Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAOUR 18. DESEMBER 1984 51 Steinar Stcinsson menntunin hefði staðnað og nauð- syn væri á að endurskoða hana og bæta. Ný-tæknin yrði að fá meira rúm í skólakerfinu svo og í fram- haldsmenntun og ummenntun. Allrótækar skoðanir komu fram um nauðsyn þess að auka áhrif at- vinnulífsins á skólakerfið. Lagt var til að ríkisvaldið, atvinnulífið og kennslustofnanir ynnu saman að verk- og tæknimenntun og í því samstarfi ætti iðnaðurinn að vera leiðandi og bera höfuðábyrgð. Þessi skoðun fundarmanna var uppistaða í ályktun frá fundinum og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi hennar. Hvernig svo sem mál æxlast þá er ljóst að þrýstingur er vaxandi frá hendi atvinnulífsins á, að starfsmennta- brautirnar verði virkari en áður sem framleiðendur arðbærrar menntunar. Evrópubandalagiö í umræðum um Evrópubanda- lagið kom fram eindreginn stuðn- ingur við veru Breta í bandalag- inu. Hinsvegar fundu menn mikið aö skriffinnskubákni bandalags- ins. Því var haldið fram að í stað tollamúra væru komnir skrif- finnskumúrar á landamærum aðildaríkjanna, sem tefðu og tor- velduðu vöruflutninga í svo ríkum mæli að ylli kostnaði er meta mætti sem 5—10% toll. Einn ræðumanna lét þau orð falla að þótt skriffinnskubáknið í Brússel væri slæmt væri efnahagsleg þjóðernisstefna bandalagsríkj- anna enn meiri hindrun i eðli- legum viðskiptum. Þá var einnig mikil óánægja með stefnuna í verktakamálum bandalagsríkj- anna. Margir fundarmenn töldu að aukin hlutdeild opinbera stofn- anna I verkframkvæmdum væri tilkomin til að hefta eðlilega sam- keppni frá öðrum bandalagsríkj- um. Margt fleira athyglisvert kom fram á fundinum, sem ekki er hægt að tíunda í stuttri grein. Til íhugunar Breska þjóðin er vel menntuð og býr við háa og rótgróna menningu. Samt sem áður hafa kjör hennar farið versnandi á síðari árum, miðað við lífskjör flestra annarra vestrænna þjóða. Þar í landi er lýðræði I hávegum haft, smákóng- ar eru margir og kröfugerð oft æði óraunsæ. I raun eru vandamál Breta ekki óáþekk okkar eigin, þjóðin er bara fjölmennari og töl- urnar stærri. Okkur væri hollt að skoða vel eigin stöðu I ljósi ára- tuga reynslu og bera hana saman við reynslu annarra, á svipaðan hátt og Finnar gerðu er þeir hófu öfluga uppbyggingu i finnskum iðnaði fyrir áratug. Slík söguleg skoðun, sem væri gerð almenningi kunn í skiljanlegri framsetningu gæti leitt til breyttra viðhorfa, þar sem óraunsæ kröfugerðarpólitík yrði lögð til hliðar. í stað hennar mætti vænta umræðu um raun- kjarabætur og leiðir til að ná henni. f kjaraumræðum bæri þá meira á málefnum mennta, tækni- þróunar og markaðsöflunar svo og náttúru- og auðlindaverndar í stað lítilsiglds karps um háa kröfugerð með núll raungildi. Bournemouth, nóv. 1984 Steintr Steinsson er skólasíjóri Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann er nú í níms- og kynnisferð á Bret- landi og Norðurlöndum. VMSÍ: Dagvinnukaup fyrir helgi- og frídaga MORGUNBLAÐINU hefur borizt svohljóðandi tilkynning frá Verka- mannasambandi Islands: „Af gefnu tilefni vill Verka- mannasamband íslands taka fram, að uppsögn kauptrygg- ingarsamnings verkafólks i fisk- vinnslu, leysir atvinnurekendur ekki undan þeirri skyldu, að greiða því verkafólki, sem til þess hefur rétt, dagvinnukaup fyrir þá helgi- og frídaga, sem ber upp á virka daga (mánudaga til og með föstudaga) meðan uppsögnin er í gildi. Verkalýðsfélög og verkafólk er minnt á að fylgjast vel með því að þessi réttindi séu í heiðri höfð.“ Nýr prófessor við verkfræði- og raunvísinda- deild HÍ FORSETI íslands hefur að tillögu menntamálaraðherra skipað Þorstein Halldórsson, Dipl. Phys., prófessor í tilraunaeðlisfræði við eðlisfræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Is- lands frá l.júlí 1985 að telja. Gefðu barninu jólagjöf sem tryggir öryggi þess KLIPPAN TUFFY öryggispúðinn er lagaður að líkama barnsins. Púðinn hentar öllum börnum að 35 kg líkamsþyngd. Þessi einfaldi og vel hannaði hlutur tryggir að bílbelti komi barninu að fullu gagni. \SHH3ID MS SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 V. J I f" ) ÚTSÖLUSTAÐIR: VELTIR og OLÍS staðgreiðsluafsláttur STENDUR FYRIR SiNU ^iníætisteeki ePP adeiíd i/arðvjðarsaJa ( HRINGBRAUT120: Simar: Harðviðarsala..............28-604 Byggingavörur..............28-600 Málningarvörur og verklæri.28-605 Góllteppadeild.............28-603 Plisar og hreinlætistæki...28-430 J renndu við eða hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.