Morgunblaðið - 28.11.1984, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 28. NÖVEMBER 1984
51
Ekki tekið út
með sældinni
að vera frægur
^Jtacy Keach sem sjónvarpsáhorfendur kannast
^A.t.v. við er nú að ganga í gegnum skilnað við
þriðju eiginkonu sína, Jill Donahue. Ástaeðan fyrir
þessum skilnaði er frægðin segir Jill. Hún yfirgaf
mann sinn á þeim forsendum að hún fengi aldrei
hvort sem er að sjá hann þvi það væri svo mikið að
gera hjá honum, en undanfarið hafa sjónvarpsþættir
þeir sem hann leikur i aðalhlutverkið slegið í gegn.
Þetta var orðið þannig segir Jill að hann hafði ekki
einu sinni tima til að koma til hjúskaparráðgjafa. Ég
þekkti hann ekki lengur. Sjálfur segir Stacy að loksins
þegar hann varð frægur og þeir draumar rættust þá
fór einkalif hans í rúst. Ég vil ekkert frekar en að fá
að vera með Jill, en þá verð ég að fórna frægðarferlin-
um. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera
frægur.
COSPER
Hinir
hamingjuaömu
foraMrar
moð dóttur
sina.
Unnur María Gröndal
UNNUR MARÍA
GRÖNDAL
Aðstoðar-
framkvæmda-
stjóri í Chicago
Ung stúlka að nafni Unnur
María Gröndal sem búsett er i
Bandaríkjunum var i september
sl. gerð að aðstoðarframkvæmda-
stjóra i deild sinni sem lánar til
verklegra framkvæmda við Cont-
inental Illinois National Bank and
Trust Co. i Chicago. Unnur sem er
aðeins 26 ára að aldri er dóttir
Erlu ÓI. og Þóris S. Gröndal, ræð-
ismanns Íslands i Suður-Flórída.
Hún lauk BA-prófi i alþjóðsam-
skiptum og utanrfkismálum frá
Pennsylvania State University
1979 og MBA-prófi i viðskipta-
fræði frá American Graduate
School of International Manage-
ment í Arizona 1980. Hóf hún
störf hjá Continental Bank sama
ár. Unnur er gift Christopher P.
Kornmayer er starfar sem deild-
arstjóri hjá Libby McNeil & Libby
í Chicago.
(C PIB
Bf læknarnir segja að barnið geti lifað en ég deyi þá
leyfíð mér að deyja. Maðurinn minn verður barninu
góður faðir, sagði Sue Mackenzie, 22 ára gömul og 1,15
sm á hæð, er taka átti barnið með keisaraskurði. Mað-
urinn hennar tók í hönd hennar með tárin í augunum
og sagði: „Þið lifið þetta af bæði tvö.“ Og það rættist.
Sue fæddi heilbrigt barn 2,5 kíló að þyngd. Læknarnir
eru sammála um að þetta sé kraftaverk að móðir og
barn skuli bæði hafa lifað það af. Þrátt fyrir að lækn-
arnir hefðu aðvarað Sue sem Htur út fyrir að vera um
sjö ára gömul, þá varð löngunin í barn yfirsterkari og
ákvaðu þau hjón að reyna samt sem áður.
Við vorum svo hamingjusöm þegar ég frétti að ég
væri ófrísk sagði hún, en það var erfitt oft. Meðgangan
gekk vel þó fólk kallaði oft á eftir manninum mínum
barnaræningi o.s.frv.
Sue fékk sjúkdóm sjö ára gömul og hætti að vaxa. Ég
hélt að ég myndi aldrei giftast, sagði hún en fyrir ári
hitti ég Kevin og mánuði seinna bað hann mín og við
erum mjög hamingjusöm. Við mæðgurnar pössum í
sömu föt þegar dóttir mín er orðin sjö ára.
Sue
C05PER 8856.
1,15 sm á hæð
varð móðir
Hjá Höganás hafa kröfur um
gæði alltaf verið settar á oddinn.
Úrvalið er fyrir þig ...
Hvort sem er á gólf eða veggi, úti eða inni þá finnur þú
Höganás flísar við þitt hæfi. Höfum einnig Höganás
flísalím, fúgusement og áhöld.
Skoðið úrvalið í sýningarsal verslunar okkar.
Nýtt sýningarkerfi. Myndasýning á staðnum.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK.
Landssamband íslenskra
vélsleðamanna
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að gerast
félagar í landssambandi vélsleðamanna,
er stofnað var á landsmótinu í (Nýja-)
Jökuldal sl. vetur, vinsamlega hafi
samband við einhvern undirritaðan og láti
skrá sig í félagið.
Landssambandið er opið öllum áhugamönnum um
útiveru og vetrarferðalög, og munu félagsmenn fá í
hendur rit sambandsins er skýra frá helstu baráttu-
málum og lögum þess, einnig merki félagsins á sleða og
búning, við greiðslu árgjaldsins í gegnum poststofu.
Þessir annast skráningu:
Vilhelm Ágústsson, Akureyri.
Sími 96-23900/21715.
Gunnar Ingi Gunnarsson, Mývatnssveit.
Sími 96-44182/44174.
Sigurþór Hjörleifsson, Skagafiröi.
Sími 95-5522/5523.
Guömundur Ingi Waage, Borgarnesi.
Sími 93-7123/7320.
Ágúst Hálfdánarson, Mosfellssveit.
Sími 91-66718/11400.
Sverrir Scheving Thorsteinsson, Reykjavík.
Sími 91-83200/13889.
Rudolf Stolsenwald, Hellu.
Sími 99-5840.
Jón Sigfússon, Egilsstööum.
Sími 97-1163/1352.