Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
250. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Monfublaöið/Steinar Garðarsson
Giftusamleg björgun
Félagar í björgunarsveitinni í Höfn draga skipbrotsmann af Sæbjörginni til lands úr
hinu strandaða skipi. — Sjá fréttir og viðtöl á baksíðu, í miðopnu blaðsins og bls. 44.
Heimsókn Gorbacehvs til Bretlands:
Stöðvun geimvígbúnaðar
skilyrði fyrir afvopnun
London, 17. desember. AP.
MIKHAIL S. Gorbachev sagði
óraunhwft að búast við stöðvun
kjarnorkuvopnakapphlaupsins ef af
hervæðingu út í geimnum yrði, og er
með þessu talið að Sovétmenn setji
sem skilyrði fyrir árangri viðræðna
stórveldanna um að draga úr víg-
búnaði, að fyrst verði deilan um
„stjörnustríð" til lykta leidd.
Heimsókn Gorbachevs til Bret-
lands, en hann er talinn næst
valdamestur í Kreml, hefur mælst
vel fyrir. Margaret Thatcher, sem
Rússar kölluðu fyrstir Járnfrúna"
lét vinsamleg orö íaila um Gorb-
achev og sagði að vel hefði farið á
með þeim. Thatcher sagðist einnig
uggandi vegna hugsanlegs vopna-
kapphlaups utan 'gufuhvolfsins. í
dag hélt hún til Peking til að und-
irrita samkomulag um framtíð
Hong Kong og i lok vikunnar
greinir hún Reagan Bandaríkja-
forseta frá viðræðum við Gorb-
achev.
Viðræður Gorbachevs við
Thatcher í gær og Sir Geoffrey
Howe utanríkisráðherra í dag
snerust fyrst og fremst um fund
stórveldanna í Genf í næsta mán-
uði. Bretar brydduðu einnig á
ýmsum mannréttindamálum, máli
Sakharovs, Afganistan, Miðaust-
urlöndum og Mið-Ameríku, en
viðbrögð Gorbacehvs eru ókunn.
„Ég vil leggja á það sérstaka
áherzlu að á þessu stigi er afar
mikilvægt að afstýra þvi að víg-
búnaðarkapphlaupið færist út f
geim. Sé það ekki gert yrðu vonir
um að stöðva megi kjarnavopna-
kapphlaupið óraunhæfar," sagði
Gorbachev á fundinum með Howe.
Bandaríkjamenn eru sagðir
munu gera tilraunir i marz nk.
með vopn til að granda gervi-
hnöttum, og í gangi eru athuganir
á mögulegum aðferðum til að verj-
ast sovézkum kjarnaflaugum utan
úr geimnum.
Sjá leiðara blaösins, Gorb-
achev í Bretlandi, á bls. 42.
Gorbachev og Tahtcher við upphaf
fundar þeirra á sveitasetri brezka
forsætisráðherrans.
AP/Sfmamynd
Lögreglumenn mynda varnarlínu til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn
Samstöðu komist að minnisvarða um verkamenn er féllu í átökum í Gdansk
1970 er óeirðir brutust út vegna verðhækkana á matvælum.
Walesa jafnar lög-
reglu við villidýr
17. desember. AP.
LECH Walesa fordæmdi pólska lögreglumenn í dag „fyrir að haga sér eins
og villidýr" í átökum við þúsundir manna, sem minntust í gær verkamanna
er féllu { Lenin-skipasmíðastöðinni fyrir 14 árum í óeirðum vegna matvæla-
hækkana. „Ég undrast hvernig í ósköpunum mannskepnan getur breyst í
slíkt óargadýr,“ sagði Walesa.
Lögreglumenn beittu kylfum,
táragasi og sprautuðu vatni til að
dreifa um 2.000 manns sem gengu
frá St. Brigyda-kirkjunni til
minnisvarða um verkamenn er
féllu í óeirðum 1970.
Henryk Jankowski prestur
sagði lögregluna hafa veitt hópi
manna eftirför inn í kirkjuna og
haldið áfram barsmíðum innan-
dyra.
Walesa reyndi að brjóta sér leið
ásamt um eitthundrað öðrum
gegnum fylkingu lögreglumanna
til að leggja blómsveig að minn-
isvarðanum, en varð frá að hverfa.