaði í ríkisútgjöldum. Samdráttur í ríkisútgjöldum þjónaði tvíþættum tilgangi: að eyða ríkissjóðshalla, án nýrrar skattheimtu, og fyrirbyggja þensluáhrif í þjóðfélaginu. Afkoma ríkissjóðs 1984 verður nokkuð betri en spár stóðu til. Orsökin er tvíþætt. Annarsvegar nokkur sparnað- ur. Hinsvegar auknar tekjur ríkissjóðs í sköttum, sem sótt- ir eru í verð vöru og þjónustu, vegna mun meiri eftirspurnar í þjóðfélaginu en reiknað var með, Þessi mikla eftirspurn hefur að hluta komið fram i viðskiptahalla við umheiminn. Fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár, aem iagt var fram á Alþingi i haust, var innan þeirra marka i verðlags-, gengis- og launaþróun, sem stjórnarflokkarnir höfðu orðið ásáttir um. Meginmarkmiðið var að verðbólga yrði innan við 10% i lok ársins 1985 og gengi krónunnar breyttist inn- an 5% marka á árinu. Þessar forsendur hafa nú breytzt i kjöifar kjarasamninga, sem gengu þvert á verðbólguvarn- ir. Þess vegna var óhjákvæmi- legt að endurskoða frumvarpið i heild. Gjaldaliðir fjárlagafrum- varpsins hækka i endurskoðun um 2.200 m.kr. frá upphaflegri gerð þess, eða um 12,2%. Þessi hækkun stafar af breyttum launa- og verðlagsforsendum, auk þess sem framlög til vega- mála og húsnæðismála hafa verið hækkuð. Tekjuhlið frum- varpsins hækkar lítið eitt bet- ur vegna mikiliar eftirspurnar og aukinna ríkissjóðstekna i eyðslu8köttum. Gert er ráð fyrir rekstrarhalla ríkissjóðs 1985, 300—400 m.kr., sem er lítið eitt hagstæðari útkoma en í fyrri útgáfu frumvarps- ins. Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, gat þess, er hann mælti fyrir fjárlaga- frumvarpi í gær, að hlutur ríkisútgjalda af þjóðarfram- leiðslu 1985 yrði 29,2%. Þetta hlutfali hafi hinsvegar verið 30,7% 1983. í fjárhæðum talið nemi þessi mismunur 1,3 milljarði króna sem ríkið tek- ur minna til sín en 1983. Sam- kvæmt þessum mælikvarða hefur miðað til réttrar áttar í samdrætti ríkisumsvifa og skattheimtu. En betur má ef duga skai, eins nú árar í þjóð- arbúskapnum. Of snemmt er að dæma þetta fjárlagafrumvarp, enda á það eftir að taka breytingum í meðförum Alþingis. Það ber merki þrenginga í þjóðarbú- skap og aðhalds í ríkisbú- skapnum. Það sem skiptir mestu máli nú er að þjóðin nái vopnum sínum í verðbólguvörnum; vinni sig út úr þeim efna- hagsvanda sem við er að glíma. Það þarf stöðugleika í efnahagsmálum og frjálsræði til framtaks svo atvinnuveg- irnir geti vaxið að vinnufram- boði, til að tryggja atvinnuör- yggi, og að verðmætasköpun til að bera uppi batnandi lífs- kjör. Stjórnarstefnan þarf að ýta undir alika þróun, hvort heldur aem fjárlög eða önnur löggjöf eiga í hlut. Gleðifrétt Allri þjóðinni var það fagn- aðarefni þegar sú frétt barst um hádegi i gær að ung- mennin þrjú sem leitað hafði verið siðan aðfaranótt mánu- dags hefðu fundizt heil að húfi. Nokkur hundruð manna höfðu þá lagt land undir fót við hinar erfiðustu aðstæður við leit að þeim. Enn sannaðist hve mikils virði björgunar- sveitirnar eru og hve ósér- hlifnir þeir menn eru sem leggja allt í sölurnar á neyð- arstundu til hjálpar þeim sem farið hafa villir vegar eða lent í öðrum raunum. Við björgun- ar- og leitarstörf hafa menn það að leiðarljósi að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Sú þrautseigja bar gleði- legan árangur að þessu sinni. Fyrsta óveðurshrina þessa vetrar varð til þess að ferðalag þremenninganna inn á hálend- ið breyttist í þrekraun. Þessi atburður ætti að verða okkur enn ein áminningin um að fara með gát og huga vel að öllum aðstæðum áður en lagt er af stað. Björgun ungmennanna þriggja MorgunblaAið/RAX Stutt sunnudagsferð sem varð að martröð f þessum snjógöngum létu þau Gunnar, Inga Björk og Þröstur fyrir- berast aðfaranótt þriðjudagsins og lágu í þeim er þau fundust i þriðju- dagsmorgun. heyrðum við svo í flugvél og stukkum út en sáum ekkert. Við lágum svo f snjóhúsinu dálítinn tíma til viðbótar áður en við heyrðum í björgunarmönnunum. Það var ólýsanleg tilfinning. Við höfðum áður heyrt í flugvél- um og einhverjum tækjum svo við tröðkuðum stórt SOS í snjóinn rétt hjá snjóhúsinu eftir að við höfðum heyrt i flugvélinni um morguninn og reyndum að haga okkur á sem skynsamlegastan hátt. Hins vegar gerðum við eina reginskyssu, og það var að fara frá bílnum. Maður á aldrei að yfirgefa öruggt skjól nema maður viti ná- kvæmlega hvar maður er og hve langt er til byggða. Við höfðum svo áttavita og kort til að ganga eftir er við fórum frá bflnum þó það hafi kannski ekki skilað full- um árangri vegna slæms skyggnis, því við gengum þó í rétta átt og höfðum áttirnar á hreinu. Við höfðum einnig með okkur nestis- bita og vorum þvf aldrei sérstak- lega illa á okkur komin, nema þá helst af kulda. Við vorum sæmi- lega búin, en vantaði vatnsheldan skjólfatnað og því var rigningin okkur erfið. Við vorum orðin köld og hrakin þegar við fundumst, en fengum strax þurr föt og erum nú óðum að ná okkur aftur. Við erum bara talsvert þreytt enda höfum við litið sofið um langan tíma,“ sögðu þau Gunnar, Inga Björk og Þröstur. Þau báðu að lokum um kærar þakkir til hinna fjölmörgu, sem lagt höfðu hönd á plóginn við erf- iða og langa leit. Þeim yrði þó aldrei fullþakkað. Gáfum aldrei upp vonina og það var hún sem hélt í okkur lífinu, segja ungmennin þrjú um hrakninga sína „ÞETTA átti að verða stutt sunnudagsferð hjá okkur, en hún snérist upp í martröð áður en yfir lauk. Óþægilega Iffsreynslu, sem margt má þó læra af og kenndi okkur margt Þó að við værum ekki mjög aðframkomin var það ólýsanleg fagnaðartilfinning að sjá björgunarmennina koma að okkur í morgun. Við gáfum aldrei upp vonina og það var hún, sem hélt í okkur lífinu,“ sögðu þau Gunnar Hjartarson, Inga Björk Gunnarsdóttir og Þröstur Guðnason, er blaðamenn hittu þau að máli í heilsugæslustöðinni á Laugar- vatni (gær eftir giftusamlega björgun heil á húfl. Síðastliðinn sunnudag héldu þau af atað frá Þingvöllum áleiðia að Laugarvatni framhjá Hlöðu- felli. Um miðjan daginn fór að bera á rafmagnatruflunum ( bfln- um og aiðan atöðvuðu þau hann vegna bilana við Rauðafell. Þeim sagðist avo frá um hrakninga sína: .Við ræddum málln þarna ( bflnum og þar sem við töldum okkur vera nær byggð en raunin var, ákvaðum við að ganga til byggða. Fyrat 1 stað gátum við fylgt veginum 6 tii 7 kílómetra, en þá fór veður veranandi avo við týndum honum og gengum þá fram af fjallinu og komumat 1 akjól undir miðnættið niðri við vatnið. Fyrst reyndum við að láta fyrirberast undir barði, en þar var kalt svo við gengum um á vatninu nær alla nóttina til að halda á okkur hita. Undir morgun á mánudag byggðum við svo snjóhús til að skýla okkur fyrir rigning- unni, en það rigndi fljótlega niður. Við héldum svo á okkur hita um daginn með því að ganga um, en undir nóttina grófum við okkur inn 1 snjóskafl 1 lækjarfarvegi. Þar lótum við öll fyrir beraat um nóttina og reyndum að halda aem best á okkur hita með þvi að liggja á álpoka. aem við höfðum með- ferðia. A þriðjudagamorguninn Óðu krapaelg Morgunblaðið/Júlíus. Þaó er gott að hlýja sér upp við miðstöðvarofninn ( barnaskólahúsinu á Laugarvatni, eða það fannst þeim Vigdfsi Pétursdóttur og Ævari Aðalsteinssyni úr Hjálparsveit skáta f Reykjavfk þegar þau komu úr leit á Miðdalsfjalli f gær. Ekki veitti heldur af því þau óðu lengi f krapaelg upp fyrir hné og Vigdfs sökk f eitt skipti upp að mitti. Eins og sjá má var ofninn hlaðinn rennblautum fötum. Eftir að hafa snúið við, festist bíllinn. Lagt upp frá bílnum kl. 18.00 á sunnudagskvöld. Fyrst í stað var haldiö eftir veginum, en síðan niöur fjallið. /// Hlööufell // u.þ.b. 7 km f/ yJ^KujjjJ*" Morgunblaftið/GÓl. „Voru ótrúlega yel á sig komin“ ÞAU ERU ótrúlega vel á sig komin og engin merki á þeim um kalsár. Þau voru í góðum úlpum og „föður- landi“ og það hefur sennilega bjarg- að þeim,“ sagði Gylfi Haraldsson, læknir, sem skoðaði þau Gunnar, Ingu Björk og Þröst eftir að þau voru komin til byggöa, i samtali við Morgunblaðið. Gylfi sagði, að þrek þeirra væri með ólíkindum eftir um tveggja sólarhringa hrakninga og svefn- leysi. Þau hefðu yfirgefið bllinn klukkan 18 á sunnudag og ýmist verið á gangi eða legið fyrir í snjó- húsi þar tii þau hefðu fundizt á þriðjudagsmorgun. Þau hefðu síð- an fengið þurr og hlý föt strax og þau fundust og getað gengið hluta leiðarinnar til byggða með björg- unarmönnum slnum. Orgel í Hallgríms- kirkju samsvari kröf- um menningarþjóðar — segir í ávarpi forvígismanna söfnunarinnar SÖFNUN er nú hafin fyrir orgeli í Hallgrfmskirkju, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, og hefur hún þegar fengið góðar undirtektir. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða orgelsmiöur verður fyrir valinu, en það mun vera samdóma álit sérfræðinga að Hallgrímskirkju hæfi best orgel með um það bil 70 röddum, og verður það þvi lang stærsta orgel landsins. Hér í eftir fer ávarp þeirra fimm einstaklinga, sem höfðu forgöngu um söfnunina: Seðill í orgelsjóð „íslenskt tónlistarlíf er í mikl- um blóma. Þjóðin á nokkur tón- skáld, sem orð fer af erlendis. Hún á kóra, hljómsveitir, einleikara og einsöngvara i fremstu röð á al- þjóðlegan mælikvarða. Á seinni árum hafa mörg vandamestu verk tónlistarsögunnar verið flutt hér- lendis þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur. Það framtak hefur stórlega auðgað islenskt menningarlíf. En gróska nútfmans á þessu sviði á sér skamma sðgu. Þess vegna vantar ennþá aðstöðu til þess að flytja mikils háttar tón- verk, einkanlega frábær skáldverk kirkjulegrar tónlisar. Ekkert orgel er til í landinu, sem fullnægi kröf- um um túlkun þeirra meistara- verka, sem mest hafa verið samin fyrir kirkjuorgel. Því geta íslensk- ir orgelleikarar ekki notið sin sem skyldi. Og fremstu snillingum er- lendum í þeirri grein verður ekki boðið hingað til tónleikahalds. Hallgrímskirkja i Reykjavík, þjóðhelgidómur tslands, þarf að eignast orgel, sem bæti að fullu úr þessari vöntun og samsvari kröf- um menningarþjóðar. Hún er reist með það f huga meðal annars að styrkja samband listar og kirkju. Hún er helguð minningu eins mesta listamanns, sem þjóðin hef- ur átt. Hún er sakir stærðar og yfirbragðs ágætlega til þess fallin að verða musteri göfugrar tónlist- ar og skila stórbrotnustu kirkju- tónsmíðum. En forsenda þess er, að hún eigi eins fullkomið orgel og völ er á. Til þess að svo megi verða þarf sam- stillt átak. Undirritaðir vilja veita þessu máli lið og heita á aðra til liðveislu. Þess vegna gangast þeir fyrir fjársöfnun til orgelkaupa handa Hallgrímskirkju. Kjörorð þeirrar söfnunar er Seðill I orgelsjóð, Undirritaðir hefja leikinn með þvl að leggja fram kr. 1.000 — þúa- und krónur — hver, og skora hver um sig á tvo eða fleirl að gera hið sama. Þeir, sem taka áskorun, skora á aðra tvo eða fleiri, eða leggja til sömu upphæð eða hærri eftir vild. Nöfn gefenda verða birt vikulega 1 blöðum og síðan inn- færð í sérstaka bók sem varðveitt verður i Hallgrímskirkju. Þeim, sem taka áskorun, verða sendir gíróseðlar. Miðstöð stöfnunarinn- ar er Hallgrímskirkja, simi 10745.“ Reykjsvik, 23. nóvember 1984. Sigurbjörn Einarsson, biskup, Guðrún Helgadóttir, alþingismaður/rith., Knut Hdegird, forstjóri/skáld, Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri/söngstjóri. Góðar undirtektir Söfnunin Seðill í orgelsjóð hefur strax fengið frábærar undirtektir, og framlög eru tekin að steyma inn. ónefndur gefandi lagði t.d. fram kr. 100.000 á fyrsta degi og nokkrir hafa lagt fram kr. 10.000. Hér birtast nöfn þeirra, sem fyrstir tóku undir áskorun. lafMhr GuAbrudason, Lufaránregi 21, Rrfk. Sigartar Helganon, SkUdingueai 52, Rrik. Sr. Arai Bergar SignrbjBrnanon, Klepperegi 50, RtOl Rolf Johannen, Lugaráaregl 46, Rrlk. Þorgeir Baldiraeoa, Siórahjalla 5, Kóparogi. Krintinn SigurjonsBon, Fbgrnbrekka 16, Kápn- rogL Huknr Gublnugsson, Bárugotu 15, Rrik. öra Jókaaaaaoa, UadarflM JS, Garóabc. Dr. Jakob Jóaaaoa. Espigerói 2, Rrik. Sreiabjöra Fiaaanon, Fáfninregi 13, Rrik. Þorkell Sigarbjbrunon, Melabeiói 5, KóparogL Dagmar GaaaamdótUr. Birkigrnnd 67, Kópa- Þórir Óiafnuon, Birkigrvad 51, KöparogL Skáli SiguróoHoa. Birkigrund 45, KóparogL Táaua Heigaaon. Birkigmnd 51, KópnrogL Erlendnr Eiaarnaoa, Selrnfagraui 27, Rrfk. Jáa Ejateiaaaoa, Faxabrut 46, Rrik. Sigrttar Tborlarias. BólstaAarhlW 16, Rrik. Dr. Sigarbjóra Eiaaraaoa, Rejaigrand 67, Kápn- rngL Mngnáa Gaámadam, Leifagótu 21, Rejkjarlk. Lilja Bjaraadóttir, Alftamjri 44, Rejkjarik. Vigdía Þártardóttir, Sjafnargötu 2, Rrik. Aóalbeitar Georgadóttir, Baldaragótu 11, Rrik. Jónatu Eiaaranu, VMaateiaantrmti 36, Bolaar arrfk. Haaa ladrióaaoa. StaálaaeU 2, Rrik. Kaet (Megárd, Notrxu káaiaa, Rrfk. Gaéráa HelgadótUr. Skaflahlió 22, Rrfk. Saleme ÞorkeledótUr. Rejkjahlfó. MoafellureK. Margrét Skáladóttir, Njáiagtfta 88, Rrfk. Framkvæmdin með nýstárlegu sniði Forvigismenn söfnunarinnar eru dr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up, alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Salome Þorkela- dóttir, Knut 0degárd forstjóri og skáld og Ingólfur Guðbrandsson forstjóri og söngstjóri. Hér á eftir fara orð Ingólfs Guðbrandssonar er hann fylgdi söfnuninni úr hlaði: „Með Passiusálmunum lagði Hallgrímur Pétursson einstæðan skerf til heimsbókmenntanna. Fyrir framlag þetta, sem munað verður og lofað, meðan íslenzk tunga er töluð, stendur öll þióðin i þakkarskuld. Þess minnast Islend- ingar á verðugan hátt með bygg- ingu Hallgrímskirkju, sem á sinn hátt er eins og Passiusáimarnir eign þjóðarinnar allrar og samein- ingartákn. Takist vel til með lokafrágang Haligrimskirkju, standa vonir til að hún verði jafnframt musteri æðri hljómlistar á heimsmæli- kvarða, þar sem hin fegursta lof- gjörð í tónum mun hljóma um ald- ir. Auk góðs hljómburíPár er vand- að orgel ein af frumforsendum þess að sá draumur rætist. Nú þegar séð er, að kirkjan verður nothæf innan tveggja ára, er þessari söfnun hrint af stað með það markmið fyrir augum að sameina þjóðina um að gefa Hall- grímskirkju orgel, sem henni hæf- ir og verður höfuðprýði hennar og þjóðarstolt. Hugmyndin er að fá sem flesta landsmenn til að eiga hlutdeild að þeim stórkostlega hljómi, sem innan skamms getur heyrzt og eyru komandi kynslóða eiga eftir að heyra f Hall- grimskirkju. Framkvæmd söfnunarinnar er með nýstárlegu sniði, þar sem áhugamenn um þetta menning- armálefni skora hver á annan um framlag að upphæð kr. 1.000 eða meira. Söfnunin er þvf keðju- verkandi. Upphafsmenn hafa hver um sig skorað á tvo, sem tekið hafa vel undir áskorunina og skor- aö á aðra tvo hver. Greiðslan fer á gíróreikning nr. 19008 í Lands- banka Islands en getur átt sér stað með millifærslu f hvaða pen- ingastofnun sem er. Greiðandinn færir nöfn þeirra, sem tekið hafa áskorun hans inn á gíróseðilinn ásamt heimilisföngum og síma- númeri þeirra. Skrifstofa sjóðsins i Hallgrímskirkju verður opin á virkum dögum kl. 1—5 aíðdegia, sími 10745. Framlögum til sjóðs- ina má einnig koma beint þangað, tilkynningum um framlög og ábendingum. Skrifatofan sendir gtrós'ðil til þeirra, er tekið hafa áskorun, og er óskað að greiðsla fari fram innan viku frá móttöku hans. Áhugamenn um söfnunina þurfa ekki að biða eftir áskorun en geta tilkynnt stuðning sinn i aima 10745 og fengið sendan gfróseðil strax. Nöfn gefenda verða birt vikulega i dagbiöðum, nema nafn- leyndar sé óskað. Getur þvf þjóðin öll fylgzt með framvindu söfnun- arinnar. Jafnframt verða nöfn gefenda og framlög færð f sér- staka skrautbundna bók, sem varðveitt verður í kirkjunni um ókomna tfð. Að sjálfsögðu er upphæðin ekki bundin við kr. 1.000 og hærri framlög frá einstaklingum, fyrir- tækjum og sjóðum eða stofnunum þakksamlega þegin. Þannig gætu jafnvel hinir stórtækustu gefið eina rödd i orgelið og fengið nafn sitt áletrað." Hallgrfmakirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.