Morgunblaðið - 28.11.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
47
Sunkór Selfoss í æfingu.
MorgunblaÖift/Sigurður.
Samkór Selfoss
gefur út afmælisrit
Setfmri, 23. ■ÍTember.
SAMKÓR Selfoss er einn þeirra
kóra i Selfossi sem starfar af hvað
mestum krafti. Kórinn hyggst gefa
út afmaelisrit nú í desember f tilefni
10 ára starfsafmdis. Að vísu átti
kórínn 10 ára afmæli á sl. ári og er
því 11 ára á þessu en kórfélagar
segja það ekkert minna að verða
ellefu ára.
Kórinn var stofnaður 24. sept.
1973 upp úr Kvennakór Selfoss
sem þá var. Fyrstu tónleikarnir
voru haldnir f Eyrarbakkakirkju
25. des. ’73. Kórinn hefur starfað
af krafti frá stofnun og átt gott
samstarf við aðra kóra, hefur tek-
ið þátt í kóramótum og tónleikum
Sambands blandaðra kóra á Suð-
urlandi. Kórinn fór f söngferð til
Noregs 1979 og tók þátt í kóra-
móti í Sarpsburg og fékk góða
dóma.
Fyrsti stjórnandi kórsins var
Jónas Ingimundarson, aðrir sem
hafa stjórnað kórnum eru Jó-
hanna Guðmundsdóttir, dr. Hall-
grímur Helgason, Björgvin Þ.
Valdimarsson frá 1977—1983 og
núverandi stjórnandi er Helgi E.
Kristjánsson.
Árið 1982 kom út plata með
kórnum sem ber heitið Þú bærinn
minn ungi. Á plötunni eru 15 lög,
þar af 5 eftir Björgvin Þ. Valdi-
marsson. Undirleikari er Geir-
þrúður Bogadóttir.
Þessa dagana æfir kórinn af
kappi fyrir aðventutónleika í Sel-
fosskirkju sem eru orðnir fastur
liður í tónlistarlffinu og jólaund-
irbúningnum á Selfossi. Kórinn
heldur uppi Ifflegu starfi og er
Helgi E. Kristjánsson, stjórnandi,
gefur tóninn.
reiðubúinn að fara f sjúkrahús og
elliheimili fyrir jólin og syngja
fyrir fólk.
Kórfélagar eru stórhuga og
setja markið hátt. Stefnt er að þvf
að fara til Kanada árið 1986 og
heimsækja Vestur-íslendinga. Sá
draumur mun hafa blundað meðal
kórfélaga siðan dr. Hallgrfmur
stjórnaði söng þeirra. Núna er
starfandi 41 félagi f kórnum en
flestir hafa félagarnir orðið 57.
Kórinn stundar æfingar sínar i
nýju safnaðarheimili Selfoss-
kirkju en kórarnir á Selfossi hafa
stutt þá byggingu meö þvi að gefa
til hennar afrakstur aðventutón-
leikanna.
Formaður Samkórsins er Guð-
björg Gestsdóttir.
- SigJóns.
„ísafold missti
niður dampinn
í verkfallinu“
„Þegar höfuðstóllinn var upp ur-
inn hættum við,“ sagði Ásgeir Hann-
es Eiríksson, er Mbl. innti hann eftir
ástæðum þess að vikuritið ísafold,
sem hann var útgefandi, ábyrgðar-
maður og rítstjóri að, er hætt að
koma úL
„Ástæðan var fyrst og fremst
peningaleysi og við tókum þá
ákvörðun að hætta, í bili a.m.k.,
áður en tap yrði á fyrirtækinu,“
sagði Ásgeir Hannes.
„Fyrsta tölublað ísafoldar kom
út þremur dögum fyrir verkfall
prentara í október og eftir verk-
fall komum við út tveimur blöð-
um. I verkfallinu gáfum við svo út
ellefu tölublöð af Verkfallstíðind-
um.
En ísafold missti niður damp-
inn i verkfallinu og náði honum
ekki upp aftur að því loknu. Því
kynningar- og auglýsingastarf-
semi, sem hleypt var af stokkun-
um í ágústlok, nýttist okkur ekki
vegna þess,“ sagði Ásgeir Hannes.
Við Isafoid voru þrír fastráðnir
starfsmenn, þeir Kristján Már
Unnarsson, biaðamaður, Einar
ólafsson, ljósmyndari og Már
Halldórsson, sem sá um dreifingu
og auglýsingar. Auk þeirra hafði
Gústaf Níelsson, sagnfræðingur,
verið ráðinn til starfa við blaðið
eftir að verkfalli prentara lauk.
„Nú er verið að meta stöðuna og
athuga hvað þarf til þess að hasla
blaðinu völl aftur,“ sagði Ásgeir
Hannes. „Ef til vill hefur kynn-
ingu okkar á blaðinu verið eitt-
hvað ábótavant," bætti hann við.
„En ísafold var blað með skoðun,
ákveðið mótvægi við alla vinstri-
mennskuna sem veður uppi í þjóð-
félaginu og það hafa margir
sterkir aðilar haft samband við
mig og lýst áhuga sínum á því að
taka þátt i að koma blaðinu af
stað aftur.“
Bók um huglækningar
HÖRPUÍJTGÁFAN á Akranesi hef-
ur sent frá sér bókina „Huglæknir-
inn og sjáandinn Sigurrós Jóhanns-
dóttir". Þórarinn Elís Jónsson frá
Kjartansstöðum skráði.
„Bókin fjallar um Sigurrós Jó-
hannsdóttur, sem starfað hefur
sem huglæknir yfir 40 ár. Sagt er
frá lækningaferli hennar, draum-
um og dulsýnum. Þá eru í bókinni
frásagnir fólks, sem hlotið hefur
lækningu fyrir hennar tilstilli,
einnig blaðaviðtöl við hana. 1 bók-
inni er eftirmáli höfundar, þar
sem hann fjallar um drauma,
dulsýnir og huglækningar Sigur-
rósar.
Fyrir nokkrum árum var gerð á
vegum Félagsvisindadeildar Há-
skóia íslands könnun á dulrænni
reynslu íslendinga. Um 30%
þeirra sem spurðir voru töldu sig
hafa orðið fyrir slíkri reynslu ein-
hvern tíma á lífsleiðinni. Mikill
fjöldi fólks telur sig hafa fengið
hjálp að handan fyrir tilstilli
miðla og huglækna. Þessi bók
fjaliar m.a. um slíkar lækningar."
Bókin er 114 bls. Prentuð og
bundin hjá Prentverki Akraness
hf. Kápuna gerði Jean-Pierre Bi-
ard.
HUGLÆKNIRINN
OG SJÁANDINN
Sigurrós Jóhanmdóttir
Frásagnir af dtásýnum og læk ningjiierii
Mazda
626$
MARGFALDUR
VERÐLAUNABÍLL
og metsölubíll á íslandi sem annars staðar og engin
furða, því hann er:
★ Framdrifinn, það tryggir góða aksturseiginleika og
gefur frábæra spyrnu í snjó og hálku.
★ Rúmgóður. MAZDA 626 er rúmbetri en sambærileg-
ir bílar og jafn rúmgóður og margir bílar, sem eru mun
stærri að utanmáli.
★ Eyðslugrannur. MAZDA 626 eyðir aðeins liðlega
6 lítrum á hverja 100 kílómetra á 90 km hraða.
★ Vandaður. MAZDA 626 er hannaður og smíðaður
af alkunnri vandvirkni japanskra handverksmanna og
framleiddur í nýrri bílaverksmiðju, sem talin er vera sú full-
komnasta í heiminum í dag.
★ 6 ára ryðvarnarábyrgð. MAZDA 626 er ryðvar-
inn með nýja ryðvarnarefninu WAXOYL og fylgir honum 6
ára ryðvarnarábyrgð.
Þrátt fyrir gengisbreytingu, þá er
MAZDA 626 árgerd 1985 á ótrúlega
hagstæðu verði:
428.000
1600 Saloon
gengisskr. 26.11.84
með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Mest fyrir peningana!
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23 sími 812 99