Morgunblaðið - 28.11.1984, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1984
55
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
Breikkum
Almannagjá
Umbótasinni skrifar:
Fyrir skömmu skruppum við
hjónin austur á Þingvöll. í fylgd
með okkur voru tvenn erlend hjón.
Tilgangur ferðarinnar var að sýna
þeim hinn forna þingstað íslend-
inga. En þegar til kom fannst
vinafólki okkar Almannagjá ekki
eins tilkomumikil og þau höfðu
haldið. Bæði er það að gjáin er svo
þröng og svo eru veggir fremur
ósléttir og skáru allverulega 1
augu.
Því viljum við beina því til
Þingvallanefndar, að hún beiti sér
fyrir því að gjáin verði breikkuð
um 6—7 metra. Sprengja mætti úr
vesturvegg gjárinnar, sem auk
þess að breikka gjána myndi líka
gera hana beinni. Siðan mætti
leggja tveggja akreina stein-
steyptan veg niður gjána. Það
myndi ekki bara gera fólki auð-
veldara að ferðast þar niður, held-
ur einnig stytta Þingvallaveginn
um nokkra kílómetra. Að lokum
yrði vesturbakki gjárinnar múrað-
ur upp og málaður hvítur. Með því
móti gæti fólk virt fyrir sér undur
náttúrunnar í samanburði við
steyptan hversdagsleikann. Múr-
aði veggurinn yrði líka hvíld fyrir
augu sem virt hafa fyrir sér nátt-
úru Þingvalla í lengri eða
skemmri tíma.
Umbótasinna finnst sem hrjúfir veggir Almannagjár stingi í augu og vili að
gjáin verói breikkuð og annar gjárbakkinn múraður upp og málaður hvftur.
Móðir Theresía til bjargar
Siggi fiug skrifar:
Kæri Velvakandi minn.
Það er nú langt síðan ég skrifaði
þér síðast, enda er ég nú búinn að
skreppa til Kaupmannahafnar þar
sem ég dvaldi í 18 daga i bezta
yfirlæti hjá sonardóttur minni.
Hér á íslandi var allt í bullandi
verkfalli þegar ég fór og ekki
höfðu málin batnað er ég kom
heim (í verkfalli).
Það er annars furða hve miklu
má til leiðar koma í verkfalli. Mér
fannst nokkrir menn hafa tekið
sér fyrir hendur að loka hér öllu,
blöðum, allri þjónustu og yfirleitt
öllu sem heldur einu þjóðfélagi
gangandi. Nú fyrir fáum dögum
kom svo þessi hefðbundna gengis-
lækkun, sem ávallt er gripið til, til
bölvunar fyrir alla sem það kemur
við, en það mun vera öll þjóðin.
Danska krónan var réttar 3,00
krónur þegar ég fór en er nú 3,63
kr. eftir gengisfellingu.
Skömmu fyrir aldamótin var
holdsveiki algeng á Islandi.
Ömmusystir mín, þá rösklega tví-
tug, einangraði sig með ungri
stúlku sem var holdsveik austur i
Landeyjum og annaðist hana unz
hún dó. Þetta var mikil fórn enda
Þessir hringdu . .
„Því yndi verður
aldrei lýst ... “
Bænakona hringdi:
Fyrir skömmu ritaði Þor-
steinn Gunnarsson i Velvakanda
um kirkjusöng og messugjörð.
Mig langar til að svara þeirri
grein i nokkrum orðum. Bréfrit-
ari misskilur guðsþjónustuna
hrapallega. Messan er ekki ein-
göngu tónlistarflutningur milli
prests og kórs. Nei, guðsþjónust-
an er tilbeiðsla til Guðs, þar sem
söfnuðurinn kemur saman til að
tilbiðja Guð sinn. Tónlistar-
flutningur skiptir ekki svo miklu
máli, ef afstaða hjartans er í
réttri afstöðu við Guð. Trúar-
játningin er játning iðrandi sál-
ar, þess vegna á hún heima í
hverri messu og alls staðar þar
sem kristnir menn iðka sinar
bænir. Um fámenni í messum er
það að segja, að fólk heldur að
það sé svo leiðinlegt, en blessað
fólkið veit ekki hvers það fer á
mis, nefnilega blessun Guðs sem
er svo áþreifanlega mikil i guðs-
þjónustunni. Biblian segir, að
hvar sem tveir eða þrír séu sam-
an í Jesú nafni, þar sé hann
sjálfur mitt á meðal þeirra.
Blessun Guðs er ekki hægt að
lýsa öðruvísi en svona: Því yndi
verður aldrei lýst, það aðeins
reyndur veit. Messuskrár eru til
þess að fólk geti fylgst með til-
beiðslu safnaðarins og tekið
sjálft þátt í guðsþjónustunni.
Hvar er
Baskaland?
H.G. hringdi:
í fréttum útvarps er tíðrætt
um Baskaland. Hvaða land er
það? Ég þekki Baskahéruð Spán-
ar og til dæmis var einn fremsti
landsliðsmaður Spánverja í ára-
raðir Baski og eitt helsta lið
Spánverja í fyrstu deild er ein-
mitt þaðan, Atletico Bilbao. Ef
um nýtt land væri að ræða, yrði
það á spönsku Baskolandia og
það kannast enginn við svo ég
viti til. Gaman væri að fá upp-
lýsingar frá forráðamönnum
fréttastofu útvarpsins um
Baskaland, alla vega kemur það
mjög „spánskt" fyrir sjónir.
var þessi frænka mín þekkt fyrir
Hknarverk austur á Eyrarbakka
um langt skeið.
Það voru tveir sjúkdómar sem
herjuðu á þjóðina fyrr á öldum, og
annar sjúkdómurinn, berklar, allt
fram til 1929—30. Hinn sjúkdóm-
urinn, holdsveikin, var kveðinn
niður með byggingu spítalans I
Laugarnesi árið 1898. Voru þar
danskir Oddfellowar að verki en
við vorum þá ekki færir um að
gera þetta einir.
Þessir tveir sjúkdómar eru nú
löngu upprættir.
Mér datt í hug hvort ekki mætti
finna hér á landi einhverja móður
Theresu sem vit hefði á fjármál-
um og fá hana til þess að kippa
okkar efnahagsmálum í lag. Ut-
rýma verkföllum og þessari vfxl-
verkun á launum og gengisfelling-
um. Mér finnst þetta vera nokkurs
konar holdsveiki eða berklar sem
herja á okkar annars ágæta þjóð-
félag.
Er ekki einhver móðir Theresa
sem vill leggja þetta á sig líkt og
unga stúlkan austur í Landeyjum
forðum. Hér þarf bara átak, en
enga nýja bankabyggingu, enga
útvarpsbyggingu (sem er snarvit-
laust tímasett). Þjóðarbókhiaðan
má líka bíða svolítið enn, o.s.frv.
Þetta átak sem einhver Theresa
gæti gert þolir enga bið. Það er
búið að horfa á þetta allt saman
allt of lengi án þess að kippa því í
lag.
Samtaka nú íslendingar!
!*■ Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar
ip Vonarstræti 4 simi 25500
Heimili óskast
hið fyrsta fyrir dreng á 14. ári. Landsbyggöin jafnt sem
höfuðborgarsvæðið kemur til greina. Nánari upplýsingar
veitir Gunnar K. Gunnarsson, félagsmálastofnun
Reykjavíkur, sími 685911.
Tollari
Fyrir IBM PC tölvur
Forritið sem fyllir í tollskýrslur og gerir
verðútreikninga á augabragði.
Helstu kostir:
— Styttir stórkostlega tímann við tollskýrslugerð og verðútreikn-
inga.
— Sparar píslargöngurnar: Tollari reiknar rétt og því kemur sjaldn-
ar fyrir að tollskýrslur fái ekki afgreiöslu strax.
— Geymir tollskýrslurnar á tölvutæku formi og gerir því veröút-
reikninga á tveimur mínútum eftir aö allur kostnaöur við send-
ingu liggur fyrir.
— Reiknar út og prentar tollskýrslur og póstaöflutningsskýrslur,
meö þeim viöaukum sem meö þarf. Fer létt með langar og
flóknar skýrslur.
— Tollskrá meö helstu undantekningum innbyggö, bæöl í tollnúm-
eraröö og vöruheitaröð.
— Veröútreikningar fyrir verölagsráö, heildsölu og smásölu.
— Ureldist ekki þvi aö ný útgáfa forritsins og tollskrárinnar er
útbúin þegar breytingar veröa hjá tollyfirvöldum.
— Hentar flestum innflytjendum. Uppsetning og fyrsta flokks
kennsla er innifalin í kaupunum.
★ Fyrir IBM PC og aðrar tölvur meö MS-DOS stýrikerfi.
Tölva án góöra forrita er léleg fjárfesting.
Komiö og prófiö Tollarann. Sjón er sögu ríkari.
íslensk Tæki
Hugbúnaöur
Ármúla 36, sími 686790.