Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 28.11.1984, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Friður í Angola? SaAur-mfriskir bermenn (Angola. Nýjar viðræður um sjálfstæði Namibíu eru í uppsiglingu eftir tveggja ára þóf. Það þóf befur stafað af kröfu Bandaríkjamanna og Suður- Afríkumanna um að 30.000 manna herlið Kúbumanna í Angola verði flntt þaðan áður en Namibía fái frelsi. Forseti Angola, Jose Eduardo dos Santos, hefur boðizt til að senda hlnta kúbanska herliðsins burtu og Chester Crocker, aðstoðarutanrík- isráðberra Bandarfkjanna, hefur afhent bonum gagntilboð frá Suður- Afríkustjórn. Sfðan er búizt við nýjum viðræðum Bandarikjamanna og Suður-Afrfkumanna, með eða án þátttöku Angolamanna. Kúbustjórn hefur lýst yfir fullum stuðningi við tilboð Dos Santos, sem leggur til að fulltrúar Angola, Suður-Afríku, Kúbu og Swapo (sjálfstæðis- hreyfingar Namibfu) undirriti samkomulag, þar sem gerð verði grein fyrir skilýrðunum fyrir hinum takmarkaða brottflutn- ingi Kúbumanna. Kúbanska blaðið „Granrna" hefur eftir Dos Santos að brottflutningur Kúbumanna geti hafizt þegar Suður-Afrfkumenn hafi leyft þróun í átt til sjálf- stæðis Namibfu undir eftirliti SÞ, eftirlitsnefnd SÞ hafi komið til nýlendunnar og Suður- Afríkumenn hafi fækkað her- mönnum sfnum f Namibfu f 1.500. Hann setur lfka það skil- yrði að S-Afrfkumenn hætti allri aðstoð við uppreisnarhreyfingu Jónasar Savimbi, Unita. Samkvæmt heimildum f Pret- oria gera Angolamenn ráð fyrir að tveir þriðju hermannanna verði fluttir burtu, en 10.000 hðrfi norður fyrir 16. breiddar- baug, þar sem þeir taki sér stöðu umhverfis höfuðborgina Luanda og f olfuauðugum landskika, Cabinda, iengst í norðri. Þessu tilboði höfnuðu Suður-Afríku- menn, en búizt er við að gagn- tilboð þeirra leiði til nýrra við- ræðna. Báðir aðilar hafa slegið af kröfum sinum. Fyrst neituðu Angolamenn að sætta sig við það skilyrði að Kúbumenn yrðu fluttir burtu áður en Namibfa fengi sjálfstæði. Nú virðast þeir reiðubúnir að fallast á að hluti kúbanska herliðsins verði flutt- ur burtu. Suður-Afrfkumenn settu upphaflega það skilyrði fyrir sjálfstæði Namibíu að allt kúbanska herliðið yrði flutt burtu. Nú virðast þeir sætta sig við að 3—4.000 manna herlið verði eftir. Samkvæmt samkomulagi, sem Suður-Afríkumenn og Angola- menn náðu í febrúar, áttu um 20.000 suður-afrfskir hermenn, sem höfðu stóran hluta Suður- Angola á valdi sfnu, að hörfa þaðan gegn því að komið yrði á fót sameiginlegri eftirlitsnefnd til að koma í veg fyrir að skæru- liðar Swapo sæktu yfir þetta yf- irgefna landsvæði til Namibíu. Brottflutningurinn gekk vel þar til Suður-Afríkumenn komu til Ngiva, 40 km norðan landa- mæranna. Þar námu þeir staðar vegna þess að skæruliðar Swapo héldu áfram að sækja um yfir- gefna svæðið. Þeir vilja einnig að Angolamenn samþykki var- anlegt og sameiginlegt landa- mæraeftirlit til að koma f veg fyrir að skæruliðar sæki inn í Namibíu þegar brottflutningn- um er að fullu lokið. Þegar Frank Wisner, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandarikj- anna, var í Luanda í október samþykkti Dos Santos slíkt landamæraeftirlit, ef Suður- Afríkumenn lofuðu að veita Namibíu sjálfstæði innan tveggja mánaða og tilgreindu nákvæmlega daginn. Þegar Dos Santos lýsti áhyggjum vegna aukinna árása Luanda, ef ekki yrði gengið að þeirri kröfu. Hótunin leiðir lfk- lega til fundar hans og Dos Santos um brottflutning Kúbu- manna og myndun einingar- stjórnar, sem mundi stjórna landinu fram að kosningum. Staða Savimbi yrði slæm ef samið yrði án samráðs við hann: hann yrði í herkvf milli Angola f norðri og Namibfu (undir stjórn fjandmanna hans úr Swapo) f suðri og fengi enga olfu eða aðr- ar birgðir frá Suður-Afríku. Hann veit að hann getur ekki kollvarpað stjórninni f Luanda, þótt hann geti velgt henni undir uggum, en hann getur notað her- lið sitt til að knýja fram hag- stæða samninga. Með hótun um harðari aðgerð- ir virðist Savimbi vona að hann geti fengið P.W. Botha, forseta Suður-Afríku, til að tryggja þátttöku Unita i viðræðunum, eða tafið fyrir lausn til að treysta stöðu sfna. Savimbi get- ur reitt sig á samúð Suður- Afríkumanna, en eins og hann sagði nýlega: „Pieter Botha er Særöur suður-afrískur hermaður ar Swapo. Unita sagði Wisner að auðveld- ara yrði að lama skæruliða með samningi, sem byndi enda á að- stoð S-Afríkumanna við Unita, en hernaðarstuðningi Kúbu- manna. Wisner fór til Washington með leynitilboð Angolamanna um heimsendingu 20.000 Kúbu- manna, en áframhaldandi dvöl 10.000 Kúbumanna til að verja Luanda og Cabinda. Dos Santos vill einnig semja um að brott- flutningur Kúbumanna og S-Afríkumanna fari fram sam- tímis. Einni viku síðar rak Dos Sant- os utanríkisráðherra sinn, Paulo Jorge, sem var Rússahollur harðlfnumaður og andvfgur samkomulagi. Bandarfkjamenn afhentu sfðan tilboð Angola- manna Suður-Afrfkumönnum á Grænhöfðaeyjum. S-Afríkumenn munu liklega streitast gegn kröfu Angola um að þeir gefi Savimbi og Unita upp á bátinn. Talið er að þeir muni reyna að semja um þátt- töku Savimhi f þjóðeiningar- stjórn. Framtíð Unita er í hættu og því kallaði Savimbi saman þing hreyfingarinnar. Þar hvatti hann til þess að hann fengi að taka þátt í viðræðunum og hót- aði stórsókn 7.000 skæruliða til fluttur beim eftir árás á bækistöðv- vinur minn, en ég veit að hann verður fyrst og fremst að gæta hagsmuna lands síns.“ Ef Namibía fær sjálfstæði munu Suður-Afríkumenn eiga fullt f fangi með að aðstoða Sav- imbi og halda áfram að senda honum vistir. Kaldhæðnislegt er að herlið Savimbis virðist hafa náð yfir- höndinni í viðureigninni við stjórnina f Luanda og þvi hefur áhugi hennar á samningum auk- izt. Savimbi heldur því fram að á þessu ári hafi hann hrundið þremur meiriháttar árásum stjórnarhersins og Kúbumanna á yfirráðasvæði hans í suðaustri (sem er þriðjungur landsins), og valdið miklu manntjóni. Savimbi kveðst geta staðið fyrir hernaðaraðgerðum hvar sem er í landinu. Hann bendir á skemmdarverkaárás á Luanda í sfðasta mánuði er varð til þess að vatnslaust og- rafmagnslaust var í borginni í sex daga. Skemmdarverk Savimbi hafa haft alvarleg áhrif á bágborinn efnahag Angola og Dos Santos forseta virðist það mikið kappsmál að samningar takist. Savimbi er áhyggjufullur, þrátt fyrir árangursríkar árásir, en bendir á að Unita hafi oft verið spáð ósigri og jafnan risið upp aftur, öflugri en áður. Afmæliskveðja: Jónas Bjarna- son - Níræður Þegar verkfall prentara hafði staðið i fjóra daga og degi sfðar en verkfall opinberra starfsmanna hófst í október sl. átti góðvinur minn, Jónas Bjarnason á Báru- götu 10, níræðisafmæli. Fæddur 5. október 1894 á Vatnsnesi við Keflavik. Voru foreldrar hans Bjarni Jónsson útvegsbóndi og kona hans, Jóhanna Jónasdóttir. Áttu þau fimm börn, þrjár dætur og tvo syni, og var Jónas næstelst- ur og er nú einn á lífi þeirra systk- ina. Upp úr aldamótunum var nú ekki orðið til siðs að kveðja börnin í skóla frá sex ára aldri, heldur voru þau þá þegar látin fara að hjálpa til við bústörf og útgerð, eftir því sem kraftar leyfðu. Mun Jónas fljótlega hafa lært áralagið, enda öll sjósókn stunduð á ára- skipum á þeim tíma. Var hann þó nokkur sumur í sveit, bæði í Holt- unum og í Biskupstungum, þar sem hann var sumarið 1907 og sá þá til ferða Friðriks XIII, er reið hjá með fríðu föruneyti á leið til Geysis og Gullfoss. Fljótlega eftir fermingu var Jónas sendur til sjó- róðra á Austfjörðum. Reri hann fyrst á Vattarnesi við Reyðarfjörð og varð þar fljótlega formaður á árabát. Siðar var Jónas formaður á vélbátum, bæði á Norðfirði og Seyðisfirði mörg sumur, siðast á Seyðisfirði 1928. Um 1920 flutti Jónas frá Vatnsnesi til Vestmannaeyja og var þar fyrst til heimilis hjá frænda sínum, Jóni kaupfélags- stjóra Hinrikssyni, og hans ágætu frú, Ingibjörgu Theódórsdóttur, og batt mikla tryggð við þau og börn þeirra. Keypti hann vélbát frá Færeyjum í félagi við Jón og var um tima formaður á honum. Jón féll frá um aldur fram 1929 en Jónas gerði út bátinn með öðrum eigendum til 1938. í Vestmanna- eyjum stundaði Jónas ýmis störf í fiskverkun og verkstjórn, en þó lengst af sem fiskmatsmaöur. Þegar hann var um fimmtugt, veiktist hann heiftarlega af kölk- un í hrygg, svo að hann varð al- gjörlega óvinnufær i nokkur ár. Leitaði hann sér lækninga bæði hér heima og í Kaupmannahöfn en án árangurs. Þetta var mikill þrautatími, því segja mátti, að hann gæti hvorki setið eða staðið án mikillar vanlíðunar. Að lokum gekk þessi kölkun yfir og hóf hann þá störf sem innheimtumaður hjá Almennum tryggingum hf. og starfaði þar samfellt þar til hann varð 88 ára. Ók hann um borgina á mótorhjóli og tókst áfallalaust að þræða tæpar brautir í umferðinni. Starf sitt rækti hann af slíkri kostgæfni, að einsdæmi mun vera, því þó dagsverki hans væri loklið klukkan fimm síðdegis, fór hann oft aftur út á kvöldin til þess að leita uppi menn, sem örðugt var að finna að deginum. Ráðamenn I Al- mennum tryggingum fundu fljótt að hér var um óvenjulegan starfsmann að ræða. Og þegar hann hugðist hætta, þegar hann varð áttræður, tóku þeir það ekki í mál og heimtuðu að hann héldi störfum áfram. Sama var uppi þegar hann varð 85 ára og var ákveðinn að hætta, svo hann fékk sig ekki lausan fyrr en haustið 1982. Þegar undirritaður flutti til Vestmannaeyja I nóvember 1928 og mætti í fast fæði hjá Árna J. Johnsen, var Jónas þar fyrir sem fæðiskaupandi og tókst fljótlega með okkur góður kunningsskapur. Höfðum við báðir gaman af spil- um og komst ég fljótlega f hans Lomberspartí, þar sem fyrir voru skipstjóri og útgerðarmaður. Og hélst sá félagsskapur árum sam- an. Ekki mundi það Jónasi að skapi að ég færi hér að útmála mann- kosti hans, sem þó munu ekki dylj- ast neinum, sem eitthvað kynnast honum. En það hlýt ég að fullyrða, að ég hefi fáum kynnst, sem eru jafn traustir og heilsteyptir að allri gerð og Jónas Bjarnason. Hann kvongaðist 1938 ágætri konu, Ragnheiði Guðnýju Þor- valdsdóttur, ættaðri úr Dýrafirði, en hún andaðist 1966. Áttu þau eina dóttur barna, Jóhönnu, og er sonur hennar, Jónas, nú auga- steinn afa síns. Um leið og ég þakka Jónasi órofa tryggð við mig og fjölskyldu mína í 56 ár, óska ég að tíundi áratugurinn verði hon- um hlýr og ánægjulegur. Sigurjón Sigurbjörnsson Flugið heillar — unglingaskáldsaga eftir K.M. Peyton ÚT ER komin hjá Máli og menningu unglingaskáldsagan Flugið heillar eftir breska rithöfundinn K.M. Peyt- on. Þetta er önnur bókin í fjögurra binda verki; fyrsta bókin, Flam- bardssetrið, kom út í fyrra. Sagan gerist á árunum 1912—14, henni lýkur um sama leyti og fyrri heimsstyrjöldin skellur á. Kristína og Vilhjálmur hlaupast á brott frá Flambards þar sem allt er læst í miðaldavenj- ur og setjast að á flugvelli skammt frá Lundúnum, í nútlmanum miðj- um. Vilhjálmur fær vinnu sem flugvirki og síðar flugmaður og Kristín fer að starfa á hóteli. Gegn vilja sínum hlýtur hún að taka þátt I þeirri hættulegu íþrótt sem flugið var á þessum tíma, jafnvel fljúga yfir Ermarsund þótt hún vildi helst halda sig við jörðina. Áður hafa komið út sjö skáld- sögur handa unglingum eftir K.M. K.M. FF.YTON Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Bókin er 171 bls., unnin í Hól- um. Kápu gerði Sigurður Valur Sigurðsson. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.