Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 6

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 ÚTVARP / SJÓNVARP Hið sól- hvíta ljós Fjölmiðlafári helgarinnar slot- að og aðeins ein setning situr eftir í huganum: Ætli þeir verði ekki að éta Seðlabankann á endan- um? Svo mæltist útgerðarstjóra frá Húsavík í Kastljósi síðastliðið föstudagskveld. Stolt fley þessa manns, nýfarið undir hamarinn og refsivextirnir og gengismunurinn horfnir í þjóðarskömmina við Arnarhól. Er nema von að þessir menn, er berjast við að halda líf- inu í þjóð vorri, standi ráðþrota gagnvart kastalaveldinu, er starf- ar að mestu samkvæmt þeim lög- um er það setti sjálfu sér við upp- haf vega. Útgerðarstjórinn hefði betur haft vit á að kaupa steinsög til að saga legsteinagrjótið frá Hornafirði, í stað þess að asnast til að kaupa fiskiskip handa fær- ustu sjómönnum heimsbyggðar- innar. En nóg um það, menn eiga ekki að byrja vikuna á því að skammast, heldur fara að dæmi Eyjólfs Konráðs og reisa fimm milljón seiða eldisstöð, þar fer maður sem lætur hendur standa fram úr ermum, en lætur ekki nægja að rífa kjaft í þingsölum. Reikult er rótlaust þangið Ég sagði hér áðan að aðeins ein setning hljómaði enn í huga mér frá fjölmiðlafylleríi helgarinnar, þetta er nú kannski ekki alveg rétt, því þrátt fyrir að skærin hennar Herdísar Egilsdóttur væru hreint að drepa mig í „Stundinni", þá minnist ég þaðan lítillar perlu er var þula Theódóru Thoroddsen, „Stúlkurnar ganga suður með sjó“ í leikbúningi Þórunnar Sigurðar- dóttur — þaðan berast enn setn- ingar og fagrar myndir, þrátt fyrir að næsta litlu hafi verið til kostað með sviösbúnað. En svona á að nálgast ljóðið á fjölmiðlaöld, þennan menningararf sem öðru fremur hefir gert oss að þjóð, er heldur enn sinni sjálfsvirðingu mitt í stórveldasúpunni, á tímum þverrandi markaða. Allir söngfuglar þess eru horfnir Já, vissulega má ljóðhefðin ekki fyrnast, en hér er úr vöndu að ráða, því þessi strengur menning- ararfleifðarinnar er spunninn úr næsta fínu garni, og verður því auðveldlega slitinn, sé ekki að gert. Hingað til hafa forystumenn menntamála lagt á það höfuð- áherslu að nemendur i skólum landsins nálgist ljóðið eins og páfagaukar í búri. Þannig eru menn leiddir nauðugir viljugir til móts við ljóðið, í stað þess að lbkka þá inní hið gullna búr, það- an sem þeir geta svo flogið hvenær sem er, ríkari en áður. Eg minnist í þessu sambandi er ég stóð frammi fyrir tólf ára bekk hér fyrir nokkrum árum með þá dag- skipan í farangrinum, að kenna ljóð. Mér féllust satt að segja hendur. En hjálpin er næst.. af tilviljun kveikti ég á útvarpinu að kveldi þessa erfiða kennsludags og viti menn ... þ e g a r neyðin er stærst, berst þá ekki úr viðtækinu ljómandi þáttur um texta ungra skálda er söngtríó hafði þá nýver- ið greypt á plötu. Næsta dag hleypur nýbakaður íslenskukenn- ari útí búð að kaupa plötuna, text- arnir ljósritaðir í snatri og skömmu síðar er blessuðum páfa- gaukunum hleypt út úr búrinu, og þeir flögra um skólastofuna á vængjum Ijóðsins og söngsins. Eitt augnablik var þar spunninn hinn gullni þráður, sem ekki má slitna. Ólafur M. Jóhannesson. Tónlist tveggja rása Eldri rás Ríkisútvarps- ins lætur ekki sitt eft- ir liggja í tónlistarflutn- ingi, þótt tónlist sú sem þar heyrist sé frábrugðin þeirri er mest er spiluð á Rás 2. Varla er nema gott eitt um það að segja, enda ættu þá flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það kennir ýmissra grasa á dagskrá „Rásar 1“ í dag og má þar t.d. nefna miðdegistónleika, sem hefjast kl. 14.30. Þá leikur kammersveit Jean-Pierre Paillards Brandenborg- arkonsert nr. 2 í F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Klukkan 14.45 hefst þáttur Guðmundar Bene- diktssonar, Upptaktur, og Í kvöld verður flutt tónverk eftir Jón Nordal, tónskáld, í útvarpinu. kl. 16.20 eru síðdegistón- leikar. Þá verður útvarpað öðrum og fimmta þætti úr Sinfóníu nr. 2 í c-moll eft- ir Gustav Mahler. Elly Ameling og Aafje Heynis syngja með kór og hljóm- sveit hollenska útvarps- ins, sem Bernard Haitink stjórnar. f kvöld verður einnig útvarpað tónlist og verður þá flutt verk eftir Jón Nordal. Gísli Magn- ússon, píanóleikari, leikur með Sinfóníuhljómsveit fslands píanókonsert. Sið- an verður leikið hljóm- sveitarverkið „Choralis". Stjórnendur eru Páll P. Pálsson og Jean-Pierre Jacquillat. Þjóðlög úr ýmsum áttum ■■■■ Þjóðlagaþáttur 1 /» 00 Kristjáns Sig- A O “• urjónssonar verður á dagskrá rásar 2 í dag kl. 16. Þáttur þessi er hinn síðasti á árinu og kvaðst Kristján ætla að gera ýmsa hluti í tilefni þess. „Eg ætla að leika þá tónlist, sem mesta athygli hefur vakið í þættinum á þessu ári, en það er tónlist með dönsku hljómsveit- inni Istanbul Express og þýsku hljómsveitinni Piir- pauke," sagði Kristján. „Tónlist þessara hljóm- sveita flokkast undir folk-jazz, þ.e. jazztónlist, sem spunnin er út frá stefjum þjóðlaga. Istan- bul Express tekur t.d. stef úr Austurlandatónlist og spilar þau með suður- Kristján Sigurjónsson, um- sjónarmaður Þjóðlagaþátt- ar en síðasti þáttur hans á þessu ári er í dag. amerískum takti, sem er ákaflega skemmtileg blanda. Piirpauke spilar hins vegar allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Ég hef spilað tónlist þessara hljómsveita í þjóðlaga- þættinum og morgun- þættinum og það hefur ekki brugðist, að hlust- endur hringi til að for- vitnast um tónlistina. f lok þáttarins ætla ég að spila nokkur lög í tilefni jólanna, ekki endilega hreinræktuð jólalög, held- ur fremur lög sem tengj- ast kristinni trú, t.d. eitt lag með hljómsveitinni Steeleye Span,“ sagði Kristján Sigurjónsson, umsjónarmaður Þjóðlaga- þáttar að lokum. Basil Davidson, sagnfræðingur, höfundur þáttanna um sögu Afríku. Síðasti þáttur myndaflokksins verður á dagskrá sjónvarps í kvöld. Arfur Afríkuríkja f kvöld sýnir O A 40 sjónvarpið 8. — þátt mynda- flokksins um Afríku. f þætti þessum verður fjall- að um vandamál ný- frjálsra Afríkuríkja. Um- sjónarmaður þáttanna, Basil Davidson, rannsak- ar sérstaklega erfiðleika þá er blasa við í borgun- um Lagos, Nairobi og Dakar og ræðir við ýmsa þjóðarleiðtoga, t.d. Mug- abe í Zimbabwe, Shagari í Nígeríu og Senghor í Sen- egal. Þættirnir um Afríku verða ekki fleiri, en sjálf- sagt gæti Basil Davidson þó gert þá fleiri. Ekki ætti hann að skorta efnivið, því hann hefur ritað rúmlega 30 bækur um Afríku. Hann hefur verið gerður að heiðursdoktor við fjölda háskóla, í Afr- íku, Ameríku og Evrópu, enda af mörgum talinn einn fróðasti sagnfræð- ingur veraldar um sögu Afríku. fslenskir sjón- varpsáhorfendur hafa nú notið kunnáttu Basil Dav- idson um skeið og er ekki að efa að margir vildu fá meira að sjá. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 18. desember 74» Veöurfregnir. Fréftir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 84)0 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð — Bjarni Guöleifsson á Mööru- völlum talar 9.00 Fréttir. 94)5 Bráöum koma blessuö jólin „Ævintýri Askasleikis" eftir löunni Steinsdóttur. Arnar Jónsson les. Umsjón: Hildur Hermóðsdóttir. 94» Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl (útdr.). 10.45 „Ljáöu mér eyra'' Málmfrlöur Siguröardóttir á Jaðri sér um þáttinn. (RÚVAK) 11.15 Viö Pollinn Umsjón: Gestur E. Jónas- son. (RUVAK) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tll- kynningar. 1230 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynnir-,gar. Tón- leikar. 13.30 Jólalög 144» A bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14J0 Miödegistónleikar Kammersveit Jean-Pierre Paillards leikur Branden- borgarkonsert nr. 2 I F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. 1435 Upptaktur — Guömund- ur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 164» Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 164» Slödegistónleikar Annar og fimmti páttur úr Sinfóniu nr. 2 I c-moll eftir Gustav Mahler. Elly Amellng og Aafje Heynis syngja meö kór og hljómsveit hollenska útvarpsins: Bernard Haitink stj. 17.10 Síödegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 21.05 Tónlist eftir Jón Nordal Sinfónluhljómsveit Islands leikur. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari: Glsli Magnússon. a. Planókonsert. b. „Choralis". hljómsveitar- verk. 21.30 Utvarpssagan: Grettis saga. Óskar Halldórsson les (15). SJÓNVARP 1935 Sú kemur tlö Fimmti þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geim- feröaævintýri. Þýöandi og sögumaður Guöni Kolbeinsson. Lesari meö honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á taknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Saga Afrlku. 8. Arfurinn Breskur heimildaftokkur I átta þáttum. Þessi lokaþátt- ÞRIÐJUDAGUR 18. desember ur tjallar um vandamál ný- frjálsra rlkja Afrlku og er m.a. rætt við nokkra þjóðarleið- toga. Umsjónarmaöur Basil Dav- idson. Þýöandi og þulur Þorsteinn Helgason. 2135 Njósnarinn Reilly 11. Hinsta háskaförin Breskur framhaldsmynda- flokkur I tólf þáttum. Reilly heldur til Moskvu til aö afla nánari vitneskju um Samtökin og Stalln lætur málið til sln taka. Þýðandi Kristmann Eiösson. 22.55 Kastljós Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Einar Sig- urðsson. 23.25 Fréttir i dagskrárlok. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 Kvöldtónleikar: Sinfónlsk Ijóö. Ýrr Bertelsdóttir kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 18. desember 104»—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son. 144»—154» Vagg og velta Stjórnandl: Glsli Sveinn Loftsson. 154»—164» Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—174» Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frfstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarö Ingólfs-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.