Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Björn Björnsson heiðursrædismaöur fslands, Kristín Jónasdóttir nemi í Minneapolis, Ellen Schmid- er, sem mun kenna næsta ir í Reykjavík, og Gunnar Biering læknir. Valdimar Björnsson og Randa, sem stúderaði i ís- landi en kennir nú í Kaliforníu. Námsmanna- og kennaraskipti HÍ og Minnesota-háskóla — eftir Valdimar Björnsson Fimmtán íslendingar eru nú við framhaldsnám í háskóla Minne- sotaríkis í Minneapolis. Talan hef- ur varla verið jafnhá síðan á stríðsárunum er 28 manns frá ís- landi voru við nám í Minnesota, 32 í Berkeley, California, og um 300 í Ameríku alls. Nú er heildartala ís- lenskra námsmanna á ýmsum stigum hartnær 500 hér í landi, dreifðum á menntasetrum víðs- vegar í Bandaríkjunum. Talsverð áherzla er nú lögð á námsmanna- og kennaraskipti milli háskólanna á íslandi og í Minnesota. C. Peter Magrath, þá rektur Minnesota háskólans, tók byrjunarskrefin 1982 þegar hann heimsótti ísland og ræddi við Guðmund H. Magnússon rektor Háskóla fslands, Halldór Guð- jónsson og aðra. Guðmundur rekt- or hefur heimsótt Minnesota há- skólann og aðrar stofnanir vestra, i svipuðu augnamiði. Frú Carol Pazandak stendur nú aðallega fyrir skiptunum milli há- skólanna. Hún kenndi sjálf við há- skólann í Reykjavík í sinni sér- grein, sálfræði, og líka í „student counselling", hálft námsárið 1984 og mun hún vera við háskólann i Reykjavík skamman tíma aftur, snemma á næsta ári, í febrúar. Hún ber titilinn „Assistant to the President". Skiptin við ísland eru í hennar verkahring og hefur nún myndað nefnd til aðstoðar í því starfi hér sem hefur fjárstyrk að- allega á dagskrá. Hún stofnaði University of Minnesota Alumni Assosiation í Reykjavík 1983, fé- lag þeirra sem hafa fengið gráður við Minnesota háskólann og stundað framhaldsnám þar eða á Mayo-stofnuninni í Rochester, sem hefur haft náið samband við háskólann í áraraðir. Auðólfur Gunnarsson læknir í Reykjavík veitir félaginu forstöðu nú og tók hann við að Sigurbirni Þor- björnssyni skattstjóra. Dr. Pazandak er alnorsk að ætt- erni sjálf en Bruce maður hennar rekur föðurætt sína til Tékkóslóv- akíu en móðir hans er sænsk. Þau hjónin og aðrir starfsmenn við Minnesota háskólann héldu meiri- háttar kvöldboð á Pazandak heim- ilinu í sumar sem leið og eru myndirnar sem fylgja þessari grein teknar við það tækifæri. Heiðursgestir voru Gunnar Bier- ing barnalæknir og Herdís Jóns- dóttir hjúkrunarkona, kona hans; þau voru þá hér á ferð. Bæði hjón- in voru um tímabil í Minnesota háskólanum fyrir nokkrum árum. Þar voru mætt nokkrir sem verða við Háskóla íslands við kennslu eða framhaldsnám á næstunni. Þar á meðal frú Mary Ellen Schmider, Dean Abraham- son, og Clarke Channing, sem koma til þess að kenna í Reykja- vík, hún í félagsfræði, Dean Abra- hamson i stjórnfræði og Clarke Chambers í Ameriskri sögu. Dean Abrahamson byrjar ekki við kennslu á íslandi fyrr en næsta ár en hann fór til íslands núna í sept- ember ásamt konu sinni Sigrúnu Stefánsdóttur. Þau giftust í fyrra í Minneapolis þar sem Sigrún var að Ijúka námi í sambandi við meistaragráðu í fjölmiðlafræði. Er hún komin aftur í starf sitt við Sjónvarpið. Útnefning kennara frá Háskóla íslands sem munu fara til Minne- sota á næstunni er enn í undirbún- ingi og er eins með suma sem fara héðan til Reykjavíkur. Auk þeirra fimmtán sem stunda nám hér frá íslandi við Háskólann er ein á Macalester College í St. Paul. Snædís Snæbjörnsdóttir. Margeir Gissurarson og Hulda Biering kona hans eru i framhaldsnámi en í deildum sem eru á „St. Paul Campus", hann í matvælafræði og hún í hann- yrðakennslufræði. Helgi Jó- hannsson stundar landbúnaðar- verkfræði og Gunnlaug Einars- dóttir kona hans, efnafræði. Árni Sigurðsson er í verkfræði, Hildur Sigurðardóttir kona hans, hjúkr- unarfræði. Frú Sölvína Konráðs- dóttir er nú á öðru ári við fram- haldsnám í sálfræði og Ásgeir Eiríksson langt kominn með auka- nám sitt í rafmagnsfræði. Ragnar Björnsson er nýkominn í haust og heldur sig við tölvufræði á meðan að Kristín Jónasdóttir kona hans nemur félagsfræði. Friðrik Ey- steinsson er í meistaragráðunámi við hagfræði og er kona hans hér úti líka, Valgerður Oddsdóttir. Þórunn Bjarnadóttir er í fjöl- miðlafræði og Seth, amerískur maður hennar, er með. Ágústa Gunnarsdóttir heldur áfram í sálfræði, Bima Björnsdóttir í fjöimiðlafræði og Arnór Guðmundsson í félagsfræði. Aðrir í boðinu mikla hjá frú Razandak í surnar voru Val Sea- berg, skiptinemi héðan við Há- skóla íslands í fyrra og Randa Mulford, nýfarin til Palo Alto, Kaliforníu, þar sem hún kennir við Leland Stanford University „Child Development", eða þroskun barna. Hún var meira en ár við nám í Reykjavík og talar íslenzku vel. Prestar úr þjóðkirkju íslands hafa komið hingað síðari árin og verið mismunandi lengi á Luther Northwestern Theological Semi- nary í St. Paul — upprunalega norsk-lútherskur prestaskóli. Nú er Séra Þorvaldur Karl Helgason kominn í þeim erindum ásamt Þóru Kristinsdóttur konu hans; Séra Þorvaldur er þjónandi prest- ur í Njarðvíkum. Á undan honum í St. Paul var Séra Sigfinnur Þor- leifsson, kona hans, Bjarnheiður Guðmundsdóttir og börnin, farin heim til sín fyrir nokkru. Séra Birgir Ásgeirsson, prestur á Mos- felli, er líka farinn heim í sína sókn eftir að hafa fylgst með að- ferðum á Hazelden-hælinu um tíma, hér skammt fyrir norðan. Frk. Guðrún Margeirsdóttir, hjúkrunarkona frá Hæli í Vest- mannaeyjum fór heim í starf sitt við svæfingar á Landspítalanum 22. nóvember eftir nokkurra vikna dvöl hér. Hún starfaði á ýmsum sjúkrahúsum í Minneapolis og St. Paul fyrir nokkrum árum og kom aftur til frekari kynningar í grein sinni. Aðrir hafa komið og farið eins og vant er. Fríða Ingvars sem vinnur á ferðaskrifstofu skammt frá Tjörninni kom í mjög snögga heimsókn fyrir skemmstu til móð- ursystur sinnar, frú Guðrúnar Jónsdóttur, konu Valdimars Björnssonar. Páll Gíslason læknir og Soffía Stefánsdóttir kona hans voru hér nokkra daga á meðan Páll sótti læknafundi í Minne- sota-háskólanum. Var ferðinni síðan heitið til San Francisco, þar sem hann sat fundi með þúsund skurðlæknum er komu víðsvegar að. Orðinn frægur hér um slóðir sem skurðlæknir í hjartaaðgerð- um, Örn Arnar og Margrét Krist- jánsdóttir kona hans skruppu til íslands í sumar með fjögur börn- in, þar sem örn sótti stúdenta- afmælishóf. Anna dóttir þeirra hefur unnið í Reykjavík um tíma- bil og verið við nám þar um leið. Læknishjónin og börn þeirra fóru í ferðalag á íslandi í sumar, ak- andi þvert yfir land frá Neskaup- stað til tsafjarðar í dásamlegu veðri sem þau nutu vel eftir bleyt- una í höfuðborginni. Um dreifingu íslenzkra náms- manna hér í landi eru nærtæk dæmi innan fjölskyldunnar. Stef- anía systir, gift manni sem kennir stærðfræði við Ohio University í Athens, segir frá heimsóknum reglulega frá einum sex íslending- um sem þar eru við nám, og Helga dóttir okkar, gift manni sem er við kennslu og rannsóknir í eðlisfræði í Alabama University í Tusca- loosa, minnist á fleiri tslendinga sem sækja þar nám og aðra mjög nær sem stunda nám í Birming- ham, Alabama, þar sem Pálmi Möller hefur kennt tannlækna- fræði í mörg ár. Um landa hér svo víða á þessum árum mætti heimfæra nokkrar línur úr leikriti Björnstjerne Björnssonar, Sigurd Jorsalfar: Norröna-folket, det vil fare det vil före kraft til andre. Kampens gladvind kaster gjenglans, aeren öker folkets arbeid. Valdimar Björnsson er fyrrverandi fjármálaráðherra í Minnesota. Sælgætisverzlunin „Sextfu og níu“ NÝLEGA var opnuð í Reykjavík sæl- gætisverslun á Hverfisgötu 69 undir nafninu Sextíu og níu. í raun er hér um enduropnun að ræða þar sem samskon- ar verslun var rekin á sama stað fyrir allmörgum árum, lengst af undir nafn- inu Florida en síðar sem Dísafell. Hús- næði verslunarinnar hefir verið lag- fært á smekklegan hátt og geta við- skiptavinir nú verslað innan dyra í stað þess að standa úti í kulda og trekki. Mikið og gott úrval er af alls kyns sælgæti, bæði innlendu og erlendu, ásamt tóbaki, öli og gosdrykkjum, ís, samlokum o.m.fl. Einnig verður fjöl- breytt úrval af konfektkössum í öllum stærðum og gerðum og geta viðskipta- vinir fengið kössunum pakkað inn i gjafaumbúðir. Öll dag- og helgarblöð eru seld, einnig tímarit. Verslunin er opin alla daga frá kl. 9—23.30. Eigandi er Svanhvít Árna- dóttir. Jólablað Húsfreyjunnar um jólahald og jólasiði JÓLABLAÐ Húsfreyjunnar, blaös Kvenfélagasambands íslands, er komið út yfir 60 síður að stærð og með mynd af jólasmákökuborði á forsíðu. í ávarpsorðum ritstjórnar segir m.a.: „Senn líður að jólum og jólaundirbúningurinn er í fullum gangi. í þessu blaði ræðum við m.a. við fjórar húsmæður um jóla- hald og jólasiði. Sagt er frá kristn- um jólum á Indlandi. Stefanía og Ingibjörg Þórarinsdóttir gefa upp- skriftir af jólahandavinnu og jóla- kökum. Björg Einarsdóttir segir frá stúlkunni í Garðhúsum, sem varð greifafrú í útlöndum. í neyt- endaþættinum eru gefin ýmis góð ráð til sparnaðar. Þau ættu að koma öllum að góðum notum, ekki síst nú eftir langvinnt verkfall, sem hefur haft áhrif á allan þjóðar- búskapinn. Ritstjórn Húsfreyjunnar skipa Ingibjörg Bergsveinsdóttir, Sigríð- ur Ingimarsdóttir, Stefanía Magn- úsdóttir, Sigríður Thorlacius og Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.