Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á nœstunni sem hór
segir:
HULL/GOOLE:
Dísarfell ..... 3/12
Dísarfell .... 17/12
ROTTERDAM:
Dísarfell ..... 4/12
j, Dísarfell ..... 18/12
ANTWERPEN:
Dísarfell ...... 5/12
Dísarfell ..... 19/12
HAMBORG:
Dísarfell ...... 7/12
Dísarfell ..... 21/12
HELSINKI:
Patria ......... 3/12
Hvassafell .... 14/12
LÚBECK:
Arnarfell ...... 3/12
FALKENBERG:
Arnarfell ...... 4/12
Hvassafell .... 17/12
LENINGRAD:
Patria ........ 4/12
LARVIK:
Jan ........... 30/11
Jan ........... 10/12
GAUTABORG:
Jan ........... 29/11
Jan ........... 11/12
KAUPMANNAHÖFN:
Jan ........... 12/12
SVENDBORG:
Jan .......... 13/12
ÁRHUS:
Jan ........... 13/12
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell .... 18/12
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell .... 19/12
m.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
iðaf
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
JC REYKJAVÍK
Slys í
heimahúsum
í heimahúsum verða því miður ailtof mörg slys og sá hópur, sem er í
hvað mestri slysahættu, eru börn á aldrinum 0—4 ára. Samkvæmt upplýs-
ingum frá landlækni verða slys í flestum tilvikum af óaðgætni.
1 þessari grein ætla ég að ein-
skorða mig við bruna, en bruni
er orsök 5% allra heimaslysa
(upplýs. frá 1979). Bðrnum er
hættast við slysum, þegar þau
eru farin að standa upp og
teygja sig eftir hlutum. Eldhúsið
er og verður líklega hættulegasti
staður íbúðarinnar. En er eitt-
hvað við því að gera? Eins og
áður sagði verða flest slys vegna
óaðgætni, sem ef til vill hefði
verið hægt að koma í veg fyrir.
En hvað er svona hættulegt í
eldhúsinu? Fyrst ber að telja
eldavélina. Lítil börn reyna oft
að teygja sig upp á eldavélar og
þá lenda fingurnir stundum á
heitum hellunum, þess vegna er
betra að nota aftari hellurnar ef
mögulegt er. Einnig er varhuga-
vert að láta sköft á pottum eða
pðnnum standa út fyrir eldavél-
ina, því það er óskaplega freist-
andi að toga í slík sköft og þá er
voðinn vís. Til eru ákveðnar
grindur til að setja framan á
eldavélina, en þessar grindur
virka þá sem hlífl Hægt er að
kaupa þessar grindur í sumum
heimilistækjaverslunum.
Hurðin á bakaraofninum get-
ur líka verið varhugaverð, mörg
börn vilja nota hana sem tröppu
og þá er hætta á að eldavélin
sporðreisist. Það er því nauð-
synlegt að slíkar hurðir hafi
barnalæsingu. Heitt kaffi eða te
getur brennt illilega, því er mik-
ilvægt að kaffikönnur standi
ekki nálægt borðbrúnum og
snúrur á sjálfvirkum kaffi-
könnum eða kötlum standi ekki
út fyrir borðbrúnir, því það er
mjög spennandi að toga í allar
slíkar snúrur og sjá hvað er á
hinum endanum. Það er lfka
alltof algengt að foreldrar haldi
á börnum sínum meðan þeir
drekka kaffi eða te, en það er
ótrúlegt hvað einn kaffibolli get-
ur orsakað mikinn bruna á litl-
um líkama.
Margir hafa uppþvottavélar
eða þvottavélar í eldhúsum sín-
um og þá þarf að gæta þess að
ekki sé hægt að opna þær meðan
þær eru í gangi. Flestar slíkar
vélar hafa öryggislæsingar, en
verið viss, spyrjið áður en þið
kaupið.
Eldspýtur eru hættuleg leik-
föng, skiljið þær því ekki eftir,
þar sem börn ná til. Nú fer að
dimma og líða að jólum og þá
eykst notkun kerta. Reynið þá að
hafa kertin, þar sem börnin ná
ekki til eða fylgist alveg með
börnunum. Logi á kertum er
mjög heillandi, þvi reyna þau að
koma við hann með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum.
Baðherbergið er lika hættu-
legt með öllum sínum fallegu
krönum. Skiljið þess vegna ekki
börnin eftir ein í baði, þau eru
vís með að reyna kranana. Það
er hægt að fá blöndunartæki
með stillanlegu hitastigi og eru
þau strax til bóta.
Það er endalaust hægt að
nefna slysagildrur, en umfram
allt verið vakandi og skiljið ekki
óvita eftir aðgæslulausa. Kynnið
ykkur slysahjálp. Rauði kross Ís-
lands heldur skyndihjálparnám-
skeið öðru hvoru — farið á eitt
slikt!
María Guðmundsdóttir,
deildarstjórí barnadeildar
Heilsuvernarstöðvar Rvíkur.
eigendur
Vetrartilboð!
Við bjóðum ykkur BRIDGESTONE
nagladekk á felgum undir bílinn
á sérstöku tilboðsverði:
MAZDA 323 verð frá Kr. 3.647
MAZDA 626 verð frá Kr. 4.652
MAZDA 929 verð frá Kr. 4.356
Góð greiðslukjör
Tryggið öryggið í vetrarakstri og notið
vkkur þetta hagstæða boð.
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23 Sími 81265
Landsamband Lslendingafélaga í Svíþjóð:
2000 félags-
menn í 6 félögum
JóadráKÍ, KupmuuUri II. bót. °
LANDSSAMBAND íslendingafélaga í Svíþjóð var stofnað í maí 1980 og
starfa nú flest félög íslendinga og Islandsvina innan vébanda þess. Eru um
2.000 félagsmenn í þeim 6 félögum, sem hér um ræðir, og er starfsemin
margþætt og vel skipulögð. Landssambandið gefur út blaðið íslandspóst og
kom fyrsti árgangur þess út 1980. Urðu tölublöðin 5 í fyrra og sjá nú
aðildarfélög sambandsins um útgáfu þeirra til skiptis.
Einn aðalhvatamaður að stofn-
un Landssambands íslendingafé-
laga í Sviþjóð er Haukur Þor-
steinsson formaður Sænsk-
íslenzka félagsins í Jönköping.
Hefur Haukur verið forseti lands-
sambandsins frá upphafi og full-
trúi þess m.a. hjá sænsku
innflytjendastofnuninni (Invandr-
arverket) og setið þar fundi með
fulltrúum annarra landssam-
banda innflytjenda til Svíþjóðar.
Er þar um 30 landssambönd að
ræða. íslenzka sambandið, sem
skammstafað er á sænsku IRIS,
fær árlega styrki frá innflytjend-
astofnuninni til skrifstofu- og
fundahalds og einnig til útgáfu ís-
landspóstsins. Þá fékkst nokkur
fjárhæð til stofnunar stúdíóa fyrir
íslenzkar útvarpsdagskrár, til fé-
laganna í Malmö og Stokkhólmi,
og er nú verið að leita hófanna um
uppsetningu stúdíós i Gautaborg,
en þar hafa íslenzkar útvarps-
sendingar legið niðri um skeið.
Tilgangur Landssambands ís-
lendingafélaga í Sviþjóð er að
vinna að sameiginlegum hags-
muna- og menningarmálum félag-
anna og efla samvinnu íslendinga
og íslandsvina í Svíþjóð. Og áfram
segir í lögum þess að leita skuli
samstarfs við hliðstæð samtðk á
Norðurlöndum og skuli sambandið
vera fulltrúi aðildarfélaganna
gagnvart opinberum aðilum í Sví-
þjóð og á íslandi i sameiginlegum
hagsmunamálum. Einnig á sam-
bandið að sjá um útvegun og dreif-
ingu íslenzks menningar- og
skemmtiefnis. Hefur stjórn sam-
bandsins unnið mikið og gott starf
að þessum málum og komið auga á
ýmislegt, sem betur mætti fara.
Elzta félagið innan sambands-
ins er íslendingafélagið í Stokk-
hólmi, sem verður 50 ára um þess-
ar mundir. Verður afmælisins
minnzt með veglegu hófi 24. nóv-
ember nk. og að auki mun koma út
myndarlegt blað af sama tilefni.
Formaður íslendingafélagsins í
Stokkhólmi er Þórir Jónsson.
G.LÁsg.
Kæru vinir mínir,
hjartanlega þakka ég öllum, sem heidruöu
mig meö heimsóknum, gjöfum og
heillaskeytum á 80 ára afmælisdegi mínum
22. nóvember si
GuÖ blessi ykkur öll.
MagnúsBj. Björnsson,
Hagamel 17, Reykjavík.