Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Qlympíuleikamir:
N-Kóreumenn þrasa
enn um val Seoul
Tókýó, 17. desember. AP.
FORMAÐUR ólympíunefndar Noróur-Kóreu sagði í samlali við japanska
fréttamenn í dag, að Norður-Kóreumenn væru afar óhressir með að næstu
sumarleikir skyldu vera haldnir í Suður-Kóreu. Gaf hann ■ skyn að Norður-
Kóreumenn myndu ekki verða meðal þátttakenda á leikunum vegna þessa.
Er það ekki í fyrsta skiptið sem Norður-Kóreumenn viðra skoðun sína og var
þetta eitt af mörgum dæmum um að kommúnistaríki hafa verið að gera því
skóna að þau hyggist ekki taka þátt í leikunum.
Formaðurinn sendi fyrir
skömmu bréf til Samaranch, for-
seta alþjóðaólympíunefndarinnar,
og þar sagði meðal annars, að það
„væri aldrei hægt að tryggja ör-
yggi íþróttamanna í hinni storma-
sömu Suður-Kóreu.“ Sagði for-
maðurinn jafnframt, að menn
yrðu að gera sér grein fyrir þvi að
það væri „varanleg stríðshætta“ á
Kóreuskaganum og „aðeins tíma-
bundið vopnahlé". Formaðurinn
Til móts
við hala-
stjörnu
Moskvu, 17. desember. AP.
SOVÉSKIR geimvísindamenn
hafa sent út í geiminn sjálfvirkt
geimfar sem á að koma fyrir
rannsóknartækjum á yfirborði
Venusar og fara síðan til móts
við halastjörnu Halleys, eða svo
sagði í fréttatilkynningu frá
Tass-fréttastofunni sovésku í
dag.
Þess var ekki getið hvenær
hið ómannaða geimfar lagði af
stað í ferðina löngu, en í júní á
næsta ári verður geimfarið
Vega, en svo heitir það, statt
hjá Venusi og þar mun sjálf-
virkur búnaður koma fyrir
rannsóknartækjum á yfirborði
stjörnunnar. Síðan verður för-
inni haldið áfram uns geimfar-
ið mun hitta fyrir halastjörn-
una sem kennd hefur verið við
Halley, en fundurinn verður í
mars 1986. Mun sjálfvirkur
ljósmyndabúnaður smella
ákaft í návist halastjörnunnar
merkilegu. Fleiri athuganir
verða gerðar á halastjörnunni
við þetta tækifæri.
Geimfar þetta var sent upp
eftir nokkurra ára samvinnu
vísindamanna frá Sovétrikjun-
um, Vestur-Þýskalandi,
Frakklandi, Austurríki og fá-
einum Austur-Evrópuþjóðum.
Tækjabúnaður er einkum sov-
éskur, austur-þýskur og
franskur.
reifaði síðan í bréfinu dæmi um
stríðsæsingastefnu Suður-Kóreu-
manna og lýsti í smáatriðum
skotbardaganum á landamærun-
um á dögunum, er þrír norður-
kóreskir hermenn og einn suður-
kóreskur létu lífið er til bardaga
kom út af sovéskum flóttamanni
sem stakk sér frá norðri til suðurs.
Er það hins vegar skoðun fjöl-
margra, að Norður-Kóreumenn
eigi ekki síður sök á því hvernig til
tókst og það sé jafnvel alfarið
þeim að kenna. í niðurlagi bréfs-
ins segir, að „ljóst sé að fjölmörg
kommúnistaríki muni af þessum
sökum ekki senda æskufólk sitt til
keppni á Ólympíuleikunum í
Seoul“.
Sósíalistar á Spáni:
E1 Salvador:
Dauðasveitir
á stjá á ný
Saa Halvador, 17. dewmber. AP.
ERKIBISKUPINN í San Salvador,
Arturo Rivera I Damas, sagði í dag,
að dauðasveitir hægri manna væru
teknar til óspilltra málanna á nýjan
leik, en lítið sem ekkert hefur ann-
ars farið fyrir þeim síðan að Duarte
forseti settist í valdastól og ekkert
síðan að friðarviðræður stjórnvalda
og skæruliða hófust um miðjan
október.
„Hræðilegir glæpir dauðasveit-
anna eru byrjaðir á ný,“ sagði
Damas og taldi sig vita með vissu
um þrjú slík morð í siðustu viku.
Á síðustu fimm árum hafa dauða-
sveitir hægri manna myrt þúsund-
ir manna í El Salvador. Damas
gat þess einnig, að 2 stjórnar-
hermenn og 70 skæruliðar hefðu
fallið í bardaga miklum nýlega.
Hann gat þess ekki hvaðan hann
hefði heimildir sínar, en yfirleitt
hefur hann þær frá talsmönnum
stjórnarhersins, en þeir eiga til að
ýkja mannfallstölur, reikna sér
færri fallna, en andstæðingunum
fleiri.
Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar og leiðtogi jafnaðarmanna.
Samþykktu stuðning við
A tlantsha fsbandalagið
IMadrid, 17. desember. AP.
FLOKKUR sósíalista á Spáni sam-
þykkti á 30. þingi sínu, sem haldið
var um helgina, að Spánverjar
verði áfram aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu, svo sem flokks-
formaðurinn, Felipe Gonzalez for-
sætisráðherra, lagði til.
Spánverjar gengu í Atlants-
hafsbandalagið í maí 1982, en
hafa ekki tekið þátt í hernaðar-
samstarfi á vettvangi þess. Sósí-
alistaflokkurinn lagðist upp-
haflega gegn aðild að bandalag-
inu, og felur samþykktin um
helgina því í sér stefnubreyt-
ingu. 412 greiddu henni atkvæði,
126 voru á móti og 42 sátu hjá.
í samþykkt flokksþingsins er
ennfremur lagt til, að ekki verði
komið fyrir kjarnorkuvopnum á
Spáni. Þá er hvatt til þess að
endi verði bundinn á yfirráð
Bretaá Gíbraltar, að bandarísk-
hermönnum á Spáni, sem
um
eru 12. þúsund, verði fækkað, og
Spánverjar gangi í Evrópu-
bandalagið.
Gonzalez, sem er 42 ára að
aldri, var endurkjörinn formað-
ur Sósíalistaflokksins. Hann
hefur nú verið flokksformaður í
tíu ár.
Mannskæð flóð
Rio De Janeiro, 17. dewmber. AP.
GEYSILEG úrkoma sem stóð yfir í rúmlega tvo sólarhringa hafði stórkostleg
fióð í (or með sér í Minas Gerais í suðurhluta Brasilíu um helgina. 13 manns
drukknuðu, en rúmlega 2000 misstu heimili sín.
Mann- og eignatjónið varð nær
allt í fátækrahverfi höfuðborgar
sýsiunnar, Belo Horizonte, á
bakka Arrudas-árinnar. Hún
flæddi yfir bakka sína og færði
heilu hverfin á bólakaf. Síðast er
fréttist voru flóðin í rénun og var
óttast að fleiri lik kynnu að finn-
ast. Ein fjölskylda missti fimm
ung börn. Þrátt fyrir sjatnandi
flóð rigndi enn ákaflega á þessum
slóðum.
Shakespeare of djarf-
ur fyrir skólabörnin?
Kíehmond, Virginíu, 17. desember. AP.
MIKIL reiði er nú á mörgum víg-
stöðvum eftir að útgáfufyrirtæki
skólabóka ritskoðaði leikritin frægu
Hamlet og Rómeó og Júlíu og nam á
brott úr þeim alls 420 línur á þeim
forsendum að um klám væri að
ræða. Þetta gerðist í Virginíu.
Yfirmenn menntamála í Banda-
ríkunum hafa fallist á að kanna
ofan i kjölinn aðfinnslur margra
um meðferð útgefandans Scott/-
Foresman á skáldskap úr um-
ræddum leikritum. Úr Hamlet
voru numdar brott 100 línur, en úr
Rómeó og Júlíu öllu meira, eða 320
línur. Margret Marston, sem á
sæti í menntamálanefnd Virginíu,
sagði að svo virtist sem útgefand-
anum hefði „þótt kynlíf svífa helst
til mikið yfír vötnunum í textun-
um sem skornir voru burt. Mig
hryllir við þessari meðferð," sagði
frú Marsten og talaði máli
margra. Hún sagði að nefndin
hefði áður samþykkt alla þá
kennslubókartexta sem lagðir
voru fyrir hana í haust, en eftir að
hafa athugað nánar umrætt mál,
hefði nefndin áskilið sér rétt til að
endurskoða afstöðu sína og það
myndi hún gera.
Það sem ósiðlegt þótti í Hamlet
var er prinsinn danski fárast yfir
því við móður sína að hún skuli
hafa gengið að eiga frænda sinn
mjög skömmu eftir lát föður síns.
Biður Hamlet móður sína lengstra
orða að samrekkja ekki frænda. í
Rómeó og Júlíu þykir ósiðlegur
draumur Júlíu um að eiga einn
lokafund með landrækum elsk-
huga sínum.
Danir óvenjuhraustir
eftir að læknar fóru að taka gjald fyrír sjukravidtöl
DANIR eru greinilega orónir
miklu beilsuhraustari eftir aó
heimilislæknar fóru upp til hópa aó
taka gjald fyrir sjúkraviótöl til
þess aó ýta á eftir auknum greiösl-
um frá heilbrigðiskerfinu.
Fyrstu þrjár vikurnar eftir að
gjaldtökur þessar hófust, fækk-
aði viðtalsbeiðnum um nærri
80%.
Gjöldin hafa numið frá sem
svarar um 360 ísl. kr. fyrir viðtal
á stofu, á viðtalstíma, upp í 5000
kr., að sagt er, fyrir næturvitjun
í heimahúsi. Danir virðast frem-
ur hafa valið bann kostinn að
þreyja af smámagapínu en
leggja enn þyngri þrautir á
pyngjuna sína.
Nýleg Gallup-skoðanakönnun
leiddi í ljós, að 60% þeirra, sem
spurðir voru, og þar á meðal
voru vinstrisinnar, sem venju-
lega styðja hvers konar launa-
baráttu, töldu kröfur læknanna
ekki nægilega rökstuddar.
Þegar tillit er tekið til þess, að
meðallaun i Danmörku eru sem
svarar u.þ.b. 600 þús. kr. ísl. og
læknar hafa að meðaltali jafn-
gildi 1,5 milljóna ísl. kr. i laun,
er e.t.v. ekki að undra, þótt kröf-
urnar hafi fengið dræmar undir-
tektir.
Vera kann, að launadeila þessi
leiði til nýrra umræðna um,
hvort rétt sé,að danskur almenn-
ingur greiði gjald sem svarar
tæpum 200 kr. ísl. fyrir hvert
læknisviðtal, eins og Svíar gera.
Gjaldið hefur fækkað viðtölum í
Svíþjóð niður í þrjú til fjögur á
ári á íbúa. 1 Danmörku eru
læknisviðtöl á hverju ári sex til
sjö á íbúa. (íll itmnskm bUAinu Btfaen)
Búlgarir apa eft-
ir „Johnny Walker“
Lundúnum, 17. denember. AP.
TALSMAÐUR breska viöskiptaráöuneytisins sagði í dag, aó Búlgarir væni
farnir aó flytja út ólöglega eftirlíkingu af skosku viskíi, svokölluöu „Johnny
Walker". Þetta varö uppvíst er tollarar í ítölsku hafnarborginni Ancona,
geröu upptæka 22.500 kassa af viskílíkinu í búlgörsku skipi. Tollskjöl öll frá
Búlgaríu voru í lagi og því aó sjá sem viskflíkió væri framleitt og flutt út meó
fullu samþykki stjórnvalda í Búlgaríu.
sókn. Einnig lofuðu þeir að leggja
hald á þær birgðir sem kynnu að
finnast i Búlgariu. Enn sem komið
er hefur ekkert orðið úr efndum.
Bruggarar í Skotlandi fengu
fyrsta pata sinn af viskíverk-
smiðjunni í Búlgaríu fyrir fjórum
árum, en lítið var vitað um fram-
leiðslugetu hennar. Nú hefur hins
vegar frést, að verksmiðjan geti
framleitt viskílíki af þessu tagi
fyrir 3,5 milljónir punda ár hvert.
Þrir Frakkar reistu verksmiðjuna
með fullu leyfi yfirvalda í Búlg-
aríu og hennar gæta vopnaðir
herlögreglumenn. Bretar eru með
ýmsan útflutning til Búlgariu.
Mest flytja þeir þangað af.... jú,
skosku viskíi.
Mjöður þessi líkist mjög Johnny
Walker-viskíi, liturinn, bragðið,
lyktin, flöskurnar og merkingarn-
ar. Það eina sem sjáanlega er at-
hugunarvert í fljótu bragði er að
það vantar á merkingarnar: „pro-
duce of Scotland". Skoskur brugg-
ari einn sagði mjöðinn ótrúlega
líkan hinu eiginlega viskíi að
flestu leyti og það þyrfti kunn-
áttumann til að sjá í gegnum
„gervið". „Það er örlítil græn
slikja á glasinu þegar þú drekkur
viskiið," sagði bruggarinn.
Stjórnvöld í Bretlandi gerðu at-
hugasemd við þennan útflutning
Búlgara er viskífarmurinn fannst
og lofuðu Búlgarir ýtarlegri rann-